Morgunblaðið - 30.05.1957, Síða 9

Morgunblaðið - 30.05.1957, Síða 9
Fimmtudagur 30. maí 1957 MOTIGUNBT 4 Ð1Ð 9 stjórnarliðar hafa rengt það, að fyrrverandi stjórn hafi átt kost á láni til Sogsins. En það er þá annað, sem að erfitt er að rengja og það er lánatilboð frá Vestur- Þýzkalandi 400 millj. sem Ólafur Thors fyrrverandi forsætisráð- herra hafði á sl. vori. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði nóg ráð, ef hún hefði setið að völdum til þess að útvega fé í Sementsverksmiðj- una, í Sogsvirkjunina, í fiskveiða sjóð, í ræktunarsjóð, í raforku- framkvæmdir, í hafnir, í frysti- hús o. fl. út um land og hefði áreyðanlega haldið framkvæmd- um áfram með hæfilegum hraða en ekki stöðvað eða dregið að miklu leyti úr framkvæmdum eins og nú hefur verið gert, þann- ig að við atvinnuleysi liggur á ýmsum sviðum. GJAL.DEYRISAFSTAÐA Fyrir síðustu kosningar töluðu andsta^Singar Sjálfstæðismanna mikið um slæmt gjaldeyrisástand og þeir hafa talað um úttekt þjóðarbúsins á því sviði sem öðru. Á síðari tímum hefur minna heyrzt um þessi mál úr herbúð- um stjórnarflokkanna, enda er nú af litlu að státa í gjaldeyrismál- unum. Þegar að fyrrverandi rík- isstjóri tók við völdum á árinu 1953 töldu Framsóknarmenn allt vera í góðu lagi í gjaldeyrismál- unum. Má geta þess að 1. apríl 1953 var nettó skuld bankanna 41 milljón krónur en 1. apríl 1956 aðeins 27 milljónir króna, eða 14 milljón krónum lægri. í júlílok 1953 var nettóskuld bankanna 19,9 milljón krónur en í júnilok 1956 39 milljónir króna. í júlilok 1956 voru útflutningsbyrgðir 101 milljón krónum hærri en um sama leyti 1953 samkvæmt upp- lýsingum fiskifélagsins. Gjaldeyr ishagurinn er því 81 milljón krónum hagstæðari þegar fyrr- verandi ríkisstjórn fór frá völd- um, heldur en var um það leyti sem hún tók við seinni hluta árs 1953. Rikisstjórnin tók 65 milljón króna dollaralán um sl. áramót. Þetta lán hefur ekki verið not- að til innflutnings á framkvæmd arvörum á þessu ári. Þetta doll- aralán hefur verið notað til þess að borga með venjulegar inn- flutningsvörur frá síðustu ára- mótum og að nokkru til þess að jafna hallann við síðustu ára- mót. En þrátt fyrir þetta lán er gjaldeyrisstaðan i frjálsum gjald eyri þannig í apríllok sl. að nettó skuld bankanna í frjálsum gjald- eyri er 29 milljón króna á móti 19 milljónum á sama tíma 1956. Frjálsi gjaldeyririnn hefur þess vegna verið 75 milljón króna ó- hagstæðari í apríllok sl. heldur en á sama tíma í fyrra. Er þetta út af fyrir sig óhugnanleg stað- reynd, sem valda mun áhyggjum og rifja það upp sem við Sjálf- stæðismenn höfum oft haldið fram að nauðsyn ber til að gera framleiðsluna fjölbreyttari og stefna að öruggari öflun gjald- eyris með vaxandi framleiðslu á ýmsmu sviðum. Ég hefi drepið á nokkur atriði í störfum og athöfnum ríkisstjórn arinnar og stjórnarflokkanna. Við Sjálfstæðismenn teljum skildu okkar að vara við því sem nú er að gerast í þjóðmálum íslend- inga. Þjóðin þarf að fylgjast með og má ekki láta blekkja sig. Þjóðin er það vel upplýst, að hún mun ekki láta blekkingarnar villa sér sýn. Þjóðin verður að gera sér grein fyrir því, að stefnu breyting verður að koma í þjóð- lífinu. Við íslendingar erum fá- mennir en búum í stóru landi, sem