Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Fðstudagur 3. maí 1957 Rœða Sigurðar Ingimundarsorsar formanns BSRB 7. maí Launþegasamtökin og verkefni fseirra Dagurinn í dag er dagur laun- þegasamtakanna. fslenzk laun- þegasamtök hafa í áratugi eins og flest önnur launþegasamtök menningarríkja haldið þennan dag hátíðlegan. Þau horfa til baka yfir farinn veg og undirbúa nrýja sókn I ýmsum velferðar- málum samtíðar sinnar og fram- tíðar. Mörg hinna eldri kröfu- spjalda hafa lokið hlutverki sínu en ný koma til sögunnar. KRÖFUR DAUNÞEGA EFLA TÆKNI OG FRAMFARIR Ýmsum hættir til þess á hverj- um tíma að líta hinar nýju kröf- ur óhýru auga og þær jafnvel taldar tilræði við þjóðfélagið. Sannleikurinn er þó sá, að raunhæfar kröfur um betri af- komu almennings, hvetja mjög til aukinnar tækni og hagkvæm- ari nýtingar vinnuaflsins, en það er aftur snar þáttur í aukinni og verðmætari framleiðslu, sem er undirstaða þess að kröfunum verði fullnægt. Ég skal nefna dæmi, sem sýnir þetta Ijóslega. Á stríðsárunum varð stökkbreyting á afkomu þjóðarinnar af annarlegum á- stæðum. Það var reynt að við- halda þessu ástandi með því að kaupa nýjustu og fullkomnustu atvinnutæki til lands og sjávar. Jafnframt nýsköpunartogurun- um var reynt að gera út hina eldri togara, en þrátt fyrir sér- staka styrki og fyrirgreiðslu reyndist vonlaust að ætla þeim að standa undir kröfum okkar tíma. Á sama hátt og hin úreltu skip hlutu að hverfa, heyrir orf og hrífa á lítt ræktaðri jörð for- tíðinni til og getur eðlilega ekki veitt bændum þau gæði lífsins, sem þeir eiga heimtingu á til jafns við aðra. Af þessu má það vera ljóst, að kröfur þjóðarinnar hljóta að vera fyllsta tækni og fullkomnustu at- vinnutæki á öllum sviðum at- vinnulífsins. NÝTING VINNUAFLS OG FJÁRMAGNS En það er ekki einhlítt, að at- vinnutæki séu af nýjustu gerð, það þarf að framkvæma gagn- gera athugun á atvinnuháttum þjóðarinnar. Verð á framleiðsluvörum lands manna er ákveðið hverju sinni með lögum og reglugerðum og að jafnaði miðað við það að halda öllu gangandi eins og það er, en engin athugun gerð á því, hvaða atvinnugreinar eru afkastamest- ar, eða með öðrum orðum gefa þjóðarbúinu mest til skiptanna miðað við vinnustund og tilkostn að í erlendum gjaldeyri. Hér er komið að vandamáli, sem auðvelt er að misskilja í andrúmslofti pólitísks áróðurs og ábyrgðarleysis. En til þess að útskýra nánar, hvað hér er átt við, skal ég taka dæmi um mína eigin stétt, opinbera starfsmenn. Það getur ekki verið hagsmuna mál hvorki opinberra starfs- manna né annara, að fjölgað sé í þeirri sfétt meira en nauðsyn krefur. Þó verður ekki um það deilt að þeir hafa nauðsynlegu hlutverki að gegna í menningar- þjóðfélagi. Ýmsir dýrustu þætt- irnir í opinberri þjónustu eru undirstaða eða beinlínis þjónusta við tæknilega getu þjóðarinnar og framleiðslu, svo sem mennta- mál, samgöngumál, póstur, sími o. s. frv. Aðrir þættir þeirrar starfsemi eru ekki síður nauð- synlegir, svo sem heilbrigðismál og ýmiss konar þjónusta við al- menning. Það er að sjálfsögðu bezt að sem fæstir geti innt þessi nauð- synlegu störf af hendi. Ef einhver störf opinberra starfsmanna kynnu að vera óþörf eða ef störf þeirra eru illa skipulögð, er um lélega nýtingu vinnuafls að ræða. Vinnuaflið væri þá betur notað við önnur störf og hefði hag- kvæmari áhrif á framleiðslugetu þjóðarinnar, væri með öðrum orðum þáttur í aukinni hagsæld alls almennings í landinu. Svipað þessu má um aðrar at- vinnustéttir segja. Ef fram- kvæmd