Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 15
Laugardagur 29. júní 1957 MORCVNBLAÐIÐ 15 HVER er sá sem ekki þekkir hið sænska „smörgásbord“, sem er samsafn af ýmsum gómsæt- um réttum, síldar-, grænmetis- og ostaréttum og ýmiss konar brauði. — Þjóðarréttur Svía er „lútfiskur** 1 2 3, söltuð langa, sem tekið hefur miklum breytingum frá sinni upprunalegu mynd, og skinkan, reykt og saltað svína- kjöt ásamt ýmsu fleiru góð- gæti. Flest héröð í Svíþjóð eiga sín- ar sérstæðu kökuuppskriftir, nefna má t. d. Södertalje-kringl- urnar og Gotlands-bollurnar. í Norrlandi eru bökuð kynstrin öll af vöfflum úr þykkum rj.óma eða nýrri mjólk. — Hér fara á eftir nokkrar dæmigerðar sænsk- ar uppskriftir, ef einhverjum þætti gaman að spreyta sig í sænskri kökugerð nú á meðan sænsku konungshjónin dveljast hér. GOTLANDSBOLLUR Þessar bollur hafa verið bak- eðar á Gotlandi frá alda öðli oft með saffrani en einnig án þess. Bollurnar má hafa af venju- legri tebollustærð en þær eru stundum einnig hafðar gríðar- stórar og þá skornar í 4 stykki áður en þær eru framreiddar. 1 1. mjólk 4—5 gr. saffran 100 gr. ger 2 egg 1 tesk. salt 300 gr. smjörlíki. 4—5 dl. sykur 1 sd. sætar möndlur 8—8 stk. bitrar möndlur 2—S dl. rúsínur um 2 kg. hveiti. Gerið er leyst upp í volgri mjólk, afgangurinn er hitaður upp með helmingunum af smjör- inu og saffranið er einnig leyst upp (vel steytt) í volgri mjólk- inni. Hellið síðan saffranmjólk- á uppleyst gerið og bætið eggj- unum og sykrinum út í, ásamt það miklu af hveitinu að deigið verði lint. — Látið deigið lyfta sér. Síðan er afganginum af smjörinu, afhýddum möndlunum, og rúsínunum sett út í hveiti þar til gott er að hnoða deigið. Þá eru búnar til bollur, stórar eða smáar. Þær látnar lyfta sér, penslaðar með eggi og bakaðar X mjög heitum ofni (250—275° C) þar til þær eru orðnar ljósbrún- ar og léttar. — Verða um 35—40 stk. stórar eða 60 stk. minni. „SÖDERTALJE- KRINGLER1 Þessar kringlur eru algengasta kaffibrauðið í Södermanland, þær eru næstum ósætar og geym- ast nær óendanlega lengi. 100—120 gr. smjörl. V4 kg. hveiti Uppskriít oð heimobökuðu hveitibruuði Nú höfum við verið brauðlaus um nokkurn tíma og hefur það verið sérlega óþægilegt fyrir húsmæðurnar, sem hafa þá orðið að baka allt sitt brauð sjálfar. — Hægt hefur verið að fá keyptar flatkökur í matvöruverzlunum og einstöku sinnum hafa slæðzt brauð utan af landi til bæjarins. Þannig að húsmæðurnar hafa einungis þurft að baka hveiti- brauð. Hér á eftir fer uppskrift að mjög góðu hveitibrauði, sem er einungis með lyftidufti en ekki pressugeri. Hveitibrauð. 500 gr. hveiti, 3 tsk. lyftiduft ea 1 peli mjólk. salt. Brauðið er hnoðað og bakað á bökunarplötum við jafnan hita í um það bil 30 mín. þar til þær eru orðnar ljós-gúl- brúnar. Kökunum er síðan raðað hverri ofan á aðra og efst er látið tilbúið blóm úr mislitum silkipappír. Þjóblegar sænskar kökur salt af hnífsoddi 1 matsk. sykur 50 gr. ger 2 Vz dl. rjómi 2 egg. Smjörið er mulið út í næstum því allt hveitið, síðan saltið og sykurinn og gerið (áður upp- leyst í volgum rjómanum). Egg- in eru látin síðast út í. Deigið hnoðað og látið lyfta sér. (ef vill má láta eina tesk. af karde- mommum út í). Þá er afgangin- um af hveitinu hnoðað saman við. Búið til þunnar 25 sm lang- ai stengur og kringlur úr þeim. Látið þær lyfta sér. Þá eru nokkr ar kringlur