Morgunblaðið - 29.06.1957, Side 13

Morgunblaðið - 29.06.1957, Side 13
Laugárdagur 2®. júní 1957 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Adolf tók Munchen höfuðborg landsins, og lagði meirihluta þess undir sig, en kjörfurstinn af Baj- ern flýði ríki sitt og leitaði á fund Wallensteins, þótt eigi væru þeir vinir. Nú var Ferdinand keisari í nauðum staddur. Hann var lið- fár, menn hans höfðu týnt töl- unni í orustum við Svía; hann vantaði hershöfðingja, eftir að Tilly var fallinn; Gústav Adolf hafði yfirráð á öllu Norður- og Vestur-Þýzkalandi og eigi var annað sýnna, en að erfðalönd keisarans og aðsetursstaður hans, Vínarborg, væru í hershöndum, er minnst varði. Hér voru engin úrræði önnur, en að leita Wallen steins. Um síðir gaf hann kost á liðveizlu sinni, en með svo hörð- um skilmálum, að heita mátti að keisarinn héldi engu eftir nema nafninu einu. Að fáum vik- um liðnum hafði Wallenstein 40.000 manna undir vopnum, og hið íyrsta, sem hann gerði var að reka Saxa burt af Böhmen. Þar næst hélt hánn vestur á Frank- en, til þess að komast á milli Gústavs Adolfs og bandamanna hans á Norður-Þýzkalandi. í Franken var borg sú, er Nurn- berg hét: hún var á Suður-Þýzka- landi, lík því, sem Magdeborg hafði verið á Norður-Þýzkalandi, stórauðug, sjálfri sér ráðandi og vinveitt Gústav Adolf. Þeirri borg vildi Wallenstein ná á vald sitt en Gústav var kominn þar fyrir og þá var Núrnberg borgið. Þar sátu þeir konungur og Wallen- stein lengi sumars, konungur í borginni en Wallenstein utan- borgar og varð ekki til tíðindi, þangað til konungi bættist lið nokkurt vestan frá Rín, en eftir það réðst hann á Wallenstein; börðust þeir þar heilan dag, hvor ugur vann á öðrum, en mannfall- ið varð mikið. Þar varð Jóhann Banés sár en Lennart Thorsten- son handtekinn. Sótt kom upp í borginni og vistarskortur þrengdi að? Var þar eigi lengur vært. Hélt konungur þá liði sínu suður og austur á leið og stefndi til Austurríkis. Wallenstein tók sig upp litlu síðan, og hélt norður á Saxland, kom Pappenheim þar til móts við hann' með nokkru liði. Pappenheim var jafnaldri Gúst- avs Adolfs og hinn mesti kappi. Þegar Gústav Adolf frétti aðfarir þeirra á Saxlandi, bregður hann við og norður þangað til þess að bjarga kjörfurstanum og trúar- bræðrum sínum. Á leiðinni kom Bernharð hertogi til móts við konung með sína menn ,og var þá konungsliðið, sem þar var saman komið um 18.000 manna. Wallenstein bjóst eigi við komu Svíakonungs að svo stöddu, og sendi Pappenheim með nokkuð af liðinu vestur á sveitir. Þess- vegna réð Gústav Adolf það af, að koma Wallenstein á óvart, þar sem hann sat við Lútzen, og held ur liðfár; en færð var ill og yfir torfærur að fara: seinkaði það evo ferðinni fyrir konungi, að Wallenstein komu njósnir, og fékk hann safnað liði sínu og haft viðbúnað og gert Pappen- heim orð að koma sem fyrst. Að morgni 6. nóv. 1632 var þoka svo mikil, að eigi var víg- ljóst. Undir hádegi létti af þok- unni og þá þegar tókst orustan. Konungsliðinu var skipað á líkan hátt og verið hafði við Leipzig. Konungur var sjálfur fyrir hægra fylkingararmi, Bernharð hertogi fyrir hinum vinstri, en Nils Brahe fyrir fylkingarbrjósti Á bak við þessar fremri fylking- ar, stóðu hinar aftari og nokk- urt bil á milli. Kniephausen hers- höfðingi, þjóðverskur maður, ítýrði öllum hinum aftari her- sveitum. Á sama hátt hafði Wall- enstein skipað liði sinu. Fyrir framan hann lá þjóðvegur aust- ur í landi og djúpir og breiðir skurðir báðu megin við veginn: skurðirnir voru þurrir og lét Wallenstein skotmenn standa þar niðri