Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 3- maf 1957
MORCVNBLAÐIÐ
n
Skotlandsbréf frd Magnusi Magnussyni:
Leiðongur til St. Kilda
f
GREIN þessa hef ég skrifað á
afskekktasta staðnum í öllu Skot-
landi, á eyju þeirri, sem Englend-
ingar kalla St. Kilda, en fslend-
ingar hafa þekkt frá fornu fari
undir nafninu Hirtir. Hirtir hafa
verið í auðn tæpa þrjá áratugi,
en nú er eyjan að byggjast aftur,
þótt landnemamir séu ekki að
setjast þar að af frjálsum vilja.
Hirtir liggja um það bil hundr-
að mílur vestur af megmlandi
Skotlands, eða langa nætursigl-
ingu frá vesturströnd Suðureyja.
Ég kom hingað með litlum fiski-
báti, og eins og oft vill verða á
þessum slóðum, var illt í sjóinn.
Við lögðumst að landi í morguns-
árinu. Uppi á eynni beið okkar
dautt þorpið. Beinagrindur hús-
kofanna göptu tómum gluggatóft-
um á móti sjaldséðum gestum.
orðið að þoka burtu. Á Hirtum
er mesta súlu-byggð, sem þekk-
ist á hnettinum. Þar hefur verið
talið, að séu um það bil 25.000
súlur, en auk þess er þar mikið
um aðra sjófugla. Á Hirtum eru
eitthvað um 500 sauðkindur, sem
hafa gengið þar villtar, síðan fólk
ið hrökklaðist burtu. Þær eru
fremur smávaxnar, en ullin af
þeim er ágæt. Þá má geta þess, að
hér er mikið um hagamýs, sem
eru álíka stórar og rottur, og
hafa þær þrifizt ágætlega, enda
eru hér engin rándýr né rán-
fuglar að ásækja þær.
Og nú á að fara að nema hér
land að nýju. Brezki flugherinn
hefur lagt eignarhald á nokkurt
landssvæði, og þar á að byggja
radarstöð til að fylgjast með þeim
eldflaugum, sem skotið verður frá
Suður-Ivist næsta sumar. Engan
langar til að setjast að á þessum
einmana slóðum, en herinn hefur
tekið ákvörðun, og henni verður
að hlíta. Gert er ráð íyrir, að
fjögur hundruð verkamenn vinni
hér í sumar við að leggja vegi,
gera lendingarbætur, byggja
radarstöð og íbúðarhús. En þó
verður aðbúnaður þeirra ekki svo
illur, því að hér verða kvik-
myndasýningar og gott sjónvarps
Vistir og tæki hersins flutt í land á eyjunni.
Nokkrir leiðangursmenn sváfu í gamla prestssetrinu. Höfundur
greinarinnar, Magnús Magnússon, er skeggjaði maðurinn með
kaffibollann.
Öll húsin voru orðin þaklaus
nema prestsetrið, sem var einna
bezt byggt, enda er við slíku að
búast í þessu trúfasta iandi.
Árið 1930 bjuggu hér enn
fjörutíu sálir, sem háðu vonlausa
baráttu við höfuðskepnurnar. En
lengur gátu eyjarskeggjar ekki
hafzt þar við, og voru þeir allir
með tölu fluttir þaðan. Eftir það
voru Hirtir friðaðir, þeir hafa sið-
an notið svipaðrar náttúruvernd-
ar og ýmsir aðrir staðir i Bret-
tæki, sem getur náð brezku dag-
skránni frá öflugri endurvarps-
stöð í Norður-írlandi. Og það sem
ekki sizt skiptir máli: hér verður
lækmr á staðnum, en læknisieysið
var ein helzta ástæðan til þess,
að fólk hrökklaðist héðan burtu.
