Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 8
M O R CTJ N B L A Ð IÐ Laugardagur 2S. júuí 1957 FRÁ S.U.S. . RITSTJÓRI: ÞÖRIR EINARSSON Sveinn Asgeirsson: íslendingar í Stokkhólmi ITILEFNI af fyrstu heimsókn sænsks konungs tíl íslands, fór ritstjóri SUS-síðunnar þess á leit við Svein Ásgeirsson, hag- fræðing, að hann ritaði grein um ísiendinga í Svíþjóð. Sveinn tók þessari beiðni vinsamlega, en hann stundaði nám við Stokk- hólmsháskóla árin 1945—’50 og stóð þá fremstur í félagsstarfsemi Islendinga þar í borg. Hann er því í hópi þeirra manna, sem kunna gleggst skil á þessu máli. Samskipti Svía og íslendinga hafa aldrei verið mikil, enda þótt 4 kynslóðir þeirra hafi lotið sama þjóðhöfðingja og íslenzkir bisk- upar hafi um alllangt skeið s3tt vígslu til Lundar. íslenzk skáld gerðu sér tíðum ferð til Svi- þjóðar, meðan list þeirra var í hávegum höfð þar sem annars staðar á Norðurlöndum, en þær ferðir hættu að borga sig þegar á þrettándu öld. Eftir það eru samskipti þjóðanna sáralítil i margar aldir, þangað til Svíar fá áhuga á íslenzkum handritum vegna sögu sjálfra sín og taka að safna þeim með allgóðum ár- angri. Þá ósvinnu þoldu Danir ekki og bönnuðu þeim slíka söfn- un 1685. Er nú eftir að vita, hvort þetta bann gildir okkur einu eða hafi áhrif á handritaeign okkar íslendinga í framtíðinni. Þá má gjarnan geta þess, því að það eru ekki allir, sem vita, að fyrir 390 árum skrifaði Eirík- ur XVI. Svíakonungur íslend- ingum bréf og geiði þeim kon- unglegt boð, ef svo mætti segja. Ástæðan til þess, að það bréf bar engán árangur, var ekki hin rótgróna tregða íslendinga til að svara bréfum, heldur hin, að það komst aldrei til skila. Svíar hafa kunnað vel að meta íslenzkar fornbókmenntir og þýtt þær og gefið út í ríkum mæli. Það eru aðeins fá ár, síðan ís- lendinga sögur komu út í nýrri og mjög vandaðri þýðingu Hjalm ars Alvings á vegum Bonniers, stærsta útgáfufyrirtækis Sví- þjóðar. Margar af skáldsögum Gunnar Gunnarssonar og Krist- manns Guðmundssonar hafa ver- ið gefnar út í Svíþjóð, og frami Halldórs Kiljans Laxness í Sví- þjóð leiðir hugann aftur til ís- lenzku hirðskáldanna, er konung- ar leystu þá út með gjöfum. Það er ekki.fyrr en á síðasta aldarfjórðungi, sem íslendingar taka að nokkru marki að sækja menntun til 'Sviþjóðar. Árið 1934 er orðinn það stór hópur íslenzkra námsmanna í Stokkhólmi, að þar er stofnað Félag islenzkra stúd- enta í Stokkhólmi. Fyrsti for- maður þess var Jón Magnússon, fréttastjóri Híkisútvarpsins, og síðan í mörg ár Sigurður Þórar- insson, jarðfræðingur. Hefur fé- lagið starfað óslitið síðan. Á fyrstu árum félagsins eru haldnar ódýrar samkomur, um- ræðufundir og upplestrarkvöid. En svo kemur stríðið, og það hefur mikil áhrif á hið íslenzka félagslíf í Stokkhólmi. Allmöig- um fslendingum tekst að komast til Svíþjóðar frá Danmörku og Noregi, gjaldeyrisástandið batn- ar meðal landanna, og „nýlend- an“ vex og blómgast. Auk fund- anna er nú getið nokkurra veg- legra samkvæma í fundarbókum félagsins. Skárri efr ' agur var hin ljósa hlið þessarrar 5 ára ein- angrunar, sem mörgu; > hefur þótt ærið löng. Nær allir fslendingar, sem dvöldu í Svíþjóð þessi ár, höfðu lokið námi sínu, þegar leið ir opnuðust heim aftur, og ís- lenzka nýlendan í Stokkhólnu var horfin allt í einu vorið 1945. ÍSLENDINGAR I STOKKHÓLMI EFTIR STRÍD Eftir þennan stutta formála er ég kominn að því tímabili í sögu íslendinga í Svíþjóð, sem ég er helzt til frásagnar um, en ég dvaldi í Stokkhólmi 1945—’50. Skal ég nú segja eitthvað frá þeim árum. Hér á landi ríkti mikill áhugi á Svíþjóð meðal þeirra náms- manna, sem vildu eða þurftu að fara utan til náms að stríðinu loknu. Þess ber að gæta, að önn- ur lönd Evrópu voru flest í sár- um eftir styrjöldina, svo að Sví- þjóð var fýsilegast heim að sækja af mörgum ástæðum. Straumur ungs fólks til Svíþjóðar — aðal- lega til Stokkhólms — hófst, þeg