látnar í einu ofan í pott með sjóðandi vatni, en samt ekki lengur en svo að þær sjóði upp á yfirborð vatnsins. Síðan látnar á vel smurða plötu og bakaðar ljósgular í mjög heit- um ofni (275° C). Síðan eru þær þurrkaðar í rétt volgum ofni. — Þetta verða um 100—120 stk. VÖFFLUR FRA VÁSTERBOTTEN % 1. súr rjómi 2 dl. vatn 3% dl. hveiti 2 egg % dl. brætt, kælt smjörl. salt af hnífsoddi og sykur eftir smekk. Rjóminn er þeyttur og vatriið látið út í. Hveitið er sigtað sam- an við og eggin hrærð út í. Deig- ið látið bíða 1 klst. Þá er kældu, bræddu smjörlíki hellt út £, ásamt saltinu og sykrinum. Þegar vöfflurnar eru bakaðar er bezt að láta þær ekki saman í bunka fyrr en þæv eru fram- reiddar. FÍNAR BRÚNAR KÖKUR FRÁ UPPLANDI 2 dl. sýróp 200 gr. púðursykur eða venjulegur sykur 200 gr. smjör 2 egg 1 matsk. natrón 2 tesk. kanel 2 — engifer 1 — steyttar nellikkur 1— kardemommur um % kg hveiti. Sýrópið, sykurinn og kryddið er hitað í potti, natrónið látið út í og síðan öllu hellt yfir smjörið og hrært í þar til smjörið er Smekklegur sumarklæðnaður, stuttar buxur og röndótt erma- laus blússa. brætt og deigið orðið kalt. Þá er eggjunum bætt út i og hveit- ið hnoðað saman við smám sam- an — Síðan má geyma deigið í heila viku ef vill og eins fletja það strax út og stinga út stórar kringlóttar kökur. Bezt er þó að hnoða deigið í þykkar lengjur, kæla það vel og skera það svo niður í örþunnar sneiðar. — Kökurnar eiga síðan að bakast við jafnan hita, (200—220° C). Bezt er að láta þær kólna á plötunnL „TÁRTA“ Og hér er svo að lokum upp- skrift að „Tártu“ frá Vástergot- land. Þetta er mjög gömul upp- skrift sem er varðveitt á Boras safninu í Stokkhólmi. 10 egg % kg. sykur % kg. smjör 3 tesk. hjartasalt um 1% kg. hveiti. Egg og sykur er þeytt vel. — Smjörið er hrært og eggjunum síðan hellt yfir það smám sam- an. Síðan er hjartasalti bætt út í og hveitið hnoðað saman við þar til deigið er orðið lint og gott í meðförum. Gott er að láta það bíða dálitla stund þannig að það stífni dálítið og verði hæg- ara að fletja út. Þá eru skornar út 10 kringlóttar kökur, sem fara minnkandi þannig að sú stærsta sé 25 sm. í þvermál og sú minnsta um 5 cm. Síðan er skorinn hring- ur innan úr hverri köku. Þær bakast við jafnan hita (225° C) Snotur baðföt, hlýralaus með hnýttu belti. Baðkápan er ermalaws úr frotté, fóðruð úr sama efni og sundfötin eru. Ljúffengir giænmetisréttú Uppskriftir úr nýrri matreiðslubók í NÝÚTKOMINNI matreiðslu- bók „Grænmeti og góðir réttir" eftir Guðrúnu Hrönn Hilmars- dóttur, sem bókaútgáfan Setberg gefur út, segir m. a. svo um hrá salöt og aðra kalda rétti. „Á síðustu árum höfum við lært að borða og lært að meta hollustu ávaxta og hrárra græn- metissalata. Flestar húsmæður skilja nú þörfina að borða hrá grænmetissalöt eða ávexti minnst einu sinni á dag. Hyggin húsmóðir sýður niður og frystir grænmeti og ber á haustin þegar það er í lægstu verði, til þess að geta borið heimilisfólkinu holla, vítamín- auðuga og steinefnaríka fæðu hina löngu vetrarmánuði. Hvít- kál og rauðkál má geyma lengi í kaldri og mátulega rakri geymslu með því að hengja haus- ana upp á stiklunum og láta þá ekki liggja saman. Hin nýja að- ferð, að hraðfrysta grænmetið á eflaust eftir að kollvarpa öðrum geymsluaðferðum og gera ein- staklingum auðveldara að geyma grænmetið og neyta þess allt árið, án þess