Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐ1Ð Laugardagur 20. júni 1957 !A i i ustan Edens eftir John Steinbeck 68 I Q- Gult hár hennar bar vott af svita, en andlitið var breytt. Það var steinrunnið, stirðnað. Á háls- inum sást æðaslátturinn greini- lega. „Þér hafið eignazt tvo syni“, sagði Samúel. „Tvo hraustlega og fallega syni“. Cathy horfði á hann kuldalega og áhugalaust. JÉg skal nú sýna yður snáð- ana“, sagði Samúel. „Nei“, sagði hún hljómlaust. „Hvað er að heyra þetta. Viljið þér ekki sjá syni yðar?“ „Nei, mér stendur alveg á sama um þá“. „O, það á eftir að breytast. Þér •ruð þreytt núna, en það á eftir Þýðing Sverrir Haraldsson □-------------------□ að breytast. Og það get ég sagt yður afdráttarlaust, að þessi fæð- ing var sú langfljótasta og auð- veldasta, sem ég hef verið vitni að“. Hún leit undan: — „Nei, ég vil ekki sjá þá. Ég vil að þér breiðið fyrir gluggan aftur, svo að birt- an kvelji mig ekki“. „Þetta er bara þreytunni að kenna. Eftir nokkra daga verður allt svo breytt, að þér munið ekki einu sinni eftir þessu“. „Jú, ég man. Farið þér nú. — Farið þér með þá út úr herberg- inu. Sendið Adam inn til mín“. Samúel furðaði sig á málrómi hennar. I honum var - engin þreyta, engin mýkt, engin við- kvæmni og hann gat ekki orða bundizt: „Mér geðjast ekki að yður“, sagði hann og óskaði þess jafnskjótt að þessi orð væru ósögð. En þau höfðu engin áhrif á Cathy. „Sendið Adam inn til mín“, sagði hún. Inni í litlu stofunni stóð Adam og starði stundarkorn á syni sína, flýtti sér því næst inn í svefnherbergið og lokaði á eftir sér. Rétt á eftir heyrðust þaðan hamarshögg. Adam var að negla teppið fyrir gluggann aftur. Lee kom með kaffi handa Sam- úel. „Þér hafið fengið Ijótt sár þarna á hendina", sagði hann. „Já, ég er hræddur um að það| eigi eftir að versna“. „Hvers vegna gerði hún þetta“? „Ég veit það ekki. Hún er mjög undarleg manrieskja“. Lee sagði: „Hr. Hafnilton, leyfið mér að búa um þetta. Þér getið átt á hættu að missa hendina". Samúel var orðinn órólegur: „Gerið það, sem þér álítið rétt- ast, Lee. Ég er bæði hræddur og áhyggjufullur. Ég vildi að ég væri orðinn að barni, svo að ég gæti grátið. Ég er orðinn of gam- all, til að vera svona hræddur. Og ég hef aldrei fundið til slíkr- ar örvæntingar síðan lítill fugl dó í lófa mínum fyrir mörgum árum“. Lee gekk út og kom að vörmu spori með lítinn íbenviðarkassa, með útskornum drekamyndum! Hann settist hjá kassanum og tók upp úr honum fleygmyndaðan rakhníf. „Þetta verður sárt“, — sagði hann hljóðlega. „Ég skal reyna að bera mig karlmannlega, Lee“. Kínverjinn beit á vörina og það var eins og hann fyndi sjálfur til þess sársauka, er hann olli, þegar hann skar 2 djúpa skurði í hönd Samúels, beggja megin við tanna förin og sneið í burtu hinar mörðu holdtrefjar, unz hreint, fagurrautt blóð rann úr sárinu. Því næst tók hann flösku með mjólkurlituðum vökva og áletr- uninni: Halls Cream Salve, og hellti úr henni í sárin. Loks bleytti hann klút