Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 20
Veðrið Norðan-norð-austan kaldl léttskýjað. 97. tbl. — Föstudagur 3. maí 1957. Ik., Glæsiiegt happdrætti Sjálfstæðismanna Verum samfaka um að efla sfarfsemi flokksins SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefir efnt til happdrættis og er sala miða hafin. Dráttur mun fara fram 12. júní næstkomandi. Vinningar í happdrættinu eru 10 talsins og er hinn verð- mætasti þeirra Volkswagen bifreið, en auk þess eru farseðl- ar með flugvélum eða skipum til Hamborgar, Kaupmanna- hafnar, London, New York, Luxemborgar og Gautaborgar. Aðeins 7000 númer eru gefin út og verð hvers miða er eitt hundrað krónur. Miðar hafa verið sendir til ýmissa stuðningsmanna flokks- ins, en það eru vinsamleg tilmæli til þeirra, sem ekki hafa fengið miða senda og styðja vilja starfsemi flokksins með því að kaupa happdrættismiða, 'að þeir snúi sér til afgreiðslu happdrættisins, sem er í skrifstofum flokksins í Sjálfstæðis- húsinu. Þá verða miðar og sendir til þeirra er þess óska. Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra er fengið hafa miða senda, að þeir geri skil svo fljótt sem þeim er frekast unnt. Jafnhliða auknu fylgi Sjálfstæðisflokksins verður starf- semi flokksins fjölþættari og umfangsmeiri. Aldrei hefir þess heldur verið meiri þórf en nú, að starf flokksins sé sem víð- tækast og þróttmest. Það er meginstefna núverandi valdhafa í þjóðfélaginu að brjóta á bak aftur hið mikla áhrifavald Sjálfstæðisflokks- ins með þjóðinni. Allt Sjálfstæðisfólk og allir þeir aðrir þjóðfélagsborgarar, sem vilja stuðla að heilbrigðu og réttlátu stjómarfari í landinu fylkja sér nú fast um Sjálfstæðis- flokkinn. En fjölþætt flokksstarfsemi krefst mikils fjár. Enn einu sinni leitar flokkurinn nú til stuðningsmanna sinna um að- stoð á þessu sviði. Flokksstjórnin efast ekki um, að nú muni fleiri en nokkru sinni áður vilja leggja fram sinn skerf. Byggingasfyrkur fil H allgrímskirkju Frá fundi bœjarstjórnar í gœr IGÆR urðu allmiklar umræður á bæjarstjórnarfundi um það hvort veita bæri 250 þús. króna styrk til byggingar Hallgríms- kirkju. Forsaga málsins er sú að bæjarráð samþykkti með 3 atkv. gegn tveimur að þessi upphæð skyldi veitt samkvæmt tillögu meiri- hluta Kirkjubyggingarsjóðs. Um málið urðu mjög skiptar skoðanir í bæjarstjórn og var samþykkt að fresta ákvörðun um styrkveit- inguna. MEIRIHLUTINN MEÐ STYRKVEITINGUNNI í Kirkjubyggingarsjóði eiga sæti séra Jón Auðuns dómpró- fastur, Gísli Sveinsson fyrrv. sendiherra og Hákon Guðmunds- son hæstaréttarritari. Sá síðarnefndi lagðist gegn því að gerð yrði tillaga um styrk- veitinguna, og rökstuddi ýtarlega þá skoðun sína. Undir þá skoðun tóku á bæj- arstjórnarfundinum flestir full- trúar minnihlutans og voru rök- semdir þeirra þær, að fjarri lagi væri, að byggja kirkjuna eftir upphaflegri teikningu, þar sem hún væri allt of stór samkv. henni, og væri mjög hæpið að hún kæmist upp fyrr en að mörgum árum liðnum. ÁÆTLUÐ ALLT OF STÓR Komst Alfreð Gíslason svo að orði að fáránlegt væri að byggja Hallgrímskirkju svo sem hún er fyrirhuguð, kirkju, sem rúmaði 5000 manns fyrir eina bæjarsókn. Bárður Daníelsson kvað kirkj- una myndi kosta að minnsta kosti 40—50 millj. króna og bæri miklu fremur að skipta framlagi bæjarins, 1 millj. króna, milli hinna smærri kirkna, sem nú á að fara að hefja byggingu á, kirkju Óháða fríkirkjusafnaðar- ins og kirkju Langholtssóknar, sem rísa myndu innan skamms. VILJI