væri hlutlaus athugun á atvinnuvegum þjóðarinnar með tilliti til hagnýtingar á vinnuafli, gjaldeyrisframleiðslu og gjald- eyrissparnaðar, kynni niðurstað- an að verða sú, jafnvel í öllum aðalatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi, landbúnaði og iðn- aði, að flokka mætti framleiðslu- vörurnar í þrjá flokka. í fyrsta flokk kæmu vörur, sem leggja ber áherzlu á, Þær gefa mest í aðra hönd miðað við vinnu og gjaldeyristilkostnað. í annan flokkinn kæmi þjón- usta og framleiðsla, sem ætti full an rétt á sér til notkunar á inn- lendum markaði. í þriðja flokkinn kæmi fram- leiðsla, sem þróast og eykst vegna óeðlilegrar verðskráning- ar, tolla eða pólitískrar aðstöðu. Framleiðsla, sem er gjaldeyris- frek og gefur lítið í aðra hönd miðað við hverja vinnustund. Það er augljóst, hversu óheilla- vænleg áhrif þessi þriðji flokkur hefur á lífsafkomu þjóðarinnar og hagsæld. I þessu sambandi vakna ýmsar spurningar. Eru fyrir hendi skil- yrði fyrir stóriðju, sem byggist á ódýrri orkuframleiðslu? Áburð- arverksmiðjan virðist gefa nokkr ar vonir um það og sannarlega væri þörf meiri fjölbreytni í fram leiðslu. Hvort er hagkvæmara að auka útflutning landbúnaðaraf- urða eða sjávarafurða? Ber að leggja áherzlu á bátaflota eða togaraflota? Á að flytja fiskinn óunninn á erlendan markað eða er hagkvæmara að vinna hann í íslenzkum fiskiðjuverum? Þann ig mætti lengi spyrja. Mér er það ljóst, að hér er um vandasamt rannsóknarefni að ræða og enginn má skilja orð mín þannig, að ætlunin sé að taka menn nauðuga úr einni at- vinnustétt og setja þá niður í aðra. Það er sem betur fer ekki hægt í lýðfrjálsu landi. En það má vissulega með skynsamlegum ráðum beina fjármagni og vinnu afli inn á sérstakar brautir, eða láta eina framkvæmd ganga fyrir annarri, og raunar alveg sjálfsagt ef ráðstöfunin er gerð með hag allrar þjóðarinnar fyrir augum. Gagnvart þeim, sem fylgjast með stjórnmálum, mætti segja þessar hugleiðingar í einni setn- ingu: Það þarf að framkvæma þjóðhagslegar athuganir í stað handahófs og pólitískra helm- ingaskipta, sem nú ráða úrslit- um við sérhverja stjórnarmynd- un. Kjör þjóðarinnar hafa á þessari öld í aðalatriðum farið jafnt og þétt batnandi. Þetta hefur byggzt á tæknilegum framförum og þró- un félagsmála. Þjóðin var langt á eftir í tæknilegu tilliti, en nú hefur hún unnið á í samkeppn- inni við aðrar þjóðir og munur- inn hefur jafnazt. Það er dýrt að lifa menningar- lífi í litlu þjóðfélagi og þjóðin gerir kröfur til betri lífsafkomu en almennt gerist meðal flestra þjóða. Óskum hennar og þörf- um verður ekki fullnægt, nema Islendingurinn framleiði meiri verðmæti en starfsbróðir hans í öðrum löndum. Það skaðar ekki að gera sér þá staðreynd vel ljósa, að þrátt fyr- ir aukna tækni hefur afkoma al- mennings átt í vök að verjast undanfarin ár. Ég tel vafasamt, að unnt verði að bæta kjör manna jafnört og verið hefur, nema nýtingu fjár- magns og vinnuafls verði meiri gaumur gefinn en nú er. SAMSTAÐA ATVINNU- • v STÉTTANNA Stéttaskipting er hér minni en víða annars staðar. Kjör stærstu stétta þjóðfélagsins innbyrðis eru bundin með lögum. Þannig að ef laun hækka almennt á vinnumarkaðinum, hækka líka laun bóndans og kjör annarra minni stétta hljóta að fylgja í kjölfarið. Þetta gerir það að verk um, að erfitt er fyrir eina at- vinnustétt að auka hag sinn svo nokkru nemi á kostnað annarrar. Og almennar, raunhæfar kjara- bætur, geta varla byggzt á öðru en aukinni framleiðslu og betri nýtingu. Við þessar aðstæður ætti atvinnustéttunum að vera það Ijóst, hversu nátengdur hag- ur alls almennings er. Endurskipulagning á fram- leiðslu landsmanna verður ekki framkvæmd án gagnkvæms skiln ings og samstarfs atvinnustétt- anna. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að þó að raunhæf og fræðileg rannsókn leiddi í ljós, að framleiðsluaxxkning í einni grein atvinnuveganna væri hag- kvæmari fyrir heildina en aukn- ing í einhverri annarri grein, má ekki líta á þá niðurstöðu sem óvild í garð neinnar sérstakrar stéttar. Krafa dagsins í dag ætti að vera raunhæf rannsókn á at- vinnuvegunum með tilliti til nýt- ingar vinnuafls og fjármagns, framkvæmd af sérfróðum mönn- um í samráði við atvinnustétt- irnar. Stjórnmálaflokkarnir eru ekki færir um að leysa þennan vanda án aðstoðar almennings. í lýðræðisþjóðfélagi verða ein- staklingarnir að hugsa fyrir sig sjálfir, þeir verða sjálfir að kynn ast vandamálunum, taka þátt í að leysa þau og færa þær fórnir, sem nauðsynlegar reynast. Þetta eru skyldurnar við lýðræðis- skipulagið, en blessun þess er frelsi, sjálfsforræði og réttar- öryggi. Það þýðir ekki að álasa stjórnmálaflokkunum, þeir geta aldrei orðið annað en spegilmynd af félagsþroska einstaklinganna. Stjórnmálaflokkarnir hafa und anfarin 15 ár verið að glíma við kapphlaupið milli kaupgjalds og vöruverðs, en vantað hefur þátt- töku almennings til þess að leysa það mál. Þetta er enn eitt dæmi þess, að hin viðkvæmari og vandasamari félagsmál verða ekki leyst án skilnings og virkr- ar þátttöku almennings. Ósk mín til launþegasamtak- anna á þessum hátíðisdegi þeirra er að þau megi losa sig úr hinum pólitísku viðjum. Það er illt til EINS og að undanförnu hefur verið, og er, feiknamikið síldar- magn alla vegu frá Hornafirði með allri suður- og suðvestur- ströndinni allt til Vestfjarða. — Togarar hafa orðið síldar varir í botnvörpur á Selvogsbanka, síldin hefir flækzt í þorskanet í Grindavíkur- og Miðnessjó og út af Snæfellsnesi. Línubátar hafa mælt miklar torfur síldar um all- an sjó. Nokkrir reknetjabátar eru nú nýbyrjaðir veiðar, hafa aflað nokkuð af sild í Miðnessjó og út af Snæfellsnesi, en veðrátta hef- xxr verið fremur óhagstæð síðan þeir byrjuðu. Við eigum meiri auðæfi í þess- ari blessuðu síld en margan grun- ar, en það er ekki nóg að vita af henni í sjónum. Það er hægt að veiða mikið magn af henni í reknet og hringnætur. Nú þegar er búið að selja nokkuð af frosinni síld til Tékkó slóvakíu og víðar, en það er ekki nema lítið brot af því, sem hægt er að afla. Þess vegna er mjög áríðandi að gera nú þegar raun- hæfar ráðstafanir til þess að hægt verði að veiða síldina fyrir verksmiðjurnar hér sunnanlands til bræðslu samhliða frysting- unni. Vegna alls tilkostnaðar við veiðarnar, sem er orðinn svo mik- ill, sem raun ber vitni, nægir ekki fáanlegt útflutningsverð mið að við núverandi gengi pening- anna til að mæta honum, og á meðan svo er að gengið fyrir út- flutningsvörurnar er ekki skráð eins og vera ber, svo að fram- leiðslan geti borið sig, þá verður ríkisvaldið enn einu sinni að fara uppbótarleiðina og bæta verðið svo að veiðarnar svari kostnaði. Það er hægt að veiða þessa síld og afla stórkostlegra verð- mæta, ef rétt er með farið og þó að verðið sé bætt úr framleiðslu- sjóði eða á annan hátt, þá er það aðeins formsatriði, því að allt sem aflast fram yfir raunveru- legan útlendan kostnað við veið- arnar, það er þjóðargróði. Útgerðin stendur höllum fæti sem stendur, en sem betur fer, eru margir farnir að sjá