hefur mikla möguleika. Framtíð lands og þjóðar er undir því komin, að hver einstaklingur geri kröfu til sjálfs sins, vilji leggja krafta sína fram í þágu atvinnulífsins og þess þjóðfélags, sem verið er að byggja upp. Því verður ekki neitað, að þjóðin hefir oft liíað um efni fram og það er ekki heilbrigt og heldur ekki til lengdar mögulegt. Þjóð- in verður að afla þeirra verð- mæta, sem notuð eru. Með vinnu, framtaki og dugnaði. Þetta má gerast með því að auka fram- leiðsluna, auka afköstin og verð- mætin. En hvað sem öllu liður verður þjóðin að snúa við á þeirri göngu sem er farin undir nú- verandi stjórnarstefnu. Taka verður að nýju upp þá stefnu, sem fylgt var undir forustu Sj álfstæðismanna og fært hefur þjóðinni meiri velgengni og framfarir en áður hefir þekkst. UMFERÐARMAL OFT HEFUR verið rætt og ritað I sem umferð er svipuð og um umferðarmál á undanförnum Reykjavík, enda læra þau jafnt árum og þá sérstaklega eftir að I móðurmálinu, að forðast hina meiri háttar umferðarslys hafa átt sér stað. Nefndir hafa verið skip- aðar, til að ráða bót á þessu vandamáli, og nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til umferðar- laga, sem sagður er vera árang- ur af starfi milliþinganefndar. Tilefni þess að ég sting niður penna nú, er grein eða öllu held- ui ræða, sem Sigurvin Einarsson alþingismaður flutti við þriðju umræðu frumvarpsins í Efri deild og birtist ásamt mynd aí flutningsmanni í Tímanum í dag. Ég hefi ekið bifreið meira og minna í sl. tuttugu ár og þá mest í Reykjavík. Starfaði þar einnig við löggæzlu í nokkur ár. Ég tel mig því hafa kynnzt þessum mál- um nokkuð af eigin raun. Ég hef, því miður, ekki haft tækifæri til að kynna mér um getið frumvarp, en vildi leyfa mér að gagnrýna lítillega ræðu vinar míns, Sigurvins þing- manns. Krúsjeff í sjónvarpi Mqskvu, 28. maí —• Frá Reuter—NTB í DAG áttu fréttamenn frá banda ríska útvarps- og sjónvarpsfélag- inu CBS viðtal við Nikita Krú- sjeff í Kreml. Svaraði hann ýms- um spurningum þeirra um utan- ríkis- og innanríkisstefnu Sovét- ríkjanna, um ástandið í alþjóða- málum og samskipti Rússa og Bandaríkjamanna. Segir rússn- eska fréttastofan Tass frá þessu og getur þess um leið, að viðtalið verði flutt á sjónvarpsdagskrá CBS í Bandaríkjunum. Orlofs- ®g skesnmti- ferðir im&anlcuads NÚ nýlega er komin út ferða- áætlun um innanlands-orlofsferð- ir fyrir sumarið 1957, hjá Ferða- skrifstofu Páls Arasonar. Ferð- unum er skipt niður í tvo aðal- flokka, byggða- og óbyggðaferð- ii, og svo ferðir, sem eru hvort- tveggja í senn, byggða- og ébyggðaferðir. — Orlofsferðirnar eru 24 alls, og verður víða komið við, meðal annars í öllum sýsl- um landsins. Til hægðarauka fyrir þátttak- endur í óbyggðaferðunum mun matur verða innifalinn í verðinu, eins og á undanförnum sumrum. Lengsta ferð sumarsins er 17 daga hringferð. Kostar hún kr. 2.880.00, og er þó allt innifalið. Páll Arason mun sjálfur annast og stjórna flestum óbyggðaferð- unum ásamt Gísla Eiríkssyni. Um miðjan júní mun verða efnt til miðnætursólarflugs. Um helgarferðir er það að segja, að þær verða auglýstar jafnharðan og þær verða farnar. Hann segir, að nokkur átök hafi orðið um eitt atriði frum- varpsins — hámarkshraðann. Mér finnst satt að segja