Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. april 1957 MORCUNBLAÐ1Ð 9 Syngjundi páskar 1957 VORH) er komið — á því er enginn efi — ekki aðeins í gráar greinar og grös — heldur einnig í mannsálinu. Eg gekk á fund þess í fyrra- kvöld, þar sem það söng og dans- aði með sól í auga. Hver sá, sem hefur löngun til að lyfta af sér vetrardrunga, leggi leið sina í Austurbæjarbíó —og hlusti á vorhljómana óma, í litrænum flutningi íslenzkra einsöngvara. — Að bláum himni, á björtum vængjum, berast þeir léttir og glaðir. „Syngjandi pásk- ar“, sól og vor, er samtvinnað. Einsöngvarar eru óskabörn þjóða sinna, að þeim ber að hlúa, hag þeirra efla. Má hin fámenna islenzka þjóð við því, að búa þeim ekki betri kjör en svo, að ýmist of- reyni þeir viðkvæm raddböndin með sifelldum söng, sér og sín- um til viðurværis, eða flýi land Jón Sveinsson og Fanney kona hans. «>- Æviminningaþœtfir Jóns Sveinssonar tyrrv. bœjarstjóra komnit út Frá æskuárum höfundar i Borgarfirdi eystra NÝLEGA er komih út bók eftir Jón Sveinsson fyrrv. bæjarstjóra og skattdómara á Aknreyri. Eru það þættir úr endurminning- um Jóns, og fjalla um æskuár hans í Borgarfirði austur. Jón Sveinsson er löngu landskunnur maður og mun mörgum leika hugur á að kynnast frásögn hans og æviminningum, því margt hefir á daga hans drifið og þar heldur fróður maður með ágæta frásagnargáfu á pennanum. sökum fálætis þess, er jafngildir nútíma vopnum? Sorgleg staðreynd er, að þetta gerist mitt á meðal okkar. Starfandi ópera við Þjóðleik- húsið, ásamt nokkrum fastráðn- um óperusöngvurum, er hið ein- falda svar. Hvarf listamannanna er sultur þjóðarsálarinnar. góð skil og sviðfTamkoma þeirra var áberandi fáguð, failega hlé- dræg, en þó frjálsleg. Ber slílct vott um gott list-uppeldi, svo sem menn vita. Þeir sem af báru á páskavök- unni að þessu sinni, voru þau: Þuríður Pálsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir, Jón Sigurbjömsson, Kristinn Hallsson og Guðmund- ur Guðjónsson, bæði hvað tón- fegurð og leikræna meðferð við- fangsefnanna snerti. Jón Sigurbjörnsson flutti „Bjór kjallaravisuna" af sindrandi list. Þuríður Páisdóttir og Guð- mundur Guðjónsson virtust sannarlega hafa öðlazt hið óvið- jafnanlega ,sweet mystery of life“ og frúin var yndisfögur. Guðmunda Elíasdóttir „briller- aði“ í því að geta ekki sagt „no“ — og þótt Kristinn Halls- son væri „a stranger in Para- dise“, leiddi hann okkur þó inn í fámenna Paradís, á sinn hóg- væra hátt. Allir þessir söngvarar gerðu öllum sinum viðfangsefnum mjög RAUSNARGJÖF í eftirmála bókarinnar segir Jón sjálfur, að hún sé „einstak- ir kaflar sem með nokkrum hætti tengjast saman í ætt minni og minningum í æskusveit minni, sem ég jafnan hefi talið Borgar- fjörð eystra þótt ég sé fæddur í Loðmundarfirði". Benedikt Gíslason frá Hofteigi ritar formála að þessari minn- ingabók, og minnist þar þess atburðar 1954 er Jón Sveinsson kom austur á æskustöðvarnar og afhenti Borgarfjarðarhrepp að gjöf eign sína, hálft Bakkagerði, en í því landi hefir risið upp smá kauptún um verzlun og sjávar- útveg, og er þar einnig rekinn mikill bús'kapur. í bókinni birtist ágrip af ræðu Jóns, er hann afhenti Borgar- fjarðarhrepp þessa rausnarlegu gjöf. í bókinni segir Jón frá fjölda þeirra manna, sem bjuggu í Borg arfirði á þeim árum, er hann ólst upp og rekur ættir þeirra. Er þar fólginn mikill fóðleikur og ætt- fræði, en Jón er mann fróðastur um þær greinir. Frásögnin er auk þess ljós og lifandi, svo að lesturinn verður annað og meira en þurr upptaln- ing, því Jóni er einkar sýnt um að krydda mál sitt fjörlegum frá- sögnum af ýmsum atvikum. Er kaflinn um æskukynni hans og Kjarvals gott dæmi um það. Segir Jón þar bráðskemmtilega frá því, er hann hitti Kjarval í fyrsta sinn að