Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 11
Laugardagur 25. júní 1957 MORCVNBLAÐ1Ð 11 Rætt við prófastshjónin að Núpi, séra Sigtrygg og frú Hjaltlínu: Angandi blómareitur á gamla stekkjar- holtinu, sem áður var úfið og hrjóstugt IJNDIR fjallinu Núpi í Dýra- firði, sem skólasetrið dregur nafn sitt af, getur að líta einn fegursta blett Vestfjarða. Það er Skrúður, garðurinn fagri, sem hinn aldurhnigni prófastur, séra Sigtryggur Guðlaugsson, skipu- lagði og gerði á yngri árum sín- «m. Hann sker sig úr umhverf- inu sunnanvert í hlíðinni, og iveiflar voldugum trjákrónum yfir hrjóstrugt holtið. Þessi skrúðgarður á sér merka og langa sögu að baki og ber því ef til vill órækast vitni, hve íslenzk mold er máttug og gróskurík. Á þeim stað, sem Skrúður stendur nú og angar af litfögrum blómum inn- lendum og erlendum, milli fall- egra og vel skipulagðra greni- og birkiraða, var óhrjálegur stekkjarmelur og lítt aðgengileg- ui til ræktunar fyrir tæpum fimmtíu árum. Þarna á þessum stað hefur mannshöndin ásamt páli og reku unnið þrekvirki og breytt grjótholti I angandi blóma- reit. Þarna hafa þau prófasts- hjónin, frú Hjaltlína Guðjóns- dóttir og séra Sigtryggur reist sér þann minnisvarða, sem ekki „springur né eyðist í vindurn", en heldur áfram að vaxa og þrosk ast, eftir því sem árin líða. VORVERK í SKRÚ® Fyrir skömmu átti fréttamað- ur Mbl. leið um Dýrafjörð og r.otaði þá tækifærið til þess að skoða Skrúð og ræða við pró- ,Viljirðu vesfur á Fjörðum, vita hvar rœkfun er prúð, leggðu þá leið þína að Núpi, líttu sem snöggvast á Skrúð" HELGAÐUR MINNINGU < GRÓÐURSETNINGU KARTÖFLUNNAR — Hve gamall er garðurinn, frú Hjaltína? — Hann er talinn síðan 7. ágúst 1909, en maðurinn minn mun hafa byrjað á honum 1905. Garð- urinn hefur verið frá því og þar til í fyrra, % úr dagsláttu, en þá var hann stækkaður. Landið, sem hann stendur á, gaf Kristinn heit- inn Guðlaugsson, bróðir Sig- tryggs, honum, þegar hann flutt- ist hingað vestur frá Þrymi í Eyjafirði. Það hefur víst verið fremur erfitt til ræktunar, stekkjarholt stórgrýtt. Annars hefi ég ekki sinnt um garðinn fyrr en eftir 1918, en stöðugt síðan. — Garðurinn er helgaður minningu einhvers atburðai? — Já, hann er helgaður minn- ingu þess, að þegar hann var gerður, voru 150 ár liðin frá því kartafla var fyrst gróðursett í íslenzkri mold af séra Birni Hall- dórssyni prófasti í Sauðlauksdal. — Hvenær byrjarðu venjuleg vorstörf í garðinum? — Algengast er að ég byrji að vinna í honum um miðjan apríl. Þá er hægt að fara að klippa trén eftir veturinn. — En auðvitað Aðalhlið Skrúðs. Á hliðinu stendur „Skrúður 7/8 1909“, en þá voru liðin 150 ár frá gróðursetningu fyrstu kartöflunnar í íslenzka mold, en garðurinn er helgaður minningu þess atburðar. fastshjónin, frú Hjaltlína var þegar byrjuð á voryrkjunni í garðinum, þótt hlýindin létu frek »r á sér standa. Þar mátti líta móbrún moldarbeðin hlið við hlið, hárfínt mulin og jöfnuð, til- búin að taka móti fræjunum og jurtunum og hlúa að þeim, eins og uppbúin rúm. Fjölæru jurt- irnar voru farnar að blómstra og trjágróður allur búinn að taka á sig ljósgrænan vorlit. Fjölæru jurtirnar, prímúlur, rósir og fjól- ur teygðu sig upp úr moldinni, gular, rauðar, grænar og bláar. Það var mikið að gera hjá frú Hjaltlínu. Það þurfti að hreinsa burtu rusl frá fyrra sumri, bera áburð í moldina, pæla upp og sir.na ungum veikburða gróðri inni f gróðurhúsinu, sem enn þá var það lítilfjörlegur, að ekki var tímabært að gróðursetja hann úti undir beru lofti. Skrúður liggur um það bil kílómetra gang frá