hlægi- legt að svo skuli skipað í um- ferðarmálanefnd á Alþingi, að í henni skuli eiga sæti þingmenn Barðstrendinga og Vestmanna- eyja, — bílfæstu kjördæma landsins, enda fer breytingatil- laga þeirra nokkuð eftir þvi. Það er alveg út í bláinn talað, að of hraður akstur sé orsök flestra umferðarslysa. Ég full- yrði að þar á skipulagsleysið í umferðarmálum langtum stærri þátt. Væri tekið upp betra skipu- lag á umferðinni í okkar þéttbýli mundi umferðarslysum fækka að mun, frá því sem nú er, enda þótt hámarkshraði sé færður upp í 45 , km. á klst. Það er líka eitt atriði, sem ég sakna úr ræðu Sigurvins. Hann minnist hvergi á lágmarkshraða. Það er alveg fráleit hugsun, að með þeirri bílamergð, sem nú er orðin í Reykjavík og kann að verða á næstu árum, því alltaf fer bílum fjölgandi með ári hverju, sé hægt að komast hjá því að taka upp annað umferðar- skipulag en nú er. Eins og nú er háttað umferð, t. d. um Laugaveg, er ekki óalgengt að fólk sé fljótara gangandi frá Barónsstíg að Lækjartorgi, en ef það æki í bíl. Orsök þessa er aðallega sú að það vantar lág- markstakmarkið í hraðann. Það er ekki óalgengt að sjá bíla lóna á Laugavegi með 5—10 km. hraða, fólk í bílum jafnvel skoð- andi í búðarglugga og annað ó- þarfa slór. Ég mundi leggja til að lág- markshraði yrði tekinn upp á Laugavegi og Hverfisgötu, 25__ 30 km. á klst. Hámarkshraði 45 km. Okutækjum algjörlega bann ^að að nema staðar nema annars vegar á götunni, þar með taldir strætisvagnar, sem raunar ættu hvergi að afgreiða fólk, nema hægra megin á götu. Við Suð- urlandsbraut að Elliðaám verði komið fyrir útskotum á af- greiðslustöðum strætisvagna svo vegurinn sé þar ávallt greiður ynr alla umferð. Þungaflutn- mgar bannaðir á ÖHum aðal-um- ferðargötum bæjarins. Götuvit- um komið upp við sem allra flest gatnamót er liggja að aðalum- ferðmni. Einstefnuakstursgötum fjolgað að miklum mun. Se skipulagið lagfært á þennan hatt er sjálfsagt að auka há- markshraðann frá því sem nú er Þvi bílafjöldinn bókstaflegá krefst þess. Ég kem þá að hættunni vegna barnanna, sem ræðumaður rétti- iega minnist a og hefur áhyggjur af. Gatan er hættulegur leik- vangur í Reykjavík, vegna þess að börnin alast þar upp við hina hægu umferð. Hvergi erlendis sjást börn að leik á götunni, þar hröðu umferð. Það er ekki nema eðlilegt að mæður séu, margar hverjar, áhugalitlar um að vara börnin sín við hættu, sem er til- tölulega lítil. Ég dvaldist fyrir skömmu nokkra daga í allstóru íbúðarhverfi í Queens á Long Is- land, New York. Þar voru engar girðingar um garða íbúðarhús- anna og lóðir tiltölulega litlar, miðað við húsastærð. Aldrei sá ég þar barn á götunni, enda kennt um leið og þau byrjuðu að ganga að þar væri dauðinn í hverju fótmáli. Húsgarðarnir voru heldur ekki neinir heilagir skrautreitir, sem börnin máttu ekki ganga fráls um þegar þau vildu. Þar var mikil og hröð um- ferð, sem ekki hefði þolað 25 km lágmarkshraða, hvað þá há- marks. Ég spurði konu þar, sem er móðir þriggja barna, hvort hún væri ekki hrædd um þau fyrir umferðinni. „Ég hef aldrei verið hrædd um þau hérna, þau venjast þessu, en ég kom með þau til Reykjavíkur og þar vár ég verulega hrædd um þau, því að þar vildu þau auðvitað fylgj- ast með jafnöldrum