að vá er fyrir dyrum ef fiskveiðarn- ar dragast mikið saman, því að með fiskafurðunum einum, eða því sem næst, er allur okkar inn- flutningur greiddur og þar að auki er fiskframleiðslan undir- staða svo að segja allra annarra atvinnugreina í landi voru. Að vetrarvertíð lokinni, og það má segja að þau timamót séu nú þegar komin, skapast dautt tímabil milli vertíða, þ. e. maí og júní, sem þýðir atvinnuleysi við sjávarsíðuna, svo að segja engin atvinna í frystihúsunum, síldarverksmiðjunum, bátaflotan- um o. s. frv. En síldveiðar hér suðvestanlands í umrædda tvo þess að vita, að starfskröftum þeirra sé sóað í pólitíska flokka- drætti. Menn verða að dýrka sína pólitísku guði í musterum stjórn- málaflokkanna, en í launþega- samtökunum verða þeir að leita þeirra viðfengsefna, sem ein- staklingum þeirra eru sameigin- leg. Hin sameiginlegu viðfangs- efni eru mörg og mikilvæg og krefjast óskiptra starfskrafta samtakanna. Viðkvæm pólitísk mál eiga ekkert erindi inn í launþegasamtökin og geta aldrei orðið þeim til framdráttar. mánuði geta skapað blómlegt at- vinnulíf og það er lífsnauðsyn eins og sakir standa nú, til þess að forða frá erkióvini okkar — atvinnuleysi. SÍLDVEIÐAR NORÐANLANDS Það má gera ráð fyrir vaxandi þátttöku í þessum veiðum í sum- ar, júlí-september, og er þegar mikill hugur vaknaður til undir- búnings þeirra veiða og veltur það á miklu eins og fyrri dag- inn hvernig takast muni. Síldin hér suðvestanlands veiðist lítt í júlí og fram til miðs ágústmán- aðar, eða á meðan hrygningin stendur yfir (sumargotsíld), en eftir miðjan ágúi& byrjar hún að veiðast aftur með góðum á- rangri allt til áramóta og það er sú veiði, sem fleytt hefur báta- flotanum yfir erfiðan hjalla und- anfarin haust og skapað mjög mikla atvinnu einnig fyrir verka- fólk í landi. Það er því mjög áríðandi, að haustvertíðin verði líka stunduð eins og bezt getur, því að þessi síld, bæði fryst og söltuð, hefur unnið sér mikið álit og er nú viðurkennd góð verzlunarvara. Það geta ekki allir bátar farið norður til veiða þar, enda er þörf margra báta hér suðvestan- lands til beituöflunar og síld- veiða til frystingar og söltunar fyrir útlenda markaði. SKARKOLAVEIÐAR Það mun vera mikið magn af skarkola hér í Faxaflóa og víðar umhverfis landið, sem vaxið hef ur upp í skjóli friðunarinnar, og væri því ástæða til að athuga gaumgæfilega, hvort leyfa skuli dragnótaveiðar á þessum fiski takmarkaðan tíma ár hvert, því að líkur benda til þess, að skar- kolinn, þegar hann er fullvaxinn leiti út á djúpið og verði útlend- um togurum að bráð. Það hefur verið ríkjandi of mikið sinnuleysi, sérstaklega hjá trillubátamönnum, sem öðrum fremur gætu stundað þessar veið- ar í kolanet, kolalóð, kolaháf, kolalínu og kolahandfæri með mörgum smáönglum, að gera ekki tilraunir með ofangreind veiðar- færi, sem ætla mætti að gætu bor ið nokkurn árangur. HÁFUR Þessi fisktegund hefur verið erkióvinur fiskimanna vegna þess, að hann hefur fælt annan góðfisk frá veiðarfærunum. Nú er að koma annað hljóð í strokk- inn, því að þetta er uppáhalds- fæða Lundúnabúa og vilja þeir kaupa talsvert magn af hrað- frystum háf roðflettum, sporð- og xxggaskornum og er því tími til kominn að hætta að slíta hann af línunni og láta hann detta í Framh. á bls. 13. Haraldur BÖðvarsson: Suðvesturlands-síldin 4. sýmng í kvöld kl. 11.15 2 sýningar á laugardag kl. 7 og 11,15 2 sýningar á sunnudag kl. 7 og 11,15 Aðgöngumiðasala í Vesturveri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.