Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 6
flfORCr'vwr Anifí Þriðjudagur 7. mai 1957 Sumaráætlun Flugfélags íslands: Flughraði nýju vélanna 50X meiri en Skymastervélanna Millilandaflug F. í. í surr.ar Vibtal við Örn Johnson forstjóra ME Ð tilkomu hinna tveggja nýju véla Flugfélags íslands, Viscount-vélanna, Hrímfaxa og Gullfaxa, hefur aðstaðan í millilandafluginu breytzt til muna, þannig að nú er möguleiki á að Flugfélag Islands geti haldið uppi fleiri ferðum í viku hverri til útlanda en áður. Flughraði hinna nýju véla er rétt um það bil 50% meiri en flughraði gömlu Skymastervél- anna, enda kemur það glöggt fram, þegar litið er á þann tíma sem nú tekur að ferðast í hin- um nýju vélum samanborið við hinar eldri. Morgunblaðið átti tal við Örn Johnson, forstjóra Flugfélags ís- lands um sumaráætlun Flug- félagsins í millilandaflugi og fara hér á eftir upplýsingar hans um það efni. FERÐIRNAR f MAÍ-MÁNUÐI í maí-mánuði verður aðeins önnur nýja vélin í förum ásamt með Sólfaxa. Hin nýja vélin verður notuð til þjálfunar og gamli Gullfaxi verður bráðlega tekinn úr notkun og seldur úr landi. I maí-mánuði verða 4 ferðir í viku, þar af þrjár með nýju vél- inni og ein með Skymastervél. Ferðirnar eru: 1 ferð til Glasgow og London, ein til Glasgow og Kaupmannahafnar og ein til Oslo, Kaupmannahafnar og Ham- borgar. Fjórða ferðin er til Kaupmannahafnar og Hamborg- ar og eru þessar ferðir á öllum dögum nema sunnudögum, þriðju dögum og fimmtudögum. 6 FERÐIR f VIKU Frá mánaðamótunum maí— júní fjölgar ferðum upp í 6 á hverri viku, og verða nú allar ferðirnar farnar með nýju vél- unum. Á mánudögum er farið beint til London og til baka sam- dægurs. Á miðvikudögum til Osló, Kaupmannahafnar og Ham- borgar og til baka næsta dag og á fimmtudögum beint til London og til baka næsta dag, en á föstudögum og laugardög- um til Glasgow og Kaupmanna- hafnar og samdægurs til baka. islenzkar hjúkrunar- konur á méf ALÞJÓDARÁÐ hjúkrunar- kvenna hefur boðað til móts í Rómaborg daganna 27. maí til 1. júní n.k. Verndari mótsins verður kona ítalska forsetans, Donna Carla Gronchi. Borgarstjóri Rómaborgar Umberto Tupini, mun opna mótið og bjóða gesti velkomna. Gert er ráð fyrir 3000 gestum frá nær 60 löndum, þar á meðal 6 frá Is- landi. Markmið alþjóðaráðsins er að veita aðstoð meðlimuum sínum og öðrum hjúkrunarfélögum, sem til þess leita, til þess að ná sem mestri fullkomnum í hjúkrunar- þjónustu, hjúkrunarmenntun og hj úkrunarsiðf ræði. Alþjóðaráðið er ráðgefandi aðili við efnahags- og þjóðfélags- samvinnu Sameinuðu þjóðanna og vinnur í nánu sambandi við Alþjóða heilbrigðismálastofn- unina (World Health Organiza- tion) (Frá Félagi íslenzkra hjúkr- unarkvenna) Á laugardögum er farið beint til Kaupmannahafnar og Hamborg- ar og daginn eftir til baka. Þessari áætlun verður svo hald- ið allt sumarið fram að 1. októ- ber nema að í lok júní bætast þrjár ferðir við, það er mánu- dagsferð til Osló, Kaupmanna- hafnar og Hamborgar og er þá komið til baka samdægurs og á þriðjudögum og sunnudögum til Glasgow og Kaupmannahafnar og samdægurs til baka. FLUGTÍMINN STYTTIST MJÖG VERULEGA Ef farið er beint frá Reykja- vík til Kaupmannahafnar, þá er venjulegur flugtími með hinum