Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLATiia í>riðjudagur 9. april 1957 Mtlritafrifr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgrciðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Kjarnorka og vígbúnaður ÞÆR breytingar, sem Englend- ingar og raunar ýmsar aðr- ar þjóðir, fyrirhuga á landvörn- um sínum, veltja nú alheimsat- hygli. Það sem um er að ræða, er að tekinn sé upp herbúnaður með kjarnorkuvopnum fyrst og fremst, sem komi að verulegu leyti í stað hins eldri vopna- búnaðar, sem byggðist á miklum mannafla á landi og sjó og þeim tækjum, sem þeim mannafla til- heyrði, svo sem stórum herskip- um. Bandaríkjamenn hafa tekið upp mjög víðtæka hervæðingu með kjarnorku og halda þeim vígbúnaði áfram með fullum krafti. Hið sama hafa 'Sovét- Rússar gert. Þeir hafa komið sér upp miklum kjarnorkuvígbúnaði og eldflaugastöðvum í landi sínu og undirokuðum lcndum. England er þriðja stórveldið, sem nú hyggst feta þessa leið. Enn önnur herveldi munu koma á eftir í stærri eða minni stíl. Adenauer kanslari Þýzka- lands hefur nú kveðið upp úr, að hann og stjóm hans vilji að hinn nýi þýzki her verði búinn kjarnorkuvopnum. Svíar hafa rætt um, að þeir vilji stefna að því að smíða sín kjarn- orkuvopn sjálfir. Þannig mun hver þjóð sem getur, vilja taka þátt í kjarnorkuvígbúnaði fram- tíðarinnar, en ástæðan er sú að með öðru móti, nema þau ráði yfir slíkum vopnum, telja þær ekki að varnir landa sinna séu tryggðar. Yfirlýsing Eisenhowers Á Bermuda-fundinum var þannig samið um, að Englend- ingar fengju kjarnorkuvopn frá Bandaríkjunum, og byggist hin nýja víðbúnaðaráætlun Breta að verulegu leyti á því. í þessu sambandi er rétt að minna á þá yfirlýsingu, sem Eisenhower for- seti gaf í sambandi við bréf Bulganins til Norðmanna og Dana. Þar lýsti hann þeirri skoð- un sinni að hvaða ríki sem væri, innan varnarsamtaka hinna vest- rænu þjóða, æíti rétt á því að óska eftir að fá kjarnorkuvopn frá Bandaríkjunum. Hins vegar eru bandarísk lög þannig, að slík kjarnorkuvopn er ekki hægt að afhenda öðrum þjóðum nema með því móti að þeim fylgi bandarískir sérfræðingar til að fara með þau og þannig er því einnig háttað um samkomulag Englendinga og Bandaríkjanna út af þeim kjarnorkuvopnum, sem Englendingar nú munu fá frá Bandaríkjunum. Þannig héf- ur Eisenhower forseti kveðið upp úr með það gagnvart hinum sí- felldu hótunum Rússa um eld- flaugnastríð á hendur smáþjóð- um, sem halda uppi vömum á landi sínu, að þessar þjóðir eigi rétt á því hvenær sem er að afla sér kjarnorkuvígbúnaðar frá Bandarík j unum. Stefnubreyting Breta Til þeirra breytinga, sem nú eru fyrirhugaðar á vígbúnaði Breta. liggja tvær ástæður. í fyrsta lagi telja Bretar að sú breyting, sem nú verður frá gamaldags víg- búnaði yfir í kjarnorkuvígbúnað, sé ekkert nýtt, heldur sé hér einungis um tæknilega og hern- aðarlega þróun að ræða. Ekki sé framar unnt að verja Bret- landseyjar einar út af fyrir sig á sama hátt og gert var árin 1940 og 1941, heldur verði vörn brezku eyjanna að byggjast á því að koma í veg fyrir stríð fremur en að gera það mögulegt að taka styrjöld, sem að höndum kynni að bera. Varnir Breta verði að vera liður í allsherjarvörnum hinna vestrænu þjóða og í ljósi þess beri að skoða kjarnorkuvíg- búnaðinn brezka. í öðru lagi stefna svo Bretar að stórkostlegum sparnaði í víg- búnaði sínum. Hve miklu þessi sparnaður muni koma til með að nema við breytinguna frá hinum gamla stórveldisvígbúnaði og yfir í hinn nýja kjarn- orkuvígbúnað er ekki ljóst, en talið er að hann muni nema 79 milljónum punda á fyrsta fjár- hagsárinu. Ein afleiðingin er sú, að Bretar munu minnka her sinn í Vestur-Þýzkalandi um 13 þús- und manns