Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 3
ÞriSjudagur 7. maí 1957 MORGVWBLAÐIÐ 3 Samkomulog um allsherjar kjarnorku-afvopnun útilokað BANDARÍSKI stjórnmálaritarinn Stewart Alsop telur ekkert benda til þess að allsherjarsamkomulag sé að komast á milli Vesturveldanna og Rússlands um takmörkun og eftirlit með kjarnorkuvopnum. Ritaði hann nýlega grein um þetta í New York Herald Trihune, þar sem hann segir að bjartsýni ýmissa stjórnmálamanna í þessum efnum sé á röngum rökum reist. Slíkt samkomulag sé útilokað eins og allt er í pottinn búið. í upphafi greinar sinnar segir Alsop, að ýmsir stjórnmálamenn svo sem Eisenhower, Dulles og Stassen hafi látið í ljós bjart- sýni í sambandi við umræður um afvopnunarmálin, um að sam- komulag kunni að takast við Rússa. En við skulum athuga, hvað er hér á seyði, segir Alsop. Það er þá fyrst, að þeir eiga ekki við það, að nokkrar minnstu líkur séu fyrir því allsherjarsamkomulagi, sem fólk hugsar um þegar talað er um afvopnun. Bjartsýni þeirra þýðir ekki, að það séu neinar líkur fyrir því að hægt sé að hafa eftirlit með hinum hræðiiegu nýju vopnum, né fjarlægja þau úr heiminum, eins og hin gamla Baruch- Acheson-áætlun miðaði að. öll bjartsýnin, segir Alsop, gengur út á það eitt að sam- komulag náist um samning, sem er jafnhagkvæmur báðum stór- veldunum. Það er þannig samn- ingur, sem fjandsamleg stórveldi hafa gert á öllum tímum. Aðal- atriði hans yrðu þessi: í fyrsta lagi: Fleiri ríki fái ekki inngöngu í „kjarnorku- klúbbinn". Það er að segja, — tryggt verði að ekkert fjórða ríki á eftir Bandaríkjunum, Rúss- landi og Bretlandi geti komið 6ér upp kjarnorkuvopnum. 1 öðru lagi myndi samkomu- lagið hafa inni að halda einhver ákvæði, sem kæmu í veg fyrir kjarnorkuárás að óvörum. Alsop bendir á, að það sé ekki erfiðara en svo að búa til kjarnorkusprengjur, að hætta sé á að ýmis herská smáríki smíði þær. Er það ógeðþekkt stórveldunum, að smáríki geti með kjarnorku- árás stofnað heimsfriðinum í hættu. Sé því hugsanlegt að Rússar vilji gera samkomulag um bann við því að fleiri þjóðir hafi slík vopn undir höndum. Bjartsýni stjórnmálaleiðtog- anna miðast aðeins við það, að slíkt samkomulag náist. Það er í sjálfu sér þýðingarmikið. En það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir, að í slíku sam- komulagi felst ekki sú von manna að afvopnun. SAMKOMULAG ÚTILOKAÐ Að lokum segir Alsop: — Hin blákalda staðreynd er, að það er ekki hægt að f jarlægja hættuna af kjarnorkuvopnum úr heiminum, jafnvei þótt báðir aðiljar stefndu að því. Það er nú einu sinni svo, að vetnissprengju, sem getur gereytt heilum borgum, er hægt að fela eins og hverja aðra ferðakistu og ekki er hægt að ímynda sér að neitt eftirlit geti leitað uppi og fundið sprengjubirgðir, sem þegar hafa verið framleiddar og faldar. Samkomulag milli stórveld- anna um allsherjartakmörkun kjarnorkuvopna væri að vísu hagstæð báðum aðiljum, en hún myndi ekki breyta núverandi aðstöðu í grundvallaratriðum, hinir andstæðu heimar Austurs og Vesturs myndu enn sem fyrr standa hvor andspænis öðrum sinn hvorum megin við hyldýpis- gjá hugsjónamunar, báðir búnir vopnum til gagnkvæms sjálfs- morðs. á komist allsherjar- i Tvœr Suðurlandaferðir JÚNÍMÁNUÐI efnir ferðaskrifstofa Páls Arasonar til tveggja utanlandsferða. Fyrri ferðin er Ítalíuferð sem farin verður 5. júní. Hin ferðin er til Miðjarðarhafsins og hefst