Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ i.V.-kaldi. Skúrir Æskan og framfíðin Sjá bis. 8. 142. tbl. — Laugardagur 29. júní 1957. Höfnína þarf að dýpka svo skipin komist undir krana OÍLDARVERKSMIÐJUSTJÓRNIN hefur nú gert ráðstafanir til Þess að hægt verði að taka í notkun síldarverksmiðjuna Skagaströnd, sem aðgerðarlaus hefur verið um árabil. Við síldarverksmiðjuna þar eru tveir löndunarkranar. í»að kom strax í Ijós er farið var að at- huga höfnina að þar þurfti að framkvæma nokkra dýpkun til þess að hægt yrði fyrir drekk- hlaðin síldarskipin að komast ferða sinna um hana. Var t.d. með öllu ógerlegt að koma síld- arskipum undir löndunarkran- ana. Hér í Reykjavík hefur dýpk- unarskipið Grettir legið undan Síldarfréftir SIGLUFIRÐI, 28. júní. — Fjöldi skipa hefur streymt hér inn í dag, flest með smá slatta, vegha þess að bræla hefur verið á mið- unum. Góður afli mun þó hafa verið austan Langaness. Gott veð- ur er hér inni en austan kaldi úti og skipin farin að leita vars. I dag frá kl. 11,30 til 18.30 komu þessi skip með síld til Siglufjarð- ar: — Gjafari 150 mál, Steinunn gamla 250, Höfrungur 150, Hauk- ur 250, Bjarni Jóhannesson 250, Sleipnir 100, Reynir AK 200, Fagriklettur 200, Víðir 100, Stefán Árnason 100, Guðfinnur 400, Grundfirðingur II. 200, Freyja 150, Björgvin RE 450, Júlíus Björnsson 550, Ingjaldur 250, Skipaskagi 100, Fákur 300, Guðbjörg 400, Freymóður 150, Guðjón Einarsson 100, Stefán Þór 300, Faxi 300, Sæborg KE 150, Merkur 200, Vonin II. GK 100, Helga RE 100. Samtals 6000 máí og hafa þá borizt til Siglu- fjarðar s.l. sólarhring hátt á 14. þús. mál. — Hjalteyrarverksmiðj- an hóf bræðslu í fyrrakvöld og var búið að bræða um 5500 mál í lag. Lagði Stígandi upp á Hjalt- eyri afla sinn, um 400 mál. RAUFARHÖFN, 29. júní: — Sl. nótt landaði Huginn, Neskaup- stað 126 málum af síld, Hagbarð- ur, Húsavík, 160 málum. í nótt kom nokkur síld upp hjá Langa- nesi. Smári og Víðir annar, sem lönduðu hér í gærdag voru með 100 mál hvor. Nokkur skip voru í gær með minni veiði. Mestall- ur veiðiflotinn er á vestursvæð- inu. — Einar. ESKIFIRÐI, 28. júní — Fjórir bátar eru farnir á síldveiðar héð- an. Eru þrír þeirra með hring- nót en 1 með herpinót. Ennþá hefur ekki frétzt um afla. Bát- arnir munu leggja upp á ýms- um höfnum. —Gunnar, farið. Þó þess hafi ekki verið getið í fréttum blaðanna af far- mannaverkfallinu, þá hefur það einnig náð til Grettis. En með tilliti til þess hvað í húfi er, og ef um áframhaldandi síldveiði verður að ræða á vest- ursvæðinu, þá veitti verkfalls- stjórnin leyfi til þess að vélstjór- ar á Gretti sem í verkfalli eru, tækju upp vinnu. Er Grettir nú væntanlegur til Skagastrandar árdegis í dag, og eru þangað væntanlegir í dag prammar þeir, sem uppgröftur úr höfninni er fluttur í, en þeir verða dregnir vestan af Patreks- firði. Áður en verkfallið hófst hafði verið ákveðið að Grettir færi austur á Hornafjörð, til að dýpka þar höfnina. Nýr fiskihátur til Bol ungarvíkur Fyrsti báturirm búinn ratsjá OÍÐASTLIÐINN þriðjudag, 25. júní, kom nýr bátur til Bolungar- ^ víkur. Var hann smíðaður í Danmörku og er 64 brúttólestir. Daginn eftir að hann kom heim til Bolungarvíkur fór hann á síldveiðar, og heitir nú Þorlákur ÍS 15. Eigandi hans er Fiskveiði- hlutafélagið Græðir. Forstjóri þess er Bjarni Eiríksson. SMÍÐAÐUR í DANMÖRKU Báturinn er smíðaður hjá A. S. Fredrikssund Skipsværft, en þar hafa verið smiðaðir um 30 íslenzkir bátar. Er hann tréskip, og er smíðaður skv. danskri teikningu dálítið breyttri. í bátnum er 280—310 Alpha Diesel vél. Báturinn er búinn öllum fullkomnustu siglingatækjum, m. a. er í honum dýptarmælir með asdic útbúnaði. Þá er og ratsjá í bátnum, sérstaklega gerð fyrir fiskibáta hjá Terma í Árósum. Er Þorlákur fyrsti fiskibáturinn með ratsjá, en sjá má allt að fjórðungi mílu með henni. GOTT SJÓSKIP Skipstjóri á bátnum er Jakob Þorláksson, kunnur afla og dugn- aðarmaður. Umboðsmaður við kaup bátsins var Eggert Kristjáns son & Co. en firmað hefur umboð fyrir skipasmíðastöðina hér- lendis. Allur frágangur bátsins er hinn bezti og á leiðinni frá Dánmörku reyndist hann hið bezta sjóskip. Hinn nýi forsætisráðlierra Frakklands, Maurice Bourges- Maun- oury, brá sér yfir sundið til kollega síns í Englandi ekki alls fyrir löngu, og ræddu þeir sameiginleg vandamál og gagnkvæmaa stuðning ríkja sinna. Á myndinni sést Bourges-Maunoury t. v. á tali við Harold Macmillan, forsætisráðherra Breta. SátiafundtBr í gærkveBdi SÍÐD. í gær var enn haldinn sátta fundur í farmannadeilunni. Stóð sé fundur enn seint í gærkvöldi og hafði ekkert fréttnæmt gerzt þar þá er blaðið var búið til prentunar. Ekki var búizt við að fundurinn myndi standa fram á nótt og engar horfur taldar á því að deilan myndi færast nær því að leysast. Hér virðist sem leggjo eigi stein í götn okkor seg/o óánægdir sænskir blaðamenn SEM kunnugt er af fréttum hafa helztu stórblöð Svíþjóðar sent hingað blaðamenn og ljósmyndara, til þess að segja sem ýtarlegast frá sænsku konungsheimsókninni. — í gær lýstu blaða- menn úr þessum hópi mikilli óénægju sinni yfir allri fyrir- greiðslu opinberra aðila við þá. — Við höfum áður skrifað um konungsheimsóknir í okkar eigin landi og í öðrum löndum, en hér höfum við rekið okkur á, að svo virðist sem leggja eigi stein í götu okkar, sögðu þeir. Þannig er mál með vexti, að við höfðum búizt við því að Ijósmyndarar okkar gætu fengið að taka myndir af því sem fram fer jafnt innan dyra sem utan við konungsheimsóknina. Nú hef- ur okkur verið sagt, að ljósmynd- arar okkar fái aðeins að ljós- mynda það sem gerist utan húss, en okkur er svo boðið að fá myndir sem ljósmyndari hins op- inbera hér tekur, af því sem fram fer innan dyra. Hann einn Styrkur til náms í læknisfræði KANDÍDAT í læknisfræði getur fengið styrk að upphæð DM 250.00 á mánuði um allt að 10 mánaða skeið, til framhaldsnáms í einhverri grein læknisfræðinn- ar við háskólann 1 Míinster. Sér- staklega er mælt með barna- sjúkdómadeildinni, en önnur sjúkrahús og vísindastofnanir koma einnig til greina. Lysthaf- endur eru beðnir að gefa sig fram við próf. Niels Dungal, Reykjavík. í fyrradag var hér