Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 9
Fðstudagur 3. maí 1957 MORCUISBI 4Ð1Ð 9 FRÁ S.U.S. RITSTJÓRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON Nýjar skattaálögur á ungt íólk Frumvarpið um skyldusparnaðinn er ekki rát gegn verbbólgu, heldur nýr skattur, sem verja skal til íbúðabygginga EINS og kunnugt er var fyrir nokkru síðan lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um húsnæðis- málastjórn o. fl. Frumvarpið í heild mun ekkí verða tekið til meðferðar að þessu sinni, heldur getið lítillega um þann hluta þess sem fjallar um skyldusparnað. Samkvæmt frumvarpinu skal öllum einstaklingum á aldrinum 16—25 ára skylt að leggja tii hiiðar 6% af launum sínum, sem greidd eru í peningum eða sam- bærilegum atvinnutekjum, í því skyni að mynda sér sjóð til íbúð- arbygginga eða til bústofnunar í sveit. Þá er ákvæði um að spariféð sé undanþegið tekjuskatti og út- svari. Þeir sem náð hafa 25 ára aldri eða ganga í hjónaband og stofna heimili eiga þess kost að fá spari- fé sitt endurgreitt að viðbættum þeim vöxtum og uppbót vegna vísitöluhækkunar, sem greidd er af vísitölubundnum verðbréfum á innlánstímanum. Ennfremur skulu þeir sem spara, að öðru jöfnu, sitja fyrir um lán til íbúðarbygginga frá húsnæðismálastjórn, og mega þau lán vera allt að 25% hærri en almennt gerist þá. Þessi forgangs Skóloskip FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Sigurður Bjarna- son, Sigurður Ágústsson, Magnús Jónsson og Kjartan Jóhannsson, flytja á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um athugun á því, hvernig ungir menn verði hel/t örvaðir til að stunda sjó. Leggja þeir til að kosin verði 5 manna nefnd til að rannsaka og gera til- lögur um málið. Scrstaklega benda þeir á þann möguleika, að hér verði rekið skólaskip fyrir ung sjómannsefni svo sem tíðkað er meðal mestu siglingaþjóða heims. í greinargerð fyrir þingsálykt- nnartillögunni segir m.a.: Engum dylst, að ef íslendingar verða framvegis að manna fiski- skipaflota sinn erlendum rnönn- um, er vá fyrir dyrum. Þessi þjóð byggir útflutning sinn enn sem komið er nær eingöngu á sjávarútvegi og sjósókn. Arður hennar byggist fyrst og fremst á þátttöku í þessari atvinnugrein. Rekstur hennar með erlendu vinnuafll kostar mikil útgjöld í erlendum gjaldeyri, þar sem greiða verður hinum erlendu sjó- mönnum laun að meira eða minna leyti í mynt þeirra eigin lands. í greinargerðinni segir enn- fremur: Margir sjómenn, fiskimenn og farmenn hafa haldið því fram, að rekstur skólaskips væri líklegur til þess að auka áhuga ungra manna fyrir sjósókn og sigling- um. Er þá einnig á það bent, að mestu siglingaþjóðir heims hafa rekið slík skip með góðum ár- angri. Þess er fastlega að vænta að mál þetta verði tekið föstura tök- um og allt gert sem auðið er til að laða unga menn að sjónum. Siglingar og sjávarútvegur er og verður undirstaða þjóðarbúskap- ar íslendinga. réttur til lána er þó bundinn því skilyrði, að sparif jársöfnun þeirra, sem að byggingu íbúða standa, nemi samanlagt að minnsta kosti kr. 25 þús. Undanþegnir sparnaðarskyldu eru gift fólk, sem stofnað hefur heimili, skólafólk, sem stundar nám í skóla a.m.k. 6 mánuði á ári og iðnnemar, og þeir, sem hafa börn eða aðra skylduómaga á framfæri sínu og minna en kr. 30 