nýju vélum 4)4 klukkustund en var 6)4 klukkustund með gömlu Skymaster-vélunum. Milli Reykja víkur og London verður nú far- ið á 4 klukkustundum í stað 6 klukkunstunda áður, milliReykja víkur og Osló á tæplega 4 klst., en tæplega 6 klst. áður, milli Reykjavíkur og Glasgow á tæp- hefur, sérstaklega á leiðinni milli Glasgow og Kaupmanna- hafnar og raunar einnig á leið- inni milli Osló og Kaupmanna- hafnar. En í sambandi við ferðamanna- flugið hingað til lands, hélt for- stjórinn áfram, kemur upp sama vandamálið, sem alltaf blasir við, þegar um þau mál er rætt, en það er gistihúsaskorturinn hér á landi. Það er alveg glöggt að ef við eigum ekki að standa í stað og skapa skal grundvöll und ír áframhaldandi hagstæða þró- un í flugmálum okkar, þá verður að stækka þann grundvöll, sem nú er fyrir hendi og það verður ekki gert svo að verulegu nemi nema með því móti að skapa skil- yrði til þessaðferðamannastraum ur til landsins aukizt. En í því efni skortir fyrst og fremst á gistihús í landinu. Þau þurfa að komast upp í náinni framtíð og má öllum vera ljóst að við það kemur til sögunnar nýr atvinnu- vegur en hver ný atvinnugrein, sem verður til í landinu, dreifir þeirri áhættu sem við höfum vegna stopulla atvinnugreina og er þess vegna til þess fallin að verða þjóðarbúinu til hagsældar. FERÐAFJÖLDINN ORÐINN MIKILL Eins og sést af þessu yfiruti, sagði forstjórinn, er ferðafjöld- inn orðinn mikill í viku hverri, sem Flugfélag fslands býður upp á í millilandaflugi. Okkur þykir vænt um að geta á hinu nýbyrj- aða sumri boðið landsmönn- um, og þeim sem hingað vilja sækja, meiri þægindi og hraðari ferðir en verið hefur og vonumst til að sumarið leiði það í Ijós að það átak sem gert hefur verið, hafi átt rétt á sér, og að þörf hafi verið fyrir þær framfarir sem nú hafa orðið. Órn Johnson um 3 klukkustundum í stað 4 klukkustunda og 15 minútna áð- ur og ferðin til Hamborgar með millilendingu í Kaupmannahöfn tekur nú rétt um 6 klukkustund- ir en tók 8)4 klst. áður, með gömlu Skymastervélunum. Kem- ur hér fram, það sem áður er sagt, að hraðinn á nýju vélun- um er um 50% meiri en á hin- um gömlu. VONIR UM MEIRI FARÞEGAFJÖLDA Við vonumst til að nýju vél- arnar verði til að ýta undir ferðamannastrauminn til lands- ins, sagði Örn Johnson í samtali sínu við fréttamann Morgunblaðs ins. Við búumst líka við að fá meiri flutning erlendis en verið Ær ber þrisvnr á einu nri B O R G, Miklaholtshreppi, 21.1 apríl: — Nú hefir brugðið til kaldari veðráttu, en þó hefir ekki snjóað nema lítið, frost hefir ver- ið 1—2 stig. Áður en þetta kulda- kast kom, var farinn að koma grænn litur í tún, þó sérstaklega á nýræktir. Ef kuldi helzt nú eitt- hvað um sinn má búast við skemmdum á túnum vegna ksls. Annars er jörð að heita má al- veg klakalaus. Mjög hefir verið þungfært á þjóðvegunúm vegna aurbleytu. Þann 14. apríl sl. bar ær hjá Ásgrími Þorgrímssyni bónda á Borg. Það sem er merkilegt við burðinn hjá þessari kind, er að hún er búin að fæða af sér lamb þrisvar á einu ári. Sl. vor 1956 bar ærin mánuði fyrir tal dauðu lambi. Þegar hún kom af fjalli i haust í fyrstu leit, þá var hún nýlega shrif“ar úr daqleqa lifinu KOMA hinna nýju flugvéla Flugfélagsins „greifanna" eins og þær