og er það minna en Bretar höfðu óskað eftir, en um frekari minnkun náðist ekki samkomulag að sinni. Ein er sú spurning, sem kemur upp í sam- bandi við minnkunina á land- herstyrk í Evrópu og hinn nýja vígbúnað, en hún er sú sem franski landvarnaráðherrann Bourgés-Mounoury varpaði fram, þegar að hann spurði, hvað mundi gerast, ef næsta styrjöld yrði ekki kjarnorkustyrjöld. „The Times“ gefur það svar, að halda verði uppi landher, sem sé við því búinn að taka við árásum á takmörkuðum svæðum en kjarnorkuvopnin hljóti að standa þar á bak við, til þess að hindra að átökin breiðist út. Afstaða smáþjóðanna Það er glöggt að þrátt fyrir kjarnorkuvígbúnað stórveldanna verður að halda uppi tryggum vörnum í löndum smáþjóða, sem ekki hafa kjarnorkuvopn. Þannig hugsa Norðmenn og Danir, eins og fram kom í umræðunum hjá þeim út af hótunarbréfi Búlgan- ins á dögunum. Og þannig hugsa íslendingar líka. Iíér á landi verð ur að halda uppi vörnum á landi gagnvart mögulegri árás með venjulegum vopnum, hvað sem kjarnorkuvígbúnaði stórþjóðanna líður. UTAN UR HEIMI í gær hófst heimsókn Elísnhetar Englandsdrottningar til Parísar í GÆR var mikið um dýrðir þeg- ar Elísabet Englandsdrottning og Philip maður hennar komu til Orlye-flughafnarinnar við París, en þar með hófst fjögurra daga heimsókn þeirra til Frakklands. Svo mikill viðbúnaður hafði vcr- ið í Frakklandi undir þessar móttökur, að slíks eru ekki dæmi við nokkurt svipað tækifæri nú um langan tíma. Vikum saman höfðu hundruð manna ekki gcrt annað en að undirhúa þessa heimsókn brezku drottningarinn- ar og París er nú prýdd með allt að því 275 þúsund blómum og næstum því hálfri milljón fána. En í þessu sambandi er líka látið í veðri vaka að það sé ekki einungis persóna drottningar, sem verið sé að fagna, það sé verið að sýna öllum heiminum að samstarf og samheldni Breta og Frakka standi óbreytt eins og verið hefur í 50 ár og að Súez- ævintýrið hafi þar engin áhrif haft. STRANGIR DAGAR FYRIR DROTTNINGUNA Þessir 4 dagar, sem drottning- in og maður hennar dvelja í Par- ís, eru vitaskuld skipulagðir út í æsar. Þar á meðal eru hátíða- höld, kvöldveizlur, óperusýning- ar og annað þvílíkt og má nærri geta að drottning hefur ekki mik- inn tíma aflögu frá öllu því vafstri. Blaðamaöur frá Daily Express hefur reiknað út að hinir konunglegu gestir muni verða að sinna hátíðahöldun- um í 53 klukkutíma og þrjá stundarfjórðunga af þeim 78 klukkustundum, sem hcimssókn- in stendur. Blaðamaðurinn hef- ur skipt tímanum eins og hann kemur fram í skrá hátíðahald- anna þannig: Ferðir og flutningar frá ein- um stað til annars munu taka 11 klst. og 33 mínúíur, af tíma drottningar. 17 klukkutíma og 40 mín. taki hana að vera við allar opinberar móttökur og sér- stakar viðhafnir og 9 klukku- stundir og 40 minútur sitji hún undir borðum. Síðan hafi hún 14 klst. og 28 mín. til þess að skipta um kjóla milli hinna opinberu hátíða og viðhafna, 24 klst. og 15 mín. íil þess að sofa og á einum deginum fær hún eina klukkustund og 20 mínútur til þess að vera í einrúmi með manni sínum. Ef þessu má trúa eru það eng- ir sældardagar, sem Elísabet Englandsdrottning á nú um þess- <j,ar mundir. Skraut og ihur&ur minna á ævintýri og riddarasögur Tveir „model“ kjólar, sem saumaðir hafa verið fyrir drottningar- sýninguna í frönsku óperunní. Þegar Englandsdrottning kem- ur opinberlega fram í Frakklandi, verður hún í þessum fallega hvíta satinkjól með gull. og perluút- saumi. BÚSTAÐUR DROTTNINGAR Lýsingarnar á híbýlum drottn- ingar og ýmsu öðru í sumbandi við hátíðahöld þessi eru svo íburðarmiklar að mest líkist frá- sögnum úr riddarasögum eða gömlum ævintýrum. Þó að Frakk ar hafi, eins og kunnugt