hún 15. júní. Fararstjóri í fyrri ferðinni verður Jón Sigurbjörnsson leikari. ina fljúga til London, en á þriðja degi verður haldið þaðan til Par- ísar. Þar verður dvalizt í þrjá Hún hefst með því að flogið verður til Parísar. Þaðan verður haldið til Mílanó, í gegnum Sviss. Til Písa, Rómar, Napóli, Capri. Til Austurríkis verður haldið þaðan og norður til Miinchen og áfram heim um Kaupmannahöfn. Er gert ráð fyr- ir að heim verði komið 27. júní, þeir sem flugleiðis fara, en hinir á skipi, þann 3. júlí. Farþegar í Miðjarðarhafsferð- daga, en þaðan haldið til Nizza. Dvalizt verður við Miðjarðarhaf- ið allmarga daga en síðan flogið til Hamborgar og farið þaðan heim á leið með flugvél. Allar nánari upplýsingar um ferðir þessar gefur Ferðaskrif- stofa Páls Arasonar, Hafnar- stræti 8, sími 7641. Tólf lesla bálur smíðaður í fjörunni við Faxaskjól ALAUGARDAG fór nýr bátur, sem smíðaður hefir verið hér I bæ, í reynsluför sína. Báturinn er eign hlutafélagsins Mar- grét h.f., en Leifur Grímsson skipasmíðameistari teiknaði hann og sá um alla smíði hans. Má geta þess til gamans, að báturinn var smíðaður í fjörunni við Faxaskjól og þar var honum hleypt af stokkunum á laugardag. Dóttir eins eigandans, Guðmundar Jóhannssonar, Sigríður að nafni, skírði bátinn, sem hlaut nafnið Margrét. Talsverður mannfjöldi var við skírnarathöfnina, sem fór hið virðulegasta fram. Morgunblaðið náði tali af Guð- mundi Jóhannssyni og bað hann lýsa bátnum í stuttu máli. — Báturinn er svipaður Fann- ey að allri gerð, sagði Guðmund- ur, og að útliti er hann mjög líkur öðrum kanadískum bátum. Hann er þó miklu minni en Téklcar taka npp ný áróðurskrögð SÚ tilkynning var birt í Prag um helgina, að flugmálaráðunautar við sendráð Breta og Bandaríkja- manna hefðu verið handteknir á bannsvæði skammt frá borginni, en síðar sleppt, þegar kunmugt var hverjir þeir voru. Átti þctta að hafa gerzt á föstudaginn var. Bretar sendu stjórninni í Tékkó slóvakíu mótmælaorðsendingu, áður en nokkur mótmæli komu frá henni, þar sem segir, að hér hafi verið um fyrirfram skipu- á æitmenn Min dszentys Búdapest, 6. maí: ALAUGARDAGINN hóf málgagn ungverskra kommúnista árásir á ættingja Mindszentys kardínála, en áður höfðu þeir látið sér nægja að ráðast á kardínálann sjálfann. 1 grein sem birtist í „Nep Szabadsag", aðalmálgagni komm únistaflokksins, sl. laugardag gefur höfundurinn í skyn, að komið geti til mála, að láta ætt- menn Mindszentys gjalda verka hans. Þá er ráðizt harkalega á „þjóðfrelsisnefndina”, sem sett var á stofn í bænum Csehiminds- zent, sem liggur í vestanverðu Ungverjalandi, um 30 km frá austurrísku landamærunum. — Nefndin var skipuð þegar árásir Rússa á ungverska alþýðu hófust. Mindszenty kardínáli er frá þessum bæ, og í greininni er upplýst að tveir bróðursynir hans hafi verið meðlimir í „þjóðfrels- isnefndinni.“ Þeir voru „verðug- ir fulltrúar Mindszenty-ættar- innar“, segir skriffinnurinn og bætir við: „Hve lengi á Minds- zenty-ættin að ráða yfir þessum bæ? Við álítum að það geti ekki viðgengizt miklu Iengur“. Á laugardaginn kemur hef- ur Mindszenty kardínáli dval- ið 6 mánuði í bandaríska sendiráðinu í Búdapest. Dietrich fyrir rétti lagt áróðursbragð að ræða. Er öllu háttalagi Tékka í þessu máli harðlega mótmælt. Samkvæmt orðsendingu Breta, gerðist það á föstudaginn, að flugmálaráðunautarnir óku í bif- reið á þjóðvegi skammt frá Prag. Þá bar