Morgunblaðið - 30.05.1957, Side 10

Morgunblaðið - 30.05.1957, Side 10
MORCTJNBL4Ð1F Fímmtudagur 30. ma! 1957 M Yinstri stjórnin hefur fallið á prófinu Engin ríkisstjórn hefur verið svo slórvirk i nð gnngn n bnk orðn sinnn Ræða Gunnars Thoroddsens i eldhúsdagsumræðunum á Álþingi HERRA forseti! Góðir hlustendur! Um þessar mundir ganga marg ir unglingar á fslandi undir lands próf. Sumum gengur vel og öðr- um miður. í dag og í gær er íslenzka ríkis- stjórnin að ganga undir sitt lands próf, og mun marga fýsa að vita, hvort hún hefur staðið sig vel, eða svo illa, að hún falli á prófi. Vitanlega eru það margar greinir, sem hver ríkisstjórn hefur með höndum. Eg skal nú rekja nokkrar þeirra, og svo skuluð þið, góðir hlustendur, vera prófdómendur, íhuga frammistöðuna og meta úrlausn- irnar. ORÐIÐ ÍSLANDI TIL ÁLITSHNEKKIS Þess er fyrst að geta, að ein frumskylda hverrar ríkisstj. er að gæta álits og sæmdar íslands út á við. íslenzku þjóðinni hafði tekizt á undanförnum árum að afla sér vináttu og trausts meðal vestrænna þjóða, sem við eigum mesta samleið með um lýðfrelsi og mannréttindi. Ályktun Al- þingis frá 28. marz í fyrra um brottflutning varnarilðsins, álykt un, sem er undirstaðan að núv. stjórarsamstarfi, varð -strax til þess að valda íslandi álitshnekki. Öll meðferð málsins, m. a. það, að gera slíka ályktun án nokk- urs samráðs við Atlantshafs- bandalagið, eins og til var skilið í samningum, veikti traust þess- ara vinaþjóða á íslandi. En hálfu meira álitstjón varð þó sjálf stjórnarmyndunin í júlí s. 1., þeg- ar Framsóknar- og Alþýðuflokk- urinn tóku kommúnista með sér í ríkisstjórn. Atlantshafsbanda- lagið er stofnað sem varnar- bandalag, fyrst og fremst gegn ofbeldi og kúgun kommúnism- ans. ísland varð fyrsta og eina ríkið innan bandalagsins til þess að taka kommúnista im. í ríkis- stj. Lýðræðissinnar á Vestur- löndum töldu þetta tiltæki reg- inhneyksli. Þegar kommúnism- inn opnaði augu fjölda manna um víða veröld fyrir hinu sanna eðli sínu með aðförUnum í Ungverja- landi á s. 1. vetri, hefðu þessir tveir flokkar átt að sjá sóma sinn í því að varpa kommúnist- um fyrir borð. Ekki gátu þeir sýnt þann manndóm, sem þó hefði að nokkru létt af þeim þeirri ábyrgð, sem þeir höfðu tekist á hendur. Þegar svo ríkisstj. ákvað að hætta við brottflutning varnar- liðsins og ganga þannig frá aðal- kosningaloforði sínu, þá var því máli teflt svo smekklega af ís- lenzkum stjórnarvöldum, að út á við munu flestir hafa talið vera beint samband milli samn- inganna um varnarliðið og fjár- hagsaðátoðar frá Bandaríkjunum. Nú segir hæstv. ríkisstj.: Hvernig má það vera, að traust íslands út á við hafi minnkað, þegar núv. ríkisstj. hefur tekist að afla lána til framkvæmda eins ,og Sogsvirkjunarinnar? SOGSVIRKJUNIN Vissulega er það mikið fagn- aðarefni að framkvæmdir við Sogsvirkjunina geta nú hafist, en málgagn stærsta stjórnarflokks- ins virðist ekki líta svo á, að lánsféð sé fengið fyrir fjármála- dugnað ríkisstj. eða aukið láns- traust, því að í forystugrein blaðsins 9. desember s. 1. segir svo: „Nú hefir það gerst í beinu framhaldi af nýju hernámssamn- ingunum, að Bandaríkin hafa allt í einu lýst sig fús til að hlaupa undir bagga með lán til Sogs- virkjunarinnar.. Það liggur í aug um uppi, að hér er náið samband milli þess, sem gerzt hefur í her- námsmálunum og þessa óvænta lánstilboðs". Þessi eru orð eins aðalstjórnarblaðsins, og þau eru vitnisburður um það hvernig a. m. k. nokkur hluti sjálfs stjórn- arliðsins