Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. júní 1957 MORGVNBl A BIÐ 9 Veglegt afmœlis- rif Heimdallar NÝLEGA er komið út veglegt rit í til efni af 30 ára afmæli Heimdallar F.U.S. 16. febrúar sl.. í ritinu tr aíf finna ávörp og ritgerðir ýmissa forystu- manna Sjálfstæðisflokksins og annarra aðstendenda Heim- dallar. Saga Heimdallar er rak in en tíðkast hefir um árabil að gefa út slíkt afmælisrit á merkisafmælum félagsins. Var það næstsíðasta gefið út í til- efni 25 ára afmælisins. í formálsorðum ritsins segir svo: Rit þetta er gefið út i tilefni 30 ára áfmælis Heimdallar F.U.S. 16. feþrúar 1957. Efni þess er þríþætt. í fyrsta lagi ávörp og kveðjur frá nokkrum forystumönnum Sjálfstæðisflokksins. í öðru lagi ritgerðir um ýmsa þætti þjóðmálanna. í þriðja lagi ágrip af sögu fél- agsins, einkum síðustu fimm árin. Ritið hefst hefst á ávarpi for- manns Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Thors. Formaðurinn ræðir í á- varpi sínu fyrstu hlutverk Heim- dallar meðal æskunnar og skorar á Heimdall að standa nú sem fyrr á verði um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir bættum hag landsmanna. Ásgeir Pétursson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðis- sig, ef hann vissi, að ég ætti að vera fulltrúi íslenzkra fimleika- manna gagnvart konungi Svia og ætttfólki hans. Kvöldið fyrir athöfina var höfð alls herjar æfing. Við gengum 5 í fylkingarbrjósti þúsunda oghéld um á löngu skafti hver. Ég var í miðjunni, því að íslandi ber það samkvæmt stafrófsröð. Þegar við komurn að könugsstúkunni, var okkur kennt að fella fánann, ganga með fánastöngina lárétta og stara í augu konungs. Síðaii kann ég það. Er við hefðum farið heilan hring um hallargólfið, snerumst við hermannlega og gengum beint framan að konungs stúkunni. Þó skyldum við nema staðar í 8—10 metra fjarlægð frá henni. Þar áttum við að standa eins og hermenn með byssúr í hvíldarstöðu, en lyfta fánanum og halda stönginni lárétt, meðan þjóðsöngvar yrðu sungnir. Fyrir- liðamir áttu að standa fyrir aftan okkur. Svo rann opnunin upp, og allt gekk samkvæmt áætlun. En ekki skal ég neita því, að mér fannst eins og þjóðsöngvarnir væru helzt til langdregnir sumir hverjir. Ég kveið fyrir íslenzka þjóðsöngnum, því að allir áttu að taka undir og gerðu það, en hvernig myndi fara, þegar kæmi að þjóðsöng vorum? Ó. Guð vors lands! Það kom að honum, og ég felldi fánann með fagurri sveiflu. Lúðra sveit lék undir, einhver kór söng, en samstarfið ekki betra en það, að fljótt dró niður í kórnum. En fyrir aftan mig söng „fyrirliðinn", vinur minn og sambýlismaður, einn. Ég get varla sagt, að ég hafi heyrt hann syngja nema þetta eina skipti. Sem fánaberi gat ég ekki farið að syngja, enda ekk: bætt úr, og ættjarðarástin átti nóg með að halda láréttri stöng- inni. Ég leit til Gustavs V. Svía- konungs og sá, að hann hvíslaði einhverju að krónprinsessunni og nikkaði i áttina til okkar. Ég féll ekki, og vinur minn sprakk ekki. Heiðrl landsins var borgið í þetta sinn ★ Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að stunda nám í Stokk- hólmi. Vel getur svo farið, að ég eigi eftdr að ráða sonum mínum til að stunda þar nám. Og það væri þá með tregablandinn til- hlökkun, sem ég myndi he'm- •ækja þá til Stokkhólms. Sveinn Ásgeirsson. mana ritar ávarp er hann nefnir „Horft fram á veginn“. Ásgeir leggur höfuðáherzlu á það mark- mið félagsins að berjast fyrir þj óðlegri og víðsýnni framfara- stefnu og bendir á, að brýnni nauðsyn beri til vasklegrar fram göngu á þeim vettvangi nú en nokkru sinni fyrr, þar sem fs- landi sé nú að mestu leyti stjórn- að af „litilli liðsveit úr hinni rauðu fylkingu alþýðukommún- isrnans", en Sjálfstæðisflokkur- inn eigi hins vegar ekki hlut að stjóm landsins. