Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 12
n MORVVNBLAHin Miðvikudagur 29. maí 1957 wpmhUfoib Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavik Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssuii. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson, Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. JEíiir eldhúsverkin ELDHUSUMRÆÐURNAR, sem lauk í gærkvöldi, báru greini- legan svip þeirrar staðreyndar, að núverandi ríkisstjórn íslands er í miklum vandræðum. Enda þótt hún hefði þrefaldan ræðu- tíma á við stjórnarandstæðinga, Sjálfstæðimenn, var hún allan tímann, sem umræðurnar stóðu í aumlegri vörn. Þessi varnaraðstaða stjórn- arinnar birtist fyrst og fremst í því, að málsvarar hennar ræddu aðallega um verk fyrr- verandi ríkisstjórna og reyndu að koma allri ábyrgð á því, sem nú fer aflaga í þjóðfélag- inu á þeirra reikning. Sleírp-iudómar um fyrr- verandi ríkisstjórnir. Þessi viðleitni vinstri stjórn- arinnar til þess að kenna fyrir- rennurum sínum um allt, sem miður fer í dag, sýnir hversu aum og úrræðalaus þessi ríkisstjórn er. Þrátt fyrir öll hennar glæstu loforð um lausn vandamálanna hefur hún engu áorkað, sem tal- izt geti raunhæf lausn á nokkru vandamáli. Hún getur þessvegna ekki byggt málflutning sinn og réttlætingu tilveru sinnar á eig- in afrekum. Hún verður að grípa til ófrjórrar gagnrýni og raka- lausra sleggjudóma um fyrrver- andi ríkisstjórnir. Það ber vott oftrú kommún- ista og Alþýðuflokksins á dómgreindarleysi almennings þegar leiðtogar þessara flokka tala sig klökka um kapphlaup- ið milli kaupgjalds og verð- lags og vöxt dýrtíðarinnar á undanförnum árum. Engir hafa nefnilega átt eins ríkan þátt í þcssari ógaefu í íslenzk- um efnahagsmálum og einmitt þeir. Það voru kommúnistar og meðreiðarmenn þeirra, sem hleyptu verðbólguskriðunni af stað með pólitískum verkföll um árið 1955. En þá hafði ríkisstjórn Ólafs Thors tekist að skapa jafnvægi í efnahags málunum og stöðvað vöxt verð bólgunnar um skeið. Miklum framkvæmdum var haldið uppi og þjóðfélagið var í mark vísri uppbyggingu. Gialdbrot efnahags- málastefnu vinstri stjórnarinnar Sú staðreynd stendur áþreif- anlegust eftir eldhúsdagsumræð- urnar, að efnahagsmálastefna vinstri stjórnarinnar hefur beð- ið algert skipbrot. Stjórnin lof- aði „nýjum úrræSum" og „nýj- um leiðum" í viðureigninni við verðbólguna. Það loforð hefur hún gersamlega svikið. Hún hef- ur ekki getað bent á eitt einasta nýtt úrræði í þeim málum. Hins vegar hefur hún vaðið lengra út í uppbótafenið en nokkur önn- ur ríkisstjórn hefur gert. Hún hefur lagt drápsklyfjar nýrra skatta og tolla á almenning. Þess ar nýju álögur hafa haft í för með sér stóraukna dýrtíð og þung bæra skerðingu á lífskjörum fólksins. Þetta finnur hver einasta fjölskylda á öllu íslandi. En UTAN Ur TEIMI Mayflower hrekur af /e/ð (j, ráðherrar vinstri stjórnarinn- ar rembast samt við að halda því fram, að dýrtíðin hafi ekkert aukist og að lífskjörin hafi ekki verið skert. Á svona háu stigi er sjálfsblekkingin hjá vinstri stjórnar hirðinni. Gengislækkun skollin á Það þurfti þess vegna engum að koma á óvart þegar Áki Jakobsson lýsti því yfir á Alþingi fyrir nokkrum dögum að hver heilvita maður sæi að gengis- lækkun væri nú óhjákvæmileg, orðin vegna aðgerða ríkisstjórn- arinnar á sl. vetri. En í raun og veru er gengis- lækkunin þegar skollin yfir. íslenzk króna er þegar fallin. Með hinum gífurlegu álögum á s. 1. vetri til þess að standa undir uppbóta- og styrkjastefn unni ákvað vinstri