lítur á málið. Og allur hefur þessi málatilbúningur orð- ið okkur til lítillar sæmdar. f þeirri grein að tryggja virð- ingu, sæmd og álit íslenzku þjóð- arinnar út á við getur núv. ríkis- stj. ekki fengið góða einkunn. SAMDRÁTTUR í ATVINNU- LÍFINU Önnur frumskylda hverrar stjórnar er að beita sér fyrir stöð- ugri og nægri atvinnu. Hvernig er umhorfs i atvinnulífi íslend- inga nú? S. 1. sex ár hefur að vísu verið skortur á atvinnu í sum- um byggðarlögum á vissum árs- tímum, en á Suð-vesturlandi hef- ur verið full atvinna fyrir alla þá, sem sæmilega heilsu hafa. Nú er svo komið síðustu mán- uði, að aftur er farið að bera á atvinnuleysi í höfuðborginni og nágrenni hennar. Á ýmsum svið- um atvinnulífsins er um greini- legan samdrátt að ræða. Form. Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík segir í yfirlýsingu, sem hann birti í morgun, að fyrir efna hagsaðgerðir ríkisstj. fari nú fram stórfelldar uppsagnir í verk- smiðjum og mörgum verksmiðj- um sé sumpart búið eða verið að loka. Örvun atvinnulífsins á öllum sviðum og aukning framleiðsl- unnar er aðalráðið til að bæta lífskjör fólksins. En til þess að svo megi verða, þarf að ríkja bjartsýni í athafnalífinu og traust á ríkisstj. Nú skortir mjög á slíkt traust og bjartsýni á ís- landi. Þvert á móti er svartsýni og uggur í mönnum og óvissa um, hverjar byrðar verða næst á þjóð ina lagðar: nýjar álögur, tollar, ný höft og hömlur, sem lama atvinnulífið. Þriðja stóra viðfangsefni ríkis- stj. og náskylt því, er ég nú nefndi, er nauðsyn þess að tryggja jafnvægi í efnahagslíf- inu. Tilraunir hæstv. ríkisstj. í þeim efnum hafa mjög farið í handa- skolum, og nú hefur vísitölunni verði sleppt lausri, vísitöluskrúf- an sett í gang að nýju. í stað þess, að fyrir kosningar var lofað nýjum úrræðum til varanlegrar viðreisnar í efnahagsmálum, þá er það aðeins hið gamalkunna úrræði, sem stjórnarflokkarnir hafa gripið til, að hækka skatta og tolla á öllum almenningi og á atvinnurekstrinum sjálfum, sem verður að greiða stórhækkuð gjöld til að styrkja sjálfan sig. HÆKKUN UM 400 MILLJ. KR. Hæstv. sjútmrh. talaði um það hér áðan af vandlætingu, að bæjarstjórn Reykjav. hefði hækk að rafmagnsverð í Reykjavík um 6% og valdi það nokkurri hækkun vísitölu. Hér er málum blandað. Um þetta hefur bæjar- stjórn Reykjavíkur enga ályktun gert, heldur leiðir þessi hækkun beinlínis af hækkun vísitölunn- ar samkvæmt löggiltri gjaldskrá. Það er einnig rétt að geta þess, að jólagjafir ríkisstj. hafa stór- hækkað allan tilkostnað Raf- magnsveitunnar við framkvæmd- ir og raflagnir í bænum. Hæstv. fjmrh. hneykslaðist mjög á því, að bæjarstjórn Reykjavíkur hefði hækkað út- svörin að meðaltali síðustu ár um 30 millj. á ári. Það er eðlilegt, að hæstv. fjmrh. hneykslist á slíku, því að á einu ári hefur hon- um tekist að hækka gjöldin í ríkissjóð og útflutningssjóð um 400 milj. kr. Hinar góðkunnu jólagjafir ríkis stj. voru vandlega útreiknaður þannig, að sem bezt yrði laumast fram hjá vísitölunni. Hafi nokkru sinni verið ástæða til að tala um rangfærslu vísitölunnar, þá er það nú. En stórfelldar hækkanir verða á margs konar nauðsynj- um, og það er bersýnilegt, að mörg atvinnu- og þjónustufyr- uuunar Thorodds^ irtæki almennings horfa fram á hallarekstur og hann verulegan á þessu ári. í efnahags- og atvinnuprófinu hefur frammistaða stjórnarinnar því verið ákaflega vesæl. ENGINN VINNUFRIÐUR Fjórða prófraun ríkisstj. er sú, hvernig henni hefur tekist að halda vinnufriði í landinu. Eitt meginatriðið í núv. stjórnarsam- starri átti að vera samvinna verkalýðssamtaka og ríkisvalds um að tryggja vinnufriðinn. í þessum umræðum hefur hv. þm. Gullbr.