að það tapi miklu af vítamínmagni sínu. Með tíman- um vonum við að sú geymslu- aðferð verði svo almenn að allir geti keypt hraðfryst grænmeti í verzlunum. Við tilbúning hrárra grænmetis rétta verður að viðhafa ýtrasta hreinlæti, því að þá er ekki því til að dreifa að bakteríurnar drepist við suðu. — Til þess að varðveita sem bezt hið dýrmæta C-vítamín, má ekki rifa niður eða skera græn- metið fyrr en rétt áður en á að nota það“. í bókinni eru fjölmargar upp- skriftir og væri ekki úr vegi að líta hér á nokkrar þeirra. Það er nú e. t. v. ekki hægt að fá núna strax allt sem til þeirra þarf, en grænmetið er nú óðum að koma á markaðinn, þótt verð- lag á því sé svo hátt að næstum enginn geti keypt það. VETRARSALAT 1 lítið kálhöfuð 1—2 appelsínur sykur 1 tebolli þeyttur rjómi Rífið kálið eða skerið það í þunna strimla, skerið appelsín- urnar í bita og blandið vel sam- an. Látið sykur í eftir þörfum og blandið þeyttum rjómanum í rétt áður en salatið er borið fram. HRÁTT SALAT 2 epli 3—5 gulrætur 3 stór kálblöð Sósa 1 bolli útþynnt edik 1% matsk. sykur V4 tesk. pipar Rífið eplin og gulræturnar og blandið því saman. Skerið kál- blöðin mjög fínt og blandið þeim saman við. Hellið sósunni yfir blöðin. Berið salatið fram sjálf- stætt eða með kjötL „SALATIÐ MITT“ 1 salathöfuð 100 gr. agúrka 200 gr. gulrætur 2 tómatar 100 gr. spínat 1 búnt hreðkur 3 matsk. sítrónusafi steinselja Raðið salatblöðum á botn og á barma salatskálar. Rífið gul- rótina á grænmetisjárni, skerið agúrkuna í þunna strimla, skolið spínatið og takið það í sundur, skerið tómatana í bita og saxið hreðkurnar. Þynnið sítrónusaf- ann með dálitlu vatni og blandið í hann pipar, salti, sykri og sax- aðri steinselju. (Látið bíða um stund). Blandið öllu grænmetinu saman, nema hreðkunum og legg ið það á salatblöðin. Hellið sítrónusósunni yfir og skreytið með söxuðu hreðkunum. Hagnýtar upplýsingar í NÝÚTKOMINNI mat- reiðslubók, Grænmeti og góð- jc réttir er dálítið spjall með ýmsum heilræðum fyrir húsmæður. Þar er m.a. sagt frá því hvernig ofninn er, t.d. er mikill hiti 300°—350°, vel heit- ur ofn 250°— 300°, góður hiti 200°—250°, miðlungshiti 175°—200,° vægur hiti 150°—175° og mjög lítill hiti 100°—150°.---- Svona upplýsingar koma sér vel fyrir húsmæður, sérstak- lega þær, sem nýjar eru í „fag inu“ og ekki kunna því meira fyrir sér. En þeim skal sér- staklega bent á að á Rafha- eldavélunum er ekki celsíus- hiti heldur Fahrenheit og er ekki hægt að fara eftir þessari töflu við bökun í þeim ofn- um.----- Þá stendur einnig á spjald- inu um mál og vog hinna ýmsu matvæla, hve mikið 1 dl. og 1 matsk. vega nákvæmlega. 1 dl af flórsykri vegur nál. 65 gr. og 1 matsk. 15 gr., hafra mjöl 1 dl vegur 40 gr., hveiti, 50 gr. og 10 gr., kartöflumjöl 80 gr. og 20 gr., púðursykur 60 gr. og 15 gr., óbrætt smjör, 1 matsk. vegur 25 gr, strásyk- ur, 85 gr og 20 gr, sýróp, 125 gr og 30 gr. Þá er einnig á spjaldinu skrá um hve mikið magn áætla skal fyrir einn er matnrinn- kaup eru skipuiögð. Segir þar m.a. Jafnaðarsósur %—1%-dl. jafn aðar soðsúpur 1%—2 dl, graut- ar ÍV4— 2 dl, jafningar 1V4— 2 dl Þetta eru einkar góðar og hagnýtar upplýsingar fyrir hús mæðurnar, sérstaklega þær sem dvelja í sumarbústöðum og hafa þá e.t.v. ekki vigt og þurfa að gera nákvæmar áætl- anir um matarinnkaup.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.