til þess að skjóta á Svía, ef þeir vildu þar yfir fara; urðu Svíar þannig að sækja yfir marga elda. Þegar í fyrsta áhlaupi fékk Nils Brahe með nokkrar sveitir afl til þess, að fjölda riddara fótgönguliðs komizt yfir skurð- bar þar að, og spurði einn þeirra, inn og tekið fallbyssur þær, er þar voru fyrir, en riddaraliðinu sænska gekk miður; skurðirnir voru breiðir og skothríðin ógur- ieg. Voru því hestarnir tregir til framgöngu. Wallenstein lét ridd- aralið koma sínum mönnum til hjálpar og rétti við bardagann. Konungur var kominn yfir skurð ina, er hann fékk séð, að fylk- ingarbrjóst sinna manna hopaði fyrir Wallenstein. Keyrir þá konungur hestinn sporum og ríð ur þangað og gátu fáir fylgt hon- um. í því seig þoka yfir vígvöll- inn og sá konungur eigi glöggt, hvað hann fór, fyrr en hann rak sig á riddarasveitir Wallensteins. í þeirri svipan fær hestur kon- ungs skot gegnum, hálsinn, og jafnskjótt kemur annað á konung sjálfan og brýtur vinstri hand- legginn: vildi konungur þá ríða burt af vígvellinum, því að hann ómæddi blóðrás, en í því bili fékk hann skot í hrygginn og féll af hestinum. Voru nú þeir, sem með honum voru, flúnir eða fallnir, nema einn ungur sveinn, þjóð- verskur, Leubelfing að nafni: hann var einn eftir hjá konungi, er þetta gerðist, og hefir sagt svo frá, að þegar konungur féll af hestinum, hljóp hinn ungi maður af baki og bauð honum sinn hest, að konungur rétti báðar hendur í móti Leubelfing, er reyndi að setja konunginn á bak, en skorti hver hinn særði maður var, að sveinninn vildi eigi segja til nafnsins, en konungur sagði það sjálfur, og þá fékk hann banaskot hríð. Pappenheim varð fyrir tveim skotum og missti lífið. Við komu Pappenheims fékk Wallen- stein stöðvað herinn og fylkt lið- inu: tókst nú af nýju hin grimm- asta orrusta. Wallensteins menn gegnum höfuðuð. Leubelfing dó náðu aftur fallbyssum sínum. nokkrum dögum síðar af sárum. Það var komið undir miðdegi, er konungur féll, og barst sú fregn þegar til Bernharðs her- toga, en hann sagði Kniephausen. Er mælt að Kniephausen hafi viljan halda undan og sagt, að hann skyldi ábyrgjast hernum undankomu, enda var Kniep- hausen dugandi maður, en Bern- harð hafði svarað, að hér væri. eigi um slíkt að ræða, heldur um hefnd, sigur eða dauða. Tók Bernharð samstundis yfirher- stjórnina sér í hönd, og skipar fyrir til nýrrar atlögu. Herinn vissi nú, að konungur mundi fallinn vera, eður handtekinn; harmur og reiði fyllti hvers manns brjóst. Gjörðu Svíar nú svo harða atlögu að óvinum sín- um, að ekki stóðst fyrir, fallbyss- ur voru teknar, riddarar flýðu, púðurvagnar flugu í loft upp, herinn riðlaðist í höndum Wall- ensteins, Svíar höfðu því nær unnið sigur. Þá þeysti Pappen- heim og riddaralið hans fram á vígvöllinn. „Hvar er Svíakon ungur?“, sagði hann, og réð á hægri fylkingararm Svía, en þar var Þorsteinn stálhanzki fyrir og hans lið, og svöruðu með skot- Nils Brahe. féll og margir af höfðingjum Svía. Hinar fremri fylkingar hopuðu á hæl til hinna aftari, en fengu þar fótfestu, því að þar stóð Kniephausen fyrir sem hamraveggur. Bernharð varð glaður við, er hann sá Kniep- hausen og allt hans lið standa föstum fótum, þar sem hann bjóst við, að það væri allt á flótta snú- ið. Litlu fyrir sólarlag birti aft- ur upp þokunni, og er Bernharð hafði litið yfir vígvöllinn, eggj- aði hann liðið til nýrrar fram- göngu og sótti þá fram allur Svíaherinn. Við því áhlaupi máttu Wallensteins menn eigi og snerust á flótta og létu myrkrið geyma sxn. Þannig endaði orr- ustan við Lútzen, er staðið hafði allt að 9 stundum. Tíu