sínum, sem mér virtust fá átölulaust að leika sér á götunni". Ég spurði hana ennfremur hvort ekki hefðu orð- milli Reykjavíkur og Akureyrar. íg er hræddur um að þeir yrðu heldur lengur í förum á þeirri í leið, ef þeir brygðu sér aldrei upp fyrir 60 km. hraðann, sem hér er kallaður löglegur. Ég tel sjálfsagt að færa öku- hraðann upp í 70—75 km. á veg- um úti, en jafnframt auka eftir- lit með því að þeim lögum sé hlýtt. Það er jafnvíst, að hvort sem ökuhraðinn er 60, 70 eða 75 km., eru alltaf til ökuníðingar, sem alltaf og alls staðar eru hættulegir sjálfum sér og um- hverfinu. Sigurvin þingmaður talar um umferðarslysin og segir svartletr að. — „Á síðustu 10 árum hafa 58 menn látið lífið í Reykjavík og Kópavogi í bifreiðaslysum. Flest urðu slysin á einu ári 11, 1947 og 10, 1956 svo það er sýni- legt að það dregur síður en svo úr þessari hættu“. Það er nú ekki ætlun min að draga dár að reikningslist vin- ar míns, þingmannsins, ekki sízt þegar rætt er um svona alvarleg efni. 11 dóu 1947, 10 dóu 1956, en hann gleymdi bara að geta þess hvað bílum og fólki hefur fjölgað mikið á þessu tiltekna svæði á sl. 10 árum. Það er nóg til af lögum og reglugerðum, sem árlega eru þverbrotin. Það er stöðnun að binda sig við gamla tímann. Lát- um lagasetningar fylgja tækni ið þarna umferðarslys á börnum 0g skipulagi nútímans. Þá i nágrenninu. Kvaðst hún ekki muna til þess, þau átta ár sem hún var búin að vera þar. Ég kem þá að akstri á þjóðveg- um úti. Eftir því sem tækninni fleygir fram í framleiðslu bifreiða og ör- yggisútbúnaði þeirra, nær engri átt að lögfesta þann hámarks- hraða, sem allir, a.m.k. á nýrri bifreiðum brjóta. Ég játa, að hér á landi er naumast hægt að tala um akfæra þjóðvegi, aðallega vegna viðhalds bifreiðanna. Eru þeir þó í það sæmilegu ástandi miðjuna úr sumrinu, að þeir mega kallast greiðfærir með köfl um. Sem kunnugt er hafa þó nokkur bifreiðaslys stafað af slæmu ástandi vegarins frekar en of hratt væri ekið. Það er á allra vitorði að á- kvæðið um 60 km. hraðann er daglega margbrotið, sem eðlilegt er, þegar litið er á það hve öku- tækin eru yfirleitt orðin góð. Á þetta jafnt við um einkabifreið- ar sem áætlunarvagna. T.d. á- ætlunarvagnana, sem ganga fólkið sjá og læra að lög eru sett til þess að þau séu ekki brotin. Keflavíkurflugvelli, 4. maí 1957, Þórður Halldórsson, ftr. Gís/f Einarsson hcraðsdómslögmadur. Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 82631. BILL Eldra model af bíl, til sýn- is og sölu í Barmahlíð 29 í dag. Verð 5.500 kr. Sem nýtt drengjareiðhjól með lugt og dinamó (mið- stærð), til sölu á Skeggja- götu 14, kjallara. Varahlutir fyrir Austin bif- reiðar í miklu úrvali. ★ ★ ★ Loftdælur Loftmælar Suðubætur og suðuklemmur Bifreiðatékkar, 114 tons HJÓLBARÐAR: 600x16 640x15 710x15 Garðar Gíslason hf, Bifreiðaverzlun M.b. JÖrundur Bjarnason BA-65, 22 smál. er til sölu. Til sýnis í dag við Verbúða- bryggjuna. — Upplýsingar um borð eða hjá L. í. Ú. Vauxhall '50 mjög vel með farinn (18 ha.), til sýnis og sölu að Melhaga 12 kl. 1—3 í dag og á morgun. Kol boga- jós —.engið sumarið. Eftir 10 skipti í Kolboga— ljósum, þolið þér betur sjó og sólböð. Pósthússtræti 13, sími 7394.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.