stjórnin að gengisbreyting yrði að' koma á næstunni. Hún gafst upp við að finna nokkra aðra leið út úr ógöngum, sem skemmdar- starfsemi kommúnista undan- farin ár hefur komið íslenzk- um efnahagsmálum í. Marklausir svardagar Svardagar kommúnista í eld- húsdagsumræðunum um það, að gengið myndi ekki verða fellt í haust eru þess vegna eins mark- lausir og hugsast getur. Þeir hafa þegar fellt gengiíslenzkrarkrónu og leitt yfir íslenzkan almenn- ing dýrtið og fjölþætta erfiðleika. Enginn nema þeir Hannibal Valdemarsson og Lúðvík Jósefs- son trúa því lengur, að stjórnin hafi stöðvað verðbólguna og tryggt lífskjör fólksins. Þeir hafa skrökvað þessu að sjálfum sér og eru farnir að trúa sínu eigin skröki. En almenningur veit betur en þeir. Fólkið sér hvað er að ger- ast, finnur það á sinni eigin af- komu. Það er þess vegna rétt, sem Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins sagði í lok út- varpsræðu sinnar í fyrrakvöld: Núverandi ríkisstjórn nýtur litils trausts, bæði innanlands og utan. Hún stendur uppi með gjaldþrota efnahagsmála- stefnu, gengisfellingu og svarta fortíð flokka sinna. Úrræði Sjálfstæðis- manna Það er vissulega aumleg afsök- un hjá þeim, sem nú bera ábyrgð á stjórn landsins, á úrræðaleysi sínu og getuleysi, að stjórnarand- staðan hafi ekki lagt fram nein- ar tillögur um lausn helztu vandamálanna. En auk þess er þess að gæta, að Sjálfstæðismenn hafa verið við völd allmörg und- anfarin ár og sýnt, að þeir hafa sín úrræði til lausnar efnahags- vandamálum. Kommúnistar og meðreiðarmenn þeirra hafa hins vegar notað verkalýðsfélögin til þess að eyðileggja árangur þeirra. Og nú brennur sá eldur er þeir kveiktu á skinni kommúnista. Og þá eiga þeir þá vörn helzta, að ásaka Sjálfstæðismenn fyrir að þeir hafi engin úrræði á tak- teinum!! ti á miðju Atlants- hafi velkist um þessar mundir undarlegt lítið seglskip. Það ber ekki merki nútímans, heldur gæti maður trúað að þarna væri á ferð einhverjar eftirstöðvar af landkönnunarflotum fyrri alda. Skipið hefur hið sérkennilega lag miðaldanna með hárri lyftingu. Væri næstum hægt að ímynda sér, að fyrir 400 árum hefði þetta merkilega litla skip orðið inn- lyksa í þanginu á Zargossa-baf- inu, en sjógörpunum tekizt að losna að lokum og halda áfram for til fyrirheitna landsins í vestri. Er þá hætt við því að hin- um 400 ára gömlum sjómönnum þætti undarleg aðkoma, er þeir sigla upp Hudson fljótið og líta augum þyrpingu skýjakljúfanna. Og nú skulum við virða fyrir okkur sjómennina á þessu skipi. Þeir eru vissulega fornfálegir að útliti, klæddir eftir tízku miðald- anna, alsettir spegilfögrum hnöpp um og gljáandi speldum, með barðastóra hatta og blúnduermar. Og alskeggjaðir eru þeir eins og sjóræningjar. En áhöfnin verður að teljast kvik í hreyfingum, ef miðað er við að meðalaldurinn sé 300—400 ár. Svo mann fer að gruna margt, ekki sízt þegar einn hásetinn tekur upp úr vasa sínum sígarettupakka. Það eru raunar filter-sígarettur og hann kveikir í einni með Ronson-kveikjara af nýjustu gerð. Og það fara einnig að renna tvær grímur á mann, þegar maður heyrir glymjandann út úr káetudyrunum frá útvarps- tæki, þar sem hamazt er á» Roek and Roll. Og þegar tónlistinni lýkur eru lesnar fréttir þar sem þulurinn skýrirhinumfornfálegu sægörpum frá því að smíðuð hafi verið eldflaug, sem fari með 3000 km. hraða á klst. 1 á verður það ljóst að þetta gamla skip úti á öldum Atlantshafsins er gabb eitt og auglýsingabrella og sæfararnir eru nútímamenn í gervi miðald- anna. Og þegar við lesum nafn skipsins „Mayflower II" á kinn- ungnum verður það Vjóst að þeir eru að leika að nýju hina frægu för púrítananna frá Englandi til Ameríku. 