Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ ’?riðjudagur 7. maí 1957 !A ustan i Edens eftir John Steinbeck I I 27 i n- -□ 1 huga föður hennar vaknaði önnur spurning, spurning sem hann blygðaðist sín fyrir og reyndi að bæla niður: Cathy var undar- lega fundvís. Hún var alltaf að finna hluti — gulldjásn, peninga, litla silkibuddu, silfurkross með steinum, sem taldir voru rúbínar. Hún fann marga hluti og. þegar faðir hennar auglýsti krossfund- inn í vikublaðinu Courier, gaf enginn eigandi sig fram. Hr. William Ames, faðir Cathy, var dulur maður. Hann nefndi aldrei þær hugsanir, sem bærðust í brjósti hans. Hann hélt hinum litla tortryggnisneista vandlega huldum. Það var betra ef hann vissi ekki neitt, öruggara, vitur- legraC og langþægilegast. Hvað móður Cathy snerti, þá var hún svo flækt og vafin í net af hálf- lygum, afbökuðum sannleika, til- gátum og aðdróttunum, sem Cat- hy hafði ofið, að hún gat naum- ast lengur greint sannleika frá lygi. 3. Cathy varð fallegri með hverju líðandi ári. Fíngerða, blómlega hör undið, ljósgula hárið, augun stilli- leg en þó ögrandi og litli, vara- rjóði munnurinn, — allt dró þetta að sér athygli og hélt henni fastri. Hún lauk við 7. bekk unglingaskól- ans með svo góðum vitnisburði, að foreldrar hennar settu hana í menntaskóla, enda þótt það væri ekki algengt í þá daga að láta ungar stúlkur ganga menntaveg- inn. En Cathy kvaðst vilja verða Þýðing Sverrir Haraldsson □--------------------□ kennslukona og það gladdi foreldra hennar, því að það var eina virð- ingarstaðan sem stóð opin ungri stúlku af góðum, en ekki ríkum ættum. Það var foreldrum hin mesta sæmd, að eiga kennslukonu fyrir dóttur. Cathy var 14 ára þegar hún hóf menntaskólanámið. Hún hafði allt af verið augasteinn foreldra sinna, en þegar hún tók að nema stærð- fræði og latínu, hófst hún hátt til skýjanna, þangað sem foreldrarn- ir gátu ekki fylgt henni. Þeir höfðu tapað henni. 1 þeirra aug- um hafði hún breytzt í veru æðri tegundar. Latínukennarinn var fölleitur ákaflyndur maður, sem fallið hafði við guðfræðipróf, en hafði samt næga þekkingu til þess að kenna stærðfræði, Cæsar og Cicero. Hann var alvarlegur, ung- ur maður, sem tók það mjög nærri sér að hafa ekki náð takmarki sínu. — Með sjálfum sér fannst honum guð hafa afneitað sér og það með réttu. Um tíma veittu menn því at- hygli, að James Grew virtist ger- breyttur og það kom eldur og ástríðuhiti í augu hans. Hann sást aldrei í fylgd með Cathy og engum kom til hugar að nokkurt samband væri þeirra á milli. James Grew breyttist í mann. Hann bar höfuðið hátt og raulaði fyrir munni sér. Hann ritaði bréf sem voru svo einlæg og sannfæi-- andi, að guðfræðideildin var nærri staðráðin í því að gefa honum nýtt tækifæri. Og svo kulnaði bálið innra með honum. Herðarnar sigu jainvel meira en áður. Augun fengu sótt- veikigljáa og hendurnar titruðu. Á næturnar sást hann í kirkjunni, þar sem hann lá á hnjánum og bærði varirnar í bæn. Hann van- rækti skólann og boðaði veikinda- forföll, enda þótt mönnum væri það kunnugt, að hann var þá á eirðarlausu flakki um ásana, handan við borgina. Eitt sinn síðla dags knúði hann dyra á heimili Ames-f jölskyldunn- ar. Hr. Ames staulaðist nöldrandi fram úr, kveikti á kertinu, fór í kápu utan yfir nátttreyjuna, gekk fram og lauk upp dyrum. Það var James Grew, æstur og tryllingslegur sem stóð andspænis honum, með óráðsgljáa í augum og titrandi frá hvirfli til ilja. „Ég verð að tala við