þar að lögreglumenn, sem beindu bílnum inn á hliðargötu og að flugvelli þar skanrmt frá. Þar voru þeir teknir til yfir- heyrslu af offursta nokkrum, og á meðan var bifreið þeirra um- kringd skriðdrekum og flugvél- um, þannig að hægt væri að taka ljósmyndir og kvikmyndir af bif- reiðinni með tékkneskar flugvél- ar og skriðdreka í baksýn, hvað og var gert. Þetta tók um þrjár klukkustundir, en að þeim tíma liðnum var flugmálaráðunautun- um skipað að aka til baka sömu leið og þeir komu. En þegar þeir komu út á þjóðveginn aftur, var búið að setja þar upp skilti um bannsvæði, sem þeir höfðu ekki séð þar áður. I mótmælunum, sem bæði Bret- ar og Bandaríkjamenn hafa sent tékknesku stjórninni, er því hald- ið fram, að hér hafi verið um fyrir fram skipulagða „sviðsetn- ingu“ að ræða, en heldur þykir þetta tiltæki fátækleg áróðurs- herferð, enda er hlegið að henni vestan járntjalds. Fanney, 12 tonn að stærð, en vinnuplássið á dekki er mjög gott og telja sjómenn, að það svari til 30 tonna báts af gömlu gerðinni. Báturinn er mjög vandaður að allri gerð og prýðisvel unninn. Hann er knúinn Pentadíselvél, sem er 132 hestöfl, stýrisútbún- aðurinn er frá Kelvin, en línu- vinda með Þingeyrarsniði. Þá er í bátnum nýjasta gerð af Símrat- dýptarmæli og að öðru leyti er útbúnaður allur hinn fullkomn- asti, t.d. eru björgunarbátarnir úr gúmí. Guðmundur skýrði frá því, að ráðgert sé, að báturinn fari fyrst á færaveiðar í Faxaflóa og hefur Bjarni Árnason frá Hafnarfirði verið ráðinn skipstjórL HEPPILEG GERÐ Þegar við spurðum Guðmund, hvernig honum litist á þetta lag, svaraði hann: — Ég tel þetta lag mjög heppilegt fyrir okkur ís- lendinga og styðst þar við um- sögn Ingvars Pálmasonar, sem hefur kynnt sér þessa bátagerð á vesturströnd Kanada. — Leifur Grímsson skipasmiður kvaðst vera ánægður með þetta lag og sagðist vona, að báturinn reyndist vel. Þegar við sögðum, að okkur þætti báturinn fallegur á að líta, svaraði hann brosandi: Já, en það er ekki nóg! Þess má geta hér, að smíði bátsins hefur tekið rúm tvö ár. — Loks má geta um- mæla Bjarna skipstjóra. Hann sagði: Ég gæti trúað því, að hið mikla dekkpláss sé heppilegt fyr- ir okkur. Annars er ekkert hægt að segja um bátinn fyrr en við höfum reynt hann. En eitt er ó- hætt að fullyrða: Frágangur er ákaflega vandaður að sjá. Múnchen, 6. maí. í DAG var leiddur fyrir rétt í Múnchen, hinn alræmdi skó- sveinn Hitlers, Sepp Dietrich, veitingaþjónninn, sem varð SS- foringi Hitlers. Á hann að svara til saka fyrir þátt sinn í blóð- baðinu 30. júní 1934, sem stund- um er nefnt „nótt löngu hníf- anna“, en þá lét Hitler ganga milli bols og liöfuðs á ýmsum af nánustu samstarfsmönnum sín- um. Dietrich, sem nú er 64 ára gamall, var yfirmaður yfir líf- verði Hitlers, þegar morðin voru framin, og er hann sjálfur ákærð- ur fyrir sex morð þessa örlaga- ríku nótt. Eftir þetta fékk Dietrich skjót- an frama. I stríðslok, þegar hann gafst upp fyrir Bandaríkjamönn- um, var hann yfirmaður „Leib- standarte Adolf Hitler". Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi, þar sem hann átti sök á Malmédy-fjöldamorð- unum í Belgíu, en þá voru 142 óvapnaðir bandarískir hermenn skotnir. Á neðri myndinni sést Margrét R.E. 79, en á efri myndinni eru: Bjarni Árnason skipstjóri, Guð- mundur Jóhannsson og Sigríður dóttir hans, sem gaf bátnum nafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.