Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 12
1? MORCVNBT AÐ1Ð J>riðjudagur 7. maí 1957 NÝR TRILLIiBATUR um 5 smálestir með nýrri 20 ha. býzkri dieselvél til sölu. Mjög ganggóð. — Uppl. í Nýju fiskbúðinni, Keflavík, simi 826. STÚLKA ÓSKAST til vinnu í brauðgerðarhúsi nú þegar. Ekki svar- að í síma. JÓN SÍMONARSON HF. Bræðraborgarstíg 16. 5 HERBERGJA íbúð til Beagu í Vesturbænum. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: íbúð á hitaveitusvæði 2779. — Áhalda- húsið Framh. af bls. 11. — Við reynum að lóta rekstur- lnn bera sig, sagir Sigmundur Halldórsson, frá ári til árs, og er dálítill hagnaður á rekstrinum árlega. En það er augljós hagur fyrir bæinn að reka hér sín eig- in verkstæði, því þar eru marg- vísleg störf unnin fyrir gjald sem er 25—30% undir þeim taxta sem annars staðar gildir Og þrátt fyrir þau hagstæðu kjör hefir reynzt mögulegt að lóta rekstur- inn bera sig og má vel við það una. Það má segja að vöxtur Áhalda hússins hafi haldizt í hendur við öran vöxt og hraða þróun í öll- um málum Reykjavíkurbæjar. — Þegar það var í upphafi stofnað var það ekki annað en það sem nafn þess gefur til kynna í fyrstu svipan, geymsluhús fyrir frum- stæð vinnuáhöld. En nú er það orðið stofnun, þar sem nær hundrað manns starfa og þar sem hakinn og skóflan eru brátt hopuð af hólmi, en í staðinn kom in birgðastöð mikilla vinnuvéla, sem með sívaxandi tækni leysa erfið verk í þágu bæjarins og íbúa hans af höndum skjótt og veL — V -t Jí£'i v , |g| Ay^ V-v i Hinn nýi vinnupaltur, rafknúin Iyfta, sem nær allt upp að fjórffu hæð hússins. Gamli og nýi tíminn. Maður meff haka og skóflu viff hliffina á risastórum sandbílum. Hlustað á útvarp SUNNUD AGSKV ÖLD 28. apríl flutti dr. Hallgrímur Helgason, tónskáld mjög áheyrilegt og fróð legt erindi um íslenzka tónmennt frá fyrstu tíð til vorra daga. Var ótrúlegt hversu miklum fróðleik hann kom fyrir í stuttu útvarps- erindi. Gat hann þar allra ísl. tónskálda (nema sín sjálfs) frá fyrstu tíð. Eins og kunnugt er, er dr. Hallgrýnur einhver gagn- menntaðasti tónfræðingur vor og tónskáld, sem talinn er standa í fremstu röð hinna ungu skálda í þeirri grein. Hver stefna hefur sinn tíma og smekk bæði í skáld- skap og listum. Hin nýja íslenzka eða norræna tónlist hefur ekki enn komizt inn í vitund og skiln- ing alls almennings, en sé hér um sanna list að ræða ,er enginn hætta á að hún ryðji sér ekki til rúms bráðlega. Annars hafa mér ætíð þótt íslenzkar rímu-meló- díur leiðinlegar og aldrei fundizt neinum af okkar imgu (eða þess- arar aldar) tónsmiðum takast að gera úr þeim stefum áheyrilega músik, hvað sem öllum lærdómi líður. — Páll Zophoníasson flutti á mánudag mjög góða hugvekju til bænda. Á því er enginn efi, að Páll ber hag og framtíð bænda mjög fyrir brjósti, líklega enginn fremur en hann allrar þeirra er hafa verið í þjónustu bændasam- takanna á síðari óratugum. Þessi ræða Páls, var ein af þeim beztu, er hann hefur flutt. Væri óskandi að sem flestir bændur hefðu hlýtt á hana og létu áminningar Páls og ráðleggingar sér að kenningu verða. Sama kvöld flutti Andrés Krist- jánsson gott erindi um dagtnn og veginn. Var erindið samið í til- efni af sumarkomu og fjallaði einkum um það, hversu nauð- synlegt það væri kaupstaðabörn- um að komást úr þröngbýlinu út í sveitir að sumrum, komast í kynni við lífiff, bæði skepnur og sveitavinnu, og kynnast atvinnu- vegi forfeði'anna, landbúnaðin- um. Þetta er hverju orðinu sann- axa, því að þótt Reykjavík sé engin stórborg og því síður aðrir kaupstaðir, þá finnst manni það ósköp takmarkað og ólífrænt upp eldið þeirra bama er ekkert eða lítið sjá nema götulífið hér og bíómyndir. . Sem betur fer fara marg- ir drengir í sveit, en telpurnar verða flestar að vera án þeirrar ánægju og lærdóms, sem sumar- dvöl á sveitabæ veitir. Erindi Bjarna Eyjólfssonar um Konsótrúboð íslendinga þar og um þessa þjóð, er þar býr, var áheyrilegt og fróðlegt. Það hlýtur að vera meira en lítið fómfúst fólk, sem leggur það á sig að fara þangað suður tii líknar hinu hrjáða fólki og óupplýsta, sem þar býr, Felix prestur, kona hans og Ingunn Gísladóttir, hjúkrunar- kona.Gott