Morgunblaðið - 12.04.1957, Qupperneq 2
2
MORCVNBLAD1Ð
Fostudagur 12. aprfl 1957
Framleiðslugela sjávarins
af lífrænum efnum könnuð
Sagt frá næsta leiðangri Ægis.
SJÁVARÚTVEGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ tilk. í gær að Ægir muni
eins og undanfarin ár, fara í síldarrannsóknarleiðangur seint
í næsta mánuði og verður skipið við almennar hafrannsóknir og
síldarleit í úthafinu fyrir austan og norðaustan land.
Þessi mynd var tekin um borð
í rannsóknaskipinu Ægi í gær-
morgun, skömmu áður en það
lagði af stað í rannsóknaleiðang-
urinn. Eru á myndinni, auk Þór-
arins Björnssonar skipherra, fiski
fræðingarnir Ingvar Hallgrims-
son, sem er lengst til vinstri,
Unnsteinn Stefánsson leiðangurs-
stjóri er hægra nieginn við skip-
herrann og Jakob Jakobsson er
ungi maðurinn í Ijósa jakkanum.
Hinir mennirnir þrír verða fiski-
fræðingunum til aðstoðar við
rannsóknarstörfin.
Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Fiskifræðingar rannsaka hið
minnkaða aflamagn
Á VEGUM Fiskideildar Atvinnu-
deildarinnar var farinn í lok
febrúarmánaðar rannsóknarleið-
angur með Maríu-Júlíu í Faxa-
flóa og suður fyrir land, en það
er þáttur í hinum kerfisbundnu
rannsóknum í Faxaflóa.
Þá hefir gögnum verið safnað
frá Vestmannaeyjum, Keflavík,
Akranesi, Dalvík og Húsavík.
8 OG 12 ÁRA FISKUR
Lokið er úrvinnslu ullra gagna
frá janúar og mestum hluta
gagnanna frá febrúar frá Vest-
mannaeyjum. Hingað til hafa
tveir árgangar borið uppi veið-
ina: 8 ára fiskur og 12 ára. Var
búizt við að hvor um sig myndi
vera um 35% aflans í heild, en í
göngunum frá Vestm.eyjum er
meðaltalið hingað til 22% af 8
ára og 32% af 12 ára fiski 8 ára
fiskurinn á þó væntanlega eftir
að aukast hlutfallslega. þegar líð-
ur á vertíðina. Auk þessara ár-
ganga tveggja var heldur meira
af 6 og 7 ára fiski, en við var
búizt, en óvarlegt er að draga
af því neinar ályktanir fyrr en
vertíðin er öll.
Árgangurinn frá 1945, sem nú
er 12 ára hefur borið uppi þorsk-
veiðina síðan 1954 og hefur enzt
betur en gert var ráð fyrir, og
mun það að einhverju leyti stafa
af göngum hans frá Grænlandi.
Þróunin i aldursdreifingu
þorsksins í þeim sýnishomum
sem athuguð hafa verið hingað
til gefur ekki til kynna þá minnk
un í aflamagninu, sem raun er
á orðin þessa veriíð. í byrjun
apríl mun m. a. verða gerð at»
hugun á hitaskilyrðum á hrygn-
ingarstöðvum þovskins og fæst þá
væntanlega úr því skorið hvort
afbrigðilegt hitastig hafi ráðið
einhverju um breyttar fiskigöng-
ur.
(Frá siávarútvegsráðuneytinu).
Síldveiðitilraunir
og karfarann-
sóknir
VÉLSKIPIÐ Fanney er nú farið
út og mun gera tilraunir til síld-
veiða með flotvörpu. Á s.l. hausti
var, sem kunnugt er, gerð tilraun
með kanadiskum flotvörpum til
síldveiða en veðurfar var þá afar
óhagstætt.
Tilraunum þessum verður nú
haldið áfram fvrir Suðvestur-,
Suður- og Suðausturlandi og verð
ur notuð hin kanadiska nylon-
varpa auk annarrar vörpu, sem
búin hefir verið til hér.