Núpl. Tvisvar á hverjum degi fer frú Hjaltlína þá leið, til að vökva gróðurinn og sinna honum. Oft er hún allan daginn f garðinum og vinnur frá morgni til kvölds, kemur aðeins heim á matmálstímum. Séra Sig- tryggur, sem er 95 ára, fer einnig í garðinn hvern góðviðrisdag og vinnur að gróðursetningunni, „en það er aðallega konan mín, sem hefur annast hann undanfarin 30 ár“, sagði hann. er þetta breytilegt, eftir því hvernig árferði er. í vetur voru mikil snjóþyngsli og ég byrjaði ekki fyrr en fyrstu dagana í maí. — Hve margar trjátegundir vaxa í garðinum? — Það man ég ekki alveg fyrir víst, en í fljótu bragði get ég nefnt reyni, björk, rauðgreni, sitkagreni, hlyn, lerki og fleiri mætti víst nefna. Svo eru ýmsir runnar, svo sem kornelvið- ur, ribs, kornber og sólber. — Hæsta tréð er yfir 7 metrar. — Er það ekki rétt, að séra Sigtryggur hafi ætlað að hafa eingöngu íslenzkan blómagróður í garðinum? — Jú, í upphafi ætlaði hann að gera það. Hann ætlaði að kynna fyrir islenzku skólafólki, hvað hægt væri að rækta í ís- lenzkri mold. En svo reyndist talsvert erfitt að einskorða sig við það, þegar fram í sótti. Það ei t. d. mjög erfitt að fyrirbyggja útbreiðslu íslenzkra jurta margra eins og t. d. sigurskúfsins, sem er falleg jurt, en breiðist ákaf- lega ört út og verður óviðráðan- legur. Hann skríður áfram niður í moldinni og svo skýtur honum upp hér og þar. MIKH) STARF — En svo hafið þið líka mat- jurtir í garðinum? — Já, við höfum ýmiss konar Frú Hjaltlma Guðjónsdóttir. matjurtir. Og allt þarf þetta sinningu. Það er mikið starf, sem er fólgið í því að sinna svona garði. Gróðurinn þarfnast geysi- lega mikillar umönnunar. — En það hlýtur að vera ánægjulegt starf? — Já, það er það sannarlega. Eg geri gælur við rósirnar mínar og fjólurnar. Satt að segja finnst mér svo vænt um blómin, að mér finnst næstum að sjálfur Guð sé hjá mér, þegar eg er meðal þeirra. Yfirleitt vinn eg hér allar þær stundir, sem heim- ilið má missa. — Jú, það má segja að svo sé. Það hreiðra sig venjulega nokkr- ar endur og rjúpur í garðinum á hverju ári. Þær vita, að þær eiga friðland hér. Einu sinni yfir- gaf önd hreiðrið sitt í garðinum. Það fannst mér sorglegt. — Hvaðan fáið þið fræ til jurtasáningarinnar? — Nú orðið höfum við lang mest viðskipti við Flóru í því efni. Áður fyrr skiptum við mik- ið við fyrirtækið Sigvald Christ- ensen í Bergen, en erum svo að segja hætt þvL Það er óhætt um það, að frú Hjaltlína á mörg spor um garð- inn sinn, þennan yndislega gróð- urreit, sem* ber vitni um haga NEFNDI ÞÁ EFTIR HVÖMMUNUM HEIMA A ÞRÖM — Eg gerði Skrúð með það fyrir augum að hann yrði notað- ur sem skólagarður til hjálpar I við kennslu í almennri jurtafræði og' einnig til að venja nemendur við að neyta garðjurta. Það er rétt, sem konan mín sagði um garðstæðið. Það var ekki mjög gróðurríkt. 1 litlum þúfnamóa var byrjað að stinga þúfurnar og slétta. Það var auð- velt, því moldarríkt var þar. Ég sáði þar fyrst höfrum og einnig kartöflum. Síðan var haldið á- fram að brjóta landið út með hjallanum sem garðurinn var gerður undir. Það var erfitt verk vegna grjótsins. Þar gerði ég þrjá skápa eða hvamma inn undir hjallann til skjóls. Og til gamans nefndi ég þá eftir hvömmum í Þverárgili heima á Þröm, sömu röð, Stekkjarbrekku, Selhvamm og Ólafshvamm. MJAÐJURT ÚR EYJAFIRÐI — GARÐBRÚDA ÚR RANGÁRVALLASÝSLU Jafnóðum og land var brotið var borinn á það áburður. Einn- ig sáð og plantað. En áburður- inn var af skornum skammti. — Húsdýraáburður var ekki til af- lögu á búunum í grenndinni en tilbúinn áburður þá