Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIE Laugardagur 29. júní 1957 Ráðunautur fjallar um umbúðir fyrirtækis eins þátttakandans. Leggjo þarf meiri dherzlu d umbúðir og pöhkun Heimsókn umbúða- og pökkunar- sérfræðinga lokið NÝLEGA eru farnir utan tveir sérfræðingar í umbúða- og pökk- unartækni, sem dvöldust hér um tveggja vikna skeið á vegum Iðn- aðarmálastofnunar fslands. Menn þessir voru Hollendingurinn Mr. C. Hillenius og Bandaríkjamað- urinn Mr. B. J. Bolter, en þeir starfa nú um skeið fyrir Fram- leiðniráð Evrópu sem ráðunautar í pökkunarmálum í þágu Efna- hagssamvinnulandanna. — Alls hafa ellefu lönd óskað eftir að ISá þessa menn, og var ísland fimmta landið, sem þeir störf- uðu í. Dagana 11., 12. og 13. júní fluttu sérfræðingarnir fyrirlestra í Iðnaðarmálastofnuninni um vöruumbúðir og pökkun. Vöktu fyrirlestrarnir mikla athygli, enda mun þetta í fyrsta skipti, sem fræðslustarfsemi er látin í té hér á landi um þessi mál. Rúm- lega tuttugu manns sótti fyrir- lestrana og voru þar á meðal framieiðendur matvæla- og iðn- aðarvöru (m. a. umbúða) verzl- unarmenn frá sjálfsafgreiðslu- verzlunum og heildverzlunum o. fl. Sérfræðingarnir heimsóttu aMmörg fyrirtæki meðan þeir stóðu hér við, og veittu leiðbein- ingar um teiknun umbúða og pökkunarmál aimennt. A AKUREYRI Á Akureyri dvöldust þeir Hill- enius og Bolter í tvo daga ásamt framkvæmdastjóra IMSÍ, Sveini Björnssyni,- Voru fyrirlestrar fluttir þar báða dagana og leið- beiningar veittar í iðnfyrirtækj- um. Meðal þeirra, sem sóttu fyr- irlestrana, voru verksmiðjustjór- ar ýmissa iðnfyrirtækja á Akur- eyri, auk ýmissa starfsmanna KEA á Akureyri, en KEA veitti góðfúslega fyrirgreiðslu vegna dvalar þessara manna á Akur- •yeL LEGGJA I»ARF MEIRI ÁHERZLU Á UMBÚBIR OG PÖKKUN Áður en sérfræðingarnir hurfu af landi brott hinn 22. júní s. 1. létu þeir í ljós þá skoðun, að íslendingar þyrftu að leggja meiri áherzlu á umbúða- og pökkunarmál sín, til þess að dragast ekki aftur úr. Hér feng- i#t mikið af erlendum varningi í verzlunum, sem væri oft og einatt í velgerðum umbúðum að því er útlit snerti og sölugildi, og ætti því íslenzka framleiðsl- an á hættu að gjalda umbúða sinna, ef ekki væri nóg til þeirra vandað. Að sögn sérfræðinganna er viða erlendis orðið mjög algengt að prenta litaðar ljósmyndir á matvælaumbúðir, sem sýna til- reidda rétti í eðlilegum litum. Þætti þetta gefast mjög vel og stuðla að aukinni söki. ÓNÓGUR SKILNINGUR A HLUTVERKI UMBÚBA í fyrirlestrum sínum fjallaði Bolter einkum um teiknun um- búða, en það er sérgrein hans. Ræddi hann þar ýmis grundvall- arátriði í sambandi við teiknun umbúða og tók meðal annars til meðferðar íslenzkar umbúðir, sem ýmsir áheyrenda komu með frá fyrirtækjum sinum. Yfirleitt fannst honum umbúðir hér bera vott um ónógan skilning á hlut- verki þeirra frá sjónarmiði sölu- gildis. BAUÐ AÐ LÁTA ATHUGA ÁSTAND UMBÚBANNA Hillenius fjallaði einkum um hina tæknilegu hlið pökkunar, og bar þar sitt hvað á góma, sem eftirtektarvert er fyrir oss ís- lendinga. Hollendingurinn