Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 29. maí 1957 MORCVNBLAÐIÐ Bjartmar Guðmundsson á Sandi: Við eigum ekki uð láta Alþingi útrýma erninum SNEMMA á dögum þess mikla lagasmíðaþings, sem nú situr í stólum í Reykjavík, var lagt fram í þinghúsi frumvarp til laga um eyðingu refa og minka. Margur maður mun þá hafa vaknað til vonar um að nú yrði gerð gang- skör að því að fækka eða jafnvel útrýma því skaðræðiskvikindi, minknum, er fávísir menn fluttu inn í þetta land fyrir 2—3 áratug- um. Allir hugsandi menn hafa lengi séð að landplága sú ógnar nú öllu fuglalífi hér, einnig laxi og silungi og því naest alifuglum og unglömbum. En þá þegar varð það heyrum kunnugt að frumvarpshöfundar voru haldnir eitrunardellunni frá 1949, minnsta kosti 2 nefndar- menn af 3. Umræður urðu strax í blöðum, einkum Morgunblað- inu og Tímanum, um þetta atriði. Lögðust flestir merkari menn, er um þetta skrifuðu, á þá sveif að skyldueitrun væri óhæf a, bæði vegna aðferðarinnar sjálfrar, vegna skaðsemi hennar gagnvart fágætum fuglum og vegna tak- markaðs árangurs í því efni, sem hún átti að áorka, þ. e. að fækka bitvörgum og villiminkum. Héldu nú flestir að umbótalið þjóðfélagsins, þingið, mundi svigna fyrir rökum og nema eit- staðar. Þar á ekki heldur að þurfa eitrun til. Og eins og að er vikið áður munu minkar ekki taka agn, hvorki eitrað né óeitrað. Þess vegna er verra en þýðingarlaust að semja lög um eyðingu hans n- Síðari hluti -o n- -o með stryknineitri eins og laga- greinina 1949, sem manni skilst að eigi enn að ganga aftur. Það vekur líka furðu að heyra um það talað síf ellt að verðlaun skuli vera mun hærri fyrir að vinna tófu heldur en mink. Þetta ætti að vera þveröfugt. Minkurinn er landplága. Refirnir eru tiltölu- lega meinlítil grey og viðráðan- legir samanborið við hin kvik- indin. Fyrir 30 árum kom út bók í Kaupmannahöfn ef tir náttúru- fræðing, Bent Bergi að nafni: De sidste Örnene. Höf., sem er Svíi, segir að þá séu í mesta lagi 20 pör af haförnum í Svíþjóð og haldi sig helzt á skógivöxnum smáeyjum. 1 Englandi, Frakk- urbyrlunarákvæðin burtu úr \landi °S Hollandi eru þeir þá út þessum annars þarfa lagabálki. ^_5__ __» ^ý*** J*__j?*J5 * Jú, Alþingi svignaði að vísu. Og kappar þar í sveit virðast hafa farið á annað hné í vörninni, eins og stundum verður um þá, er erfitt eiga með að verjast falli í kappglímu. Þingfréttamaðurinn, Helgi, sagði nýlega skýrum og föstum orðum að þannig væri komið þessu máli að hreppsnefnd ir skuli að vísu skyldugar að eitra um heiðar og heimahaga, fjörur og framdali út og suður og landið allt um kring. En undanþágu frá þeirri skyldu eigi þó að veita þar sem hætta sé á að útrýmt verði sjaldgæfum fuglategundum. Hér er líklega átt við Barðaströnd, Breiðafjarðareyjar og ísafjarðar- sýslur, aðra eða báðar. Kannske þó bara einhverja bletti í þessum landshlutum. En þarna eru þrír einu varpstaðir arnanna, sem til munu vera á íslandi. Ekki hefur þó enn heyrzt að þeim sé bannað með lögum að fljúga út fyrir viss landamerki. Enda mundi það tæplega duga til vegna ólög- hlýðni þeirra, nema þá ef Páll Zóphaníasson væri sendur vest- ur til að klippa af þeim væng- ina. Lágfóta greyið er slæm í landi, bæði í búfé manna og fuglum. Þó er hún barnaleikfang við að eiga