vorlagi í norðaust- an snjóbleytu í Húsavík. Hafði Jóhannes verið sendur suður til að ná í kvígukálf magran og ótótlegan. Fylgdi Jón, sem þá var á níunda eða tíunda árinu, Kjarval nokkuð á leið með kálf- inn. Löngu seinna gerði Kjarval mynd af þessu ferðalagi og gaf Jóni til minningar. Þá eru og í ritinu krafta- og afrekssögur, sem Jón hefir skráð að austan, og eftirmæli sem hann hefir ritað um vini sína í bundnu og óbundnu máli. í þessum endurminningaþátt- um er mikill fjöldi mynda af bændum í Borgarfirði og öðrum, sem við sögu koma og er að því mikil bókarprýði. Ritið er prentað í prentverki Odds Bjömssonar á Akureyri og er ágætlega frá því gengið. Það fæst í öllum bókaverzlunum. Við lestur þessara endurminn- ingaþátta Jóns Sveinssonar fyrr- verandi bæjarstjóra, getur maður ekki varist þeirri ósk, að Jón láti ekki staðar numið held- ur láti framhald verða á þessdri ævisöguritun sinni. Málverk Kjarvals, þar sem hann og Jón Sveinsson eru á ferð með kvígukálfinn. Hinn aðsópsmikli hetjutenór, Ketill Jensson, söng ítölsk lög, með fyrirmennsku, og í hinum skoplega „Karlakvartett", naut hann sín sérlega vel, því maður- inn hefur skemmtilega leik- gáfu. Á milli hljómsveitar og söng- konunnar Svövu Þorbjamardótt- ur, urðu smámistök, sem án efa voru þess valdandi að frúin naut sín ekki. Ævar Kvaran var kíminn kynn- ir, en meðferð hans á söngleig- inu var ýkt að óþörfu. Gunnar Kristinsson söng af einlægri vandvirkni, litið lag er nefnist „Trees“, en bros sitt má Gunnar ekki lengur fela, hér var alls ekkert sorglegt á ferð. Bryndís Schram og Þorgrímur Einarsson dönsuðu „Charleston“, rétt eins og maður gerði í sínu ungdæmi, með öllum tilburðum. (Að tyggigúmmíinu undan- skildu). Var leitt að Bryndís skyldi snúa á sér öklann (þó ekki væri það óeðlilegt) — bæði hennar vegna og okkar, sem átt- um að fá að sjá fleiri dansa. Hljómsveit Bjöms R. Einars- sonar aðstoðaði söngvarana af smekkvísi og prúðmennsku, sem einkennir framkomu þeirra. Þá er aðeins ónefndur konung- ur gamanseminnar, Karl okkar Guðmundsson. Meðferð hans á eftirhermum er orðin klassisk, og var, nú sem fyrr, á borð við bezta sönginn. Hátalarar hússins bættu ekki sönginn, og hitinn og loftleysið var ill-þolanlegt. Félag islenzkra einsöngvara mun á hausti komanda halda aðra tónleika, þar sem eingöngu verða flutt klassísk tónverk, og mun hinn fágæti smekkmaður, Fritz Weisshappel, annast allan undirbúning þeirra. Slikiun hljómleikum ber að fagna, því óneitanlega eru óperusöngvarar meira í essinu sínu í klassíkinni, heldur en í dægurlögum, þó þeir hafi sannað að jafnvígir séu þeir á hvort tveggja. Steingerður Guðmuudsdóttir. Fjölmörg ncmskeið hnldin ó veg- um Norrænu iélngnnnn í sumor í Svsþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku mörk eða islenzkar. um það bil 520 kr. M' 'AGNÚS Gíslason skýrði fréttamönnum í gær frá námskeiðum þeim sem í sumar verða haldin á vegum Norrænu félaganna en á þeim geta þátttakendur notið ódýrrar dvalar og ferðalaga við hin beztu skilyrði. Allmörg námskeið hafa verið ákveðin á Norður- löndum og eru þau helztu sem hér segir: DANMORK Norræn æskulýðsvika verður dagana 30. júní til 7. júlí. í Hinds gavlhöllinni á Fjóni, sem er fé- lagsheimili Norræna félagsins í Danmörku. Mótið er ætlað fólki á aldrinum 17—25 ára. Kostnaður er ákveðinn 85 kr. danskar fyrir vikudvölina. TVEGGJA VIKNA NÁMSKEIÐ f sumar verða tveggja vikna námskeið í 25 dönskum lýðhá- skólum á tímabilinu frá 19. maí til 15. september. Dvalarkostn- aður verður 165 kr. danskar og þar innifalið kennsla, fæði og húsnæði. Auk þess verður norrænt kenn aranámskeið í Askov í sumar svo sem venja er til. FINNLAND Dagana 26. til 29. maí verður norrænt æskulýðsmót í Helsing- fors. Mót þetta er ætlað skóla- nemendum og lágmarksaldur er 14 ár. Þátttakendur dveljast á einkaheimilum meðan mótið stendur yfir. BLADAMANNAMÓT Dagana 10.