Morgunblaðið - 12.04.1957, Qupperneq 16
16
MORCVNBLAÐIÐ
Föstudagur 12. april 1957
SA
i
ustan
Edens
eftir
John
Steinbeck
I
12 i
Hún brosti til Adams og hanh
lokaði augrunum.
4. KAFLI.
I.
Charles stóð við afgreiðslúborð
ið í þorps-kránni og skellihló að
gamansögunum, sem nokkrir um-
ferðasalar, er þorpið gistu, sögðu.
Hann tók upp tóbakspunginn sinn
með hinum fáu silfurpeningum,
er hann átti, og keypti drykk
handa mönnunum, svo að þeir
héldu áfram að segja sögur og
stóð glottandi og neri húðflegna
hnúnana. Og þegar umferðasal-
arnir, sem þáðu veitingarnar með
beztu lyst, lyftu o'lösum og
sögðu: „Þína skál“, ljómaði Char
les í framan af hamingju og
hreykni. Hann pantaði aftur í
glösin handa þessum nýju vinum
sínum og svo f?>r hann með þeim
á annan stað, þar sem fjölbreytt-
ari gleðskapar var von.
Þegar Cyrus haltraði út í nátt-
myrkrið, brann honum í brjósti
áköf reiði til yngri sonarins. títi
á veginum hóf hann árangurs-
lausa leit, en hélt því næst til veit
1) Andi býst til vamar upp við
gildan trjástofn.
2) Á meðan.
*— Það var mín sök, að þú
□-------------------□
Þýðing:
Sverrir Haraldsson
□-------------------□
ingastofunnar, en þá var Charles
farinn þaðan fyrir stundu.
Ef Cyrus hefði fundið son sinn
þá um nóttina, hefði hann senni-
lega drepið hann, eða að minnsta
kosti gert tilraun til þess.
Að sjálfsögðu frétti Charles það
fljótlega að faðir hans hans væri
að leita að honum, vopnaður hlað
inni haglabyssu. Hann fór því
huldu höfði í tvær vikur og þegar
hann sneri loks heim aftur, hafði
drápsgirni föðurins breytzt í rétt-
láta reiði og Charles bætti fyrir
brot sitt með aukavinnu og falskri
uppgerðaauðmýkt.
Adam lá rúmfastur » fjóra
daga, svo stirður og helaumur, að
hann gat varla hreyft sig án þess
að kveinka sér. Á þriðja degi leg-
unnar sannaði faðirinn hin hern-
aðarlegu áhrif sín, svo að ekki
varð um villzt. Hann gerði það til
misstir Anda. Nú verð ég að
hjálpa þér við að finna hann.
— Nei, vinur minn. Nú ferð
þú heim til Maríu og barnanna
þess að þóknast sínu eigin stæri-
læti, en jafnframt hugðist hann
rækja með því skyldur sínar við
Adam. Inn í húsið — inn í svefn-
herbergi Adams, komu riddaraliðs
höfuðsmaður og tveir liðþjálfar í
bláum einkennisfötum, en úti í
húsagarðinum biðu tveir óbreytt-
ir hermenn og gættu hestanna. Og
þarna í rúminu var svo Adam
skráður til herþjónustu, sem ó-
breyttur riddaraliðsmaður. Hann
undirritaði skjalið og vann eiðinn
í viðurvist föður síns og Alice. Og
augu föðurins voru tárvot.
Þegar hermennirnir voru farn-
ir, sat Cyrus langa stund við
rekkju sonar síns.
„Ég lét skrá þig í riddaraliðið
af sérstökum ástæðum", sagði
hann. „Lífið í hermannaskálunum
er ekki gott til langframa. En
riddaraliðsins bíða mikil ætlunar-
verk. Ég er búinn að fullvissa mig
um það. Þú lendir brátt í bardög-
um við Indíánana. Þess verður
ekki langt að bíða. Ég get ekki
sagt þér hvernig ég veit þetta.
En það er a. m. k. stríð í vænd-
um“.
„Já, sir“, sagði Adam.
2.
Mig hefur alltaf furðað á því,
að það skuli venjulegast vera
menn éins og Adam, sem verða
að gegna hlutverki hermannsins.
1 fyrstu hafði hann megnustu and
úð á ba ‘dögum og því fór víðs-
f jarri að sú andúð hyrfi með tím-
anum — eins og hjá mörgum —
heldur fór óbeit hans á öllu ofbeldi
og yfirgangi sífellt vaxandi, eftir
því sem hann kynntist því betur.
Oftar en einu sinni grunuðu yf-
irmennimir hann um skróp og
og vertu nú ekki að þræta við mig.
3) Þeir kveðjast, en Markús
hugsar. Þetta verður erfið leit.
