Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 3
Wstudagur 3. maí 1957 MORCVTSBLAÐIÐ Fyrsfu ferðamannahópar Orlofs senn á förum EFTIR hálfan mánuð, eða 15. maí, leggja fyrstu hópar ferða- manna Orlofs af stað. Eru það hópar er fara í Ítalíuför a* Spánarför. Ítalíuferðin stendur í 23 daga og eru heimsóttir allir helztu sögustaðir þessa fagra sólarlands. — Spánarferð var fyrst reynd í fyrra og á mjög miklum vinsældum að fagna, enda «• ekki í kot vísað að koma til Spánar og liggur leið Orlofs um fegurstu héruð landsins. Það vakti sérstaka athygli að ekki voru nema þrír félagsfánar í kröfugöngu kommúnista 1. maí. Aðeins þrír iélogsiánar blöktu í kröfugöngu kommúnista 1. mal Starfsmaður útifundarins ræðst á Ijosmyndara I. MAÍ-HÁTÍÐAHÖLD verka- lýðsins fóru fram með nokkuð óvenjulegum hætti hér í Reykja- vík í fyrradag. Eins og mönnum er kunnugt rufu kommúnistar eininguna um undirbúning há- tíðahaldanna, einkum með því að krefjast þess að látið væri standa í ávarpi verkalýðsins þennan dag að samþykktinni frá 28. marz 1956 skyldi framfylgt svo fljótt sem auðið yrði. Af þessum sökum skarst meginþorri verkalýðsfélaganna í Reykjavík úr leik um þátttöku í hátíðahöld- um dagsins. AÐEINS S PÉLAGSFÁNAR Kröfugangan var því að þessu sinni venju fremur fámenn og þar sáust aðeins þrír félagsfánar á lofti. Voru það fánar Dags- brúnar, Freyju og Félags járn- iðnaðarmanna. Hins vegar var mikill fjöldi kröfuspjalda, rauðra Og hvitra og rauði fáninn borinn víða í fylkingunni. Bar mikið á slagorðum um brottför hersins og mátti sjá setningar eins og: „Engar herstöðvar í landinu“ „Burt með herinn úr landinu" og „Gegn erlendum her“ og enn- fremur „Allsherjar afvopnun" auk hinna gamalkunnu slagorða „Öreigar allra landa sameinist" o. þ. h. Fylkingin, sem gekk gegnum miðbæinn 1. maí var einlitur hópur kommúnista. Var auðséð að þeir höfðu haft almennt flokksútboð, enda auglýstu þeir í hádegisútvarpinu bæði á veg- um Æskulýðsfylkingarinnar og Félags róttækra stúdenta þar sem skorað var á félagsmenn að mæta. Mun þetta vera með eins- dæmum. Ekkert fólk fylgdi á eftir sjálfri kröfugöngunni eins og venja hefur verið. Mikill hluti fylkingarinnar voru börn. Það er fullyrt af kunnugum mönnum, sem fylgzt hafa með útihátíð verkalýðsfélaganna 1. maí á undanförnum árum að útifund- urinn á Lækjartorgi hafi verið hinn langfámennasti, sem þar hefur sézt við slík tækifæri í fjölda ára. TVEIR RÆÐUMENN Þegar klukkuna vantaði 10 mín. í 3 kom fylkingin inn á Lækjartorg. Nokkuð var þá af fólki fyrir á torginu. Skömmu síðar hófst fundurinn með því að Björn Bjarnason bauð menn velkomna og setti fundinn. Síðan tók Guðmundur J. Guðmundsson fjármálaritari Dagsbrúnar til máls. Flutti hann skrifaða ræðu. Taldi hann kaupbindingu, vísi- tölufölsun, auknar skattálögur og milliliðagróða fyrri ríkisstjórn um að kenna. Einnig krafðist hann að herinn færi úr landinu. UPPHRÓPANIR HANNIBALS Þá talaði Hannibal Valdemars- son. Flutti hann langa en skipu- lagslitla ræðu fulla af upphróp- unum Qg slagorðum. Ræddi hann um að aldrei hefði verið meiri eining meðal reykvískra verka- manna. Skömmu síðar sagði hann að hann hefði