og vafði hon- um um hendina. Samúel stundi lágt og kreppti heilbrigðu hend- ina um stólbríkinau „Þetta er nánast karbólsýra", sagði Lee. „Maður finnur það fljótt á lyktinni". „Þökk fyrir Lee. Þér verðið að fyrirgefa mér það, þótt ég hag- aði mér eins og hræddur krakki“. „Ég held að ég hefði ekki get- að borið mig jafnvel", sagði Lee. „Nú skal ég sækja yður meira kaffi“. Hann kom aftur með tvo bolla og settist hjá Samúel. „Ég held að ég fari héðan“, sagði hann. „Ég hef aldrei kunnað við mig í heimskir líka“. Samúel hrökk við: „Hvað eigið þér við?“ „Ég veit það ekki. Orðin komu svona alveg ósjálfrátt". Það fór hrollur um Samúel: „Lee, allir menn eru heimskir. Ég hefi sennilega ekki gert mér grein fyrir því, en Kínverjar eru heimskir". „Hvers vegna voruð þér í vafa um það?“ Samúel sagði: „Kannske vegna þess, að við höldum að ókunn- ugir séu sterkari og betri en við sjálfir". „Hvað er það, sem yður lang- ar til að segja?“ „Kannske er heimskan nauð- synleg. Kannske er það gott að við gortum og berum okkur mannalega. Það er e. t. v. heppi- legt að við séum ýmist barnslega hugrakkir eða barnslega hug- lausir, svo að við sjáum vofur um hábjartan daginn og krækl- óttur kalviður meðfram veginum, verður að ófreskju í okkar aug- um, þegar rökkva tekur. Kann ske er þetta gott og nauðsynlegt, en —“ „Hvað er það, sem yður langar til að segja?“, endurtók Lee. „Það er eins og einhver gust- ur hafi blásið lífi í gamlar, heimskulegar glæður í huga míii- um og látið þær blossa upp að nýju“, sagði Samúel — „og ég heyri það á rödd yðar, að þannig er því einnig farið með yður. Ég skynja vængjatök forlaganna yfir húsi þessu. Ég finn að eitt- hvað ógnþrungið er í vændum". Fylgist með tímanum Það kostar ekki eyri meira að kaupa Bláu Gillette blöðin í aaálmhylkjunum- Aðeins kr. 17/— fyrir 10 blöð Bngar pappírsumbúðir og hólf fyrir notuð blöð. Fylgist með tímanum og notið einnig nýju Gillette rakvélina. Vél No. 60 kostar aðeins kr. 41,00. Bláu Gillette blöðin Meildsölubirgðir: Globus hf., Hverfisgötu 50, sími 7148 M O T O K O V TRÉSMÍÐAVÉLAR fyrirliggjandi. Sérfræðingar frá hinum ýmsu verksmiðjudeildum tékkneskra fyrirtækja verða til viðtals á næstunni og á meðan vörusýningin stendur yfir. m HÉÐINN m ----- MARKÚS Eftir Ed Dodd ~ “ WELL, MR. HILLEy OUR BALLOONS ARE ALL UP AND OUR FIRES ARE LAID ^TO MARKTHE RIVER RUNWAV...ALL WE < CAN DO NOW IS 1 wait... AND A HOLY SMOKE... X HAVE A ÉL LETTER I WAS __ SUPPOSED TO W DELIVER TO VCU, J; ri MR. HILLEY... Æ FROM VOUR DECEASED WIFE/ Vt — Jæja Hallur, þá eru all- I getum við ekkert gert nema beð-. hérna með bréf, sem ég var beð- I 3) — Bréf? Frá hverjum? ir loftbelgirni’r komnir upp og i« — og vonað. inn -um að afhenda þér, Hallur. j — Konunni þinni sálugu. bálkestirnir hér niðri hlaðnir. Nú I 2) — Heyrðu annars, ég er I „Ég finn það líka“. „Ég veit að þér finnið það og þess vegna tek ég meira mark á hinum heimskulegu hugarburð um mínum, en ella. Þessi fæðing gekk of fljótt, var of auðveld — eins og þegar læða eignast kett- linga. Það erumargvíslegarhræði legar hugsanir að brjótast um í huga mínum". „Hvað er það, sem yður langar til að segja?