—19. júni verður norrænt blaðamannamót haldið í Finnlandi á vegum Norræna fé- lagsins finnska, Pohjola-Norden og finnsku blaðamannasamtak- anna. Fyrstu þrjá dagana verð- ur haldið til Helsingfors, en síð- an farið í ferðalag m. a. til Tavastehus, Hattula, Tammer- fors, Valkeakosi, Tammela, Forssa og Ábo. — Einnig verður farin námsför til I'orkkala. Haldn ir verða fyfirlestrar um margvís- leg efni. Dvalarkostnaður verð- ur 10.000 finnsk mörk eða ca. 700 kr. ísl. og er þar innifalið fæði, húsnæði og íerðalög. SKÓLASTJÓRAMÓT Norrænt skólastjóramót er fyr- irhugað í Helsingfors dagana 3.— 5. ágúst. Er það í tengslum við hið almenna kennara. og skóla- mannamót, sem haldið er þriðja hvert ár á vegum fræðslumála- stjómar allra Norðurlanda, en slíkt mót verður í Helsingfors dagana 6.—8. ágúst. Dagana 12.—17. ágúst, efnir svo finnska félagið til námskeiðs fyrir norræna æskulýðsleiðtoga á KK-samvinnuskólanum i Helsing fors. Dvalarkostnaður, innifalið fæði og húsnæði, er 6.000 finnsk NOREGUR Dagana 17.—23. júní efna fjór_ ir norrænir lýðháskólar til æsku lýðsmóts í Noregi. Er það hugsað sem norrænt nemendamót, en ungu fólki frá íslandi og Fær- eyjum er boðin þátttaka einnig. Fundarstaðurinn er Romrike lýðháskóli í Noregi 40 km frá Osló. Skólamir, sem að mótinu standa eru Finn-lýðskóli í Finn- landi, Vallekilde í Danmörku, Katrineberg í Svíþjóð og Rom- rike-lýðháskóli. Dvalarkostnaður verður aðeins 45,00 norskar kr. og innifalið fæði, húsnæði og þátt- tökugjald. ÖNNUR NÁMSKEIÐ f NOREGI 1.—6. júlí efnir norska félagið til námskeiðs á Elingárd á Onsöy við Fredrikstad. Er það aðallega ætlað nefndarmönnum, sem fjalla um endurskoðun nor- rænna söngkennslubóka á vegum Norrænu félaganna og öðrum, sem áhuga hafa á sögu Norður- landa. Kostnaður er alls 150 kr. norskar. 7.—13. júlí verður námskeið á Ringsaker-lýðháskóla, sem ætlað er félagsmönnum norrænna stétt- arfélaga. Dvalarkostnaður, inni- falið fæði, húsnæði og ferðalög, 150 kr. norskar. Vikuna 14.—20. júli verður norrænt æskulýðsmót í Hundorp lýðháskóla í Gulbrandsdalen. Dvalarkostnaður 100 kr. norskar, innifalið fæði, húsnæði og ferða- lög. Norrænt fræðslumót verður haldið í Sjusjöens-háfjallahóteli við Lillehammer dagana 26.—31. ágúst. Verður þar fjallað um þjóð félagið pg alþýðufræðsluna, sér- þekkingu og hagnýtt sjálfsnám. Dvalarkostnaður 130 norskar kr. SVÍÞJÓ® Norrænt æskulýðsmót verður haldið í Bohusgárden skammt frá Uddevalla við vesturströnd Svi- þjóðar. Er það ætlað fólki á aldr inum 16—25 ára. Dvalarkostnað- ur er 95 sænskar krónur. Vikuna 7.—13. júlí verður hald ið fræðslumót á Bohusgárden, «r nefnist „Norðurlönd í dag“. — 'Dvalarkostnaður 120 sænskar kr. Þá verður námskeið er nefnist „litir og snið okkar nánasta um- hverfis“ í Bohusgárden 21.—28. júlí. Er það ætlað æskulýðsleið- togum og fleirum. Dvalarkostn- aður 160 sænskar kr. Kvikmyndafræðslumót verður á Bohusgárden 23.—29. júní. Er það ætlað æskulýðsleiðtogum og kennurum. Dvalarkostnaður 125 kr. sænskar. Dagana 20.—26. júlí efnir sænska félagið í samvinnu við fræðslumálastjórnina til norræns kennaranámskeiðs uppi í fjöllum í Abisko-héraðinu í Lapplandi. Dvalarkostnaður um 150 sænskar kr. Norrænt kennaranámskeið verður í Bohusgárden 4.—10. ág., er nefnist „att tala“. Er það ætl- að kennurum. Dvölin kostar 125 kr. sænskar. Norrænt mót verzlunar-, iðn- aðar- og bankamanna verður haldið á Bohusgárden dagana 15. —22. september. Lýkur því móti í Gautaborg. ' Þátttökugjald er alls 150 sænskar kr. Allar nánari upplýsingar um mótin gefur Magnús Gíslason, Norræna félagið, Box 912, Rvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.