Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 6
6 MORGT’NniAÐIÐ Fostudagur 3. maí 1957 Afli Vesffjarðabáfa befur verið góður á vetrarverfíð AFLI Vestfjarðabátanna má teljast hafa verið mjög góður frá því um miðjan marz s. 1. Að minnsta kosti borið saman við veiði í öðrum verstöðvum um svipað leyti. Ekki var aflinn að vísu alltaf jafnstöðugur, stundum voru bátarnir með 15—20 lestir í róðri en næsta dag aflaðist um 2—3 lestir. Er hér átt við stein- bít, óslægðan. Frá því um miðjan marz er aflinn af mestu leyti steinbítur og í sumum verstöðvum sést varla þorskur, eins og t. d. hér á Patreksfirði. Segja má að steinbíturinn bjargi aflanum á Vestfjörðum. Er nokkur furffa þótt þeir svitni Rokkað um miðnæiti á malbiki Ofsahrifning á hljómleikunum Tónaregn IFYRRAKVÖLD hélt rokkhljómsveit Tony Crombie hljómleika í Austurbæjarbíói. Þá skeði það, sem komið hefur fyrir í flestum öðrum löndum, en ekki fyrr hér norður á íslandi, að unglingar voru gripnir hamslausu rokkæði og tóku að dansa rokk af miklum móði í sjálfum bíósalnum í göngunum milli sætaraðanna, og varð af þessu slíkt upp- nám og ærsl að lögreglan þusti á vettvang og skipaði rokk- fólkinu að fara í sæti sín. En unglingarnir létu sér ekki segjast og á Snorrabrautinni að loknum hljómleikunum hófst rokkið aftur, á malbikinu þar innan um bílana, í úða- rigningu einni stundu eftir miðnætti. Þótti mörgum sem miðaldafyrirbrigðið St. Vitusardans væri nú aftur komið í algleyming, og tryllti allan múginn. GÍFURLEG GEÐÆSING Þessir hljómleikar Tony Grom- bies voru hinir furðulegustu. — Hljómsveitin er greimlega þraut- þjálfuð og mjög framarlega í sinni röð. En það sem augljósast er þó, er hve gífurlegir leikarar og látbragðslistarmenn hljóm- sveitarmennirnir eru og hve undursýnt þeim er um að leika á allar tilfinningar og geð- ofsa áheyrendanna. Var svo kom- ið í fyrradag á hljómleikunum að nær allt húsið sönglaði rokk- lögin, sem hljómsveitin lék há- áhorfenda og leikur hljómsveit- arinnar sem var magnaður með mörgum hátölurum orðinn svo feiknlegur að einstakir tónar voru fyrir löngu kafnaðir í ofsa- legum glymnum. Hlupu þá lög- reglumenn framan frá dyrum salarins niður gangana og stilltu til friðar. ROKKDANS Á MALBIKI En hljómsveitin var þá greini- lega örmagna orðin, hljómsveit- armennirnir höfðu sumir farið úr jökkunum og aðrir lagzt á gólfið af ofþreytu að ætla má, og aug- ljóslega var ekki þurr þráður á neinum þeirra. nú eru efst á vinsældalistanum austan hafs og vestan. Sérstaka hrifningu vakti leikur trommu- leikarans Guðjóns Inga, og sam- leikur hans og Sigurbjörns Ing- þórssonar. Hljómsveit Gunnars er mjög góð, og hefur augsýni- lega verið lögð alúð við æfingar því hún er óevnjuvel samstillt. Þeim Árna Elfar og Viðar Al- freðssyni var einnig ágættega tekið. En íslenzku hljómsveitar- mennirnir voru eins og líflausar vaxbrúður á sviðinu borið saman við Bretana, en flestir munu víst samt sem áður kjósa vaxbrúð- urnar — þegar til lengdar lætur. Á tónleikunum söng Helena Eyjólfsdóttir nokkur lög við fá- gætlega góðar undirtektir áheyr enda. Hún er aðeins 15 ára, en þar kemur í ljós að náttúrugáfan vaknar snemma, og Helena hefur hlotið ríkulegan skerf hennar í vöggugjöf. Kynnir var Ólafur Stephensen. ANDRI AFLAÐ VEL Mb. Andri frá Patreksfirði hef ur aflað afbragðsvel og er senni- lega aflahæstur báta á Vestfjörð- um. Um Páskana var Andri með yfir 500 lestir, af óslægðum fiski, síðan vertíð hófst. Mb. Sæborg og Sigurfarinn eru með eitthvað minni heildarafla. GÆFTALEYSI FRAMAN AF Mikið gæftaleysi var framan af