Eins og að leita að saumnál í hey-
látalæti, enda þótt hann slyppi
við beina ákæru. í þessi fimm ár,
sem Adam gegndi herþjónustu,
vann hann fleiri nytjaverk en
nokkur annar maður í herdeild-
inni, en kæmi það fyrir, að hann
yrði óvini að bana, þá var það al-
gert óviljaverk og slys.
Á þessum árum var stríðið við
Indíánana álíka hættulegt og að
reka nautahjarðir til blóðvallar
— kynflokkarnir voru knúðir til
uppreisnar, bornir ofurliði og
brytjaðir niður, en hinir fáu sem
lífi héldu, urðu að taka sér ból-
festu á óræktarhrjóstrum, þar
sem aðeins beið þeirra örbirgð og
sultur. Þetta var að vísu ekki fal-
legt framferði, en vegna þróunar
landsins og framfara, var það ó-
hjákvæmilegt.
1 augum Adams, sem ekki sá
býli og bújarðir framtíðarinnar,
heldur aðeins höggna og sundur-
tætta mannsbúka, var þetta gagns
laust og viðbjóðslegt. Þegar hann
skaut úr hermannarifflinum sín-
um, með þeim fasta ásetningi að
hitta ekki skotmarkið, var hann
að bregðast sinni eigin sveit og
svíkja hana, en slíkt lét hann sig
einu gilda. Hatur til alls, sem of-
beldi gat kallazt, óx og efldist hið
innra hjá honum, unz það varð
að hégilju, líkri öðrum þeim hé-
giljum er koma í bága við hugs-
un og skynsemi. Honum varð það
ómögulegt með öllu, að særa nokk
urn mann eða deyða, hvernig sem
á stóð og hver sem í hlut átti.
Samt kom það aldrei fyrir, að
Adam væri brugðið um hugleysi
eða löðurmennsku. Þrisvar fékk
hann opinbert hrós fyrir fram-
göngu sína og að lokum var hann
sæmdur fyrir frábæra hreysti.
Því meiri sem andúð hans varð
á hvers konar ofbeldi, þeim mun
ákveðnar beindist hugur hans í
gagnstæða átt. Oft tefldi hann lífi
sínu og limum í tvísýnu við að
hjálpa sjúkum og særðum. Oft
vann hann sjálfboðavinnu í sjúkra
skýlunum, jafnvel þegar hann var
örþreyttur eftir erfið skyldustörf.
Og aldrei var hann svo hvíldar-
þurfi, að hann skoraðist undan
því að hjálpa og hjúkra, þegar
þess var þörf. Félagarnir umgeng
ust hann með vinsamlegu umburð-
arlyndi og þeim óljósa beyg, er
menn hafa á hvötum og tilhneig-
ingum, sem þeir ekki skilja sjálfir.
Charles skrifaði bróður sínum
oft — um jörðina og þorpið, um
veikar kýr og fylfullar hryssur,
um nýkeypt beitilönd og hlöðu,
sem eldingu laust niður í, um
Alice sem dáið hafði úr tæringu
og föðurinn sem flutti til Washing
ton, þar sem beið hans vellaunað
starf hjá samtökum uppgjafa-her-
manna. Hann sagði frá einstæð-
ingsskap sínum og vandræðum og
hann setti margt það á blað, er
hann sjálfur vissi ekkert um. Þann
tíma sem Adam var að heiman,
þekkti hann bróður sinn betur en
nokkru sinni áður eða síðar. I
gegnum bréfaviðskipti þeirra J
bundust þeir hollustutengslum,
sem þeir hefðu ekki talið hugsan-
leg áður.
Það var sérstaklega eitt bréf frá
Charles, sem Adam geymdi, ekki
vegna þess, að hann skyldi það til
fullnustu, heldur af því að það
virtist hafa hulda merkingu, sem
hann fékk ekki skilið.
stabba.
4) Langt í burtu hafa úlfarnir
umkringt Anda og ætla að fara
að ráðast á hann.
„Kæri bróðir“, stóð í bréfinu.
„Ég tek mér penna í hönd í þeirri
von, að þú sért heill heilsu“. —
Þannig byrjuðu öll bréfin frá
Charles. „Þú hefur ekki ennþá
svarað síðasta bréfinu mínu, en
ég þykist vita, að þú hafir öðrum,
gagnlegri störfum að sinna — ha,
ha. — Rigningin kom í þetta skipt
ið fyrr en venjulega og eyðilagði
alveg eplauppskeruna fyrir mér.
Það verður víst ekki mikið af
þeim til matar, næsta vetur, en ég
ætla nú að safna eins miklu og
mér er mögulegt. Ég gerði húsið
hreint í kvöld, svo að það er allt
blautt og angandi af sápu, en
kannske lítið hreinna. Geturðu skil
ið, hvernig mömrnu tókst að halda
öllu svona hreinu? Húsið er ekki
lengur það sama og áður. Eitt-
hvað hefir setzt á það. Ég veit ekki
hvað það er, en það verður ekki
þvegið eða skúrað af. Ég hefi þó
a. m. k. dreift óhreinindunum jafn
ar yfir. Ha, ha.