alltaf að heyra um ís- lendinga hvar sem þeir verða til menningar og líknar. Skemmti- legur var þáttur Bo Almquist og Baldurs Jónssonar um háskóla- Þriðjudags- markaðurinn auglýsir í dag: Buick 1953 Buick 1954 borgina Upsala, talað mól, stúd- entasöngvar og Gluntasöngvar. Ég kom til Upsala einn fagran sumardag fyrir 25 árum. Þar er margt að sjá, dómkirkjuna miklu, biskupshöll, gömlu höllina, há- skólabókasafnið með íslenzku handritin undir gleri (eitthvað af þeim) og svo gömlu Uppsali með konungahaugana, er sýnast furðumiklir. Þar hjá var kirkja, sá ég þar geymd pyndingartæki, ærið óhugnanlegar minjar. Dagskrá 1. maí var, að sjálf- sögðu, að mestu leyti helguð há- tíð verkamanna. Um kvöldið héldu þeir Hannibal Valdimars- son og Eðvarð Sigurðsson ræð- ur, sem manni fannst, einhvern veginn, eins og maður hefði heyrt áður — eða lesið í blöðum. Ræða Sigurðar Ingimundarsonar var at hyglisverð, en verður ekki rakin hér. Síðar las Þórbergur Þórð- arson upp úr riti sínu, Bréfum til Láru, fílósófíska kafla. Meðal annars kvað hann það ráð að „ganga í lið með byltingunni til þess að hún yrði ekki blóðug“. Þetta munu Danir kalla að „gá i akkord med sletheden". Þor- steinn Erlingsson, einhver fyrsti íslenzki sósíalistinn kvað: „Það eru ekki lömbin, sem láta sig flá, en lofðungar dýranna mörkun- um á sem lífið til lotningar beygja. Þeir þylja ekki bænir og biðja ekki um grið, en böðul sinn helskotnir glíma þeir við. Svo kunna ekki dónar að deyja“. Kommúnistinn Þórbergur er, auðsjáanlega, á annarri skoðun. Skiljanlegast er, að hann hafi aldrei verið byltingamaður? Mér datt í hug, út af þessum ræðum, annað kvæðisbrot eftir Þorstein Erlingsson, en það er þannig: „Nei, það er ekki þeirra hróður að þú ert feigur, kóngur góður. Vér treystum ekki á apann eða sauðinn“ . . . Nóg um það frá minni hálfu. —- Leikþátturinn hljómaði ekki vel í útvarpi, allt of hart og oft þvoglulega talað, skildist ekki nema orð og orð, og fór fyrir ofan garð og neðan hjá hlustendum. — Getur vafalaust verður skemmti- legur á leiksviði. Erindi Þórs Guðjónssonar veiði málstjóra um laxinn, var vel flutt og hið fróðlegasta. Laugardagsleikritið Beatrice og Juana, eftir Gunther Eich, var einkennilegt að formi, nokkuð svifandi í lausu lofti, en tilsvör mög góð og athyglisverð. Var það ágætlega flutt, stjórnandi Valur Gíslason. Uppistaðin í því gerist utan við þær víddir, sem almenn- ingur þekkir, en getur þó allt til sanns vegar færzt, ef litið er á málið frá hugmyndaheimi. Ég hlusta stundum á tómstunda þátt Jóns Pálssonar. Þess ber a3 geta að varla mun til vandvirk- ari maður í starfi en Jón Páls- son, verður að telja þessa þætti merka og góða og, að vísu, til mikils gagns fyrir þá unglinga, sem gaman hafa af föndri o. fL, er um fjallar í þættinum. Þ. Roskin kona óskast til aðstoffar í pylsu- gerð og uppþvott. 0 K L E I N Baldursgötu 14. BEZT AÐ AUGLÍSA > t MOItGUmLAÐlNU V i Buick 1941 CHevrolet 1952 Buick 1950 Benault 1946, 4ra manna Skoda 2ja dyra 1946. Ford Consul 1955 Nýlegur 4ra manna bíll ósk- ast í skiftum fyrir nýjan rússneskan landbúnaðar- jeppa. — Bifreiðasalan Ingólfsstræti 11. Sími 81085. Aðalfundur 'Mjölnis' í kvöld MJÖLNIR, félag Sjálfstæffis- manna á Keflavíkurflugvelli, heldur affalfund sinn í Sjálfstæff- ishúsinu í Keflavík í kvöld kl. 8. Venjuleg aðalfundarstörf. Magn- ús Jónsson, alþm., og Gunnar Helgason, erindreki, mæta á fundinum. TIL SÖLU vegna brottfarar, danskt borðstofuborð, 6 stólar, 5 gólfteppi (Wilton-Axminst- er). Borðstofuhúsgögn, sófi, hægindastólar, bókaskápur, ljósakrónur, útvarpstæki, Necchi-saumavél í tösku og myndavélar. — Upplýsing- ar í síma 7762. íbúd til leigu í Kópavogi. 2 herb., bað og eldhús. Sér miðstöð. Stutt frá Hafnarfjarðarvegi. Til- boð, er greini fyrirfram- greiðslu og fjölskyldustærð, sendist Mbl. fyrir 10. þ.m., merkt: „Ibúð — 2780“. Ungur, reglusamur maður óskar eftir einhvers konar léttri ATVINNU helzt lagervinnu. Hefi bíl til umráða. Upplýsingar í síma 5994 eftir kl. 6 e.h. STÚLKA hraust og áreiðanleg, óskast til afgreiðslu. K L E I N Baldursgötu 1%. Ekki svarað í síma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.