samanborið við hitt kvikind ið, minkinn. Hún hefur lifað hér í landi lengur en sögur fara af og lengi samtíða henni mikill f jöldi margs konar fugla, þar til mönnum tókst að fækka þeim raunalega mikið. Minkurinn er aftur á móti innflutningsvara og svo aðgangsfrekur að fátækt og fáskrúðugt dýralíf, þ. e. fuglar og fiskar, fá þar enga rönd við reist. Á öllum tímum íslandsbyggðar hafa menn lagt allt kapp á að eyða refunum með öllum finn- onlegum ráðum, af því þeir þóttu taka of mikinn skatt af lambfé og veiðifuglum. Þetta hefur á öll- um tímum tekizt, svo að mikinn usla hefur refurinn aldrei gert, og það án eiturlyfja lengst af. Hér eftir á það að vera enn auð- veldara en hingað til, með öllum þeim tækjum, sem herra jarðar- innar á yfir að ráða, en refurinn engin til varnar önnur en vits- muni sína, sem að visu eru ann- álaðir. A síðustu árum mun tófu þó hafa fjölgað eitthvað, af því að henni hefur tekizt að nema lönd á útskögum og strandlengjum, sem menn eru nú flúnir frá. Með ástundun er þó auðvitað vel hægt að vinna hana þar með veiði toekjum nútímans eins og annars Danmörku og Þýzkalandi. Fimm tíu árum áður voru þessir fugl- ar algengir í Svíþjóð að dómi þessa fuglafræðings, sem er heit- ur unnandi náttúrufegurðar og villidýra. „En þeir voru skotnir, ernirnir", segir Bent Bergi, „tekn ir í boga og drepnir á eitri. Víst hefðum við haft ráð á að fóðra fáeina á særðum sjófuglum, sem liggja dauðvona og ósjálfbjarga eftir högl okkar og byssukúlur um alla firði og skerjagarða. Það gæti verið þeirra hlutverk að stytta kvalastundir þessara vesalinga, sem við menn höfum farið svona með. Við hefðum líka r.ot fyrir fáeina við að eyða siúk- um fiskum og vonlitlum spen- dýrum á landi. Þetta allt er hlut- verk arnarins í tilverunni. Og einhvern tíma munum við líka vakna til meðvitundar um, að það er sjón að sjá örn með útþönd- um vængjum yfir sænsku landi, og að sú sjón er meira virði en fáeinar geddur eða hérar. En græðgi okkar að drepa allt, sem selja má eða eta, ellegar virða til hagsmuna á einn eða annan hátt, er svo takmarkalaus að hún hefur blindað okkur fyrir öllu oðru. Þess vegna erum við að tapa erninum eins og við höfum misst bifurinn og villihreininn. Og rétt á eftir kemur röðin að birninum, gaupunni, krónhirt- inum og elgnum". Það þarf ekki að bæta miklu við þessi hryggðarorð Svíans. Þorsteinn Einarsson hefur oftar en einu sinni vakið máls á með- ferð okkar íslendinga á olíu, jem látin er flæða út í sjó og flýtur þar síðan um og útatar sjófugla, svo þeir veslast upp og deyja að lokum ömurlegum dauða. Ætli að þar væri ekki verkefni fyrir fáeina erni að hreinsa þetta úr vegi og „blása í það dauðans anda?" Skilorður maður sagði mér ný- lega að hann ætti eða hefði átt æðarvarphólma í grennd við eitt þeirra fáu arnarhreiðra, sem enn eru til hér á landi. Vor eftir vor sat hreiðurbúinn á stapa sínum hátt uppi og horfði sínum arnar- augum yfir varphólmann og lét varpið afskiptalaust. Fisk hafði hann nægan til heimilis síns á grunnvatni og sjálfsagt eitthvað af sjófuglum í sama ástandi og Svíinn lýsir í heimalandi sínu 1927. Frá því skömmu eftir aldamót cg þar til nú fyrir 3—4 árum, sáust aldrei ernir hér um slóðir. Svona voru þeir gjörhorfnir, þeg- ar refaeitruninni var hætt. Nú ber það