er for- stöðumaður fyrir hollenzkri rannsóknastofnun, sem gerir próf anir og tilraunir með umúðir, styrkleika þeirra og notagildi. Bauð hann áheyrendum sínum, sem störfuðu fyrir útflutnings- fyrirtæki hér, að senda án end- urgjalds sérfræðing frá. stofnun sinni t.d. til Amstardam eða Rotterdam, er verið væri að um- skipa þar eða skipa upp vörum frá fyrirtækjum þeirra, og láta aíhuga ástand umbúðanna og senda skýrslu þar að lútandi. Kvað Hillenius athuganir af þessu tagi í upp- eða umskipun- arhöfnum vera orðnar algengar víða í Evrópulöndum, enda hefði það sýnt sig, að framleiðendur gerðu sér oftast ekki grein fyrir hversu umbúðir þeirra reyndust og einatt fengju þeir ekki fregnir af því frá móttakendum, heldur yrðu þeir af frekari viðskiptum seinna meir ef illa tækist til. Sérfræðingarnir hvöttu mjög til aukinnar hagnýtingar á er- lendum bókum og tímaritum um umbúðir og pökkunarmál, einnig til kynningar á alþjóðasamstarfi á þessu sviði og þjálfunar ísl. umbúðateiknara erlendis. Stöð- ugt væru að koma fram ný efni og aðferðir til pökkunar og væri því nauðsynlegt að fylgjast vel með. Hamrafellsokrið aftur á dagskrá: Það voru ekki skipa- kaupin heldur OKRIÐ sem almenningur fordœmdi Hluti af okurgróðanum var endur- greiddur til að fá nýja samninga í fréttatilkynningu frá Sam bandi íslenzkra samvinnufél- aga, er send hefir verið blöð- unum í tilefni nýafstaðins aðal fundar S.f.S. getur að líta eft- irfarandi klausu: „Á fundinum í dag lögðu þeir Bjarni Bjarnason skólastjóri, Ei- rikur Þorsteinsson, alþingismaður og Finnur Kristjánsson, kaup- félagsstjóri fram eítirfarandi til- lögu, sem var einróma samþykkt: „Aðalfundur SÍS, haldinn í Bif- röst 26. og 27. júní 1957, lætur í ljósi ánægju sína yfir því glæsi- lega átaki og þeirri miklu fram- kvæmd að kaupa olíuskipið Hamrafell. Jafnframt lýsir fund- urinn undrun sinni á þeim órétt- Hútíðuhöld í Cuulver jubæjurhreppi SELJATUNGU, 23. júní. Hér í sveit hóufst 17. júní hátíðahöldin með því að sóknarpresturinn séra Magnús Guðjónsson flutti guðs- þjónustu í Gaulverjabæjarkirkju kl. 2 e.h. Minntist presturinn í ræðu sinni lýðveldisins og þess frjás- ræðis er lýðræðisskipulagið fengi oss íslendingum. Brýndi hann fyr ir söfnuðinum að hver einstakl- mgur gætti síns eigins sjálfstæðis og hvað mikla þörf þess að menn létu óskhyggjuna eina ekki ráða afstöðu sinni til manna og mál- tfna, en stæðu dyggan vörð um trú sína og kristilegt sjálfstæði lands og þjóðar. Organleikari í kirkjunni var Einar Sigurðsson byggiugavmeist ari á Selfossi. Að guðþjónustunni lokmni gengu kirkjugestir undir merki íslenzka fánans til félagsheimilis- ins, en þar fóru fyrst fram úti- leikir svo sem naglaboðhlaup, milli karla og kvenna, pokahlaup og reiptog. Síðan var sezt að kaffidrykkju í félagsheimilinu en þar setti formaður hátíðanefndar mæta áróðri og þeirri árás, sem þetta merkilega þjóðþrifafyrir- tæki hefur mætt“. Þessi klausa er vafalaust ekki framkomin vegna þess að tillögu mennirnir viti ekki betur, því þeim má vera