búizt við tveimur fylkingum á þessum há- tíðisdegi. Þá taldi hann fullvíst að núverandi ríkisstjórn myndi sitja lengi að völdum og talaði í því sambandi um 2. og 3. kjör- tímabir hennar. Hannibal hamp- aði mjög Morgunblaðinu í ræðu- flutningi sínum og las upp úr því og fagnaði mjög málflutningi þess og ávarpi verkalýðssamtak- anna, sem þar var birt. Hannibal bað menn af og til að klappa fyrir því er hann sagði. Það vakti athygli að Hannibal heimtaði ekki að samþykktinni frá 28. marz væri framfylgt. Að lokum bað hann menn hrópa húrra fyrir Alþýðusam- bandi íslands. Þá var leikið „Fram þjáðir menn“, en kl. 3.30 var fundinum lokið og var þá leikinn þjóðsöngurinn. Þar með var þessi l.-maí-hátíð kommúnista á enda. Á meðan á ræðuhöldunum stóð var fólkið á mikilli hreyfingu á torginu, kom og fór og fækkaði er á leið. Dá- lítill hópur var framan við ræðu- pallinn, en annars var hópurinn gisinn. UPPÞOT Lítils háttar uppþot urðu á meðan á ræðu Hannibals stóð. Fyrst skammt framan ræðupalls- ins, þar sem tveir menn tóku saman. Skömmu síðar varð aft- ur ókyrrð skammt frá. Maður brá sér þá upp í staur og vildi taka mynd af hnippingunum. Réðst þá að honum maður og sló í myndavélina svo hún hrökk í andlit * ljósmyndaranum og veitti honum hokkurn áverka. Var árásarmaðurinn þá fjar- lægður af lögreglunni. Svo virt- ist sem þessi árásarmaður væri einhvers konar starfsmaður há- tíðahaldanna. Nokkuð var um að Á eftir þessum tveim ferðum koma svo sumarferðirnar hver af annari: „Hvíldarferð til Mall- orca“, „Sex landa sýn“ I og II, „Norðurlandsferð" I og II, ferð um Kaupmannahöfn — Hamborg — París og London, ferð um Austurríki, Júgóslavíu og ítalíu. — Rínarferð, Tékkóslóvakíuferð, auk þess sem hinar fyrrnefndu vorferðir til Mallorca og Spánar og Andorra verða endurteknar síðsumars. Það er því allmikið annríki hjá Orlofi núna meðan verið er að ganga frá þessum ferðum öll- um. Jafnframt er svo verið að und- irbúa mikinn fjölda innanlands- ferða. Ýmiss konar aðstoð við er- lenda ferðamenn er hingað leita fer mjög í vöxt, þrátt fyrir hina tilfinnanlegu vöntun á gistirými bæði hér í bænum og úti um land Orlof hf. hefir á allan hátt reynt að veita svo góða þjónustu sem auðið er og hefir nú á að skipa einvala liði starfsmanna bæði á skrifstofunni og farar- stjórum í utan- og innlandsferð um. Starfsfólk Orlofs, sem stöðugt vinnur á skrifstofunni, talar t. d. 8 þjóðtungur auk móðurmálsins, íslenzkunnar. Þrátt fyrir hin umfangsmiklu störf er fylgja alls konar hópferð um er þó einn stærsti liðurinn í rekstri fyrirtækisins sala á far- seðlum með flugvélum, skipum og öðrum farartækjum, fyrir fólk er fer sér, þ. e. tekur ekki þátt í fyrir fram skipulögðum hópferðum. Þannig fá kaupsýslu menn og ferðamenn þjónustu hjá fyrirtækinu, svo sem pantanir á gistingu erlendis o. fl. um leið og þeir panta og kaupa farmiða hjá skrifstofunni. • A undanförnum árum hefir Ferðaskrifstofan Orlof h.f. haft afgreiðslu í Hafnarstræti 21. Þetta húsnæði reyndist mjög fljótlega ófullnægjandi fyrir hina hraðvaxandi starfsemi Or- lofs, sem á sívaxandi hylli að fagna meðal almennings. Það var því sýnt að auka þyrfti