1/ yrir 337 árum lögðu púrítanarnir út frá bænum Ply- mouth á Cornwall-skaga í hir.ni mestu niðurlægingu. Þeir voru að TJndarleg sjón á Atlantshafinu flýja vægðarlausar trúarofsóknir og voru harmi þrungnir yfir því að skilja við sitt feðraláð. Þeir nefndu skip sitt Mayflower (maí- blóm). Um borð í því var 20 manna áhöfn og 102 farþegar. í hafi dóu þrír menn, en samt fækk aði ekki á skipinu, því að þrjú börn fæddust. Eftir 65 daga sigl- ingu reis austurströnd Ameríku úr hafi og þar sem pílagrímarnir stigu á land helguðu þeir jörðina og nefndu staðinn Plymouth eins og brottfararstaðinn í Englandi. Púritanarnir voru iðnir og dug- legir. í nýja heiminum hófust þeir brátt til efna og með tíð og tíma urðu þeir með ríkustu og voldug- ustu þjóðum Bandaríkjanna. Eru nú um 15 milljónir manna sem telja ættir sínar til púrítana og þykir það mjóg fínt í Bandaríkj- unum að eiga til þeirra að telja. I yrir nokkrum árum datt enskum auglýsingamanni í hug, að hægt væri að græða vel á því að sigla öðru maí- blómi yfir Atlantshafið og nota siglinguna þá í leiðinni til að aug- lýsa ýmiss konar verzlunarvarn- ing. Hann fékk enskan skipasmið í lið með sér og tóku þeir nú að leita í söfnum, unz þeir fundu nákvæma teikningu af skipi píla- grímanna. Síðan var kjölurinn Miðaldakappar á Mayflowcr lagður í bænum Brixham á Suður Englandi. Tók smíðin tvö ár og er það mælt að hið nýja maí- blóm sé nákvæm. eftirlíking af hinu eldra. Ákveðið var að leggja úr höfn þann 20. apríl, og tókst með herkj um að halda þeirri áætlun. Var allt á síðustu stundu eins og oft vill verða. Skipshöfnin hafði engan tíma til að æfa sig í með- ferð þessa furðulega skips og dráttarbát varð að fá til að draga skipið milli Brixham og Ply- mouth. J\ tburður þessi haf ði verið auglýstur geysilega bæði austan og vestan hafs, svo að þeg- ar 20. apríl rann upp voru þúsund ir manna viðstaddar brottförina, þeirra á meðal fjölmenni Amerík ana, sem hreyknir eru af því að vera komnir af púrítönum. Nokk- ur vindblær var þegar kveðjuat- höfnin hófst, en ræður voru mikl- ar og langar, svo að þegar lagt var af stað, var komið dúnalogn. Þýðingarlaust var því að draga upp segl og var nú enn á nýleitað aðstoðar dráttarbátsins, sem dró skipið út fyrir öll annes. Síðan hefur ferðin gengið skrykkjótt. Ætlunin var að sígla þvert yfir Atlantshafið, en skipið hrakti af leið, langt suður með Afríku. Það hefur lent í still. um, dag eftir dag komst það ekki nema þrjár sjómílur og þótí það hafi verið nær 6 vikur í hafi er leiðin aðeins hálfnuð. I Bandaríkjunum verður May- flower til sýnis, fyrst í Plymouth, siðan í Boston og loks í New York. Er þess vænzt að hundruð þúsunda manna komi um borð til að líta á alla dýrðina. Og máske einhverjir gestanna vilji þá um leið líta á brezku iðnaðar- vörurnar, sem verða samtímis til sýnis. Ef til vill eru það þæv sem eru kjarni málsins í siglingu May flower 1957. Ur heimsókn í helmsóSkn LONDON, 27. maí: — 1 morgun sígldu nokkur brezk herskip til móts við „Britannia" 10 mílur út fyrir austurströnd Skotlands til þess að taka á móti Elísabetu drottningu og manni hennar Filip prinsi, sem voru að koma úr hirmi opmberu heimsókn til Danmerkur. Hélt „Britannia" til hafnar í Skot landi, en drottning mun verja næstu þrem dögum í heimsókn í stöðvar brezka heimsflotans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.