ljóst eins og öðr- um að það sem almenningur hefur for dæmt er sízt af öllu að „Hamra fellið“ skyldi keypt heldur hitt að þetta skip skyldi notað til fáheyrðustu okurstarfsemi, sem þekkzt hefur á íslandi. Það er ekki skipið, heldur milljónaokrið — Hamrafellsokrið alkunna og alræmda, sem öllum almenningi blöskraði. Fólk sætti sig ekki við að millj. á milljón- ir ofan skyldu með ósvífnum að- ferðum vera teknar úr vasa al- mennings til að mata hina óseðj- anlegu gróðahít þeirra S.Í.S.- Rianna. S.Í.S.-menn viðurkenndu líka réttmæti þess, sem þeir nú kalla „óréttmætan áróður" og „árás“ með því að endurgreiða um 1V4 milljón kr. af hinni umræmdu okurgreiðslu fyrir síðustu ferð ina. Raunar var það ekki gert af neinni iðrun, heldur keyptu þeir S.Í.S. menn sér með þessu aðgang að því að fá að sigla áfram fyrir 65 sh. á smálest, en það er hið sama, sem Rúss- ar höfðu boðið. Þess má líka geta að sklpa- markaðurinn er nú kominn niður í um 40 sh. á smálestina og má Steindór Gíslason, bóndi á Haugi samkomuna með stuttri ræðu. Þá flutti Helgi ívarsson búfræðingur á Hólum aðalræðuna, drap hann á baráttu þjóðarinnar fyrr á tím- um, fyrir stjórnmálalegu og efna- hagslegu frelsi síðan minnti á stórstígar framfarir hinnar fámennu þjóðar, er orðið hafa hin síðari ár, og bað menn að lokum að minnast þúsundanna í heimipum sem í dag ættu við kúgun erlendra og innlendra afla að etja og gætu ei á sama hátt og við minnzt frelsis og fullveld- is. Þá flutti fjallkonan ávarp sitt., En ávarpið var samið og flutt af telja líklegt að þeir S.Í.S. menn frú Margréti Ólafsdóttur i Ham- arshjáleigu hér í sveit. Síðan voru sýndir þjóðdansar, var það þjóðdansaflokkur úr U.M.F. „Samhygð" undir stjórn frú Arndísar Erlingsdóttur á Galtastöðum er sýndi dansana. Að síðustu sungu samkomugestir nokkur ættjarðarlög undir stjórn Einars Sigurðssonar. Um kvöldið hófst svo dans í Félagslundi, sem stóð með miklu fjöri fram til kl. 2 e.m. — Gunnar. íái því enn að græða álitlegar fúlgur á „Hamrafeilinu“, á kostn. að almennings. sferifar ur d agIega lifinu NÚ um helgina verður mikið Ungmennafélagsmót háð á Þingvöllum. Það er afmæli Ung- mennafélagsskaparins, hálfrar aldar, sem þar er haldið hátiðlegt. Merk tímamót MJÖG mun til þessara hátíða- halda Ungmennahreyfingar- innar vandað, og gestir eru þegar komnir til landsins frá frænd- þjóðunum, Færeyingum, Norð- mönnum og Finnum, flytja þeir árnaðaróskir og góðar kveðjur. Margir renna vafalaust hugan til Ungmennafélagsskaparins á þessum tímamótum. Hann er ekki eldri en það, að enn lifa í góðu gengi sumir af frumkvöðium hans, sem fullir eldmóði á ungri öld stigu á stokk og strengdu þess heit að vinna ættjörð sinni allt. Fjölmargt ungra manna heillaðist á þessum árum af stefnu og hug- sjón Ungmennafélaganna, ætt- jarðástinni, íþróttamennsk- unni og þegnskylduhugsjóninni sem fram kom undir merki félag- anna. Og víst er óhætt að segja að Ungmenafélagsskapurinn hefir átt sinn drjúga þátt í þeirri vakn- ingu ungra manna sem átt sér stað upp úr aldamótunum, þótt