við að einn og einn sveimi hér um loftin og tylli sér jafnvel niður á hraundrang eða fjörustapa. Síðast í gærkvöldi sá ég einn hátt í lofti og stefndi hann til austurs. Og gæti hann nú gjarnan verið kominn alla leið á Austfjörðu. Eg hugsa að hann hafi verið að sýna, að það skiptir, ekki miklu máli hvort eitruðu rjúpurnar eru bornar út í kjör- dæmi Sigurvins á Barðaströnd eða í Múlasýslum í kjördæmi Páls, ellegar þá einhvers staðar þar á milli. Fuglar himinsins eru skapaðir með vængjum og munu halda þeim svo lengi sem við menn ekki útrýmum þeim með öllu. Séu 20 ernir til í landi okkar — og jafnvel þó færri væru — geta þeir enn fjölgað sér og orðið dálítill stofn. Margt bendir til að þeim hafi fjölgað eitthvað á sein- ustu árum. Ekki að ræna þá eggjum, ekki að skjóta þá, ekki að eitra. Sé þetta ekki gert fjölgar þeim af sjálfu sér. En lögboðin refaeitrun útrým- ii' þeim. Og það alveg jafnt, þó einhverjar undanþágur verði gerðar fyrir tiltekin svæði. Sandi, 9. maí 1957 Bjartmar Guðmundsson. Mótatimbur ónotað til sölu. Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda. Hafnarhúsinu. B.S.S.R. Til sölu f.iögurra herbergja íbúð í Vogahverfi. Félagsmenn, er óska að kaupa íbúðina, snúi sér til skrif- stofunnar, Hafnarstræti 8, fyrir 4. júní. Stúlkur Stúlkur vantar nú, þegar eða um mánaðamótin til eld- hússtarfa og afgreiðslu. Uppl. í síma 9702. Hfanabar Hafnarfirði Báfur til sölu Til sölu er vélbáturinn Svanur ÍS-275, sem er 4 tonna dekkbátur. Báturinn er með 14—18 hestafla F. M. véL Bátur og vél er í góðu lagi og tilbúinn til veiða. Veiðar- færi geta fylgt. Upplýsingar í síma 82455 og hjá eiganda bátsins Hjalta Þorsteinssyni, síma 39, Flateyri. Hörður Ólaf sson liigm. undirréttur og hæstiréttur Löggiltur dómtúlkur og skjalþýðandi í ensku. — Smiðjustíg 4. Síiai 80332 og 7673. Afl UPPFYLLA ÞARFIRIÐNAÐAR HEIMSBYGGÐARINNAR og samgangna hennar, hefir frá upphafi verið takmark SBCSS5* fyrirtækjanna. En slikt verður ekki gert i einni legagerð. Ólík leg henta hinura ýmsu aðstæðum. ÖSCSIF' hefir meðal annars haft frumkvæði að byggingu: • hvelfdra kúlulega, sem laga sig sjálfkrafa eftir öxlinum og þola þvi smá skekkju á honum eða leghúsimt, • hvelfdra keflislega, sem Iaga sig einnig eftir öxlinum og hafa meira miðlægt (radiell) burðarþol en nokk« önnur legagerð og mikið áslægt (axiell) burðarþol. • hólk-keflislega (cylindrisk), sem gerð eru fyrir mikinn miðlægan þunga samfara miklum hraða. » hvelfdra keflis-þrýstilega, sem þola mikið áslægt álag samfara tiltölulega miklum snúningshraða. Auk þessa framleiðir ffiCSíF m. a. einraða kúluleg með þéttum eða gisnum kúlum, burðar-þrýstileg (vinkÚ. kontakt), keilukeflisleg og þrýstileg <m mörg þeirra endurbætt af fflCSfl5' •» leg frá 10 mm. utanmáli Wl rúmlega 1400 mm., leg, sem þola 100.000 sn/min. rjg leg með rúml. 2000 smálesta burðarþoli við lftinn snúningshraða. Heildar framleiðsla fflCSff5' býður yður fjölbreyttara úrval en nokkur annar getur boðié. Meðal þeirra 8000 tegunda og stærða, sem ffiföiF framleiðir finnið þér nú og framvegis hyarvetna hið rétta leg. 1907 1957 flMMTÍU ÁKA NORfl* MÓT JSinkaumbo&smenn á Lilaniii siian 1920 Kúlulcgasalan kff Oorooth:o»« 1 R.ykjovík S(mi 3W1 féttMH 3M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.