SAFNAÐANNA Guðmundur Helgi Guðmunds- son tók og til máls við umræð- urnar og var á öndverðri skoðun. Hann kvað það skoðun sina, að ef fullur vilji væri fyrir hendi hjá söfnuðunum að reisa sér kirkjur, þá væri bæjaryfirvöld- unum ekki nema skylt og rétt að styðja þá alla til þess að jöfnu með framlagi úr Kirkjubygging- arsjóði. — Þar sem meirihluti stjórnar Kirkjubyggingarsjóðs hefði lagt til að styrkur yrði veittur til byggingar Hallgríms- kirkju, sem tveggja annarra, þá tel ég, sagði Guðmundur, að veita beri styrkinn. 74J00 kr. sekt SKIPSTJÓRINN á brezka togari anum Howard frá Hull var sek- ur fundinn í ákærumáli því sem höfðað var gegn honum fyrir veiðar í landhelgi, þar sem Ægir stóð hann að verki á mánudags- kvöldið við Geirfugladrang. Skipstjórinn var dæmdur í hina venjulegu fjársekt stærri fiskiskipa, kr. 74.000, afli og veið- arfæri voru gerð upptæk. Skip- stjórinn ófrýjaði dómi þessum til Hæstaréttar, setti síðan nauðsyn- legar tryggingar og lét úr höfn 1. maí. Bakkar Tjarnar- innar lagfærðir Á FUNDI bæjarstjórnar í gær gat Gunnar Thoroddsen þess við umræður, sem urðu nm tillögu frá Guðmundi Vigfússyni um lag- færingu við Tjörnina, að liann hefði lagt fyrir bæjarverk- fræðing að láta framkvæma lag- færingu á bökkum Tjarnarinnar í sumar. Mun m.a. vera í ráði að hlaða upp bakkann að vestan. Gert er ráð fyrir framlagi til þess ara framkvæmda í fjárhagsáætl- un bæjarins fyrir yfirstandandi Þuríði og Guðmundi boðið ALLAR horfur eru á því, að næsta haust muni tveir óperu- söngvarar, Þuríður Pálsdóttir og Guðmundur Jónsson, leggja land undir fót og fara til Bretlands og syngja þar sinn í hvorri óperunni eftir Verdi við Welsh óperuna í Cardiff. Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari, staðfesti þetta í stuttu samtali við Mbl. í gær. Þetta boð stendur og fellur með því að at- vinnuleyfi fáist, en á því eru all- góðar horfur þar sem nánast er um að ræða „gestaleik". Þuríður Pálsdóttir hefur verið beðin að syngja hlutverk Vio- lettu í La Traviata, en ég, sagði Guðmundur, syng hlutverk Rigo- lettos í þeirri samnefndu óperu, og hér var sýnd í Þjóðleikhúsinu, eins og þú veizt. Welsh-óperan er mjög kunn í Bretlandi og þar er fyrsta flokks söngfólk. Það er Mr. Warwick Braithwaite, sem listrænn róðu- nautur, en hann kom hingað í vet ur, sem kunnugt er, og stjórnaði hér II Trovatore. Það er hann sem «að þessu boði Welsh-óper- unnar stendur. Mér hefur verið stefnt þangað í október og mun verða þar um mánaðartíma. Guðmundur kvaðst leggja mikla áherzlu á að geta tekizt þessa ferð á hendur, þar eð slíkar ferðir verða mjög lærdómsríkar. Þuríður Pálsdóttir mun hafa í hyggju að bregða sér í sumar suður á Ítalíu til þess að geta þar búið sig sem bezt undir hið vanda sama hlutverk Violettu. Beykjavíkurbæi hækkor framlag til Sinðéníuhljémsveitarinnar f GÆR ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur á fundi sínum að hækka styrk bæjarins til Sin- Handavinnusýning á Grund í dag IDAG verður sýning á ýmiss konar fallegri handavinnu, sem 45 vistmenn, mestmegnis konur á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund hafa gert á nám- skeiði, sem heimilið hefur látið halda í vetur fyrir vistfólkið. Er þar að sjá mikið úrval af ýmiss konar handavinnu svo, sem hnýtta púða, gimbuð sjöl, hekl, perlumottur, alls konar muni úr tói og basti, og allmikið af ýmiss konar smágripum skornum úr stórgripabeinum. Er hér um að ræða vinnu eftir fjörgamalt fólk, og sumt að auki