er, ekki haft konung um langan tíma eru þeir þó menn mjög konunghollir, þegar um annarra landa þjóð- höfðingja er að ræða. Elísabet drottning býr í Elysée höllinni, þar sem forsetinn einn- ig hefur bústað sinn. Ein hæð hallarinnar, sem snýr út að garði, hefur verið sérstaklega út- búin handa hjónunum. Herbergi Elísabetar drottningar verður mjög skrautlegt. Veggirnir eru klæddir með grænu silkiefni, gólfin eru þakin þykkum tepp- um og í einu horni herbergis- ins er skrautgripaskápur mikill, þar sem drottning getur geymt skartgripi sína á meðan hún dvelur þarna. Það er sami skraut gripaskápur, sem Parísarbær gaf á sínum tíma Maríu Antoinette drottningu. Yfir rúmi drottningar hangir mjög frægt málverk, La fete galante, eftir Matteau, sem Louvre-safnið hefur lánað. Öll húsgögn eru eftir þekkta snill- inga bæði eldri og frá seinni tíð. Rúm drottningar eru úr hvítum viði og bólstruð með silki en sérstakur skrauthiminn með fjórum tjöldum er settur yfir rúmið. Baðherbergi drottn- ingar er mjög skrautlegt. Vegg- ir eru þar málaðir með alls kon- ar myndum af fuglum, gyðjum og blómum. Þó segir eitt París- arblaðanna að nú hafi menn gáð að því að gera ekki sömu vill- una og 1938 þegar móðir drottn- ingar kom til Parísar, því að þá hefði baðherbergi hennar, á róm- antíska vísu, allt verið þakið speglum, en það hafi leitt til leiðinda. Herbergi drottningar snýr út að litlu vatni í garðinum, þar sem endur synda. Tvær háar dyr bggja inn til herbergja Philips drottningarmanns. f herbergjum hans var versta viðfangsefnið að fá nógu langt rúm og varð áð lengja það, sem þegar var búið að setja þar. En skraut er allt miklu minna inni hjá drottning- armanni en drottningu sjálfri. Engir nema enskir embættis- menn og þjónar mega koma inn í herbergi þeirra hjóna. TÍZKUSÝNINGAR Meðan hjónin standa við verða miklar veizlur og tvær miklar sýningar haldnar í Louvre-safn- inu og óperunni en þessar sam- kundur eru um leið tízkusýningar og taka þátt í þeim allir helztu tízkumenn Parísar. Elísabet drottning sjálf mun aldrei bera sama kjólinn nema einu sinni en það þýðir, að á hverjum degi þarf hún að skipta oftar en einu sinni um föt. Kjólarnir eru mjög dýrir og segir eitt blaðanna að hver þeirra muni kosta um 12—15 þúsund ísl. krónur. Landilótta rithöiundai styrktir ^ Ford-stofnunin bandaríska hefur lagt fram 80 þúsund dali til styrktar ungverskum rit- höfundum, skáldum og lista- mönnum, sem orðið hafa að fiýja land fyrir ofsóknir komm únista. Mun alþjóðafélag Frjálsrar menningar (Con- gress for Cultural Freedom) ráðstafa fénu, eftir því sem forseti þess Denis de Rouge- mont og framkvæmdastjóri Nicolas Nabokov, skýrðu ný- lcga frá. ir Það er alkunna að frelsis- barátta Ungverja hófst með samtökum rithöfunda og lista- manna í Petöfi-félaginu í Búdapest. Þeir héldu ákveðn- ast fram frelsisrétti ungversku þjóðarinnar og efldu samhug hennar til að rísa upp gegn hinum rússnesku kúgurum. A Vegna þessa eru rithöf- undar og listamenn nú ofsótt- ustu stéttir Ungverjalands. Fjöldi þeirra hefur verið tek- inn af lífi, Kadar-stjórnin hefur bannað starfsemi ung- verska rithöfundafélagsins og það hefur því oft orðið eina leiðin fyrir þessa menn að flýja land. Mikill fjöldi ungverskra rithöfunda, skálda, listmálara, tónlistarmanna o. fl. hafa flú- ið til Austurríkis. Er það Austurríkisdeild „Frjálsrar menningar“, sem hefur veitt þeim bezta fyrirgreiðslu og tímarit deildarinnar Forum hefur efnt til f jársöfnunar fyr- ir þá, reynt að útvega þeim atvinnu, eða frið til að vinna að samningu listaverka sinna. Mun fjárveitingin frá Ford- stofnuninni renna í Forum- sjóðinÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.