Morgunblaðið - 30.05.1957, Page 16

Morgunblaðið - 30.05.1957, Page 16
16 MORCVNfíT 4Ð1Ð Fimmtudagur 30. maí 1957 Salome Pálmadóttir, Sauðárkróki Fáein minningarorð FRÚ SALÓME Pálmadóttir fædd ist á Ytri—Löngumýri í Austur- Húnavatssýslu 7. nóvember 1884. Foreldrar hennar voru hjónin þar Pálmi Jónsson bóndi, sonur Jóns Pálmasonar bónda og alþingis- manns í Stóradal. Móðir frú Sal- óme var Ingibjörg Eggertsdóttir bónda á Skefilsstöðum í Skaga- firði. Þau voru ágæt hjón og drengskaparmenn, svo sem þau áttu ættir til að rekja. 1 einhverjum versta harðinda kafla síðastliðinnar aldar fæddist ungu hjónunum á Ytri-Löngu- mýri hin fríðasta mær og hlaut hún í skjrninni nafn föðurömmu sinnar Salóme í Stóradal. Salóme litla á Ytri-Löngumýri kom eins og sólargeisli inn á heimili for- eldra sinna í þeirra hörðu lífs- baráttu við ótíð og harðæri, sem þá þjakaði allri bændastétt þessa lands og sólargeisli var hún alla ævi sína, vermdi og lýsti til hinstu stundar. Allir, sem hana þekktu munu bera henni vitni um það. Þetta göfuga erindi átti hún inní jarðvist sína. — Þessu verkefni brást hún aldrei. Hún mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna á einhvern hátt úr að bæta. Á hljóðlátan hátt vann hún góð- verk sín, alveg eins og sólar- geislinn sem alla gleður og allt bætir og það var ótrúlega mikið sem hún gat látið gott af sér leiða í önn og harki mannlífs- ins, þar sem hún náði til með kærleik sinum og fórnfýsi. Hún andaðist á Sauðárkróki 21. apríl sl. Salóme ólst upp á heimili for- eldra sinna. Það var menningar- heimili og góður búskapur, sem venja er til í Svínavatnshreppi. Bróðir frú Salóme er Jón Pálmason alþingismaður á Akri. Annan bróður átti hún Eggert að nafni. Hann dó ungur, var talinn hið bezta mannsefni. Árið 1909 giftist Salóme Þor- valdi Guðmundssyni kennara. Byrjuðu þau búskap í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, bjuggu síðan á Mörk í Laxárdal og þá nokkur ár í Brennigerði í Skaga- firði en lengst dvöldu þau á Sauðárkróki, þar sem Þorvaldur var kennari við barnaskólann og lengi hreppstjóri í kauptúninu. Þorvaldur er mætur maður, stilltur og gætinn en fastur fyrir. Hann nýtur mikils trausts allra er hann þekkja. Leyfi ég mér að votta honum innilegustu sam- úð mína við fráfall hans ágætu konu. Þau hjón eiga fjögur börn á lífi. Tvær dætur og tvo syni, eru þau börn þeirra öll hin mann- vænlegustu. Ég kynntist frú Salóme þau ár er ég átti heima á Sauðárkróki. Yar þá heldur erfiður efnahagur fólks þar í kauptúninu. Komst ég að því að hún hjálpaði fátæku fólki svo sem hún gat og stund- um jafnvel um efni fram, þótt það bjargaðist allt vel fyrir þeim hjónum, vegna ráðdeildar þeirra og dugnaðar. Verk sín vann frú Salóme á kyrlátan hátt og forð- aðist að láta á sér bera og hjálp- semi sinni og greiðasemi. Frú Salóme var mjög trú- hneigð kona.- Trú hennar var björt og fögur og lýsti sér í skil- yrðislausu trausti hennar á Guði og elsku hennar til alls, sem var fagurt og dásamlegt „Guð í góð- um heimi“ hún sýndi og lika trú sína í verkunum, í kærleika sín- um og hjálpsemi, einkum til smælingjanna og þeirra sem höll- um fæti stóðu í lífsbaráttunni. Aldrei heyrði ég hana harða í dómum, heldur ávallt milda og vongóða að allt snérist til betri vegar. Frú Salóme var fríðleikskona mikil, há og grönn og svaraði sér vel, fallega vaxin, sviphrein, góð- leg og festuleg. Þó bar það af hversu mikil manngöfgi ljómaði úr gáfulegu augnaráði hennar. Hún var alla ævi sína sólar- geislinn, sem lýsti og mildaði gráa og þokuríka tilveru hvers- dagsleikans. Blessuð veri minning hennar. Sigurður Þórðarson. Bróðurkveðja Norður í fögrum firði Skaga fram við hafsins lind þar sem fleiri frænda saga fékk í reynslu mynd, og í heiði um hærri leiðir heillasólin skin þegar alla þoku