Morgunblaðið - 12.04.1957, Page 19
Fostudagur 12. aprfl 1957
MORCTJy fíLÁÐIÐ
19
í FYRRADAG lauk heim-
sókn Peter Freuchens og
koonu hans hingað til
lands. Áður en þau héldu
af landi brott, fóru þau í
flugferð með einum Fax-
anna austur í Hornafjörð
og hafði flugvélin viðkomu
á Kirkjubæjarklaustrl og
Fagurhólsmýri. Var dr.
Sigurður Þórarinsson Xeið-
sögumaður Freuchens. Var
hið bezta veður og þótti
þeim hjónum þessl flugferð
mjög skemmtileg. Einnig
var flogið lnn yfir Gríms-
vötn á Vatnajökli. Er þessi mynd I flugferyjunni Sigrúnu Þorleifs-
tekin af Fretuchen-hjónunum og I dóttur.
Eveiktn í benzínbrúsa og urðu
sex mönnum uð bunu
EOS ANGELES: — Kvöld eitt
í fyrri viku biðu sex menn
bana í krá einni í útjaðri Los
Angeles, er þrír ölvaðir menn
vörpuðu benzínbrúsa inn í
krána — og kveiktu síðan í.
15 manns voru staddir þarna
inni — og hlutu þeir sem eftir
lifðu meiri og minni brunasár.
Hafði eigandi veitingahússins
áður um kvöldið varpað þre-
menningunum á dyr vegna ó-
sæmilegrar framkomu þeirra við
kvenmann, sem var einn gest-
anna. Gerðu mennirnir þá tilraun
til þess að komast aftur inn, en
var jafnskjótt varpað út. Nokkr-
um andartökum síðar komu þeir
aftur í dyragættina, vörpuðu
stórum benzínbrúsa inn á gólfið,
og einn þeirra kastaði logandi eld
spýtu í brúsann, sem var opinn.
Varð þá mikil sprenging, og
flóði benzínið logandi út um
allt gólf krárinnar — með
fyrrgreindum afleiðingum.
★-★-★
Maður nokkur, sem gekk fram
hjá í þessu, sá, er óbótamennirnir
hlupu að bifreið þar rétt hjá —
og óku á brott hið snarasta.
Skaut maður þessi þrem skotum
á eftir þeim, en án árangurs.
Um nóttina fann lögreglan
mennina. Játuðu þeir að hafa
komið í veitingahúsið, en neit-
uðu hins vegar óhæfuverkinu.
f Kaliforníu liggur dauða-
sök við athæfi sem þessu.
Kreml
BELGRAD og MOSKVU, 11.
apríl. — Forystumenn kommún-
istaflokksins albanska kcmu i
dag til Moskvu til viðræðna við
ráðamenn í Kreml. Á móti sendi-
nefndinni tóku þeir Bulganin,
Krúsjeff og Voroshilov. í tilkynn
ingu frá Moskvu segir, að við-
ræðurnar hefjist strax í kvöld.
í Belgrad er það álitið, að tæki-
færið verði notað til þess að ráð-
ast á stefnu Júgóslava eins og
gert var í yfirlýsingunni eftir
komu Kadars til Moskvu á dög-
unum. — Reuter.
LONDON, 11. apríl. — Stjórnar-
andstaðan hefur lýst vantrausti
á brezku stjórnina og farið fram
á það, að hún leiti trausts þings-
ins í næstu viku.
Sænskir sjómcnn krefjast hækkunar
innflutiimgstolla á fiskflökum
STOKKHÓLMI, 11. apríl. — Enn
hafa komið frarn kröfur um það
í Svíþjóð, að takmarkaður verði
jnnflutningur á frosnum fiskflök-
um. Að þessu sinni er það full-
trúi sambands sjómanna á suð-
urströndinni — í Karlskrona —
sem setur fram kröfur þessar
Segir hann nú ákveðið að
kaupa mikið magn af fiski frá
Noregi og Danmörku, en innflutn
ings-„kvótinn“ sé þegar fullur.
Segir hann, að stjómarvöldunum
beri að gæta hagsmuna sænskra
sjómanna, þar sem þeir geti ekki
keppt við erlenda sjómenn. Það
hljóti að varða hag Sviþjóðar, að
Dagskrá Alþingis
EFRI DEILD:
1. Húsnæðismálastofnun o. fl.
2. Heilsuverndarlög.
3. Kosningar til Alþingis.
NEÐRI DEILD:
1. Skattur á stóreignir.
2. Umferðarlög.
3. Vísitala byggingarkostnaðar.
4. Happdrætti háskólans.
5. Eftirlit með skipum.
$. Fasteignaskattur.
ekki sé höggvið það nærri sjó-
mönnunum sem raun ber vitni.
Samtök sjómanna hafa einnig
krafizt þess, að innflutningstoll-
ar á innfluttum þorsk- og kola-
flökum verði hækkaðir úr 45
aurum í 60 aura á kg.
- Makarios
Framh. af bls. 1.
unnar mundi aldrei fást nema
með fullkomnu samkomulagi
milli Breta og Kýpurbúa.
Grundvöllur fyrir slíku sam
komulagi mundi hins vegar
ekki fást fyrr en herlögum
yrði aflétt á Kýpur, hann og
prelátarnir fengju að hverfa
heim, og landsstjórinn léti
hætta öllum aftökum.