vertíð og hafði Andri til dæmis ekki farið nema 10 róðra frá vertíðarbyrjun um áramótin og fram í miðjan febrúar. Nýlega byrjaði Andri að leggja nokkur net, jafnhliða línu. SVIPAÐUR AFLI HJA TÁLKNAFJARÐARBATUM Bátarnir Tálknfirðingur og Freyja frá Tálknafirði hafa feng- ið svipaðan afla og Patreksfjarð- arbátarnir. Leggja þeir aflann upp til vinnslu í frystihúsin hér á Patreksfirði, en eins og kunn- ugt er gjöreyðilagðist hraðfrysti- hús Tálknafjarðar í eldsvoða í marz sl. Togarinn Ólafur Jóhannesson er að veiða í ís til vinnslu inn- anlands. Hefur afli hjá togurun- um verið í tregara lagi. Von er á Gylfa í byrjun maí úr vélar- viðgerð sem staðið hefur yfir síð- an í miðjum janúar í Grímsby. Túnin græn við hið yzta haf TÚNIÐ hjá vitaverffinum viff Hornbjargsvita er aff verffa grænt Undanfarið hafa verið hlýindi norffur þar og snjóa leyst þar ört. í gær þegar Mbl. átti stutt símtal viff Halldór Víglundssoiv vita- vörff, kvað hann mjög vorlegt vera norður þar og gróðurhofur góða. Akureyringar fá nýjan sjúkrabíl AKUREYRI, 30. apríl. — Akur- eyrardeild Rauðakrossins hélt að- alfund sinn nýlega. Hér rak deild in á síðasta ári ljóslækningastofu þar sem 53 nutu ljósbaða. Einnig rak deildin sjúkrabifreið. Hefur deildin nú fengið leyfi fyrir nýj- um sjúkrabíl sem væntanlega verður keyptur í sumar. í sjúkra flugvélasjóði eru nú 130 þús. kr.f en ekki hefur leyfi fengizt til kaupa á flugvél. Skuldlaus eign deildarinnar er nálægt 260 þús. kr. og er félagatala 422. Guðm. Karl Pétursson var end- urkjörinn formaður deildarinnar og varaformaður Jóhann Þorkels son héraðslæknir. — JOB. shrifar úr daglega lifinu stöfum og fylgdi söngvara hljóm- sveitarinnar, sem söng fyrir til hins ýtrasta. Oft hefur það heyrzt að ís- lendingum sé ekki gefið að flíka tilfinningum sínum eða láta andartakshrifningu ná yfirhönd inni, en ekki var það séð á þess- um hljómleikum. Þar var því líkast sem eintómir Suður- landamenn væru saman komnir í áheyrendahópnum, hrópin og köllin, blístrið og ýlfrið yfir- gnæfði stundum hinn taktfasta rokkslátt hljómsveitarinnar, húf- um, höttum og yfirfrökkum var þeytt hátt í loft upp, unglingar stóðu upp í sætum sínum, böð- uðu út höndunum og hrópuðu með mögnuðu hljómfallinu, unz hámarkinu var náð, þegar hópur unglinga stökk upp og tók til að rokka með æðisgengnu háttalagi um allan salinn. Var þá söngur Að hljómleikunum loknum neitaði mannfjöldinn að fara út, en söng og stappaði í um hálf- tíma og heimtaði meira spil. Ekki vildu Englendingarnir þó leika meira, sem vel mátti skilja, þar sem þeir voru örmagna eftir það sem á undan var gengið og lögð- ust nokkra stund til hvíldar að boði framkvæmdastjóra hljóm- sveitarinnar. Dreif þá mannfjöld- inn út úr húsinu og hóf rokk- dans á malbikinu fyrir utan kvikmyndahúsið. En tónlistina vantaði og innan stundar fóru hinir ungu dansendur hver heim til sín og lögðust rokkmóðir til hvíldar eftir erfiði kvöldsins. ★ ★ ★ Fyrrihluti hljómleikanna gat ekki verið þeim seinni ólíkari. Hljómsveit Gunnars Ormslev lék þar ýmis vinsæl dægurlög, sem TVENNT er það, sem mesta at- hygli vekur þegar ferðazt er um götur Reykjavíkur og náiæg- ar þjóðbrautir. Það er í fyrsta lagi hinn mikli bílafjöldi, sem sí- fellt virðist fara vaxandi og einn- ig hitt hve margir eru að læra að aka bíl og sitja tugaóstyrkir við hliðina á kennaranum og aka löt- urhægt og varfærnislega. Gullöld á bílaöld. ÉR ríkir nú sannarlega mikil bílaöld, og er langt síðan mað ur hefir séð svo marga nýja bíla koma á göturnar sem þessa dag- ana. En eitt eiga flestir þessir