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri ritar ávarp sem nefnist „Æskan í öndvegi", og grípur þar á nokkur hagsmunamál I æskunnar og þeim gaum sem henni hefir verið gefinn af stjórn endum höfuðborgarinnar, Sjálf- stæðismönnum. Formaður Heimdallar, Pétur Sæmundsen, ritar um „Stefnu og hlutverk Heimdallar". Er þar rakinn í stuttu máli höfuðstefna félagsins í hinum þýðingarmeiri landsmálum, og hlutverk Heim- dallar jafnhliða fr kvæmd stefnumála: að safna æsku Reykjavíkur undir merki Sjáif- stæðisflokksins. Formaðurinn minnir Heimdellinga á, að þeir standi í fylkingarbrjósti í barátt- unni fyrir auknum áhrifum Sjálfstæðisstefnunnar og skorar á þá að hvika ekki frá stefnu sinni heldur berjast vasklega og af drengslcap. Frú Ragnhildur Helgadóttir, alþm. ritar ítarlega og stórfróð- lega grein, sem hún nefnir: „Um fræðslumál fyrr og nú“, og skýrir nafnið innihald greinarinnar. Frú Ragnhildur rekur þróun skóla- mála og sýnir glögglega fram á stórstígar framfarir í þeim efnum sér í lagi hin síðari árin. Kemst hún að þeirri niðurstöðu, að þótt margt standi til bóta í þessum efnum, sé hitt þó mikilvægara, að vel er búið að námsfólki á ís- landi. Bjami Benediktsson, ritstjóri, ritar greinina: „íslenzkt ríkis- vald“. Ræðir hann þar um nauð- syn öflugs ríkisvalds, ef þjóðin óskar að halda fullu frjásræði en að sjá svo um sé fyrsta höfuð- verkefni ríkisvaldsins. Annað höfuðverkefni ríkisvaldsins sé að tryggja öryggi islenzku þjóðar- innar út á við. Ritstjórinn segir í grein sinni: „Ástæðan til þess að við verðum að hafa íslenzkar varnir í landinu er sú, að rikisvald okkar er of veikt. Ef við viljum að því stefna, og það hljóta allir góðir íslendingar að gera, að komast hjá því að hafa erlenda menn hér til varnar um ófyrirsjáan- legan tíma, verðum við að íhuga alla möguleika á þvi að efla qjtkar eigið vald svo, að það nægi í samvinnu við bandamenn okkar utanlands, til þess að sjá öryggi okkar borgið gegn árás erlendis frá“. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, formaður Varðar, ritar greinina, „Húsnæðisvandamálið“. B«kur Þorvaldur Garðar sögu húsnæðisr málanna sérstaklega eftir að stjórn Ólafs Thors settist að völd- um 1944 og fram á þennan dag og skýrir með byggjandi tölum húsum framfarirnar í þessum efnum hafa verið stórstígar á þeim árum er Sjálfstæðisflokkur- inn var áhrifamestu um stjórn landsins. „Það er lágmarkskrafa", segir í greininni, „sem gera verður til stjómarvaldanna, að haldið verði áfram í húsnæðismálunum þar sem frá var horfið, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn lét af stjórnar- forystu. Mikilvægast er að halda áfram rekstri hins almenna veð-- lánakerfis, sjá því fyrir fjár- magni og efla það á grundvelli þeirrar reynslu, sem fengizt hef- ir “ Birgir Kjaran, hagfræðingur, ritar stórfróðlega grein, sem hann nefnir: „Sjálfstætt viðhorf". Gerir Birgir grein fyrir grund- vallaratriðum í stefnu Sjálfstæðis flokksins og sýnir glögglega mun- inn á henni og stefnu sósíalistísku flokkanna. Hann kemst m. a. svo að orði í greininni: Leið Sjálfstæðismanna er leið þróunar, en ekki byltingar. Við viljum byggja á því liðna og end- urbæta stöðugt, en ekki varpa arfinum fyrir róða. Við teljum að breyta megi þjóðfélaginu og stjórnarskipan eftir þingræðisleg um leiðum jöfnum skrefum eftir því sem þróunin krefur. Leið þró- unarinnar, umbóta í áföngum, er leið frjásborina manna, sem eiga kost á án hindrana að hugsa og ræða viðfangsefnin og taka af- stöðu til þeirra í samræmi við erfðir sínar og heilbrigða skyn- semi, Slík þróun er ekkert grunn- fært fardagaflan, heldur breytír hún varanlegu hugtökunum í veruleika. Birgir Gunnarsson, stud jur., ritar grein um kommúnisma á ís- landi. Þar eru raktir meginþættir í stefnu og starfi kommúnista hér á landi, og sýnt fram á þau áföll, sem flokkurinn hlaut óhjákvæmi- lega að verða fyrir. Pétur Sæmundsen formaður Heimdallar Geir Hallgrímsson, hdl., ritar mjög athyglisverða grein, er hann nefnir „Nokkrar hugleiðingar um fjármagnsmyndun og skattamál". Sýnir Geir með dæmum hver regin munur er á opinberum gjöld um atvinnufyrirtækja eftir