Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 2
2 MISRCTINnrAfííÐ Laugprdagur 29. júnl 1957 '■—*—f™----'Ty'""' 'f ■;'■ ■' ■ r■ ■ Höfn í Dyrhólaey a&al- áhugamál Mýrdœlinga Rabbað v/ð Ásgeir Pálsson bónda i Framnesi Hinn 2. júní fyrir 11 árum lögðu ftalir niður konungdæmi og urðu lýðveldi. Myndin sýnir hluta hinnar miklu hersýningar, sem fram fór í tilefni af mælisins. Þetta eru hinir frægu „Bersaglieri“, og ganga þeir upp Via dei Fori Imperiali, sem liggur frá hinu fornfræga Colosseum til hins sögufræga Fiazza Venezia í Rómaborg, en þar hélt Mnssolini á síniun tíma eldglæringaræður sínar. Viðstaddir hersýninguna voru Giovanni Gronchi forseti og háttsettir ítalskir stjórnmálamenn sem og erindrekar erlendra ríkja. Thorstein Petersen dæmdur KAUPMANNAHÖFN, 28. júní: — í dag felldi hæstiréttur Dan- merkur dóm í máli Thorstein Pet- Áfengi og opinberar reizhir ÞAÐ hefur talsvert verið rætt manna á milli og í blöðum hvort vínveitingar í opinberum veizl- um eigi rétt á sér eða ekki. Oft eru þessi mál fremur rædd af tilfinningu en rólegum athugun- lun og kemur þá ýmislegt fram, sem er á misskilningi byggt eða beinlínis rangt. Nýlega var t. d. um það getið í einu af blöðunum, að Tryggvi Þórhallsson hafi engar vínveit- ingar viðhaft í veizlum 1930, en hið rétta er, að í veizlum, sem þá voru haldnar, var veitt áfengi með mat. Sterk vín voru hins vegar ekki veitt, enda voru þá slík vín ekki flatt inn í landið. í sambandi við fyrirhugaðar veizlur í tilefni af komu sænsku konungshjónanna hefúr verið á það bent, að konungur væri bind- indismaður og látið í það skína, að hann muni ekki veita vín í þeim veizlum, sem hann héldi í ríki sínu. En þessu er ekki svo farið, heldur veitir Svíakonungur vín í veizlum á þann hátt sem tíðkanlegt er hjá þjóðhöfðingj- um. Það er vitaskuld sízt af öllu nokkuð við það að athuga, þó menn berjist fyrir því, að áfengi sé ekki veitt í opinberum veizl- um, en hins vegar verður auðvit- að að fara rétt með staðreyndir í þessu sambandi eins og öðrum. ersen bankastjóra í Færeyjum I sambandi við hið svo nefnda „Sjovinnubankamál“. Hann var dæmdur í 40 daga fangelsi, en hélt réttindum sínum sem mála- færslumaður sem og öllum borg- aralegum réttindum. Dómur hæstaréttar var töluvert mildari Ný snyrtistofu opnuð í dng í DAG, laugard., verður opnuð ný snyrtistofa, „Margrét“ að Lauga- vegi 28 (Laufahúsinu). Eigandi stofunnar er Margrét Hjálmars- dóttir. Hefur hún undanfarið stundað nám í fegrunarsérfræði í Kaupmannahöfn, London og víðar. Týndur páfagaukur í GÆRKVÖLDI um 10 leytið vildi það til að lítill páfagaukur slapp út um glugga heima hjá sér að Snorrabraut 35. Páfagauk- urinn er blágrænn að lit. Börnin sem eiga páfagaukinn óttuðust mjög um afrif hans í gærkvöldi sérstaklega að honum yrði kalt og meint af útivolkinu. Nú biðja þau þá sem kynnu að verða hans varir, að hlúa vel að honum og koma honum til skila. Síminn að Snorrabraut 35 er 6140. AKRANESI, 28. júní — Hingað til Akraness koma á morgun, laugardag, 40—50 Akureyringar, til að keppa í knattspyrnu við Akurnesinga yfir helgina. —O. en dómar undirréttar og lands- réttar. I undirrétti var hann dæmdur í 4 mánaða fangelsi, en í landsrétti 8 mánaða fangelsi, og missti réttindi sem málafærslu- maður í báðum tilfellum. Thor- stein var eins og kunnugt