greiðir: þar var systir mín. Yfir hennar ævi brautir augun gleggra sjá þegar lífsins löngu þrautir liðnar eru hjá. Okkar beggja æsku myndir opnar liggja mér eins og blys og bjartar lindir birta það sem er. Systir mín var sæmdar kona, sem að engum brást, • yfir leiðum óska og vona unaðsmyndir sjást, valkvendið á vegi förnum vafði trúarsól, astrík móðir eigin börnum öðrum vernd og skjól. Hún var bæði há og fögur hrein í svip og lund af henni margar sæmdar sögur segðu bakki og grund einnig fjöll bg fagrir dalir fengi þetta mál líkt og fljóð og frjálsir halir fagna göfgri sál. Sínum prúða sæmdar manni Frh. af bls. 15. engu við hrófla. Þeir Marís Har- aldsson, formaður Ungmennafé- lagsins, Elías H. Guðmundsson og Geir Guðmundsson og fleiri hafa og lagt hönd á plóginn duglega til að koma á fót þessari skemmti legu sýningu. Leiktjöldin gerði af mikilli list og smekkvísi Guðbjartur Odds- son, sem er að verða ómissandi maður í þessum leiklistarstað, Bolungarvík, en Skugga-Sveinn er 8. leikritið, sem sýnt er hér í vetur, og þar af eru 2 leikrit, sem stóðu yfir í meir en 2 tíma, 2 vfir klukkutíma, en hin fjögur smærri. Vafalaust er það fátítt í ekki fjölmennara byggðarlagi. að svo mörg leikrit séu leikin sama vet- urinn. Stafar þetta vafalaust mest af því, hve góð skilyrði Fé- lagsheimilið býður til leikstarf- seminnar, og má í því sambandi minna á lofsamleg ummæli Har- alds Björnssonar um Félags- heimilið sem leikhús, í þcssu blaði, þegar Þjóðleikhúsið sýndí hér Tópaz fyrir nokkrum árum. En víkjum nú örlítið að einstök- um leikendum, þótt augljóst sé, að dómar um þá hljóta að mark- ast af því, að þar er ekki um at- vinnuleikara að ræða. Sigurð lögréttumann í Dal lék Þórður Hjaltason af næmri tii- finningu fyrir ást bóndans á öll- um jarðargróðri og elsku til nátt- úrunnar. Dóttir hans Ástu lék María Haraldsdóttir. Leikur hennar var hógvær. Ef til vill hefði hún mátt leika sterkara á stundum, en hún féll einstaklega vel í lilut- verkið og söngur hennar var fag- ur. Ásta í Dal er orðin það þeíckt persóna, að fólkið hefur sjálft skapað sér ákveðna mynd af henni á leiksviðinu, og þeirri mynd náði María vel. sú var traust og góð, þróaðist gæfa í þeirra ranni þar sem vaggan stóð. Gleðin óx með góðum börnum geislaði um þeirra svið, ánægjunni og æsku vörnum ástin tryggði grið. Lyfti hinum ljúfa svanna, að létta kvíða og neyð þeirra veiku og mæddu manna er mætti á sinni leið. Gjöful hönd og glaðvært sinni greiddi úr margri þraut, tignin bjó í trygglyndinni trúar boðum laut. Á helgu páska hátíðinni hún frá leystist þraut, eldheitt trúði á ævi sinni upprisunnar braut, flýgur nú í friðar hæðir Gísli Hjaltason lék Jón sterka af djúpri innlifun. Ef til vill hefði hann mátt vera stilltari á sviðinu, en það fór ekki milli mála', að Gísli dró fram eðhs- kosti Jórjs og galla af mikilli kunnáttu. Grasa-Guddu, hina þjóðfrægu persónu, lék Gunnfríður Rögn- valdsdóttir með ágæ'tum, og ekki síður vel, þegar hún þurfti ekki að tala á sviðinu, en aðeins vera þar. Gvendur smali var leikinn af Osk Ólafsdóttur mjög fjörlega og engum duldist hjárænuháttur hans, þótt mér fyndist Ósk gera fullmikið úr kláða Gvendar. Lárenzíus sýslumaður var leik- inn af Sigurði E. Friðrikssyni af mikilli reisn og list, einkum í síð- arihluta leikritsins. Hins vegar var búningur hans hvergi nærri nógu góður, en ekki er það leik- arans sök. Sigurður hafði mjög skamman undirbúning til leiks- ins, en gerði þó hlutverkinu mjög góð skil, einkanlega þegar hann átti í kasti við Skugga- Svein gamla. Einnig fannst mér samleikur hans og stúdentanna með ágætum. Ég held, að það sé á engan hallað þótt ég segi, að 'Sigurður E. Friðriksson sé fædd- ur leikari, og sá albezti sem við eigum hér í Bolungarvík, og raun ar skaði, að honum skuli ekki gefast