þúsundir manna lágu fallnar á vígvellinum og þar fundu menn lík Gústavs Adolfs; hafði han verið særður 9 sárum, og öllu verið rænt, er hann á sér bar. Svíar unnu hér að vísu mikinn sigur, en engan eins dýrt keyptan og þennan. Lík konungs var flutt til Stokkhólms, og hvílir þar í Riddarahólms- kirkju, eins og hann hafði sjálf- ur fyrir sagt áður en hann fór að heiman. Hreinskilin bók FJÓRIR ÁRATUGIR er svo lang- hans er hún kom út fyrir jólin í ur tími að á honum vaxa upp tvær kynslóðir. En um það bil sá tími er nú liðinn síðan Þorfinnur Kristjánsson kvaddi ættjörð sína og tók sér bólfestu í framandi landi. Það eru því að vonum ekki nema við gömlu mennirnir sem munum hann í hóp prentaranna í ísafoldarprentsmiðju og ekki nema elztu Reykvikingar sem minnast hans á meðal lítilla drengja á uppvaxtarárum hans. Óbrúaða sundið er orðið breitt og því má ætla að færrum hafi leik- ið hugur á að lesa minningabók SKÁK IN N A N skamms hefst hér í Reykjavík fyrsta alþjáðlega skák mótið, sem fslendingar halda, en það er Alþjóðaskákþing stúdenta 1957. Hingað koma margir af snjöllustu skákmönnum heimsins bæði sem þátttakendur og að- stoðarmenn. Þetta er skákvið- burður sem allir, er skákíþrótt- inni unna, verða að gefa sér tima til að fylgjast með. En nóg um það að sinni. í Dublin var að ljúka svæða- keppni með sigri L. Pachmans 14% (17) 2—3. S. Gligorxce og Benkö 13. Þeir fá rétt til þátt- töku í Kandidatakeppninni að ári. Svæðakeppninni í Sofia lauk með sigri dr. Filips 9V2. 2—4. Neikirk, Matanovic og Sliva 8Vz. Hollendingar töpuðu fyrir Þjóð verjum í landskeppni 8:12. Skákin, sem hér fer á eftir er tefld af tveim sovézkum meistur- um, og tekst hinum gamla, og þrautþjálfaða Mikenas að leggja andstæðing sinn að velli í skemmtilegri fórnarskák. Teflt í U.S.S.R. 1947. Hvítt: Mikenas. Svart: Bannik Karo-kann 1. e4 c6 (Þessari vörn er yfirleitt lítið beitt á skákmótum nú til dags. Einnig er hægt að leika 1. e4, d5 og á þann hátt komast í ofan- greint afbrigði). 2. d4 d5 3. e5 ...... (Hér velja menn oftar 3. Rc3, eða exd5 en Mikenas beitir gjarn an sjaldgæfum afbrigðum/ og jafnvel óhagstæðum). S.... Bf5 4. Re2 .... (Slæmt væri 4. g4, vegna Bd7. Ekki 4......Bg6 því þá leikur hvítur 5. e6!?, fxe6. 6.Bd3, Bxd3. 7. Dxd3 með allgóðum sóknar- tækifærum) 4............... eG 5. Rf4 h6 (Betra var 5.....c5. Ef þá 6. g4, Be4! 7. f3, Dh4f). 6. c3 e5 7. dxc5 .... (Nákvæmara var 7. Bd3). 7. Rc6 (Hér gat svartur hrifsað til sín frumkvæðið með 7....Dc7! t.d. 8. Bb5f, Rc6. 9. O-O, Bxc5. 10. De2, Re7). 8. Bd3! Dc7 (Ekki gat svartur leikið hér 8. .. Rxe5 vegna 9. Bxf5 exf5 10. Rxd5, Bxc5. 11. Bf4, Bd6. 12.0-0, Re7. 13.Hel, R5g6. 14. Rf6f, gxf6. 15. Bxd6, O-O. 16. Bxe7, Dxdl. 17. Hxdl, Rxe7. 18. Rd2 og hvítur hefur yfirburðastóðu). 9. O-O! .... (Auðvitað ekki 9. Bxf5, vegna Dj?e5f. 10. De2, Dxf5. En ef svartur leikur núna 9.Dxe5, þá 10. Hel, Df6. 11. Rxd5 T.d. 9..... Bxd3. 10. Rxd3, Rxe5. 11. Bf4, f6 (þvingað). 12. Bxe5, fxe5. 13. Dh5f). 9............. Be4 10. Rbd2 g5(?) (Betri varnarmöguleika gaf 10. .... Dxe5). 11. Bxe4, dxe4 (Eftir 11.... gxf4. 12. Bc2, Rxe5. 13. Rf3! virðist hvítur hafa yfirhöndina vegna hraðari liösskipunar). 12. Rh5 .... ABCDEFGH (í staðinn fyrir 12. Rh5 kom til greina 12. Rxe4, gxf4. (Ekki Dxe5 vegna 13. Hel!) 13. Rd6f, Bxd6, 14. cxd6, Da5. 15. Bxf4, O-O-O. 16. De2). 12............. Dxe5 13. Rc4! Dxc5 14. De2 .... (Hvítur hótar nú 15. Be3, De7, 16. b4 síðan Bc5, t.d. 14. .. Re5, 15. Rxe5, Dxe5. 16. f4!). 14.... g4 15. Rg3 f5 (Öruggara var 15.... Re5!). 16. Hdl! (Sterkara en 16. b4, De7. 