“, spurði Lee í þriðja skiptið. „Ég vildi að konan mín væri komin", sagði Samúel. — „Engir draumar, engar vofur, engin heimskuleg ímyndun. Ég vildi að hún væri kominn. Það er sagt að námtimenn fari með kanarífugla niður, til þess að prófa loftið. Liza er ekki ímyndunarveik eða hjá- trúarfull. Og, Lee, ef Liza sér draug, þá er það draugur, en ekki neinn hugarburður. Ef Liza skynjar hættu, þá er kominn tími til að hleypa slagbröndum fyrir dyrnar“. Lee reis á fætur, gekk að körf- unni og horfði á börnin. Hann varð að lúta niður að þeim, því að tekið var að rökkva. „Þeir eru sofandi", sagði hann. „Það heyrist víst nógu fljótt í þeim. Lee, viljið þér taka vagn- irin og aka heim til mín og sækja Lizu? Segið henni að ég þarfnist hennar hér. Ef Tom er þar enn þá, skulið þér segja honum að gæta heimilisins. Og ef Liza vill ekki koma, þá segið henni að við þörfnumst hennar, hér sé brýn þörf fyrir konuhendur og glöggt konuauga. Hún mun skilja þá“. „Ég skal fara“, sagði Lee. — „Kannske erum við að hræða hvor annan, eins og tvö börri í myrkri". „Mér hefur lika dottið það í hug“, sagði Samúel. „Og, Lee, segið konunni að ég hafi meiðzt á hendinni v:ð borunina. I guðs bænum, segið henni ekki hvernig það raunverulega gerðist“. „Ég þarf bara að kveikja á nokkrum lömpum fyrst og svo fer ég“, sagði Lee. — „Það verður mikil hjálp ef hún kemur hing- að“. „Það verður það, Lee. Það verður ólýsanleg hjálp og hugg- un. Hún mun flytja birtu inn í þessa kjallaraholu". Þegar Lee ók af stað í kvöld- húminu, tók Samúel lampann í vinstri hönd sér. Hann varð að lát hann niður á gólfið, til þess að geta opnað svefnherbergis- dyrnar. Þar inni var niðamyrk- ur og veikur bjarminn frá lamp- anum náði rétt að varpa daufrx birtu á sængina. Rödd Cathys, skýr og greini- leg, barst frá rúminu: „Lokið þið dyrunum. Ég vil ekki hafa ljós. Farðu út, Adam. Ég vil vera í myrkrinu — eiiP'. >>Eg ætla að sitja hjá þér“, sagði Adam, hásum rómi. „Ég vil ekki hafa þig inni hjá mér“. „Leyfðu mér að vera hérna". ailltvarpiö Laugardagur 29. júní: 8.00—9.00 Morgunútvarp. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisút- varp. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.00 „Laugardagslögin". 14.55 Útvarp frá Reykjavíkurflugvelli: Lýst komu sænsku konungshjónanna í opinbera heimsókn til íslands. — Leiknir þjóðsöngvar Svíþjóðar og íslands. 15.45 Miðdegisútvarp. 16,30 Veðurfregnir. 19.25 Veður. fregnir, 19.30 Einsöngur: Josef Hislop (plötur). 19.40 Auglýsing. ar. 20.00 Fréttir. 20.15 Sænsk tónlist. Útvarp frá veizlusal að Hótel Borg: Forseti fslands og konungur Svíþjóðar flytja ræð- ur. 21.30:Erindi: Sviþjóð og Svíar (Dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur). 22.00 Fréttir og veð- urfregnir. 22.10 Danslög (plötur) — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.