ar leið á sumarið 1945. Þá myr.d- aðist algjörlega ný íslenzk ný- lenda í Stokkhólmi, sem þvi mið- ur gat ekki notið handleiðslu kunnugra landa þar, því að þeir voru gjörsamlega horfnir. Þetta voru tímar míkillar leit- ar. Menn leituðu að herbergjum, skólum, góðum, en ódýrum mat- sölum, reyndu matseðla og lærðu aðallega af mistökum. Verðlag þótti afar hagstætt yfirleitt, yfir- færslur höfðu gengið vel, og al- menn bjartsýni ríkti. En eins og gengur þá t,óku menn smám saman að líta raun- særri augum á umhverfið og vandamálin. Það tók ískyggilega langan tíma að fá sér herbergi, maturinn var miklu lélegri en heima, nema þá á betri veitinga- húsum, fatnaður var skammtaður heldur naumlega, og það var ótrúlegt, hvað peningarnir voru fljótir að fara. Og það var síð- ur en svo tilhlökkunarefni að fara heim á kvöldin í ókynt herbergi, sem maður leigði hjá bláókunn- ugu fólki. Og það skipti sér ekkert af leigjandanum, þótt væri hann af þessu stórmerka þjóðerni, að öðru leyti en því, að honum var bannað að hafa gesti eftir kl. 10 I á kvöldin. NÓG AF ÚTLENDINGUM Við hlutum að undrast það stór lega, hve lítið fólk vissi um ís- land, þessa heimsfrægu sögueyju. Það var hart að þurfa að benda á landabréf til upplýsinga. Og svo þurfti maður að stofna lýð- veldi á ný, í hvert skipti sem spurt var um stjórn landsins. Hneykslaður og vondur reif mað ur landið úr klóm Dana oft á dag. Eitt mesta áfallið fékk ég á dans- pallinum á Skansinum í Stckk- hólmi. Við fórum þangað nokkrir eitt síðsumarkvöld, og þar sem ég var orðinn þreyttur á frelsis- baráttu lands míns í þessari borg, þá bauð ég upp yndisleikanum sjálfum með hvíta stúdentshúfu. Hún hlaut þó að hafa próf í sögu og landafræði, og ég sveif með hana út á dansgólfið undir bléum septemberhimni og brosti til fé- laga minna. Ég var auðvitað ekki búinn að koma út úr mér heilli setningu, þegár hún spurði, hvaðan úi ver- öldinni ég væri. Ég bauð henni að gizka á. Þá nam ég sænskan framburð á nöfnum flestra landa, sem byggð eru nokkurn veginn hvítum mönnum. En þó hafði hún gjeymt einu landi, landi míns föður, landi mínu. Ég varð þvi að segja henni það sjálfur. Hún Ieit á mig undrandi og sagði svo: „Er virkilega siðmenning almenningur í Svíþjóð hefði lít- inn áhuga á útlendingum og væri alltaf eins og á verði gegn þeim. Flóttafólk, margt alsnautt, hafði flúið til Svíþjóðar í tugþúsunda tali. Ýmsir þeirra gerðu sitthvað af sér, og það var alltaf ræki- lega skýrt frá slíku í blöðunum og þjóðernið tíðum í fyrirsögninni. En hvað þekkingu almennings í Svíþjóð á íslandi viðkemur, þá hefur í því efni skeð stökkbreyt- ing á sl. áratug. Okkur þótti það harla hvim- leitt í byrjun að vera alltaf að rpkast á einhverjar reglur, boð og bönn, hvert sem við snerum okkur. Okkur fannst Svíar setja sitt daglega líf í skorður langt um fram nokkra nauðsyn eða Sveinn Ásgeirsson skynsemi. Og hver regla varð harðstjóri í stað þess að vera leiðbeinandi og hafa sinar undantekningar, að því er okkur fannst. 2—300 ÍSLENDINGAR f STOKKHÓLMI Veturna 1945—6 og 1946—7 voru fleiri íslendingar í Stokk- hólmi heldur en verið hafa nokk- urn tíma fyrr eða síðar.Voru þeir milli tvö og þrjú hundruð tals- ins. Stúdentar voru þá um 40, en aðrir á ýmsum skólum öðrum en háskólum, flestir við fram- haldsnám í iðngreinum. Þá var einnig svo mikið af íslenzkum stúlkum þar, flestar á húsmæðra- skólum, að láta mun nærri, að um helmingur Islendinganna hafi verið hið veikara kyn um tíma. Það var mikið blómaskeið ís- lenzku nýlendunnar. Ef maður gekk út á kvöldin um aðalgötur Stokkhólms, var nær öruggt, að maður rækist á landa. íslendingarnir héldu mjög vel saman, og það var einkenn- andi, hvað þeir kynntust fáum Svíum. Þetta var að sjálfsögðu galli, sumir, sem dvöldu aðeins nokkra mánuði, fóru aftur án þess að kunna neitt í sænsku. En það er enginn vafi á því, að þeir hafa horfið heim aftur með góðar