- og Kjósarsýslu greint ýtarlega frá því, hvílíkur mis- brestur hér hefur orðið á, þar sem hver vinnustöðvunin og kaup- hækkunin hefur rekið aðra. Nú í dag standa sakir svo, að margar stéttir eiga í vinnudeilum og alveg óvíst, hvort ekki dynja yfir margvíslegar vinnustöðvanir nú á næstu vikum. Meðal þejrra stétta sem nú eiga í kaupdeilum eru prentarar, verkfræðingar, verzlunar- og skrifstofufólk, nokkrir starfshópar á siglingaflot anum, starfsstúlkur á barna- heimilum, mjólkurfræðingar og fleiri. Þetta er þá allur vinnu- friðurinn ,sem mest hefur verið gumað af. Ekki getur prófseinkunn ríkis- stj. orðið há í þessari grein. GJALDEYRISSKORTUR í fimmta lagi eru gjaldeyris- málin eitt af viðfangsefnum hverrar ríkisstj. í skemmstu máli er frá því að segja, að nú eftir 10 mánaða stjórn núv. ríkisstj. er gjaldeyrisskorturinn orðinn slíkur, að gjaldeyrir fæst ekki til þess að festa kaup á tækjum í bráðnauðsynleg og gjaldeyris- sparandi mannvirki, sem allir virðast þó sammála um að eigi að hafa forgangsrétt. Því miður virðast gjaldeyrisvandræðin ekki vera stundarfyrirbæri, heldur litlar horfur á, að úr rætist á næstu mánuðum. STJÓRNIN HÉLT AÐ SÉR HÖNDUM í HÚSNÆÐIS- MÁLUM Sjötta prófraun ríkisstj. er lausn húsnæðismálanna. Frv. ríkisstj. um þau mál hefur vald- ið miklum vonbrigðum. Mest er gumað af hinum mikla bygg- ingarsjóði og hve stórkostlegt fé hann fái til útlána. Byggingar- sjóðurirtn er aðallega nafnbreyt- ing á varasjóði veðlánakerfisins, en ekki nýmæli, og langmest af fé sjóðsins er þegar fast í skulda- bréfum og kemur því ekki til útlána á næstu árum nema að litlu leyti. Ríkisstj. Ólafs Thors beitti sér fyrir lagasetningu til lausnar á lánum til húsbyggiga. Á þeim 9 mánuðum, sem veðlánskerfið starfaði í tíð þeirrar stjórnar, var lánað að meðaltali 8V2 millj. kr. á mánuði. Síðan núv. ríkisstj. tók við, hefur á 10 mánuðum ver- ið lánað um 3,8 millj. kr. á mánuði að meðaltali. Eftir að veðlánakerfið hafði verið lögfest var auðvitað til þess ætlast, að ríkisstj. á hverjum tíma ynni að því að tryggja áframhaldandi fjármagn til þessa kerfis. En þeg ar núv. stjórn tók við, þá hélt hún að sér höndum lengi vel og ætlaðist til að allt gengi að sjálfu sér. BYGGINGARKOSTNAÐUR HÆKKAR En ríkisstj. hefur afrekað ann- að. Hún hefur valdið því, að síðan í desembermánuði hefur byggingarkostnaður hækkað í landinu um 10—15%. Þetta er vissulega vel af sér vikið á stutt- um tíma og góðar gjafir til þeirra þúsunda efnalítilla manna, sem eru að reyna að koma þaki yfir höfuð sér, að fá þannig beina hækkun á byggingarkostnaði á hálfu ári um 25—35 þús. kr. á meðalíbúð. f sjöunda lagi vil ég nefna einn af hornsteinum lýðræðis- ins, sem er orðheldni og áreið- GÓÐIR VINNINGAR Vinningar í happdrættinu eru tveir. Fyrsti vinningur er Flug- ferð frá Reykjavík til London og heim aftur, en annar vinningurinn er ferð með Gullfossi til og frá Leith í Skotlandi. Miðinn kostar fimm krónur og eru happdrættismiðar til sölu hjá Moskvu, 28. maí. Frá Reuter-NTB. RÚSSNESKA Sovétlýðveldið, scm er stærsta „lýðveldi“ Sovét- ríkjanna, hefur farið fram úr mörgum auðvaldsríkjum í iðn- aðarþróun sinni, að því er for- sætisráðherrann þar, Mihail Jas- nov, sagði í ræðu, sem hann hélt þegar Æðstaráð Sovétríkjanna kom saman í Kreml í dag. Hann lýsti því yfir, að Rússneska