starfslið- ið svo að hægt væri að þjóna sem bezt innlendum og erlendum ferðalöngum. Óhjákvæmilegt varð að fá stærra húsnæði fyrir starfsemina. Tókst það mun bet- ur en frekast var hægt að vona, þar sem húsnæði fékkst á bezta stað, í Austurstræti 8 (gamla ísa- foldarhúsinu), í sambýli við Blómaverzlunina Flóru. Eru nú því loksins fengin hin ákjósan- legustu skilyrði fyrir starfsem- ina alla. Afgreiðslan, sem er hin smekklegasta, er í sama sal og Flóra og með sama inngang. Hannibal með Morgunblaðið bíð- ur eftir því að klappað sé fyrir honum að beiðni hans sjálfs. hróp væri gert að Hannibal á meðan hann flutti ræðu sína. Spaugileg skrúðganga barna vakti hlátur fólks. Gengu börnin fylktu liði og börðu saman dósa- lokum, en höfðu áletruð spjöld í bak og fyrir. Útifundur þessi sýndi að meg- inþorri reykvísks verkalýðs kaus að sitja heima á 1. maí degi. I afgreiðslusalnum er mjög snoturt afgreiðsluborð, en bak við það eru tveir klefar, sem notaðir eru við afgreiðslu við- skiptavina, sem fara í langferð- ir og lengri tíma þarf til að ræða við. Ennfremur er utan við afgreiðsluborðið afdrep þar sem viðskiptavinir Orlofs bíða af- greiðslu eða hvíla sig. Húsnæði þetta er einkar vel fallið til slíkr ar starfsemi og gefur gott tæki- færi til skemmtilegrar skreyting- ar, en eins og kunnugt er láta flest þau fyrirtæki er nálægt ferðalögum koma gjöra mikið af alls konar frumlegu og fallegu vegg- og borðskrauti til þess að vekja athygli á sér eða landi sínu. Orlof h.f. notar sér slíkar skreyt- ingar sem bezt má verða, enda allur svipur afgreiðslunnar með heimsborgarbrag. Eykur blóm- skraut Flóru einnig mikið á hinn suðræna svip. Auk afgreiðslunn- ar eru einnig aðrar skrifstofur Orlofs h.f. undir sama þaki. Er það mikil bót frá því sem áður var er afgreiðslan var í Hafnar- stræt-i 21, en aðrar skrifstofur í Hafnarstræti 18. Forráðamenn Orlofs h.f. gjöra sér því miklar vonir um, að eft- irleiðis geti skrifstofan þjónað innlendum og erlendum ferða- mönnum í enn ríkari mæli en áður. Mýtt féEagsfieimili Á sumardaginn fyrsta var vígt glæsilegt félagsheimili í Öngul- staðahreppi í Eyjafirði. Illaut það nafnið Freyvangur. Stendur það austan við þjóðveginn í landi Ytra-Laugalands og er því um miðja sveit í Öngulsstaðahreppi. Mikill fjöldi veizlugesta sat þetta vígsluhóf, sem hófst með guðsþjónustu. Séra Benjamín Kristjánsson predikaði. Hrepp- stjóri sveitarinnar, Árni Jóhanns- son, stjórnaði síðan fagnaðinum og var þar fluttur fjöldi af ræð- um, en Helgi Stefánsson stjórn- aði söng. Ræður fluttu: Séra Benjamín Kristjánsson, Garðar Halldórsson oddviti, Bernharð Stefánsson alþingismaður, Brynj- ólfur Sveinsson menntaskóla- kennari, Stefán Stefánsson bóndi að Svalbarði, Jón Bjarnason bóndi í Garðsvík, séra Bjartmar Kristjánsson á Mælifelli, Ragnar Davíðsson hreppstjóri á Grund og Sigurgeir Sigurðss., frá Syðra- Hóli. Þetta félagsheimili er mjög glæsilegt að öllum búnaði og er því að fullu lokið hið innra, en eftir er að múrhúða það að utan. Kostnaður við það er nú orðinn um 1,5 millj. kr. Yfirsmiður hef- ir verið Þórður Friðbjarnarson frá Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.