eru nefndar manna á meðal, hefir vakið mikla athygli hér í bænum, enda var mót- tökuathöfnin hjá Flugfélagi ís- lands hin bezta og má segja að hún hafi verið prýðilega „á svið sett“, svo athygli vakti. Smekkmenn að verki ÞAR var hugsað um hvert smá- atriði og auðséð, að þeir, sem að því stóðu voru smekkmenn og skildu hvert er gildi auglýsing- anna. En í því sambandi dettur mér í hug það, sem’einn kunnasti ljósmyndari bæjarins sagði við mig þar úti á flugvellinum skömmu eftir að þessar glæsi- legustu flugvélar, sem við fs- lendingar höfum ennþá eignazt, höfðu í fyrsta sinn snert íslenzka grund. Hann hafði orð á því, að það væri dapurlegt hvað við hefðum lítinn skilning á því að festa mikilvæga atburði í sögu þjóðarinnar, atvinnu- eða menn- ingarsögunni, á kvikmyndaræm- una. Tók hann sem dæmi það að merkastur viðburður í sögu okkar, lýðveldishátíðin 1944 er ekki til á kvikmynd með tóni og tali heldur aðeins þögul mynd, en slíkar myndir eru auðvitað aðeins svipur hjá sjón, einkum þar sem hið talaða orð er aðal atriðið eins og við stofnun lýð- veldisins. Var því þó ekki til að dreifa að tæknin hafi verið komin svo skammt á veg árið 1944. Kvikmyndahandrit er ekki til ÞETTA kom upp í huga hans þarna úti á flugvellinum 2. maí vegna þess að af komu flug- vélanna var aðeins tekin þögul mynd. En auðvitað er sú flugvéla- koma hvergi sambærileg við þann atburð sem áður var nefndur, og auk þess á hér einkafyrirtæki í hlut sem sjálft vélar svo um sín mál sem það bezt telur. Það má kannski nokkuð furðu- legt heita, að jafnframfarasinnuð þjóð og við, já, jafnöfgafull í sinni framfaraviðleitni eins og oft má sjá hér, skuli ekki hafa notað sér kvikmyndatæknina betur en raun ber vitni Ríkið hefir sinn blaðafulltrúa, en ekki hefir verið talin ástæða til þess að ráða sérstaka kvik- myndatökumenn, eða jafnvel ljósmyndara til ríkisins, og jafn- vel ekki heldur til Ferðaskrif- stofunnar. Eru þó upplýsinga- málin talin mjög mikilsverð með öðrum þjóðum og allstórar blaða- og fréttadeildir starfa í sambandi við ráðuneyti í öðrum höfuðborg- um. Hér verða líka árlega þeir viðburðir á vegum ríkisins, er- lendar merkisheimsóknir, fundir og annað, sem ætla má að eftir- komendum væri nokkur fengur í að fá fest listilega á kvikmynd með fullkominní tækni. Og er þá gerð skólakvikmynda líka ótalin. En eins og enn standa sakir verður að grípa til startandi fréttaljósmyndara og annarra úti í bæ þegar með þarf. Það gefur að skilja að þjónusta slíkra manna verður aldrei jafngóð og fullkomin eins og sérstakra manna sem þessi hlutverk hefðu á hendi að aðalstarfi, þótt þeir leggi sig raunar alla fram. Því má spyrja hvort ekki sé tímabært að í sambandi við upplýsingar o'g (land) kynningarmál sé starfandi kvikmyndadeild á vegum ríkis- ins, sem láti engin stórtíðindi í sögu lands og þjóðar renna fram hjá út í haf gleymskunnar, en festi þau hins vegar á kvikmynd svo vel megi við una. Taka fréttakvikmynda IKVIKMYNDAHÚSUM um allan heim má sjá fregn- myndir af því, sem dagana næstu á undan hefir gerzt í landinu, flestum merkisviðburðum. Hér á landi hefir þessi siður enn ekki verið upptekinn, þótt í fljótu bragði virðist vera skilyrði til þess. Hér er alltaf allmikið í fréttum, einkum