Þegar mér verður reikað um
draugalegt þorpið og farið er að
skyggja af nóttu, rifjast upp fyrir
mér sögur af því fátæka fólki,
sem byggði þennan stað um meira
en þúsund ár. Þetta var fólk, sem
landi, þar sem mannfólk'hefur' stundaði sjó af miklum dugnaði,
en við örðugar aðstæður. Hér er
hafnleysa og brimasamt. Og hérna
var fólk, sem sé í kletta eftir
fugli og eggjum, átti sér fáar
skjátur og stundaði tóskap um
langa vetur. Þetta var fólk, sem
átti sérstakan skáldskap, sem bar
sterkan keim af úthafi og ein-
angrun. Hvers vegna var því ekki
vært þar lengur, sem það hafði
alizt upp og vildi annars staðar
fremur vera? Ef ríkið hefði verið
jafnörlátt á fjárframlög til stað-
arins þá og nú, væru eyja’nar enn
í byggð. Hernaðarlegt mikilvægi
eyjanna er meira virði en ham-
ingja fjörutíu sálna, sem fluttust
nauðugar burtu, þegar þeim var
ekki líft lengur vegna fátæktar
og einangrunar.
Ég virði fyrir mér fornlegar
rústirnar af húsunum. Veggirnir
eru þykkir og traustir, en eru
nú furðu lágir og signir. Það er
eins og þeir hafi elzt langt um
aldur fram, því að sum húsin
voru gerð á þessari öld, þótt þau
virðist vera þúsund ára görnul.
íveruhúsin voru öll á einum stað,
þar sem ég kalla þorpið, en víðs
vegar út um hrattar hlíðarnar
er strjálað kynlegum húskofum,
sem kallaðir eru „cleitts" og voru
notaðir til geymslu. Þeir voru
byggðir af steini, með torfþaki,
Gamla byggðia í St. Kilda. Húsiu stóðu í röð meðfram einum stig, eu nú eru þau í rústum.
og undurvel byggðir. Sum þessi
hús munu enn standa um langan
aidur, en önnur munu hverfa á
andartaki fyrir jarðýtum brezka
hersins.
Hirtir eru eyjabálkur, en ein-
ungis ein þeirra var byggð. Hér
eins og annars staðar í eyjum við
Skotlandsstrendur eru örnefni til
að minna okkur á norræna menn.
Ein eyjan heitir Sauðey, eitt sker-
ið er kallaður Stakkur. Er Guðm.
góði sigldi utan til biskups
vígslu, kom hann við í Hirtum,
og þar frétti hann andlát Sverris
konungs. Eflaust hafa íslending-
ar oftar heimsótt þessar eyjar,
þótt þess sé ekki sérstaklega við
getið í fornum ritum.
Ég var sendur hingað til Hirta
til að skrifa um endurbyggð eyj-
anna, og svo mikill þótti þessi
viðburður, að tveir aðrir blaða-
menn og tveir ljósmyndarar voru
sendir með mér. En sá skuggi
hvílir yfir þessum atburði, að
hann hefur minnt óþyrmilega á
örlög annarra eyja, sem nú eru
í þann veginn að leggjast í eyði
vegna illra aðstæðna. Hið nýja
„landnám" á Hirtum virðist vera
tímanna tákn, og raunar væri orð-
ið „hernám“ viðurkvæmilegra í
þessu sambandi.
Undanfarið hefur verið harð-
vítug barátta gegn því, að flug-
skeytastöð verði byggð á Suður-
ívist, en stjórnin hefur allt um
það ákveðið að láta til skarar
skríða Á leiðinni hingað kom ég
við í Suður-ívist og átti langt
viðtal við séra Morrison, sem er
kaþólskui sóknarprestur þar og
leiðtogi eyjarskeggja. Hann
hefur verið uppnefndur „Maka-
rios fvistar", því að hann hefur
þótt álíka örðugur viðfangs og
Makarios erkibiskup á Kýpur.
Séra Morrison átti ekki erfitt með
að rökstyðja andstöðu gegn her-
námi ívistar. Hann sagði ir.ér, að
Suður-ívist væri nýtízkulegust
alira Suðureyja og afkoma manna
yfirleitt ágæt. Bændurnir styðja
búskapinn með inaði, bæði vefn-
aði og þaravinnslu, en liafa á
sama tíma varðveitt forna menn-
ingu sína. Öllu þessu verður koll-
varpað, þegar herinn flyzt til
eyjarinnar. Þá verður fyrst fram-
an af mikið um vellaunaða vinnu,
sem raskar atvinnulífi eyjarinn-
ar, en í kjölfarið fylgir atvinnu-
leysi, þegar búið er að byggja
herstöðvarnar.