Ingvar Pálmason skipstjóri
stjórnar þessum veiðitilraimum.
Undirbúningur er þegar hafinn.
að því að togari verði leigður til
leitar að karfamiðum. Fyrirhug-
að er að leita á svæðinu milli
íslands og Grænlands svo og í
hafinu fyrir sunnan og suðaustan
ísland.
Jakob Magnússon fiskifræðing-
ur verður með skipi því, sem fer
Nýtt Bæjarbókasafiis
útibú opnað í Hólmgarði
Auk sérfræðinga á sviðl dýra-
svifs-, síldar- og sjórannsókna,
verður í leiðangrinum séfræð-
ingur í plöntusvifi, og verða nú
í fyrsta skipti í íslenzkum leið-
angri gerðar rannsóknir á fram-
leiðsugetu sjávarins á lífrænum
efnum. Víða erlendis þykja nú
slíkar rannsóknir sjálfsagður
þáttur í almennum hafrannsókn-
um. Þá er og fyrirhugað að gera
tilraunir til að merkja síld í út-
hafinu, og verður í þvi skyni höfð
með herpinót og bátar. Skipstjóri
á „Ægi“ verður eins og undanfar-
in ár Þórarinn Bjömsson, en leið
angursstjóri í þessum leiðöngrum
verður Unnsteinn Stefánsson,
efnafræðingur.
Frá júlíbyrjun og til loka síld-
arvertíðarinnar norðanlands mun
Leitað að rúss-
neskum sjó-
mönnum
STRANDGÆZLUFLUGBÁTUR-
INN Rán fór í fyrrinótt héðan
frá Reykjavík og norður að ís-
röndinni, til að leita þar af litl-
um opnum báti með fimm rúss-
neskum selveiðimönnum innan-
borðs. — Höfðu þeir á einn eða
annan hátt orðið viðskila við
skip sitt fyrir einum fimm dög-
um. Leitin bar ekki árangur, en
flugmennirnir flugu eins lágt yfir
og fært Vcu-, en skyggni var ekki
sem bezt. Leituðu þeir á stóru
svæði, þar sem fjöldi norskra
og rússneskra selveiðiskipa var.
Var leitarsvæðið um 150 mílur
beint norður af Straumnesi.
Skellinöðru stolið
Á MÁNUDAG um þrjúleytið. var
stolið skellinöðru frá Barónsstíg
12. Hjólið er grátt að lit, gerð
N.S.U. og nr. R-472. Skellinaðran
var ólæst. Allir þeir, sem upplýs-
ingar geta gefið, eru beðnir að
hafa samband við rannsóknarlög-
regluna.Eigendur skellinaðra eru
áminntir um að læsa hjólum
sínum, þegar þeir skilja við þau,
þvi nær allar skellinöðrur, sem
stolið hefir verið, hafa verið
ólæstar.
„Ægir“ annast síldarleit fyrir
veiðiflotann á líkan hátt og und
anfarin ár. Síldarleitinni stjórnar
Jakob Jakobsson, fiskifræðingur
en honum til ráðuneytis verður
Ingvar Pálmason, skipstjóri.
Þá mun einnig verða hafður vel
útbúinn bátur til aðstoðar Ægi
við síldarleitina.
Varð milli báia og
handleggsbrotnaði
KEFLAVÍK, 11. apríl. — í fyrra
dag vildi það slys til, er mb Júl-
íus Björnsson frá Dalvík var að
koma úr róðri, að einn hásetinn,
Reimar A. Þorleifsson, varð fyrir
því að handleggsbrotna og merj-
ast illa á handlegg.
Slysið varð með þeim hætti,
að Reimar sem stóð frammi í
stafni skipsins, hugðist taka
högg af bátnum, er hann kæmi
við bryggjuna. Einar Þveræing-
ur, lá við bryggjuna og rakst
„>bóma“ hans á Júlíus, en Reimar
varð á milli með handlegginn.
Var hann fluttur í sjúkrahúsið
hér. — Reimari leið í dag vel
eftir atvikum. —Ingvar.