þús. í tekjur á ári. Þetta eru meginatriði þess kafla frumvarpsins sem fjallar um skyldusparnað. Kristján Guðlaugsson núv. formaður Heimis HEIMIR, F.U.S., Keflavík, UM nokkurra ára ára skeið hefur starfað í Keflavík „Heim- ir“, félag ungra Sjálfstæðis- manna. Hefur starfsemi þess stöðugt farið vaxandi og hefur aldrei verið meiri en á síðastliðnu ári. Á árinu stóð HEIMIR, F.U.S. fyrir fjórum spilakvöldum, er voru mjög vel sótt og tókust í alla staði hið bezta. Félagið efndi til stjórnmála- námskeiðs s.l. vor ásamt „Mjölm“, félagi Sjálfstæðismanna á Kefla- víkurflugvelli og „Njarðvíking", félagi Sjálfstæðismanna í Ytri- Njarðvíkum. Þar fluttu erindi ýmsir af forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins. Tókst námskeið þetta ágætlega. „Heimir“, F.U.S. tók virkan þátt í undirbúningi Alþingiskosn- inganna s.l. sumar. Sá m.a. um rekstur kosningaskrifstofu, sem var Sjálfstæðisflokknum mikill styrkur. Ennfremur hélt félagið skemmtun eftir kosningar, sem ætluð var starfsfólki flokksins á kjördag. Nú á þesum vetri hafa verið haldin þrjú spilakvöld og ásamt „Heimi“, F.U.S. hafa staðið að þeim öll Sjálfstæðis- félögin í Keflavík og á Keflavík- urflugvelli. Eins og sjá má hefur starfsemi félagsins verið mjög öflug á þessu tímabili, og er enginn vafi EKKI TRAUSTVEKJANDI AÐGERÐIR Það er mjög mikilsvert atriði í fjármálalífi hvers þjóðfélags. að takast megi að örfa sparnaðar- hneigð fólks sem mest. Sér í lagi er slíkt mikilsvert á verðbólgu- tímum. Það verður helzt gert með því að fólk öðlist trú á verð- gildi peninganna. Það er augljóst að núverandi ríkisstjóm hefur ekki trú á að aðgerðir hennar í efnahagsmálum vekji traust fólks á verðgildi peninga og orsaki þar með almenna sparifjársöfnun, Þess vegna tekur hún það til bragðs að þvinga fólk til sparn- aðar. Það er þó ekki gert til að draga úr verðbólgunni, eins og bezt sést á því að ætlunin er að verja sparifénu jafnóðum til ó- arðbærra framkvæmda eins og húsabygginga. FORGANGSRÉTTUR EPA HVAD? Þessa þvingun er reynt að fegra með ýmsu móti. Sérstaklega er ætlazt til að ákvæðið um for- gangsrétt til lána gangi í augun á fólki. Ef það atriði er skoðað ofan í kjölinn verður töluvert annað upp á teningnum. For- gangsrétturinn er sem sé bundinn því skilyrði að sparifjársöfnun viðkomanda nema a.m.k. 25 þus. krónum. Til að ná því marki þurfa tekjur einstaklings á 9 ára sparnaðartímabili (16—25 ára) að nema ca. 420 þús. kr. eða ca. 47 þús. kr. að meðaltali á ári. Óhætt mun að fullyrða að sá kvenmaður er ekki til sem á því að það á sinu þátt í hinu vaxandi fylgi Sjálfstíeðisflokks- ins á staðnum, enda eru félags- menn albúnir til að berjast fyrir þeim hugsjónum frelsis og sjálf- stæðis, er flokkurinn berst fyrir. Aðalfundur Heimis, F.U.S. var síðast haldinn 10. nóvember s.l. Núverandi stjórn félagsins skipa: Kristján Guðlaugsson, formaður, Ingvar Guðmundsson, ritari, Sig- urður Steindórsson, gjaldkeri. Alexander Magnússon fyrrv. formaður. Alexander Magnússon, varafor- maður og Elías Jónsson og Skúli Fjalldal meðstjómendur. möguleika hefur til að ná því marki. Má í þvi sambandi benda á, að meðallaun stúlkna, sem vinna í verzlunum eru um 30 þús. kr. á ári. Afgreiðslu- stúlkan væri því 14 ár að öðl- ast hinn marglofaða forgangs- réttl Það