yður“, sagði hann hásum rómi. „Klukkan er orðin meira en tólf“, sagði hr. Ames ólundarlega. „Ég verð að tala við yður, eins- lega. Klæðið yður betur og komið út með mér. Ég verð að tala við yður“. „Ungi maður, þér hljótið að vera annaðhvort fullur eða veik- ur. Farið þér nú heim og reynið að sofna. Það er komið fram yfir miðnætti". „Það er alveg tilgangslaust. Ég verð að tala við yður“. „Komið til mín á morgun“, sagði hr. Ames og svo skellti hann hurðinni í lás og stóð hlustandi fyrir innan. Hann heyrði hina kjökrandi rödd: — Ég verð að tala við yður. — Ég verð að tala við yður. — Og svo þyngslalegt reikandi fótatak, sem fjarlægðist og hljóðnaði. Hr. Ames hélt aftur til svefn- herbergis síns. Honum sýndist her bergishurð Cathy hreyfast örlítið, en kannske var það bara flöktandi ljósbjarminn frá kertinu, sem villti honum sýn, því að dyratjald ið virtist líka hreyfast. „Hvað gekk eiginlega á?“ spurði kona hans, þegar hann sat aftur á rúmstokknum. Hr. Ames vissi ekki sjálfur hvers vegna hann svaraði henni, eins og hann gerði: — „Drukkinn maður“, sagði hann. „Fór víst húsavillt". „Ekki veit ég hvað úr heimin- um er að verða", andvarpaði frú Ames. Þegar hann hafði slökkt ljósið og lá í myrkrinu, sá hann græna hringinn, sem kertaljósið hafði skil ið eftir á sjáöldrum augnanna og í þessari daufu, titrandi umgerð birtust biðjandi örvæntingarfull augu unga kennarans. Hann lá langa stund andvaka, áður en svefninn miskunnaði sig yfir hann. Næsta morgun barst undarleg- ur orðrómur um borgina, óstað- festur í fyrstu, en þegar leið á dag inn varð fréttin gleggri og stað- fest. — Hringjarinn hafði fundið James Grew liggjandi á kirkju- gólfinu, framan við altarið. Allt höfuðið ofanvert var sundurtætt eftir skot. Við hlið hans lá hagla- byssa og stutt prik, sem hann hafði ýtt á gigginn með. Á gólfinu stóð líka einn ljósastjakinn af alt arinu og það logaði enn á einu kertinu. Á hinum tveimur hafði ekki verið kveikt. Og á gólfinu lágu tvær bækur, biblía og sálma- bók. Hringjarinn áleit að James Grew hefði látið byssuhlaupið hvíla á bókunum, til þess að það miðaði beint á gagnauga hans. Við skotið hafði byssan kastazt all-langt frá bókunum. - Ýmsir minntust þess að hafa heyrt skothvell eða sprengingu snemma um morguninn, fyrir birt- ingu. James Grew skildi ekki eftir sig bréf eða neina orðsendingu og enginn. gat skilið, hvers vegna hann hafði gert annað eins og þetta. Fyrsta hugsun hr. Ames var sú, að fara til lögreglunnar og segja henni frá næturheimsókninni. En svo hugsaði hann: — Til hvers væri það? Það væri allt annað mál, ef ég vissi raunverulega eitthvað. En ég veit alls ekkert. Hann fann til innvortis-ónota og hann end- urtók það hvað eftir annað, við sjálfan sig, að ekki væri þetta sér að kenna. — Hvað hefði ég getað gert til hjálpar? Ég veit ekki einu sinni hvað það var, sem hann vildi mér — Hann fann til sektar og honum leið illa. Við kvöldverðarborðið talaði kona hans um sjálfsmorðið og hann gat varla komið niður einum einasta matarbita. Cathy var þögul, en ekkert þögulli en venju- „Þú hlýtur að vera veik. Þú hefur aldrei skrópað einn einasta dag“. „Ég ætla ekki í skólann“, endur Til leigu óskasft strax 4—5 herbergja iBÚ© fyrir hjón með 5 börn. Tilboð merkt „Ríkisstarfsmaður 2774“ sendist Mbl. CEREBOS I HANDHÆCll BLAU DOSUNUM. HEi.MSþEKKT CÆÐAVARA SILICOTE Husgagnagljáinn (með undraefninu Silicone) hreinsar og gljáfægir án erfiðis. Heildsölubirgðir: Ólatur Gíslason & Co hf Sími 81370 M ARKÚS Eftir Ed Dodd AU_ NiSHT UONS /AAEK. MEUTS SNOW, HEATS wa V/ATEE ANO HOLDS A m Þetta líkist bara blóð-I 3) Alla þessa nótt heldur I 4) —Líklega ætti ég að halda | Markús bakstri við bólguna. * kyrru fyrir í dag. lega. Hún nartaði áhugalaust í matinn og þurrkaði sér oft um munninn með pappírsþurrkunni. Frú Ames ræddi um atburðinn mjög nákvæmlega: — „Það er eitt atriði, sem ég þarf að minnast al- veg sérstaklega á“, sagði hún. — „Drukkni maðurinn, sem kom hing að að dyrunum í nótt. — Gæti það hafa verið James Grew?“ „Nei“, flýtti hr. Ames sér að segja. „Ertu alveg viss um það? Sástu hann svo vel í myrkrinu?" „Ég var með kerti“, sagði hann næstum hranalega. — „Hann var alls ekkert líkur James Grew. Hann var með skegg“. „Þú þarft nú ekki að verða æst ur út af þessu“,- sagði hún. „Ég spurði bara svona“. Cathy þnrrkaði sér um munn- inn og þegar hún lagði þurrkuna í kjöltu sína, brosti hún. Frú Ames sneri sér að dóttur sinni: — „Þú sást hann á hverjum degi í skólanum, Cathy. Var hann nokkuð dapurlegri en venjulega upp á síðkastið? Tókstu eftir nokkru óvenjulegu í fari hans? Cathy leit niður á diskinn sinn og svo á móður sína: — „Ég hélt að hann væri veikur“, sagði hún. „Já, hann leit illa út. Það voru allir að tala um þetta í skólanum í dag og einhver — ég man ekki hver það var — sagði að hr. Grew hefði lent í einhverju klandri í Boston. Ég heyrði ekki hvers kon- ar klandur það var. Okkur þótti öllum svo vænt um hr. Grew“. Hún þurrkaði sér mjög vandlega um munninn. Þannig var aðferð Cathy. Áður en næsti dagur var allur, vissu flestir bæjarbúar, að James Grew hafði lent í klandri í Boston og engum kom til'hugar að Cathy væri höfundur og upphafsmaður sögunnar. Jafnvel frú Ames gat alls ekki munað hvar hún hafði frétt þetta. 4. Það varð mikil breyting á Cat- hy skömmu eftir að hún varð sextán ára. Einn morguninn fór hún ekki á fætur, til þess að kom ast í skólann. Þegar mamma henn- ar kom inn í svefnherbergið henn ar, lá hún í rúminu og starði upp í loftið. „Flýttu þér á fætur, annars verðurðu of sein. Klukkan er að verða níu“. „Ég ætla ekki að fara f skól- ann“. Röddin var hin rólegasta. „Ertu eitthvað lasin?“ „Nei“. „Flýttu þér þá að klæða þig“. „Ég ætla ekki í skólann". aitltvarpiö Þriðjudagur 7. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Hús í smíðum; VIII: Mar- teinn Björnsson verkfræðingur svarar spurningum frá hlustend- um. 19,00 Þingfréttir. 19,30 Þjóð- lög frá ýmsum löndum (plötur). 20.30 Erindi: Rödd frá Israeí; frásögn Marian Hellerman (Her- dís Vigfúsdóttir). 20,45 Frá sjón- arhól tónlistarmanna: Páll Isólfs- son minnist 250. ártíðar tónskálds ins og organleikarans Diderika Buxtehude. 21,45 íslenzkt mál (Jakob Benediktsson kand. mag.). 22,10 „Þriðjudagsþátturinn“. — Jónas Jónasson og Haukur Mort- hens hafa stjóm hans með hönd- um. 23,10 Dagskrárlok. Miðvikudagur 8. niaí: 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,45 Fiskimál: Jón Axel Pétursson framkvæmdastjóri talar um vertíðina og togarana. 19,00 Þingfréttir. 19,30 Öperulög (plötur). 20,30 Erindi: Egypta- land; I: Pýramídarnir (Rannveig Tómasdóttir). 21,00 Tðnfeikar (plötur). 21,20 Upplestur: Gunnar Hall les úr bók sinni „Sjálfstæðl íslendinga". 21,45 Tónleikar (plöt ur). 22,10 Þýtt og endursagt: Is- aldarhellarnir á Spáni; I: Landið umhverfis Altamira (Málfríður Einarsdóttir). 22,25 Létt lög (plötur). 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.