er kos- inn á danska þingið af Færeying- um. — PálL AKRANESI, 28. júní — Verzlun- armannafélag Akraness var stofn að hér 27. þ. m. Stofnendur eru 30, verzlunar- og skrifstofufólk. f stjórn voru kosnir: Indriði Björnsson, formaður, Jón Ben. Ásmundsson, Edvarð Friðjónsson, Baldur Guðjónsson og Guðjón Finnbogason. —Oddur. ÁSGEIR Pálsson, Framnesi Mýr- dal, leit inn í ritstjórnarskrifstofu Mbl. um daginn, og notuðum við þá tækifærið og spurðum frétta úr Mýrdalnum. — Okkur bsendunum verður nú tíðræddast um tíðarfarið. Það hefur verið þurr tíð upp á síð- kastið og eiginlega fullþurr. Ýmsir bændur eru byrjaðir að slá, og flestir í þann veginn að byrja. En frekar er lítil gras- spretta. — Þurrkið þið heyið eða setjið það í vothey? — Ef þurrkur býðst þá þurrk- um við heyið en votheysgeymslur eru á hverjum einasta bæ og við notfærum okkur þær einnig. — Hvort raynist ykkur nú betra? — Það er ágætt að hafa vot- heyið með, allt upp í hehning gjafar. — Hvernig gekk sauðaburður- inn hjá ykkur Mýrdælingum? — Hann gekk vel og bærilega og núna einhvern næstu daga hefst rúningur af fullum krafti. SJÓSÓKN Á ÞBEM BÁTUM — Hafið þið ekki eitthvað farið á sjóinn í vor? — Jú, eitthvað höfum við reynt við sjósókn. En það er mjög erfitt því það er mjög sjaldan sem gefur á sjóinn og brimið er mikið. En í vor og sumar hafa þrír bátar róið, aðallega frá Jökulsá og Dyr- hóley. Eru um 9 menn á hverjum báti og í 9—14 róðrum höfum við fengið 100 fiska hlut. — Síðasti róðurinn var á þriðja í hvíta- sunnu og fengum við þá full- fermi, mestmegnis af ýsu og þorski. — Hvað um byggingarfram- kvæmdir í s\ eitinni? — Jú, við erum að byggja kap- ellu í gömlum kirkjugarði á Ytri Sólheimum. Þar var kirkja áður fyrr en hún var flutt þaðan um aldamótin. Það er enn jarðað í þessum garði en sóknarkirkjan á Skeiðflöt er um 20 km f burtu svo nokkuð er það óhægt um vik. — Er það hreppurinn sem stend ur á bak við framkvæmdirnar? — Nei, við vorum fimm bænd- ur, Elías Guðmundsson í Péturs- ey, Sigurður Högnason, Sólheima koti, Sæmundur Jónsson, Sól- heimahjáleigu, Þórður Guðmunds son, Völlum og ég, sem tókum okkur saman um að reisa kap- elluna. Fengum við leyfi til þess að hafa frjáls samskot í hreppn- um og einnig höfum við haldið tvær hlutaveltur til ágóða fyrir bygginguna. Kapellan er nú orðin fokheld, en okkur vantar meiri peninga og datt mér í hug að það væru e.t.v. einhverjir Reykvíkingar, sem ættingja ættu grafna í þessiun grafreit og vildu þá styrkja þessar byggingarframkvæmdir með fjár framlögum. Ef þeir væru ein- hverjir þá vildi ég biðja þá að gefa sig fram við einhvern af þessum fimm mönnum sem við nefndum áðan. — Hver eru helztu áhugamál ykkar Mýrdælinga um þessar mundir? — Það er tvímælalaust hafnar- gerð við Dyrhólaey. Þingið hefur nú samþykkt að láta fara fram athugun á málinu. Segja má að það sé lífsnauðsyn fyrir Mýrdal- inn og nærliggjandi sveitir að fá höfnina því það er allsendis ófull- Grasvöxlur læplega í meðallogi Sláffur ibó viða hafinn i Holtum MYKJUNESI, 27. júní. — Síðan um 17. júní hefur verið einstök veðurblíða hér, heitt á daginn Sorgardagur í Poznan Poznan, 28. júní. Frá Reuter. í dag var ársafmæli upp- reisnarinnar í Poznan, og var hans minnzt þar í borg með at- höfnum við grafir Pólverjanna 53, sem létu lífið í fyrra. Eins og menn