Andstaða séra Morrisons gegn
ríkisstjórninni hefur þó ekki ver-
ið gagnlaus. Hún hefur glætt
skilning manna á ýmsum verð-
mætum, sem verða hvorki metin
né vegin. Skotum er farið að
j Framh. á bls. 15.
STAKSTEIIVAR
„Útisamkoma að venju“
Tíminn forðaðist hinn 1. maí að
segja frú klofningnum, sem varð
um 1. maí hátíðahöldin hér í bæ.
í þess stað birti hann á forsíðu
fregn sem hefst með þessari fyrir
sögn:
„Kröfuganga og útisamkoma að
venju í Rvík á hátíðisdegi verka-
manna“:
Síðan heldur áfram:
„í dag er hátíðisdagur verka-
manna um heim allan. Dagsins
verður að venýu minnzt hátíðlega
hér á landi, ekki sízt í Reykjavík,
þar sem mikii hátíðahöid fara
fram á Lækjartorgi að venju. Úti-
hátíðin hefst með kröfugöngu að
Lækjartorgi.“.
Svipaða aðferð og Tíminn hafði
útvarpið í frásögnum sínum,
a.m.k. í fyrstu eftir að vitað var,
að ósamkomulag var orðið.
Svik Tímans
við Alþýðuflokkinn
Þá birtir Tíminn og athuga-
semdalaust „Ávarp verkalýðs-
félaganna í Reykjavík“, og er
það hið flokkspólitíska ávarp
kommúnista. Þar er hins vegar
ekki einu orði vikið að ávarpi því,
sem fulltrúar yfirgnæfandi meiii-
hluta verkalýðs Reykjavíkur
sömdu og sendu frá sér.
Alþýðublaðið segir aftur á móti
frá ágreiningnum á þessa leið:
„Kommúnistar hindruðu einingu
verkalýðsins um hátíðahöldin í
dag með því að setja kröfu um
tafarlausa brottför hersins ofar
einingunni. Félög þau, sem ekki
taka þátt í hátíðahöldum dagsins
vegna óbilgirni kommúnista hafa
rúm 12000 félagsmanna, en félög
in, sem fylgja kommúnistum að-
eins 5000. Má því glöggt sjá
hvern hug íslenzkur verkalýður
mun í dag bera til kommúnista
og sundrungarstarfsemi þeirra“.
Jafnvel Þjóðviljinn segir frá
klofningnum, en Tíminn þegir
um, að nokkuð slíkt hafi við bor-
ið. Er nú óneitanlega orðið harla
lítið eftir af heilindum bandalags-
ins, sem Framsókn gerði við AI-
þýðuflokkinn í fyrra til baráttu
á móti kommúnistum. En þrátt
fyrir öll svikin ræður Framsókn
enn yfir þingflokki Alþýðuflokks
ins, því að þar telur meirihlutinn
sig eiga þingsætin undir náð
Framsóknar.
,.E£ Tíminn hefði“
Kommúnistar fara ekki Ieynt
með þakklæti sitt til Framsókn-
ar. Blaðið Austurland birti t.d.
ekki alls fyrir löngu þetta þakk-
arávarp:
,.í Iðjukosningunum stóðu
Framsóknarmenn í félaginu með
Alþýðubandalagsmönnum af
mestu prýði. Timinn valdi sér
hins vegar hlutskipti hlutleysisins
sem stundum er gott, eu stund-
um ber vott um heigulshátt. Ef
Timinn hefði stutt Framsóknar-
menn í Iðju í baráttu þeirra gegn
yfirgangi íhaldsins, hefði því mis-
tekizt lierhlaupið. Hins vegar má
Tíminn eiga það, að hann leyfði
ekki árásir á' vinstri menn fé-
lagsins, og fullvíst má telja, að
Framsóknarmenn almennt séu
lítið hrifnir af úrslitunum“.
Hin síðustu orð eru áreiðan-
lega rétt lýsing á hugarfari
forustumanna Framsóknar, enda
hefur Tíminn ekki enn sagt frá
Iðju-óreiðunni. . , .