ekki kom- inn til sögunnar. Ég hafði í huga að safna sam- an í garðinn íslenzkum jurtum, einkum þeim, sem helzt þykja til prýði. Varð ég mér úti um jurtir eða fræ þeirra frá fjarlægum héruðum. T. d. má nefna garð- brúðu úr Rangárvallasýslu, blá- kollu, umfeðming, mjaðjurt og jarðarber úr Eyjafirði, eyrarrós, sigurskúf, beitilyng og fjólu úr Fnjóskadal og svo voru ýmsar teknar nær, svo sem baldursbrá, aronsvöndur, jökulsóley, mela- sól, bláklukka, ætihvömm, geitla, brúðberg, brunnrós, burkni, storksblágresi og fleira. ÞYKI YKKUR NOKKURT UM VERT, ÞÁ .... — En séra Sigtryggur, hvað hugsið þið ykkur hjónin með garðinn í framtíðinni, þar sem þið eruð nú bæði farin að lýjast að kröftum? — Við höfum í hyggju að af- Á þeirrl hliS Skrúðs er niður að veginum snýr, er > oldugt hlið gert úr hvalkjálkum. Snjóhvít hvalbeinin skera sig vel úr bakgrunn- inum, sem er laufgrwn tré. hönd, smekkvísi, trú á íslenzka mold og ást á gróðri. En hvað segir þá hinn hári öldungur um þetta óskabarn sitt, sem hann hefur offrað svo mikl- um tíma sínum, en einnig upp- skorið ánægju og lærdóm fyrir. Jú, eitthvað svipað þessu komst séra Sigtryggur að orði við mig: henda hann NúpsskólanUm, og það jafnvel áður en langt um líður. Eg er hættur að geta sinnt honum og það hefur algjörlega fallið í hlut konu minnar, en einnig hún er farin að lýjast. Mér þætti vænt um, að Skrúður yrði rækaður frá skólanum og þá heízt undir eftirliti grasafræð- Séra Sigtryggur Guðlaugsson, fyrrum prófastur. inga, og þá gæti hann gegnt því hlutverki, er ég hugði honum í fyrstu. ★ Þegar eg kvaddi þau hjónín eftir þetta rabb, mælti séra Sig- tryggur: — Eg hverf bráðum af sjón- arsviðinu, en finnist þeim er eftir dveljast nokkurs virði um komu mína þangað, þá minnast þeir hennar á mér kærastan hátt með varðveizlu og aukningu gróðurs og náttúruminja í Skrúð og að hann beri nafn með rentu og sanni það, að „maðurinn sáir og plantar, en Guð gefur ávöxtinn“. Eg kæri mig ekki um meitlaðan stein á gröf mína, en þakka þeim innilega er hlúa að Skrúð með fögrum gróðri náttúrunnar á stað sem áður var hrjóstugur. — M. Th. Kvikmyndir: „Eituiblómið“ Þetta er frönsk sakamálamynd, er Austurbæjarbíó sýnir um þessar mundir. Er efni myndarinnar byggt á einni af hinum kunnu „Lemmybókum“, sem margir hér munu kannast við. — Myndin gerist í Casablanca og víðar og segir frá bófaflokki, sem er á hnotskógi eftir gullfarmi, sem er eign amerísks banka. — Hinn snjalli leynilögreglumaður Lemmy Caution er sendur frá Washington til þess að ráða niður lögum bófaflokksins og ná gull- inu úr greipum hans. Kemst leynilögreglumaðurinn í mjög spennandi ævintýri og miklar þrautir, en hin fræga dansmær Charlotte de la Rue, — öðru nafni „Eiturblómið“. á sinn veigamikla þátt í úrslitunum. — Mynd þessi er prýðisvel gerð og geysispenn- andi svo að aldrei slaknar á, en reyfarakennd í meira lagi: Aðal- hlutverkin, Lemmy Caution og „Eiturblómið" leika þau Eddie Constantine og Dominique Wilm* og fara þau bæði vel með hlut- verk sín. Erkibófann leikur Ho- ward Vernon, og túlkar þá mann- gerð prýðilega. — Ego. Sámafram- kvæmdir AKRANESI, 27. júní. — Undan- farinn mánuð hafa simamenn unnið að því að leggja sérstaka simalínu frá Akranesi inn í Svínadal á Hvalfjarðarströnd. Sömuleiðis hafa þeir lagt síma- línu frá Ferstiklu inn í Hvalfjarð arbotn. í símamannaflokknum eru 13 menn og er verkstjóri ót afur Ingþórsson. Þeir munu vinna hér enn í tvær vikur á svæðinu utan Skarðsheiðar að við gerðum og eftirliti á símalínum. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.