Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLA&IÐ Þriðjudagur 7. maí 1957 Sigurður Heiðdal. Indriði G. Þorsteinsson. Tvœr nýjar bœkur frá Iðunnarútgáfunni Smásagnahcíti eftir Indriða G. Þorsteinsson og Orlög á Litla-Hrauni I eftir Sigurð Heiðdal DUNNARÚTGÁFAN hefur sent frá sér tvær nýjar bækur, Þeir sem guðimir elska eftir Indriða G. Þorsteinsson og örlög á Litla-Hrauni eftir Sigurð Heiðdal. f hinni fyrrnefndu eru 10 smá- sögur eftir Indriða og hafa sumar birtzt áður, en eru nú með talsvert öðru sniði, breyttar og lagfærðar. Bókin er 124 blaðsíður að stærð og er frágangur hennar góður. í bók Sigurðar Heiðdals, sem er 163 blaðsíður að stærð, eru 9 þættir eða ævisagnabrot, og fjalla þau u m„gesti“, sem dvöldust á Litla-Hrauni, þegar Sigurður var forstjóri vinnuhælisins þar. í bókarlok er svo stutt grein um hælið sjálft. Bókin er ágætlega úr garði gerð. Landnám, rœktun og byggingar í sveitum : Tillögur Sjólfstæðismanna voru tif samræmingar till. milliþingan. í GÆR fór fram í Neðri deild 3. umræða frumvarps um land- nám, ræktun og byggingar í sveitum. Jón Pálmason kvaddi sér hljóðs. Bar hann fram skriflega breytingartill. frá landbúnaðar- nefnd um að skotið væri inn einu orði í eina setningu fnunvarps- ins. Var tillagan til leiðréttingar á frumvarpinu og varð enginn ágreiningur um hana. Jón Pálmason kvaðst hafa fengið reynslu af því við 2. umr. málsins að ekki þýddi að bera fram efnisbreytingar við frum- varpið. Kvaðst hann þó vilja segja hér nokkur orð vegna þess að fram hefði komið sú lýsing á tillögu hans og 2. þingmanns Skagfirðinga að þær væru yfir- boðstillögur einar og aðeins born ar fram til þess að sýnast. Hann kvaðst í þessu sambandi vilja minna Framsóknarmenn á að þessar tillögur hefðu eimmgis verið til þess að færa frumvarpið til samræmis við tillögur irúlli- þinganefndarinnar í málinu en í þeirri nefnd hefðu átt sæti tveir af beztu mönnum Framsóknár, Kristján Karlsson, skólastjóri að Hólum, og Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðarfélags íslands. Tillögur milliþinganefndarinnar hefðu verið fram settar með fullu samþykki þeirra, enda væru þær hið brýnasta nauð- synjamál fyrir sveitirnar. — Þá benti Jón Pálmason á að það yrði annað en skemmtilegt að úthluta framlögum til íbúðarhúsa byggðra á nýbýlum þegar setja þyrfti að minnsta kosti fjórða hvern mann hjá, sem rétt ætti til framlagsins. Það væri einnig lítið skemmtilegt að geta ekki hækkað lán til þeirra bænda er nú stæðu í húsbyggingum, þar sem byggingarkostnaður færi sí- hækkandi. Um þetta þýddi þó ekki að fást að sinni. Sýnilegt væri að frekari tillöguflutningur væri Smásögurnar í bók Indriða eru: Á friðartímum, Hreppapólitík, í fásinninu, Þeir sem guðirnir elska, Heiður landsins, Gömul saga, í björtu veðri, Eftir stríð, Norðanlands og Að enduðum löngum degi. — Þetta er þriðja bókin, sem kemur frá hendi Indriða G. Þorsteinssonar, hinar eru Sæluvika og Sjötíu og níu af stöðinni, sem vakti mikla athygli og þótti góður sigur fyrir hinn unga höfund. Er ekki vafi á, að marga mun fýsa að eignast þetta nýja smásagnasafn hans og kynn- ast nánar einum efnilegasta höf- undi af yngri kynslóðinni. f bók Sigurðar Heiðdals eru eftirfarandi þættir: Tveir herra- menn, í leiðslu, Kalinn kvistur, Háhyrningur olli skemmdum á nefum AKRANESI, 6. maí. — 7 rek- netjabátar fengu s.l. laugardag samtals 272 tunnur af síld. Veið- in hefði orðið drjúgum meiri, ef ekki hefði háhyrningur valdið tjóni á netjunum. Skemmdi há- hyrningurinn 40 net hjá einum bátnum, Svani. Enginn