Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur 97. tbl. — Föstudagur 3. maí 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins Fyrsta islenzka flug vélin með hverfilhreyfli lendir á Reykjavíkurflugvelli kl. 4,06 í gær. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Hrabfleygustu flugvélum íslendinga fagnað „Hrímfaxi “ og „G ullfaxi “ komu til R-víkur í gær Nýr þáttur í flugmálum þjóðurinnur ÞÚSUNDIR manna fögnuðu komu hinna tveggja nýju milli- landaflugvéla Flugfélags íslands til Reykjavíkur í gær. Flug- vélarnar komu hingað eftir þriggja klst. og tuttugu og fimm mín- útna flug frá Glasgow. Flugu þær í 24 og 26 þúsund feta hæð. Var það skýjum ofar í fegursta sólskini. Þrjátíu til þrjátíu og sjö stiga frost var úti í himinhvolfinu þar, sem flugvélarnar flugu. Mótvindur var um 90 km og var meðalhraði flugvélanna því um 400 km, að því er flugstjórar þeirra tjáðu fréttamanni Mbl., sem átti samtal við þá á flugvellinum. A REYKJAVÍKURFLUGVEIXI Mikill fjöldi fólks hafði safn- azt saman á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kl. fjögur í gær. Var flugvélanna beðið með hinni mestu eftirvæntingu. Hafði verið búizt við þeim miðvikudaginn 1. maí, en koma þeirra dróst vegna þoku og óveðurs hér í Reykjavík. En í gær var ákveðið að þær kæmu þrátt fyrir frekar óhag- stætt veður mestan hluta dags- ins. í einu af flugskýlum Reykja- víkurflugvallar höfðu gestir Flugfélagsins safnazt saman. Þar lék lúðrasveit og skátar stóðu heiðursvörð úti fyrir. Svo að segja stundvíslega kl. 4 birtist önnur flugvélin yfir flugvellinum. Var þá frekar lágskýjað, en þurrt veður. Athygli áhorfenda Bulganin svarað SVAK H. C. Hanscns við bótunarbréfi Búlganins hefur nú verið birt í Kaup- mannahöfn. Á 12. síðu í blaðinu í dag er það birt i heild. beindist óskipt að þessum silf- urgráa fugli, sem stakk sér niður úr skýjunum. Á örfáum mínútum hnitaði hún hring yfir flugvellinum, flaug niður að honum án þess að lenda og sýndi sig þannig um leið og hún hvarf upp í loftið að nýju. Síðan flaug hún einn hring og lenti síðan á flugbrautinni, sem liggur frá austri til vest- ura. ÍSKUR HVERFILHREYFLANNA Fyrsta íslenzka flugvélin með hverfilhreyflum var lent í Rvík. Nýr þáttur í sögu farþegaflugs- ins á Islandi var hafinn. í stað drunanna frá skymasterflugvél- unum var komið skerandi ískur hverfilhreyflanna. Þrýstilofts- öldin var einnig upprunnin á ís- landi. Nokkrum mínútum síðar lenti hin flugvélin. En einmitt í það mund brauzt sólin fram á milli skýjanna. Báðar flugvélarnar fóru nú stóran sveig á flugvellinum og renndu upp að flugskýli því, þar sem móttökuathöfnin skyldi fram fara. RÆÐA GUÐMUNDAR VILHJÁLMSSONAR Fyrir framan flugskýlið hafði verið komið fyrir veglegum ræðu palli fánum skrýddum. Þegar báðar hinar nýju flugvélar höfðu staðnæmzt við hann tilkynnti Njáll Símonarson blaðafulltrúi Flugfélags íslands að formaður félagsstjórnar, Guðmundur Vil- hjálmsson tæki til máls. Bauð hann gesti velkomna og lýsti flugvélunum. Hann kvað Vis- countflugvélarnar hafa farið sig- urför um heiminn. Er ræða hans birt á öðrum stað hér í blaðinu. RÆÐA FLUGMÁLARÁÐHERRA Næstur tók til máls Eysteinn Jónsson flugmálaráðherra. Hér standa tveir gæðingar nýkomnir í hlaðið, sagði ráðherrann. Fátt gleður okkur íslendinga meira en góð og fullkomin samgöngu- tæki. Það sprettur af því að við höfum átt meira undir þeim en flestir aðrir. Ráðherrann kvað komu hinna nýju flugvéla stóratburð í sam- göngumálum okkar. Hann þakk- aði Flugfélagi íslands dugnað þess og framtak. Hann kvaðst ekki vera hræddur um að ríkið yrði fyrir tapi vegna þeirra ábyrgða, sem það hefði gengið í | í sambandi við flugvélakaup ís- lenzku flugfélaganna. Eysteinn Jónsson óskaði að lokum Flugfélagi íslands til hamingju með hinar nýju flug- vélar. FLUGVÉLARNAR SKlRÐAR Því næst voru hinar nýju flug- vélar skírðar. Frú Kristín Vil- hjálmsson, kona Guðmundar Vil- hjálmssonar skírði fyrri flugvél- ina „Hrímfaxa“ eftir að kampa- vínsflaska hafði verið sprengd á stefni hans. Lítil telpa, Helga Johnsson, dóttir Arnar Johnsson fram- kvæmdarstjóra, skírði hina flug- vélina „Gullfaxa“. Að lokum lék lúðrasveitin þjóðsönginn. FERÐIN HEIM Mbl. átti stutt samtal við ann- an enska flugstjórann, sem stjórn j aði ferðinni heim. Var það Sid- ney Walton kapteinn. En með honum stjórnuðu Hrímfaxa þ«Ér Peter Rolt kapteinn, Hörður Sig- urjónsson og Júlíus Jóhannesson. Ferðin heim gekk prýðilega, Framh. á bls. 2 Hófu styrjöld gegn Ung- verjum NEW YORK, 2. maí. Banda- ríkjastjórn hefur sent Hamm- arskjöld, framkvæmdastjóra S.Þ. ákæm á hendur Ráð- stjórninni fyrir að hafa hafið ityrjöld gegn ungversku þjóð inni. Segir og, að stjórn Kad- irs njóti ekki stuðnings þjóð- irinnar — heldur byggi til- veru sína á rússnesku her- valdi. Hinar nýju flugvélar Flugfélags Íslands skírðar. — Frú Kristín Vilhjálmsson skírir „Ilrímfaxa" lengst til hægri. Aðrir á myndinni, talið frá vinstri: Frú Margrét Johnson, örn Johnson, framkvæmda- stjóri Flugféiags íslands, Helga dóttir þeirra, sem skírði Gullfaxa og Guðmundur Vilhjálmsson, for- maður stjórnar F. í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.