á sumrin og ættu þeir atburðir að nægja í eina 10 mín. fréttamynd á viku. Þá mynd mætti síðan sýna í öllum kvik- myndahúsum hér í bænum og einnig víða úti um land. Við það fengi almenningur miklu betri hugmynd um það, sem er að gerast í landinu á viku hverri en unnt er af útvarps- og blaðafregn um. Þetta er hugmynd sem kvik- myndahúsaeigendur ættu að taka sig saman um að hrinda í fram- kvæmd, og víst er um það, að ef þarna yrðu allmargir um fyrir- tækið, sem keyptu slíka frétta- mynd þá væru margir fúsir til þess að afla sér fullkominna kvikmyndatækja og taka slíka stutta kvikmynd vikulega. Væri ekki ráð að íslenzkir kvikmynda- tökumenn og kvikmyndahúsaeig- endur stofnuðu með sér samtök í þessu skyni? borin með hrútlambi. — Eftir að ærin kom heim úr leitum var hún höfð á túninu þangað til fór að snjóa. En eftir að farið var að hópa ánum var með henni í hús- inu lambhrútur sem seint kom af fjalli og lambhrútur hennar sem gekk undir henni til febrúar loka. Og nú 14. apríl sl. ber ærin enn á ný gimbrarlambi, og er hún því búin að bera þrisvar á einu ári. Fyrsta vetur sem þessi ær lifði átti hún að fá til lambs, eins og víða er hér siður, að láta lamö- gimbrar fá. Þá vill svo til 1 byrj- un fengitíma að hún lætur fóstrl nokkurra vikna gömlu, sennilega um það bil hálfþroskuðu. Það ár gekk hún lamblaus. Næsta ár bar hún á eðlilegum sauðburði, átti þá gimbrarlamb, og nú tek- ur hún upp á því að bera þrisvar á ári. Ær þessi var keypt lamb frá Hjálmi Hjálmssyni bónda í Hvammi hér í sveit. Er ær þessi hin fríðasta kind. Nú á þessu vori mun sauðburð- ur byrja með fyrsta móti, eða 1 byrjun þriðju viku sumars, vegna þess, að í vetur fór fram tækni- frjóvgun með sæði úr hrútum sunan úr Árness., af þingeysku kyni. Hafa bændur hér mikinn áhuga á, að bæta sauðfé sitt all- verulega. Voru sæddar hér á sveit rúmL þrjú hundruð ær, og munu um 40% af þeim hafa hafnazt til lambs. Nokkuð af þessum ám sem sæddar voru, fengu sæði úr hrein ræktuðum forustuhrútum, og standa því vonir til að hér muni koma upp vísir af forustuíé. Nýlega kom stjórn búnaðar- sambandsins og stjórnir allra búnaðarfélaga hér sunnan fjalls, saman til fundar að Vegamótum. Var tilefni fundarins, að ræða um undirbúning bændahátíðar á komandi vori. Var ákveðið að hin árlega bændahátíð hér á Snæfellsnesi skyldi haldin að Breiðabliki sunnudaginn 23. júní n.k. Fjölbreytt dagskrá mun verða þennan dag. Hafa þessar samkomur verið afar fjölmennar, og farið prýðilega fram. Nokkuð hefir orðið vart við mink hér í vetur. Hefir mink- ur komizt heim í hænsnahús og drepið öll hænsni sums staðar. Á Þverá og Rauðkollstöðum í Eyja. hreppi hefir minkurinn gjöreytt öllum hænsnum. Jóhann Lárusson bóndi í Litlu- Þúfu hér í hrepp, hefir veitt tvo minka núna undanfarið. Hefir hann veitt minkana á þann hátt, að hann útbýr þannig gerðan kassa, að minkurinn kemst inn í kassann, en ekki út úr honum. í kassanum hefir hann búið til hreiður, og á hreiðrið hefir hann látið dauða hænu. Síðan hefir minksi komið þar að, og séð inn í kassann gegnum vírnet, og ekki staðizt mátið og smeygt sér inn, en ekki komizt út aftur, og það hefir orðið honum að bana. — PálL \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.