★-★-★
Blaðamenn spurðu Makarios
að því, hvort hann fordæmdi
hermdarverk EOKA á Kýpur, en
hann svaraði því til, að hann
hefði engu við að bæta fyrri
yfirlýsingu í því sambandi. Þá
var hann spurður, hvort brezka
stjórnin hefði boðið honum til
umræðufundar um Kýpurmálið.
„Nei“ — var svar hans.
Hussein
Framh. af bls 1
Aðrar fregnir frá Jórdaniu eru
mjög óljósar. Ástandið er
mjög alvarlegt — og talið er,
að Hussein sé nú í raun og
veru fangi í höll sinni. Það er
ekki einungis konungdómur
hans sem er í veði, heldur og
tilvera Jórdaníu sem ríkis.
Allt er nú komið undir hern-
um — hvort hann styður kon-
unginn, eða hann gengur í lið
kommúnista og fylgifiska
þeirra. Þær fregnir fljúga í
Amman, að æðsti yfirmaðwr
hersins hafi gengið í lið með
andstæðingum konungs. Ef
svo er, þá má heita að síðasta
von Husseins um stuðning
hersins sé úti, því að raun-
veruleg stjórn hersins er í
höndum Egypta — samkvæmt
fyrra samkomulagi Jórdana,
Sýrlendinga og Egypta um
sameiginlega stjórn hera land
anna.
★
Tass-fréttastofan rússneska seg
ir í kvöld. að Bandaríkjamenn
hafi fellt jórdönsku stjórnina. —
Þeir hafi Hussein alveg í hendi
sér — og séu nú að reyna að
þvinga Jódani til þess að veita
„Eisenhower-áætluninni" við-
töku.
M.S DRÖNNING
ALEXANDRINE
fer frá Reykjavík til Færeyja og
Kaupmannahafnar, laugardaginn
20. apríl n.k. Pantaðir farseðlar
óskast sóttir fyrir 16. apríl. Til-
kynningar um flutning óskast
sem fyrst.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen
Erlendur Pétursson.
Sinfóniuhljómsveit íslands
TÓNLEIKAR
í kvöld kL 8,30 í Þjóðleikhúsinu
Stjórnandi:
Olav Kielland
Einleikur:
Jórunn Vsðar
Viðfangsefni eftir Brahms, Schumann o. fl.
Aðgöngumiðar seldir í Þjóðleikhúsinu
„Syngjandi
páskar“
Vegna sívaxandi aðsóknar og fjölda áskorana, hefur
verið ákveðið að halda sérstaka miðdegissýningu á morg-
un (laugardag) kl. 14,30 í Austurbæjarbíói.
Er hér um einstætt tækifæri að ræða fyrir þá, sem
ekki hafa getað sótt miðnætursýningarnar.
Aðgöngumiðar hjá Eymundsson, blaðasölunni
Laugavegi 30 og í Austurbæjarbíói.
Fólki er ráðlagt að tryggja sér miða áður en það er
orðið um seinan, því að eftirspurn er mikil.
Félag íslenzkra einsöngvara
Augfýsing
Athygli söluskattskyldra aðila í Reykjavík skal vak
in á því, að frestur til að skila framtali til skatt-
stofunnar um söluskatt og útflutningssjóðsgjald,
svo og farmiðagjald og iðgjaldaskatt samkv. 20.—
22. gr. laga nr. 86 frá 1956, fyrir 1. ársfjórðung 1957
rennur út 15. þ.m.
Eyrir þann tíma bar gjaldendum að skila skattinum
fyrir ársfjórðunginn til tollstjóraskrifstofunnar og
afhenda henni afrit af framtali.
Reykjavík, 10. apríl 1957.
Skattsjórinn í ReRykjavík
Tollstjórinn í Reykjavík.
Félagslíl
„Valur“ — Skíðaskáli
Áskriftarlisti liggur frammi að
Hlíðarenda fyrir þá er óska að
dvelja yfir páskana í skíðaskála
félagsins. Tilkynningar þurfa að
berast fyrir föstudagskvöld.
— Nefndin.
Ferðafélag Islands
efnir til tveggja 5 daga skemmti
ferða yfir páskana, að Hagavatni
og á Langjökul, og í Þórmörk. —
Gist verður í sæluhúsum félags-
ins. Lagt af stað í báðar ferðirn-
ar á fimmtudagsmorgun (skír-
dag), kl. 8 frá Austurvelli og kom
ið heim á mánudagskvöld. — Upp
lýsingar í skrifstofu félagsins,
Túngötu 5. Sími 82533.
Vinna
Hreingerning-r — Gluggalireinsun
Sími 7897. — Þórður og Geir.
Hreingerningar
Vanir menn. Fljót og góð
vinna. — Sími 7892. — Alli.
Hreingemingar
Sfmi 2173. — Vanir og liðlegir
menn. —
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir
GUÐLAUG ÓLAFSDÓTTIR
Blönduhlíð 27, andaðist á heimili sínu að kvöldi hins 10.
apríl. Jarðarförin ákveðin síðar.
Ingólfur Helgason, börn og tengdaböm.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
SIGRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR
Vandamenn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar-
för mannsins míns og föður okkar
GUÐJÓNS JÓNSSONAR
Laugaveg 132.
Þuríður Sigurðardóttir og böm.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
eiginmanns míns og föður okkar
INGVARS BJARNASONAR
Steinunn Gísladóttir,
Svava Ingvarsdóttir, Hulda Ingvarsdóttir.