bátur er á sjó héðan í dag nema Sigurvon með þorska net og Höfrungur á „skaki“, báð- ir vestur undir jökli. Reykjafoss kom í dag með vél- ar í Sementsverksmiðjuna, en varð að snúa frá vegna ókyrrðar við hafnargarðinn. Voru komnir hingað frá Reykjavík tveir upp- skipunarvagnar sem nota á við affermingu vélanna. — Oddur. Ég læt ekki beygja mig, Ekki er allt sem sýnist, í tveimur vistum, Brotin rúða, Útlagi, Hreinsunar- eldur og loks er þáttur um Vinnuhælið á Litla-Hrauni. Hér eru frásagnir af nokkrum íslenzk- um afbrotamönnum, sem afplán- uðu refsingar á vinnuhælinu að Litla-Hrauni, „letigarðinum“ svo- nefnda, á árunum 1930—1940. En öllum nöfnum er breytt. — Sig- urður Heiðdal var forstöðumað- ur vinnuhælisins í 10 ár og þekkir því mætavel það umhverfi, sem hann lýsir. „Gestir" hans urðu æðimargir á þessu tímabili og eins og að líkum lætur, átti sér- hver þeirra „sína sögu“, sem Sigurður Heiðdal fékk oftastnær náin kynni af. Þessi kynni sín af afbrotamönnunum færir hann sér síðan í nyt í þáttum sínum, sem eru allnýstárlegir í okkar bók- menntum. Fréttir í stuftu máli 6. mai. * MACMILLAN forsætisráð- herra Breta fer til Bonn á morg- un til viðræðna við Adenauer kanslara Vestur-Þýzkalands. — Selwyn Lloyd utanríkisráðherra Breta er í Bonn og undirbýr komu Maemillans. Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór frá París til Washington í dag. Áður en hann fór átti hann fund við Mollet forsætisráðh. Frakka og Pineau utanríkisráðherra. Á 9 ára fullveldisafmæli Israels í dag fór fram glæsileg hersýning í Tel Aviv, að við- staddri um hálfri milljón manna, sem er tæpur þriðjungur lands- manna. — Meðal sýningargripa voru ýmis vopn, sem fsraels- menn tóku af Egyptum og Sýr- Iendingum, einkum vopn frá Sovétríkjunum og Tékkóslóv- akíu. Sjú En-Laí forsætisráð- herra Kína sagði í blaðaviðtali sem var birt í Moskvu í dag, að það væri ógæfudagur þeg- IJrvalslið og „pressulið“ keppa annað kvöld ANNAÐ KVÖLÐ fer fram að Hálogalandi leikur milli úr- valsliðs í handknattleik og „pressuliðs". Þennan leik má tví- mælalaust telja hinn merkasta, því nú mætast í leik allir beztu handknattleiksmenn okkar. öllum ber saman um að við höfum aldrei átt svo marga og svo góða handknattleiksmenn, og nú er tækifærið að sjá þá í leik. Úrvalsliðið er þannig skip- að: Guðjón Ólafsson markvörð- ur og til vara Hjalti Einars- son FII. Bakverðir Sverrir Jónsson FH, Einar Sigurðsson FH og Gunnlaugur Hjálmars- AKRANESI, 6. jún: — Verið er að landa úr togaranum Bjarna Ólafssyni um 270 tonnum af fiski, sem einkum fer í herzlu, þorski, upsa og ýsu. HÖFN I HORNAFIRÐI, 6. maí. — Síðari hluta aprílmánaðar var afli Hornafjarðarbátanna lítill. Bátarnir sex fóru samtals 49 sjó- ferðir og var afli þeirra 293% lest eða 6 lestir til jafnaðar í róðri. Frá áramótum er afli þess- ara sex báta orðinn- samtals skip- 3031% lest, eða rösk 1000 pund til jafnaðar á bát. Flestir bátarnir hafa nú tekið upp net sín, og eru ýmist með handfæri eða línu. — Gunnar. SIGLUFIRÐI, 6. jún: — Línu- bátarnir tveir, sem héðan ganga, voru með góðan afla í morgun. Kom Baldvin Þorvaldsson með um 8 tonn, en hinn báturinn, Hjalti, var með aðeins minni afla. Verið er að landa úr togaranum Elliða um 20 tonnum af fiski, sem allur verður frystur.