í Reykjavíkurhöfn stærsta selveiðiskip Norð- manna, Polarhav, sem er nýtt skip, og fór í fyrstu veiðiför sína til Nýfundnalands í febrúarmánuði s. 1. um líkt leyti og selveiði- skipið sem strandaði austur á Meðallandssandi. — Polarhav er mjög fullkomið skip. Hægt er að stjórna því gegnum ís úr klefa sem er ofarlega í háu frammastri skipsins. Það er allt hvítt stafna á milli og yfirbyggingin líka. Hingað kom það til að lesta hraðfrystan fisk fyrir Rússlandsmarkað og lét það úr höfn í fyrrinótt. mun hafa leyfi til að mynda innanhúss. Þetta er algjört nýmæli við konungsheimsóknir. Við sjálfa brezku hirðina fá blaðaljósmynd- arar alltaf og alls staðar ákveð- inn stað til þess að taka sínar myndir. Skemmst er að minnast heimsóknar brezku konungshjón- anna til Danmerkur. Þar var sami háttur hafður á. Allir opinberir aðilar sem við þekkjum til telja það sjálfsagða cg eðlilega skyldu að skapa blaða mönnunum sem bezt starfsskil- yiði. Einn blaðamannanna benti á að heima í Svíþjóð myndi þetta þykja merkilegur þvergirðings- háttur. Ekki væri víst að blöðin hefðu verið að leggja í stórfelld- Aðalfundur Tafl- félagsins hraðskákmót AÐALFUNDUR Taflfél. Reykja- víkur verður haldinn að Þórs- kaffi á morgun, sunnudag, kl. 1,30. Að loknum fundarstörfum verður efnt til hraðskákmóts. Er búist við þátttöku okkar beztu manna, en þátttaka er öllum heimil. ESKIRFIRÐI, 18. júní — Togar- inn Vöttur er nú að landa 200 lestum af fiski á Fáskrúðsfirði og á Eskifirði. Aflinn fer til vinnslu í frystihúsin. —Gunnar. an ferðakostnað vegna blaðaljós- niyndara sinna, ef ritstjórana hefði grunað þetta. En við vonum, bætti þessi blaðamaður við, að úr þessu máli muni rætast í dag. Við munum eiga fund með Bjarna Guðmunds syni blaðafulltrúa og við treyst- um honum til stð leysa vandann. Geta má þess að íslenzku dag- blöðin eru undir sömu sök seld og hin sænsku. Nýjar mælin«ar í Faxaflóa SJÓMÆLINGABÁTURINN TÝR hefur undanfarið verið við mæl- ingar hér í Faxaflóa, við hafnir og aðra staði, þar sem mælingar voru framkvæmdar fyrir mörg- um árum. Þykir nú eigi með öllu á þær treystandi lengur m. a. vegna þess hve skip hafa stækk- að síðan þær voru gerðar. Hvalkjöi fluft úl AKRANESI, 28. júní — Á hádegi í dag kom hingað norskt skip, Á það að taka fullfermi af frystu hvalkjöti, um 6—7 hundruð lest- ir, en hraðfrystihúsið Heimaskagi h. f. er þegar búið að frysta á annað þúsund lestir af hvalkjöti, fyrir hvalstöðina á yfirstandandi vertíð. Skipið flytur hvalkjötið til Englands og kemur aftur um hæl til að sækja nýjan farm. ■—Oddur. Nýir skömmtunar- seðlar í næstu viku NÚ eru nýir skömmtunarseðlar fyrir mánuðina júlí, ágúst og september, að taka gildi og verða þeir afhentir í Góðtemplarahús- inu n. k. mánudag, þriðjudag og miðvikudag milli kl. 10 og 5. Eins og áður eru seðlarnir afhentir gegn greinilega árituðum stofn- um fyrri seðla. ESKIFIRÐI, 28. júní — Sláttur er að hefjast hér almennt. Spretta er í sæmilegu meðallagi. Hirt var af fyrsta túninu hér 19. júní. Tíð er allgóð. —Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.