stærri tækifæri. Söngvari er Sigurður og ágætur. Margrét, þjónustustúlka sýslu- manns, var létt og fjörlega leikin af Ósk Guðmundsd., alveg eins og Manga litla á að vera, einföld en saklaus eins og gengur. Valdemar Ólafsson lék tvö hlut verk: Hróbjart vinnumann og Geir kotung, og sýndi í báðum hlutverkum, sérstaklega þó í Hró bjarti, að hann kann vel til verka frjáls og göfug sál þar sem aldrei nokkurt næðir neyðar kulda bál. Þakka ég fyrir elsku alla ævilanga tryggð, sá ég aldrei setta í haila systurlega dyggð, hennar sem að hástól setti helgust trúar ljós og vissi glöggt að vegurinn rétti væri hið dýrsta hrós. Reynum öll að meta og muna minninganna sjóð, gott er við þann eld að una eignin sú er góð. Þar er bjart í áttum öllum ævimyndin hlý, engin þoka yfir fjöllum eða nokkurt ský. Jón Pálmason. og er laginn að spila á áþorf- endur. Hinn kotunginn, Grana, lék Kristján Finnbjörnsson mjög lag- lega, og þó hefðu báðir kotung- arnir mátt gæta meira hófs í hreyfingum sínum. Galdra-Héðinn, sá fjölkunn- ugi maður, var ágætlega leikinn af Ingimundi Stefánssyni, mátu- lega starandi til að véra óhugn- anlegur, rétt eins og gaidra Héðnar eiga að vera. Stúdentana, Helga og Grím, léku þeir Hálfdán Ólafsson og Kristinn G. Árnason, reglulega yndislega og skemmtilega. Sönn stúdentagleði var yfir leik þeirra og hæfilegur hroki að hætti Hóla sveina og söngur ágætur. Krist- inn lék auk þess skrifara sýslu- manns, lítið hlutverk, en laglega með farið, og gervið alveg ein- staklega skemmtilegt. Þökk sé Guðbjarti Oddssyni. Þá eru eftir útilegumennirnir. Haraldur var leikinn af Sigur- jóni Jóhannessyni, ákaflega lát- laust en nákvæmlega, og hefði mátt verá sterkari leikur stund- um, en vafalaust er erfitt að túlka persónu Haralds á leik- sviði. Samleikur þeirra Ástu var góður, heillandi rómantík, en hefði mátt vera eilítið ákveðn- ari. Ögmund lék Halldór Halldórs- son vel og túlkaði góðmennsku Galdra-Munda hins vestíirzka ágætlega, en hefði mátt sýna meiri þrótt í viðureign hans við Skugga-Svein. Og ekki má gleyma garminum honum Katli, og allra sízt hér, því að hann var meistaralega vel leikinn af Guðmundi H. Egilssyni og hef ég sjaldan séð betri Ketil á leiksviði. Og svo að- lokum Skuggi gamli. Á hann hefur verið minnzt að framan. Skemmtilegt þótt mér að heyra hinn harða vestfirzka fram burð, sem gerði persónuna enn tröllslegri og kempulegri en ella, Vel bar Guðmundur Eyjólfsson 77 árin og kom ekki að sök, en hvernig hlýtur hann þá ekki að hafa verið á þntugsaldri? í við- ureign sinni við sýslumann tókst honum sérlega vel upp, enda sagði hann mér að Matthías hefði lagt svo fyrir, að röddin skyldi heldur spöruð, þangað til. Rödd. in glumdi líka í salnum og var ekkert til sparað: „Þar skal ég drottna og djarfur veifa fári og feiknstöfum fjalls um byggðir meðan særingum svörtum mögnuð röddin mín rymur í reginhelli!" Og þá glumdi við lófatakið og áhorfendur hylltu Guðmund á. kaflega, því að óvíst er, að hann leiki Skugga-Svein oftar, enda vel að verið í hálfa öld. Sigurður Norðquist lék undir sönglögunum af mikilli smekk- vísi, og það er líka list að hvísla, og það hlutverk annaðist Kristín Magnúsdóttir. Ég enda svo frásögn mína um Skugga-Svein með alúðarþakk- læti til allra, sem lögðu hönd að því verki, að sýna þennan gamla skólaleik í Bolungarvík að þessu sinni. — Fréttaritari. Hljómleikar í Austurbæjarbíói suimuiiaginn 2. júní kl. 11,30 Erla Þorsteinauióftir Hauknr Morthens Hljónrsveit: KIDDA VILHELMS Kynnir: Jónas Jónasson Vinsælusbu dægurlögin og Rock- lögin og íslenzku lögii Ennfremur koma fram nokkrir dægurlagahöfundar Konrið og sjáið uppáhaldssöng- konu ykkar. Aðgöngumiðar seldir í Hljóm- plötudeild Fálkans og Austur- bæjarbíói. Skugga-Sveinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.