bílar sameiginlegt. Þeir eru með an- kannalegri og öðru vísi svip en við höfum til skamms tíma átt að venjast um útlit og gerð bíla. A- stáeðan er sú að flestir nýju bíl- anna eru járntjaldsbílar, og þótt þeir séu vafalaust hinir traust- ustu gripir, þá er útlit þeirra með nokkrum ólíkindum sumra hverra og minnir á bílatízku geng inna ára, hér á íslandi og annars staðar í Evrópu. Skriðan hófst með Skodabílunum, litlum og rennilegum, og síðan hafa mikil firn rússneskra bifreiða komið til landsins. Hver skólakennari ekur hér eigin bíl. EKKI verður annað sagt en að þetta sé ánægjuleg þróun. Það er öllum geysilega mikið hag ræði og einnig mikill yndisauki að eiga yfir bíl að ráða, og því fer fjarri að það sé lengur neinn lúxus, eins og stundum var áður talið, a.m.k. ekki hér í Reykjavík. Það er gleðilegt að efnahagur al- mennings hefir vaxið svo og blóm gazt á undanförnum árum, að svo margir hafa nú efni á að kaupa sér bíl, að við erum að verða með mestu bílaþjóðum álfunnar. í grannlöndum okkar þættí það nær því fáheyrt ef venjulegur skrifstofumaður eða skólakennari við barna- eða gagnfræðaskóla ætti sinn nýja bíl hvað þá ef ung lingar á gelgjuskeiði gætu keypt sér bíl af eigin efnum, og vinnu- launum. Þar er efnahagur fólks hvergi svo rúmur að slíkt geti yfirleitt átt sér stað. Að þessu leyti líkjumst við íslendingar Bandaríkjamönnum einum, og hefir lengi verið altalað að hvergi á jörðinni réðu menn yfir meira eyðslufé en þar. Og vissulega er það vel að þessi megingæðr véla- aldarinnar skuli reynast okkur svo auðveld að höndla, sem raun ber vilnj. En það er að vísu Hka önnur hlið á málinu. Ég átti fyrir nokkru tal við atvinnubifreiða- stjóra hér í bæ, sem ekið hefir í fjölda mörg ár. Hann var ekki jafnánægður með allan hinn nýja bifreiðakost og þeir, sem kost eiga á því að kaupa sér nýja bifreið. Nú aka þeir sjálfir. ANN sagði sem svo: Við leigu- bifreiðastjórarnir eigum af- komu okkar og líf undir því að fólk fari ekki gangandi, heldur aki í okkar bílum. Því eru það uggvænleg tíðindi fyrir okkur, hve mikið af bifr. drífur nú inn í landið, og á hverjum degi sjáum við gamla viðskiptavini okkar, sem ávallt hafa farið staða á milli á tveimur jafnfljótum í góðu veðri, en ekið með okkur í rign- ingu, sitja glaðhlakkalega við stýrið á einum splúnkunýjum Moskóvits, og aka eins og ljón hvernig sem viðrar. Það gefur að skilja að hér höf- um við misst spón úr okkar aski, enda hefir atvinna okkar dregizt greinilega saman. Nýju bílarnir eru okkar mæða. Þeir eru ekkl gefinsl ARGIR hafa um það rætt hv® skammsýnt það væri af okk- ur íslendingum að flytja tugi bif- reiðategunda inn í landið sökum þess hve þær yrðu okkur miklum mun dýrari í öllum rekstri, hvað varahluti og annað viðhald þeirra varðaði. Þetta er vissulega alveg rétt, en með hverju árinu stefn- um við að því að flytja inn aa fleiri tegundir, og valda þar mestu viðskiptahömlur á erlend- um bílamörkuðum. En óhagsýni er það engu að síður. Til gamans skal þess svo getig hér hvað verðið á eftirsóttustu bílunum á markaðnum, banda- rísku bílunum er orðiff gífurlega hátt. Leigubílstjóri einn, sem fyr- ir nokkru fékk bandarískan bil, mikinn skrautvagn af^ þessa árg gerð, seldi hann nýlega kaup- manni einum fyrir rúmar hundrw að þús. kr., en fékk þar að auki bandarískan bíl frá því i fyrra á milli. Kaupverðið var þá komið nokkuð á þriðja hundraðið! En þarf nokkur að furða sig á þessu, þegar litlu Fólksvagna- mýsnar seljast nú á yfir 100 þús. kr. Dansaff á malbikinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.