—Guðjón. son ÍR. Framlína a) Ragnar Jónsson FH, Birgir Björnsson FH, Bergþór Jónsson FH og framlína b) Hermann Sam- úelsson IR, Karl Jóhannsson KR og Heinz Steinmann KR. Lið blaðam. er þannig skipað: Gunnar Gunnarsson Fram markvörður og til vara Kristófer Magnússon FH. Bak verðir Hörður Felixson KR, Þórir Þorstcinsson KR og Jón Erlendsson Á. Framlina a) Þorleifur Einarsson lR, Geir Hjartarson Val og Matthías Ásgeirsson lR. Framlína b) Jóhann Gíslason Val, Karl Benediktsson Fram og Ásgeir Magnússon Val. ★ Síðan liðið var valið er kunn- ugt um að Þorleifur ieikur ekki og kemur þá varamaður hans Reynir Ólafsson KR. Allir sjá, að ekki hefur í ann- an tíma tekizt betur val í úrvals- lið, en hitt liðið er líka sterkt og það ætti að veita landsliðinu góða keppni. ar Eisenhower-kenningin yrði ofan á í Jórdaníu. Kvað hann Bandaríkjamenn vera að bola Bretum og Frökkum burt úr löndunum við austan- vert Miðjarðarhaf, svo þeir gætu sjálfir þrælbundið þjóð- irnar þar. Indverska þingið kom sam- an í dag til að kjósa forscta landsins og var endurkosinn hinn 72 ára gamli Rajendar Prasad, sem verið hefur forseti frá stofnun lýðveldisins 1947. Kríur sáust í gær- kvöldi FRÁ Hafnarhúsinu sást i gær- kvöldi kl. 7, út um glugga hafn- sögumanna, hvar þrjár kríur voru á flugi yfir höfninni. Flugu þær skammt frá Hafnarhúsinu til suðurs, inn yfir Miðbæinn. Á fluginu „ræddust þær við“, svo ekki fór á milli mála að hér voru einhverjir hraðboðar á ferðinni, sem komið hafa til þess að athuga um hvort Tjarnarhólminn væri ekki enn á sínum stað og þar jafngott að koma og áður. gagnslaus og kvaðst hann ekki vilja tefja framgang málsins með því, nauðsynlegt væri að sam- þykkt frumvarpsins væri hraðað þar sem það væri þegar orðið of seint með tilliti til ræktunar- framkvæmda á þessu vori. Málið var síðan án frekari um- ræðna afgreitt til Efri deildar. Kom síðast þangað fyrir einu ári REYÐARFIRÐI, 4. mal. — Tog- arinn Austfirðingur landaði hér í gær 80 tonnum af saltfiski, sem hér verður verkaður. Er nú liðið rúmt ár frá því togarinn landaði hér síðast. í aprílmánuði í fyrra kom Austfirðingur. Það telst því til stórviðburða hér þegar togarar okkar koma hingað með saltfisk til vinnslu, því það er það aleina sem við getum nýtt af togara- fiski, því sem kunnugt er höfum við ekki enn byggt hér hrað- frystihús. — Amþór. Keflvíkingar unnu Hafnfirðinga KEFLAVÍK, 6. maí: — í gær bauð Skákfélag Keflavíkur Taflfélagi Hafnarfjarðar hingað suður til keppni. Var teflt á 15 borðum og urðu úrslit þau, að Keflvíkingar unnu. Hlutu þeir 9% vinning en Hafnfirðingar 5%. Sterkustu mennirnir í keppn- inni, er tefldu á þrem fyrstu borð unum, voru þessir: Stígur Her- lufsen, H, er vann Ragnar Karls- son, K, Sigurgeir Gíslason, H, er vann Óla Karlsson, K, og Páll G. Jónsson, K, er vann Jón K. Kristjánsson, H. Taflmóti Suðurnesja er fyrir nokkru lokið og varð Ragnar Karlsson Suðurnesjameistari, vann átta skákir af níu möguleg- um. Annar varð bróðir hans, Óli, með 7 vinninga, og þriðji Hörður Jónsson með 6% vinning. Mjög mikill áhugi er hér á skákíþróttinni og er formaður skákfélagsins Vilhjálmur Þór- hallsson. — í. Kaffi- og merkja- sala HAFNARFIRÐI. — A fimmtu- daginn verður fjáröflunardagur slysavarnadeildarinnar Hraun- prýði. Verður þá selt kaffi I Alþýðu- og Sjólfstæðishúsinu og merki seld á götunum. Eru þau börn, sem ætla að selja merki, beðin að koma á skrifstofu verka kvennafélagsins í Alþýðuhúsinu, en hún verður opnuð, ó fimmtu- daginn kl. 8. f. h. Myndin er tekin þegar nýafstaðinn fundur utanríkisráðherra NATO-ríkjanna var settur í Bonn fyrir skömmu. Til hægri er forseti fundarins, Gaetano Martino, en til vinstri fráfarandi fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Ismay lávarður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.