má því strax reikna með að það séu eingöngu karlar sem möguleika hafa til að öðlazt for- gangsréttinn eða um 50% af þeim sem hefja söfnun. En nú eru ákvæði um að þeir sem ganga í hjónaband og stofna heimili, eigi þess kost að fá sparifé sitt endurgreitt. Nú giftast ca. 40 % karlmanna innan 25 ára aldurs og vafalítið að þeir muni þá taka út fé sitt en á hinn bóginn vonlítið að þeim hafi þá þegar tekizt að höndla forgangréttinn. En aðalatriðið er þó það, að aðeins 10—15% karlmanna á aldrinum 16—25 ára hafa 47 þús. kr. á ári og þar yfir að meðaltali! Og enn er að því að gá, að 8/9 hlutar þess fólks, sem nú hefur söfhun er meira en 16 ára gamalt. Hvað skyldu þeir svo verða margir sem að lokum öðlast þennan frábæra forgangsrétt’ — Nú er þetta gáta handa Hannibal, sem harin hefur þó sennilega ráð- ið áður en frumvarpið var flutt. FORDÆMI Enn er eitt atriði í þessu sam- bandi sem er þess vert að minnzt sé á. Þess eru fjölmörg dæmi að fátækir efnismenn hafa unnið ár. um saman að því að afla sér fjár Á sýningu Guðmundar í Lista- mannaskálanum eru alls um 150 listaverk. Um 50 myndanna eru mósaikmyndir, en Guðmundur er brautryðjandi í þeirri gerð mynda hér á landi, og hefir aðeins einn Islendingur Júlíana Sveinsdóttir áður fengizt við gerð mósaik- með það fyrir augum að afla sér menntunar síðar meir. Nú er einn steinninn enn lagður í götu þeirra því að ekki eru þeir undanþegnir sparnaðarskyldunni. Og svo er um fleiri, enda er hér að vissu leyti um beina skattlagningu aö ræða. En það eru svo sem fordæmi fyrir slíkum skyldusparnaði. Það er langt síðan Rússar komu á skyldusparnaði hjá sér. Það þótti að sumu leyti myndarlegt bragð en óánægju hefur að vísu gætt, aðallega vegna þess að spariféð hefur ekki verið endurgreitt svo sem ráð var fyrir gert. Vormót SU5 á Hellu S.L. LAUGARDAG efndi Sam- band ungra Sjálfstæðismanna til vormóts að Hellu, Rangárvöllum og var það fyrsta vormót S.U.S. á þessu ári. Mótið hófst á því, að formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, Ásgeir Pét- ursson ,setti samkomuna með stuttu ávarpi. Ræður fluttu al- þingismennirnir Magnús Jónsson og Ingólfur Jónsson. Kristinn Hallsson óperusöngvari söng einsöng og Ævar Kvaran leikari flutti skemmtiþátt. Síðan sungu þeir tvísöng ICristinn og Ævar við mjög góðar undirtektir. Að lokum var dansað. Mót þetta var fjölsótt og fór mjög vel fram. Heimdallur, F.U.S., efndi til hópferðar á mót þetta og var allgóð þátttaka í ferðinni, sem tókst mjög vel. mynda. Þá eru og á sýningunni temperamyndir frá ítalíu og all- mörg olíumálverk. Guðmundur lærði í Noregi og á Italiu og hef- i haldið þrjár sjálfstæðar sýning ar á Italíu. Sýning Guðmundar verður op- in til 10. maí Frá sambandsfélögunum III. Heimir FIJS í Keflavík Ein af mosáikmyndum Guðmundar á sýningunnL SeSdi ytir 80 myndir á sex dögum OÝNING Guðmundar Guðmundssonar í Listamannaskálanum ^ hefur verið opin síðan á laugardag og hafa á þessum fáu dögum rúml. 80 myndir þessa kornunga listmálara selzt. Eru þetta óvenjulega góðar undirtektir þegar þess er gætt að þetta er fyrsta listsýning Guðmundar hér á landi, og hefur enginn ungur list- málari selt svo margar myndir á sýningu síðan Vetnrliði hélt sýn- ingu hér í bæ fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.