endurminningar frá Stokkhólms- dvölinni, því að þessi fjölmenni hópur lifði sjálfstæðu og sérstæðu lífi, og samkomulagið var ávallt hið prýðilegasta. Menn borðuðu tugum saman á sama kjörbarn- um, hittust á ákveðnum kaffihús- um og voru alltaf að rekast hver á annan, ef þeir fóru Drottning- ar- eða Kóngsgötu, Birgis Jarls- götu eða Sveavágen, og á ö.. .c- plani gerast flest stefnumót í Stokkhólmi. Á þessum árum var tekinn upp sá siður, að Félag íslenzkra stúdenta efndi til landamóta einu sinni í mánuði, og var þá valinn sæmilegur veitingastaður og hald ið sameiginlegt borðhald, enda þurftu menn að borða úti, hvort eð var, og einnig til að geta feng- ið 2 staup af víni, sem aftur er skilyrði til þess, að við ís- lendingar syngjum „Hvað er svo glatt“, hvað þá ættjarðarljóð, svo að einhver kraftur sé í. Þessi samkvæmi fóru alltaf mjög vel fram, enda þótt menn gætu feng ið nokkurn veginn eins og þeir vildu af víni eftir matinn, þar eð þetta voru lokuð samkvæmi, og þá gátu veitingastaðirnir snúið á eftirlitið. Ég hef aldrei verið í hliðstæðum samkvæmum ís- lendinga, þar sem jafnskemmti- iegur blær hefur ríkt f jafnlítið verið um leiðindi ai; völdum drykkjuskapar. Það kom aldrei fyrir, að gerðar væru athugasemd ir af hálfu veitingahúsanna vegna hegðunar íslendinga þessi 5 ár, sem ég er til frásagnar um. Eng- inn vafi er á því, að umhverfið og andrúmsloftið hefur átt sinn þátt þessu, Stokkhólmur spillti ekki Islendingum. Þessari grein fylgir mynd frá fullveldisfagnaði íslendinga í Stokkhólmi 1946 í Berns ’Salong- er, en þá sóttu fagnaðmn um 120 samkvæmisklæddir íslendingar. Er mér sá fagnaður einna minnis- stæðastur, enda hinn fjölmenn- asti, sem fslendingar hafa haldið þar 1. des., og má í rauninni segja, að þá hafi biómaskeið íslenzku nýlendunnar í'Stokkhólmi staðið sem hæst. íslendingum fór oð fækka smám saman eftir 1947, en alltaf bættust einhverjir nýir við, þótt ekki nægði til að íylla í skörðin. Nú munu vera vart fleiri en 30—. 40 íslendingar í Stokkhólmi á veturna, en Félag íslenzkra stúd- enta starfar að sjálfsögðu, enda er þetta nokkru fjölmennari hóp- ur en var í Stokkhólmi á fyrstu árum félagsins. Ástæðan til þess ,að svo miklu færri leita nú til Svíþjóðar en áður var, er senni- lega fyrst og fremst sú, að þar er mun dýrara að dveljast en t.d. í Danmörku og Noregi. Það er dýrast að lifa fyrir útlendinga, þar sem mest velmegun ríkir, svo fremi sem gengið sé nokkurn vegin sanngjarnt. ÉG HYLLI SVÍAKONUNG Ég hef aðeins í eitt skipti um ævina verið fánaberi og heiisa'ð konungi sem slíkur, og er mér sú athöfn löngum minnisstæð. í vetr arbyrjun 1945 var haldið fimleika mót norrænna stúdenta í Tennis- höllinni í Stokkhólmi, og skyldi opna mótið á hátíðlegan hátt að viðstaddri konungsfjölskyldunni sænsku. Slík mót höfðu verið haldin reglulega fyrir stríðið, en svo kom 5 ára hlé. Engir íslend- ingar tóku þátt írnótinu, en þess var óskað, að 2 íslendingar, sem búsettir væru í Stokkhólmi kæmu fram við opnun mótsins. Skyldi annar bera íslenzka fánann. en hinn ganga fyrir aftan hann sem „fyrirliði“. Við Stefán Ólafsson verkfræðingur, völdumst til þessara ábyrgðarstarfa, og létum við hlutkesti ráða því, hver bæri fánann í fylkingarbrjósti norr- ænna fimleikamanha, og féll það í minn hlut. Mér varð hugsað til fimleikakennara míns um árabil í Reykjavík, en milli okkar stóð alltaf hið mesta stríð. Ég vildi enga leikfimi, neitaði að hoppa yfir hestinn, vildi heldur standa á fótunum en höndunum o.s frv. Ég hugsaði, að hann myndi gretta þ a r ?“ í rauninni var engin furða, þótt Mynd þessi er tekin í fullveldisfagnaði íslendinga í Stokkhólmi 1. des. 1946, en það ár hafa flestir íslenzkir námsmenn dvalizt í Svíþjóð. 120 íslendingar sóttu þennan fagnað, sem haldinn var í sam- kvæmissölum glæsilegasta veittngahúss Stokkhólms, Berns salonger.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.