því hvaða reksturstarfsemi þau lúta. Hann endar grein sína á þess- um orðum: „Miklar skattaálögur hafa á- vallt þótt bera vitni um lélega stjórn og stjórnarhætti. Lýðræð- isstjórn á ef til vill öðru fremur rót sína að rekja til Þess að ein- valdarnir ofbuðu þegnum sínum með skattaálögum, og þegnarnir vörpuðu af sér okinu. Það er hyrningarsteinn lýð- ræðisskipulagsins, að skatfieimta ríkisins sé í samræmi við gjald- getu borgaranna, að skattaáiög- umar séu innan þeirra marka, að borgararnir haldi sjálfstæði sínu gagrrvart ríkisvaldinu". Guðmundur H. Garðarson, við- skiptafræðingur, skrifar greinina „Leiðir til betri lífskjara". Bend- ir höfundur á ýmsar leiðir að þessu markmiði, sem mörgum hverjum hefur enn, alltof lítill gaumu verið gefinn. Um þetta segir hann m.a.: „Á stjórmálasviðinu þarf að vinna að því að skapa atvinnufyrirtækjum sjálfstæða réttindastöðu, sem ekki væri unnt að breyta með einföldum lagasetningum. Er hér átt við það, að rekstur fram- leiðslutækja, hagnýting og ráð- stöfun þeirra sé verndaður með stjómarskrárákvæðum. Frelsi í atvinnurekstri, hvort sem því fylgir eignaréttur yfir fram- leiðslutækjunum eða ekki, verður að vera það mikið, að ábyrgir stjórnendur geti óhindrað og hik- laust tekið ákvarðanir un: fjár- festingu, fjármögnun, hafi áhrif á ákvörðun launa, stjórnað starfs- fólki sínu og sagt sjálfir til um markaðsverðmæti framleiðslunn- ar, án íhlutunar frá aðilum, sem eru rekstrinum ókunnugir og oft á tíðum óhæfir til að skipta sér af honum vegna þekkingar- skorts". Jóhann Hafstein, þankastjóri, ritar greinina „Framfarir undir forystu Sjálfstæðismanna". “ Telur greinarhöfundur að Sjálfstæðisflokkurin megi vel við una að hafa haft hina svokölluðu „lyklaaðstöðu" í þjóðfélaginu á þeim tíma hins nýstofnaða unga íslenzka lýðveldis, sem einkenn- ist af engu fremur en djarfhuga framsókn til vaxandi almennrar velmegunar og undraverðri fram þróun á flestum sviðum þjóðlifs- ins. Ólafur Björnsson, prófessor, ritar grein, sem nefnist „Hags- munasamtökin og þjóðfélagið". Ræðir hann þar m.a. um afstöðu stéttanna sín á milli og þann heimskulega áróður, sem hafður er í frammi af vinstri flokkunum um „vinnustéttir“ og „milliliði". Próf. Ólafur gerir á glöggan og skilmerkilegan hátt grein fyrk- því hvernig þessum óheilbrigða áróðri og ósamlyndi stéttanna hefur verið beitt gegn heildar- hagsmunum þjóðfélagsins. Greininni lýkur á þessum orð- um: „Þjóðfélagsstéttirnar verða að öðlast skilning, að það er þeim sjálfum í hag, að úr ágreinings- málum sem almenningsheill varða á að skera við kjörborðið, en ekki með framleiðslustöðvun- um. Ef síðarnefnda leiðin er far- in, má búast við því, að það verði fámennir sérhagsmunahópar, sem sterka aðstöðu hafa þá til þess að skapa öngþveiti í framleiðslunni, sem mest bera úr býtum. Við kjör borðið verða það hins vegar fjöl- mennustu stéttirnar, sem mest á- hrif hafa. Hin lýðræðislega lausn efnahagsvandamálanna er því ein mitt sú, sem skapar verkalýðnum í landinu sterkasta aðstöðu, þótt verkamenn hafi því miður oft látið blekkjast af áróðri ohlut- vandra, pólitískra spákaupinanna, sem haldið hafa því fram að leið ofbeldisins væri sú líklegasta til þess að bæta hag verkalyðsins“. Sigurður Bjarnason, alþingis- maður, frá Vigur ritar greinina „Enn er nóg að vinna“, og Ingólf- ur Jónssón, fyrrv. ráðherra, skrif- ar grein, sem hann nefnir „Til- gangur og starfssvið samvinnu- stefnunnar". Þá er minnst eins af fýrstu for- ystumönnum Heimdallar Jó- hanns G. Möller, en hann var einn af stofnendum félagsins og formaður þes um skeið. Auk þessa er í ritinu saga fé- lagsins sl. 5 ár. Sýnir hún, að Heimdellingar hafa brotið upp á mörgum nýjungum í félags- starfseminni og starf þeirra hefur einkennzt af dugnaði og áhuga fyrir baráttumálum Sjálfstæðisfl. Nokkrir af starfsliði Leikhúss Heimaauar. Einn af hinuni fjölmennu umræðufundum Heimdallar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.