17. b5 Rd8. 18. Ba3, Df7. Hvítur hótar 17. b4, De7, 18. Rd6f). 16.......... Re5? (Hér fór síðasti möguleikinn til björgunar 16...b5! 17. Ra3, a6, 18. Be3, De5! 19. Rh5, Hh7, 20. Bf4, Dc5). 17. Rxe5 Dxe5 18. Dc4! .... (Hótar 19. Bf4, Dxf4. 20. Dxe6r og Rxf5). 18........... Re7 19. Rh5 .... ABCDEFGH m........... jkw áB H |§f É §tf A B C D E F G H (Skemmtilegur möguleiki var Bf4!, Dxf4. 20. Dxe6, Dg5. Hd5, Dg6. 22. Dd7f, Kf7. Hxf5f, Kg8. 24. Hf4, h5. Rxe4). 19 Í4 20. Rxf4 Kfl 21. Be3 b5 22. De2 Df5 23. Hd2 Bg7 24. Hadl a6 25. g3 Be5 26. Hd7 Kf6 27. Rg2! .... (Hvitur hyggst nú þrengja svörtu drottningunni). 27 Rd5 28. Rh4 Dh5 29. Bcl De8 30. Hdlxd5! ! exd5 31. Dxg4 og svartur gaf. 25. að Ingi R. Jóh. vetur en raun hefði á orðið ef sundið hefði verið mjórra. Afchug- ull maður, sem allvel mun vita um söluna, sagði mér að hún mundi hafa orðið þolanleg, en þó minni en bókin átti skilið. En um bókina mundi ég segja að hún hefði átt skilið að vera nú uppseld. Hvers vegna? mun lesarinn spyrja. Fyrst og fremst sökum þess- að hún gefur margan þann fróðleik, sem hvergi er á öðrum stað að finna í prentuðum heim- ildum, en er þess maklegur að geymast. I öðru lagi fyrir það, hve óvenjulega hreinskilin hún er og opinská. 1 þriðja lagi fyrir það, að bersýnilega leitast höfundurinn við að segja ávállt sannleikann, um hvern sem hann ræðir og um hvað sem hann ræðir. Og að lok- um fyrir það, að frásögnin er ná- lega aldrei þreytandi. Eini kaflinn, sem komst nálægt því, að vera það, er frásögnin um togstreituna og óheilindin innan íslenzku félag- anna í Kaupmamiahöfn. En er það þá ekki réttmætt að fylgja gamla boðorðinu um aö segja hverja sögu eins og hún gengur, og líka hitt, að lofa þjóðareinkennum okkar, illum sem góðum, að koma fram í dagsljósið? Sá sem ekki vill hræsna, segir jú við þeirri spurn- ingu. Eitt er víst: Ef Þorfinnur hlífir á stundum ekki náunganum við því, að láta Ijósið falla á hinar veikari hliðar hans, þá hlífir hann þó miklu síður sjálfum sér við hinu sama. Og það er miklu fá- tíðara um höfunda. Það er engu líkara en að þarna sé kominn James Boswell eða Símon Dala- skáld. En nú þykir orðið að hvor- ugum þeirra skömm. Bók sína —1 sem ekki er neitt smásmíði, á fimmta hundrað síð- ur auk fjölda mynda — nefnir Þorfinnur í útlegð. Það er varla nema að hálfu leyti rétt, því hann segir svo margt og mikið af fólki, venjum og atburðum hér heima. Sérstaka þætti ritar hann um all marga menn sem hann hefir kynzt j á lífsleiðinni, þar á meðal Björn Jónsson, Svein Björnsson, Svein- björn Sveinbjörnsson, Boga Mel- steð, Þorvald Thoroddsen, og marga sem ég þekkti aldrei. Þess- ar mannlýsingar virðast mér sann gjarnar og þær sýna glöggan skilning. Ég sakna þess hve lítið hann segir af þeim góða manni Ólafi Björnssyni, sem honum hlýt ur þó að hafa þótt vænt um, og í honum átti hann góðan vin. Um eitt skeið vann ég undir sama þaki og Þorfinnur Kristjáns- son, en þó við önnur störf. Ekki urðu kynnin mikil, en nóg til þess, að í þann hálfan fimmta áratug sem liðinn er síðan leiðirnar skildu, hefir mér ávallt verið hlýtt til hans. Ég þekkti hann að engu nema góðu. Hann vildi í öllu koma fram til góðs og hann hik- aði víst aldrei við að sýna þá vináttu, er sagði til vamms. En það- er bezta vináttan. Og hvað sem líður sölr á bók hans, er ég sannfærður um eitt: sannfærður um, að svo lengi sem hún er les- in, verða þeir menn til sem hugsa hlýtt til Þorfinns Krist- jánssonar. Þeim árangri tekst ekki öllum að ná með bókum sínum. Gráskeggur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.