Skrifaði pabbi þér nokkuð um
ferðalag sitt? Hann fór alla leið
til San Francisco í Californíu, á
hermálaráðstefnu. Sjálfur her-
málaráðherrann ætlar að mæta þar
og pabbi á að fiytja honum kveðju
ávarp. En slíkt er bara daglegur
viðburður fyrir pabba. Hann hef-
ur hitt forsetann þrisvar sinnum
og jafnvel borðað kvöldverð í
Hvíta húsinu. Gaman væri að sjá
Hvíta húsið. Kannske getum við
brugðið okkur þangað, þegar þú
kemur heim. Pabbi gæti eflaust
hýst okkur í nokkrar nætur og
hann langar ’íka auðvitað til að
sjá þig aftur.
Líklega væri bezt fyrir mig að
fara að svipast um eftir konu-
efni. Þetta er ágætis bújörð og
þótt ég sé að vísu ekki neitt freist
andi mannsefni, þá gætu nú stúlk
urnar samt hlotið það sem lakara
væri. Hvað finnst þér? Þú hefur
ekkert skrifað um það, hvort þú
ætlir að setjast að hér heima, þeg-
ar þú losnar úr hernum. Ég vona
að svo verði. Ég sakna pín“.
SHlltvarpiö
Föstudagur 12 apríl:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
15,00 Miðdegisútvarp. 18,00 Leggj
um land undir fót: Börnin feta í
spor frægra landkönnuða (Leið-
sögumaður: Þorvarður Örnólfs-
son kennari). 18,30 Framburðar-
kennsla í frönsku. 19,00 Þingfrett
ir. 19,30 Létt lög (plötur). 20,30
Daglegt mál (Arnór Sigurjónsson
ritstjóri). 20,35 Kvöldvaka: a)
Jón Gíslason póstmaður flytur
frásöguþátt af Clafi Snóksdalín
ættfræðingi. b) Lög eftir Pál ís-
ólfsson (plötur). c) Snorri Sig-
fússon fyrrum námsstjóri les
kvæði eftir Jón Björnsson rit-
stjóra. d) Ólafur Þorvaldsson
þingvörður flytur síðari hluta
frásagnar sinnar: Sendimaður
landsverzlunarinnar. 22,10 Passíu
sálmur (46). 22,20 Upplestur:
„Maður kemur og fer“, smásaga
eftir Friðjón Stefánsson (Höfund
ur les). 22,35 „Harmonikan". —
Umsjónarmaður þáttarins Karl
Jónatansson. 23,15 Dagskrárlok.
I-augardagur 13. apríl:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigur jónsdóttir). 14,00 Heimili
og skóli: Benedikt Tómasson lækn
ir talar um heilsugæzlu í skólum.
15,00 Miðdegisútvarp. 16,30 Veð-
urfregnir. — Endurtekið efni. —
18,00 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Út-
varpssaga barnanna: „Snjógæsin'*
eftir Paul Gallico; II. (Baldur
Pálmason). 18,55 Tónleikar (plöt-
ur). 20,30 Upplestur: Haraldur
Björnsson leikari les tvær finnsk-
ar þjóðsögur. 20,50 Tónleikar:
Söngur frá þriðja og fjórða ára-
tug aldarinnar. — Guðmundur
Jónsson flytur skýringar. 21,30
Leikrit: „Fyrir orrustuna við
Canne“ eftir Kaj Munk, í þýðingu
Guðjóns Guðjónssonar. Leikstjóri:
Lárus Pálsson. 22,10 Passíusálm-
ur (47). 22,20 Danslög (plötur).
24,00 Dagskrárlok.
Fyrirliggjandi Úrval af hálsklú fum
Kr. Þoivoldsson & heildverzlun Þingholtsstræti 11, Co. sími 81400
/dtf/rt &t/y
—shampoo freyðir undursamlega
Eina
shampooiS
sem býður yður
þeiia úrval
---------- Heildverzlunin HEKI.A hl, Hverfisgötu 103 — sími 1275.
BLÁTT fyrir
þurrt hár.
HVITT fyrir
venjulegt hár.
BLEIKT fyrir
feitt hár.
MARKÚS Eftir Ed Dodd
ýHM-M-M....THIS IS
SOINS TO BE A
•J03... UKE
HUNTINS A
NEEDUE INI
A HAYSTACKf '
1 But, far away, andy
BRACES HIMSELP AS THE
WOLVES NARROW THEIR
DEADLY CIRCLE