meira og minna lamað. í gær voru nokkrir gestir að skoða sýninguna, sem opin verð- ur almenningi í dag frá kl. 2—8. Voru þar á meðal margar konur, sem glögg skil kunna á fallegri handavinnu og fóru þær lofsam- legum orðum um sýninguna og handavinnu gamla fólksins. Inn- Skrifstofuliald Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær voru þessir menn kjörnir í nefnd til þess að athuga skrif- stofuhald bæjarins: Ari Thorlacius, Geir Hallgríms son, Hjálmar Blöndal, Ingi R. Helgason og Magnús Astmarsson. Spóahref á Norðurlandi í GÆR gekk til norð-austanáttar um mestan hluta landsins og gerði snjókomu um landið norð- anvert með 1—4 stiga frosti. Kliukkan 6 í gærkvöldi var tek- ið að létta til víða í innsveitum fyrir norðan. Samfara þessari norðanátt létti til hér á Suður- landi eftir þriggja daga sam- Aðaltundur Mjölnis MJÖLNIR, félag Sjálfstæðis- manna á Keflavíkurflugvelli held ur aðalfund í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík nk. þriðjudag, 7. maí, kl. 8 e. h. — Venjuleg aðalfund- arstörf. — Magnús Jónsson, alþm. og Gunnar Helgason, erindreki mæta á fundinum. fellda suðvestanátt og þokusúld og rigningu. Ekki var í gær mjög mikil fann koma fyrir norðan. Veðurstofan gerir ráð fyrir að norðanáttin end ist að minnsta kosti næsta sólar- hring. Um þessar mundir er sauð- burður hafinn víða. Getur þetta hret því haft slæmar afleiðingar fyrir bændiur, en að undanförnu hefir verið gott veður nyrðra og vonir manna hafa staðið til að hægt væri að láta fé bera úti. Hret á þessum tíma vors voru áður fyrr nefnd Spóahret, stund- um líka kríuhret, en um þessar rnundir er einmitt von á þessum fuglum til landsins. Einnig var í gamla daga talað um skipa- rumfcni á Norðurlandi í það mund er vorskipin komu. an um eru munir sem gerðir eru af fádæma smekkvísi og eftir því vandaðir. Margt munanna verð- ur selt í dag. Þetta er annað árið sem Grund hefur slíkt námskeið fyrir fólkið. Gamlar vistkonur sem blaða- menn ræddu við, og muni áttu á sýningunni, kváðust margt hafa lært hjá sínum góða kennara, en það er Ingibjörg Harinesdóttir. Gísli Sigurbjörnsson forstjóri sagði að sýning þessi væri vottur þess, að gamla fólkið ætti gott með að læra, þrátt fyrir háan aldur. fóníuhljómsveitar íslands. Hafði hljómsveitarráðið ritað bæjar- ráði bréf um málið og farið fram á að styrkurinn yrði hækkaður úr kr. 400.000 í kr. 600.000. — Þessi hækkun á styrknum var sam- þykkt í bæjarstjórninni með mót- atkvæðum þeirra Guðmundar H. Guðmundssonar og Bárðar Daníelssonar. Gunnar Thoroddsen fylgdi mál- inu úr hlaði og gat þess að aðrir þeir aðilar sem að hljómsveitinni standa, ríkissjóður og Þjóðleik- húsið, hefðu fallizt á að hækka framlag sitt, svo alls kæmi heild- arframlagið til hljómsveitarinn- ar, ásamt tekjum af hljómleik- um, til að nema 3 millj. kr. Borgarstjóri tók fram að móti hinu hækkaða framlagi frá bæj- arsjóði myndu koma nokkrir sér- stakir æskulýðshljómleikar sveit- arinnar, þar sem verkefni yrðu sérstaklega valin við hæfi ungl- inga. Það er gróörarrekja sögðu menn á förnum vegi á götum bæjarins í gærmorgun, en þá rigndi hér allmikið og hafði rignt samfleytt með stuttum uppstyttum frá því á þriðjudaginn. — Það rigndi jafnt á réttláta sem rangláta, litla sem stóra. — Götumynd úr Lækjar- götu i gærmorgun. Síðdegis hætti að rigna, enda var hann kominn á norðan áðmr en nokkur vissi af. Austurvöllur er nú oröinn fagur- grænn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.