muna, áttu óeirðirnar rætur að rekja til óánægju fóiks- ins yfir hinum bágu lífskjörum, en þær voru jafnframt undar-- fari meiri atburða, sem leiddu til valdatöku Gómúlka og hinna svo nefndu „þjóðlegu kommúnista“. -Á Mikill mannfjöldi streymdi til kirkjugarðanna átta, þar sem fórnarlömbin eru grafin. f kirkj- unum voru haldnar minningar- guðsþjónustur, og sendinefndir frá samtökum verksmiðjufólks, hernum og lögreglunni lögðu blómsveiga á grafirnar. rr eins og við óskum okkur rr EINS og að undanförnu efnir dagblaðið New York Herald Tri- bune til alþjóðlegrar ritgerðar- samkeppni fyrir unglinga á aldr- inum 16—19 ára. Ritgerðarefnið er: „Veröldin eins og við óskum okkur hana“. Lengd ritgerðarinn- ar á að vera um 1500 orð. Höfundur þeirrar ritgerðar, sem dæmd verður bezt, fær að verð- launum ferð til Bandaríkjanna og 3 mánaða dvöl þar, sér að kostn- aðarlausu. Öllum framhaldskólanemend- um, sem fæddir eru hér á landi, eru íslenzkir ríkisborgarar og orðnir eru 16 ára fyrir 1. janúar 1957 og eigi eldri en 19 ára þann 30. júní 1958, er frjálst að taka þátt í ritgerðarsamkeppninni. Ritgerðirnar kulu hafa berizt menntamálaráðuneytinu fyrir 1. október n.k. (Frá menntamájaráðuneytinu). en oft allmikil dögg á næturna. Ekki hefur rignt neitt á þessum tíma, en þrátt fyrir það hefur grasvexti farið vel fram á túnum í Holtum, þó óvíða sé í stórum stíl. Á stöku bæjum er þó búið að slá allmikið og hirða nokkuð, eins og t.d. á Skammbeinsstöð- um, en bændurnir þar munu einna fyrstir hafa byrjað slátt- inn, um 20 þ.m. Grasvöxtur mun almennt vera í meðallagi, eða jafnvel tæplega það, miðað við árstíma, og mun þar mestu um valda að vorið var kalt fram á miðjan mán- uðinn. Og þó jörð væri klakalaus og gróður kæmi snemma mun vorveðráttan hafa meira að segja en það hvort nokkur klaki er í jörðu fram á vorið. Ekki er farið að rýja fé ennþá að neinu marki, en mun að lík- indum verða gert í næstu viku. Þessa dagana eru nokkrir bænd- ur úr sveitinni á skemmtiferða- lagi. Lögðu þeir leið sína til fjalla og var förinni heitið um Landmannaafrétt og austar á Laugar. Eru það fremur eldri bændumir sem fóru og eru nú að rifja upp gömul kynni frá fjallleitum í fyrri daga. Land- mannaafréttur hefur ekki verið notaður af eigendunum s.l. 15 ár. — M. G. Ásgeir Pálsson nægjandi að hafa ekki höfn nema í Þorlákshöfn. — Og svo er það rafmagnið. Við vonumst til að fá rafmagn frá nýju Sogsvirkjunni. Það eru nú komnar heimilisraf- stöðvar á flesta bæi í Mýrdal, en það er samt ófullnægjandi og vatnsorkan þarna fyrir austan þykir ekki nægilega mikil. — Komið hefur verið nýju skipu- lagi á póstinn okkar, og átti það vafalaust að breytast til batnaðar en mér finnst að því hafi farið viðsfjarri. Nú er pósturinn send- ur á hverjum degi með mjólkur- bílnum en orðið hafa mikil van- höld á honum og hann oft nokk- urra daga gamall loksins, er hann kemst til skila. Þetta kemst þó vonandi í lag er fram líða stund- ir. — Er það nokkuð sem þú vilt taka fram að Iokum, Ásgeir? — Nei, það held ég ekki. Heilsu far á mönnum og skepnum hefur verið gott. En við höfum óneitan- lega áhyggjur af grasmaðkinum, sem komiim er á Síðunni og sömu leiðis af einræðisviðleitni stjórn- arherranna, sem nú ráða landinu sagði Ásgeir Pálsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.