Læknar í verkfalli
GAUTABORG, 10. apríl: — Um
helmingur sjúkrahúslækna hér í
borg, ft'óf verkfall í gær. Sögðu
læknarnir um leið upp stöðum
sínum og fóru að „praktísera“
upp á eigin spýtur. Segir frétta-
ritarinn, að það gangi vel. Þeir
læknar, sem eftir eru, vinna á
svo kölluðum stríðsvöktum og
ganga yfirlæknar þar jafnt og
aðrir.
Orsök verkfallsins er 25%
launaskerðing, auk nýs ákvæðis,
sem mælir svo fyrir, að uppsagn-
artími lækna lengist úr 1 ári í 3
ár. — Útlit er fyrir, að verkfallið
standi lengi yfir. —G.Þ.P.
ÁKRANESI, 11. apríl: — Hér er
sama ördeyðan og að undanförnu.
í dag er aflinn almennt 1—2 tonn
hjá línu bátunum. Nokkrir bátar
eru nú búnir að taka net um borð.
2 trillubátar hafa verið á netum.
Fékk annar þeirra í dag 30 fiska í
7 net en hinn 300 kg. í 12 net.
— Oddur.
í G Æ R D A G var opnað úti-
bú frá Bæjarbókasafninu, sem
verður fyrir hina ört vaxandi
byggð Bústaða-, Smáíbúða- og
Raðhúsahverfin. Er bókasafnið
mjög miðsvæðis í Hólmgarði 34,
í björtum og rúmgóðum stofum.
Auk bókasafns er þar lesstofa
fyrir nær 40 manns.
1 gærdag sýndi Snorri Hjartar-
son, forstjóri Bæjarbókasafnsins,
blaðamönnum þetta nýja bóka-
safn. Er það til húsa að Hólm-
garði 34, eins og fyrr segir, en
í því húsi eru verzlanir fyrir
Bústaðavegshverfið.
Bókasafnið hefir til umráða 2
stórar stofur, auk herbergis bóka
varðar, sem verður Ólafur Hjart-
ar, en hann er lærður bókavörð-
ur frá Lundúnum. Er bókasafnið
búið góðum húsgögnum og bóka-
hillur safnsins, en þar eru um
4000 bindi, eru skilmerkilega
merktar. Sagði Snorri Hjartarson
að þetta bókasafn hefði verið til
húsa í Austurbæjarskólanum, en
það hefði nú verið lagt niður.
Hefði aðsókn verið lítil að
því og mjög farið minnkandi. —
Kvaðst Snorri vera mjög ánægð-
ur með þetta útibú og ætla mætti
að það myndi verða mikið sótt í
svo fjölmennum hverfum, sem
eru í næsta nágrenni.
MINNI AÐSÓKN
Snorri Hjartarson sagði, að
vetur sem leið, hefði verið minni
aðsókn að Bæjarbókasafninu og
útibúum þess en t. d. í fyrravet-
ur. Ekki væri gott um það að
segja hvað kynni að valda, en
reynslan væri sú að aðsóknin
væri misjöfn ár frá ári.
Karlmenn eru í meirihluta les-
stofugesta, sagði Snorri, en aftur
á móti eru bókaútlán til kvenna
mun meiri en til karla. Og í þessu
sambandi sagði hann svo frá því,
að vafalítið væru þeir Kiljan og
Jón Trausti mest lesnir af inn-
lendum höfundum, en einnig
mjög Guðrún frá Lundi. Um út-
lenda höfunda væri vitað, og
engin áhöld um, að þar skarar
langt fram úr öðrum höfundum
Frank Slaughter (Líf í læknis
hendi o. fl.).Vinsælustu barna-
bókahöfundarnir eru Stefán Jóns
son og Jón Sveinsson.
1 sumar verður bókasafnið
opið þrisvar í viku, á mánu-
dögum, miðvikudögum og föstu-
í dögum.
Hin vistlega lestrarstofa í HólmgarfH 34.