félagsskapurinn væri aldrei í eðli sínu flokkspólitískur. Tímans rás hefir hagað því svo að Ungmennafélögin gegna nú á dögum ekki því forystuhlutverki sem fyrir nær fimmtíu árum, en ennþá eru þau sterkur og öflugur, þjóðnýtur félagsskapur sem minnzt verður í félagsmálasög- unni þegar stundir líða. Frjósemi landsins SKÓGRÆKTARMAÐUR hefir komið að máli við dálkana og borið upp áhugaefni sitt. Hann segir: Ég ann gróðri landsins og vil að hann verði sem allra mest- ur. Og svo er um marga fleiri en mig. Það sýna undirtektirnar und ir skógræktarmálið. Það mál er þjóðin vissulega sameinuð um. En eitt er það sem hryggir mig sér- lega. Það er að sjá menn koma akandi utan úr sveit úr skemmti- ferðalagi, þegar þeir hafa notað tækifærið og skreytt bílinn með hríslum og runnum sem rifnir hafa verið upp með rótum. Slík framkoma þykir mér sýna böð- ulshátt gagnvart náttúru landsins, og slíkt er ekki saklaus skemmt- un heldur skemmdarverk þó unn- in séu í hugsunarleysi. É' Vita ekki hvað þeir gera G geri ráð fyrir að þeir sem þannig fara að ráði sínu geri sér sjaldnast ljóst að hér er um mjög slæmt athæfi að ræða. En því meiri ástæða er til þess að benda á það. Við lifum í skóg- lausu landi að kalla má, en millj- ónir vinnustunda hafa verið í það lagðar síðustu árin að rækta upp landið og klæða það skógi á nýjan leik. Því er það í óskaplegri andstöðu við alla viðleitni í þessum málum að sjá menn ak- andi með birkihríslur rótslitnar á bílum sínum. Með því eru þegar nokkur dagsverk áhugamanna eyðilögð um hverja helgi. Góðu sumarleyfisgestir! Leyfið hríslunum grænu að vaxa í friði, að þeim er yndi þar sem þær standa í moldu og svigna fyrir sumarvindinum en engin ánægja að þeirn rótslitnum framan á bíl- grind. Aðalfundi S.Í.S. lokið AÐALFUNDI S.Í.S. lauk í gæt. Umræðum um skýrslur for- ráðamanna var lokið á miðviku. dag, en á fundinum á fimmtudag voru fyrst tekin fyrir fjármáL Hafði Helgi Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri framsögu fyrir nefnd, sem unnið hefur milli funda að þeim málum, og lagði fram tillögur nefndarinnar. Urðu allmiklar umræður um fjármál samvinnusamtakanna, en tillögur nefndarinnar samþykktar. Aðalfundur S.Í.S. að Bifröst hefur samþykkt að endurgreiða til kaupfélaga 3,7 milljónir króna af tekjuafgangi Sambandsins 1956. Auk þess voru 381,000 krón- ur lagðar í varasjóð, en tekjuaf- gangur að öðru leyti yfirfærður til næsta árs. Þá komu til umræðu á fundin- um fræðslumál samvinnusamtak- anna og hafði Benedikt Gröndal, forstöðumaður fræðsludeildar S.Í.S. framsögu, en umræður uvðu miklar um þessi mál. Þá lagði séra Sigurður Stefáns- son á Möðruvöllum fram svo- fellda tillögu, sem samþykkt var einróma. „Aðalfundur S.Í.S. hald inn að Bifröst dagana 26. og 27. júní 1957 fagnar því, að handrita málið skuli hafa verið tekið upp að nýju, meðal annars með þings- ályktun síðasta Alþ., og vænt. ir þess, að þjóðin öll fylki sér una þetta mikla menningar- og metn- j aðarmál sitt“. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.