Sov- étlýðveldið framleiddi tvo þriðju hluta af öllum iðnaðarvörum Sovétríkjanna. Jasnov sagði, að stungið hefði verið upp á því, að 70 efnahagsráð yrðu sett á lagg- irnar víðs vegar í lýðveldinu, í samhljóðan við endurskipu- anleiki stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. Ef út af því bregður, þá er sjálfur grunnur lýðræðisins í hættu. Eg veit enga ríkisstj. á fslandi, sem hefur ver- ið svo stórvirk sem þessi í því að ganga á bak orða sinna, þeirra, er hún gaf fyrir kosningar. Má þar nefna framkomu Alþýðu- og Framsóknarflokksins í varnar- málunum, stjórnarmyndun þess- ara flokka með kommúnistum, þvert ofan í gefin loforð, úrræða- leysið í efnahagsmálum, hring- snúning kommúnista varðandi uppbótarsæti Alþfl., svo að dæmi séu nefnd. Ekkert grefur eins undan lýðræði og þingræði, og ekkert veikir eins traust almenn- ings á Alþingi eins og það, þeg- ar almenningur sér að orðum stjórnmálaleiðtoganna er ekki að treysta og þau eru að engu höfð. HLUSTENDUR FELLA DÓMINN * Góðir hlustendur. Ég hef látið ríkisstj. ganga hér undir lands- próf í 7 greinum. Ég þarf ekki að fella neinn dóm því að ég veit, að þið, hlustendur góðir, eruð einfærir um að gefa ríkisstj. eink- unnir í þessum greinum. Ég veit það líka, áð sú einkunnagjöf mun hjá miklum þorra fslend- inga verða á þá leið, að ríkisstj. falli á prófinu. Nú er það að vísu svo um ungl- inga, sem ekki gengur vel á prófi, fyrir óheppni eða aðrar sakir, að oftast eru líkur til að þeim fari fram og þeir nái sér á strik í næsta skipti. En því miður verð ég að viðurkenna, að ég hef litla sem enga von um að hæstv. ríkisstj. bæti ráð sitt. Ég er frem ur hræddur um að hún versni með aldrinum. En hvað á þá að gera? Vitanlega er ekki til nema eitt ráð. Það er að kjósendur landsins noti fyrsta tækifæri til að gefa ríkisstj. og ráðherrum hennar lausn í náð, svo að þeir geti snúið sér að öðrum verkefn- um, sem þeir kunna að vera hæf- ir til að sinna, en séu ekki lengur að föndra við stjórn landsins, sem reynslan hefur sýnt að er þeim algerlega um megn. Erni Baldvinssyni, Verzlunarsparl sjóðnum. Dregið verður í happ- dx-ættinu þann 17. júní á lýðveld- ishátíð sem félagið gengst þá fyrir í London. Formaður Islendingafélagsins í London er nú Jóhann Sigurðsson forstöðumaður íslenzku ferðaskrif- stofunnar í London. lagningu Krúsjeffs, þar eð ráðuneytin gætu ekki lengur annað þeim fjölmörgu vanda- málum, sem fyrir lægju. Jasnov kom með tillögu um að stofna nýtt ráðuneyti fyrir olíu- framleiðsluna, en formaður Æðstaráðsins í Basikirija-lýð- veldinu, sem er eitt af mikilvæg- ustu olíusvæðum Sovétríkjanna, var andvígur þeirri tillögu og taldi að hún mundi leiða af sér ný höft og taka alltof mikið af sérmenntuðum mönnum til ó- nauðsynlegrar vinnu. Jasnov lagði jafnframt til, að nokkur ráðuneyti yrðu lögð niður í Sov- étlýðveldinu. Búlganin og Krú- sjeff voru viðstaddir fundinn. Flugferð eða skipsferð til London Happdrœtti íslendingafélagsins þar TSLENDINGAFÉLAGIÐ í London hefur efnt til happdrættis tll I ágóða fyrir starfsemi sína. Undanfarið hefur verið allmikið starf í félaginu og framkvæmdir á þess vegum. Félagsmenn munu nú vera um hundrað talsins, námsmenn í London og íslendingar sem þar dveljast og í nágrenni borgarinnar. Eru í félaginu allmargar íslenzkar konur giftar í Englandi. Munu margir sem um skeið hafa -dvalizt í London minnast félagsins með þakklæti og hlýhug. Deiit um ráðuneyts 1 Æðstaráðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.