Morgunblaðið - 02.07.1957, Page 1

Morgunblaðið - 02.07.1957, Page 1
44. árgangur 144. tbl. Þriðjudagur, 2. júlí 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins Jarðeðlásiræðiárið hólst í fyrrakvöld ic LONDON, 1. júlí. — í gærkvöldi kl. 8 hófst hið svonefnda jarðeðlisfræðiár, og tóku þá um 10.000 vísindamenn til óspilltra málanna. Hér er um að ræða umfangsmestu tilraun sögunnar til að uppgötva hina huldu krafta jarðarinnar og þau geimöfl, sem hafa áhrif á hnöttinn. Þetta óhemjumikla fyrirtæki, sem mun taka hálft annað ár og kosta um 7500 milljónir króna, felur í sér rannsóknir á jörðinni, höfunum og himingeimnum. Menn frá 64 þjóðum taka þátt í rann- sóknunum og eru þeir útbúnir öllum hugsanlegum tækjum og hjálpargögnum, allt frá „gervitunglum“ niður í snjóþrúgur. ic Jarðeðlisfræðiárið hófst um þessi mánaðamót sökum þess, að næstu 18 mánuði verða mjög miklar „truflanir" á sólinni, samkvæmt útreikningum vísindamanna. Slík tímabil eru með 11 ára millibili. Það, sem gerist á sólinni, hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á veðurfar og margt annað á jörðinni og umhverfis hana, og eru því líkur á mörgum og merkilegum niðurstöðum af þessum rannsóknum. if í gær talaði Eisenhower forseti í sjónvarp um þýðingu þessara rannsókna, og Filippus hertogi af Edinborg, maður Elisabetar Breta- drottningar, lýsti jarðaeðlisfræðiárinu í 5 stundarfjórðunga sjón- varpi, sem var endurvarpað til Belgíu, Italíu og Svisslands. Síðar verður þessi þáttur sýndur á kvikmynd víða um heim. it Fjöldi þjóða á athuganastöðvar víðs vegar við suðurpólinn og annars staðar þar sem gott er til fanga í vísindalegu tilliti. ií Næstu 18 mánuðir eiga efiaust eftir að leiða margt nýstárlegt í ljós, og þess vegna verður fylgzt með rannsóknunum gaumgæfi- lega hvarvetna í heiminum. Fréttir í stuftu máli ic London 1. júní. í mörgum löndum Evrópu var mældur meiri hiti en nokkru sinni fyrr. í París fórust yfir 50 manns af völdum hitabylgjunnar, þar mældist meiri nátthiti en nokkru sinni áður, 22 gráður á Celsius. Víða hafa skoliið á geysilegar rigningar af völdum hitans, og þær hafa aftur orsakað stórflóð. Annars staðar, eins og t. d. í Prag, hefur orðið alger vatns- þurrð. Þar í borg týndu margar konur háum hælum undan skóm sínum, þegar þeir festust í mal- bikinu á götunum. if London, 1. júlí: Forsætis- ráðherra Pakistan, sem er stadd- ur á ráðstefnu forsætisráðherra samveldislandanna í London,mun heimsækja Hussein konung í Amman á heimleiðinni í boði konungs. ic Washington, 1. júlí. Banda- ríska jarðeðlisfræðinefndin var- aði í dag flugvélar og skip með ratsjá við því, að allt samband við þau kynni að rofna vegna sprenginga á sólinni. ic Amman, 1. júlí. Stjórnin í Jórdaníu tilkynnti í dag, að olíu- boranir munu hefjast þar í landi innan skamms, og munu banda- rísk fyrirtæki hafa umsjón með þeim. it Beirut, 1. júlí. Eftir kosn- ingarnar í Libanon hafa stjórnarflokkarnir, sem eru hlynntir Vesturveldunum, 53 í fulltrúadeild þingsins, en þar sitja alls 66 menn. ★ Alsír, 1. júlí. Hersveitir stjórnarinnar drápiu 50 uppreisn- armenn og tóku 17 til fanga í þriggja daga herferð fyrir norð- an Maillot. Á síðast liðnum 48 tímum voru 10 franskir hermenn og lögreglumenn drepnir. ★ Cameron, 1. júlí. í bænum Cameron í Louisianafylki í Banda ríkjunum létu yfir 500 manns líf- ið í geysilegum flóðum, sem komu yfir bæinn fyrir helgina. Enn stendur vatnið meira en mann- hæðarhátt á götunum og hafa þar safnazt saman moskító-flug- ur og aðrir hættulegir smitberar. Um 7000 manns urðu heimilis- lausir. ic Peking, 1. júlí. Hinn *opinberi kínverski saksóknari sagði á fundi kínverska þjóðþingsins í dag, að regla og löðhlýðni í al- þýðulýðveldinu væri meiri nú en nokkru sinni á síðustu ára- tugum. Gagnbyltingarmenn geta ekki lengur beitt sér eins og þeir gerðu áður, enda hefur fækkað í fylkingum þeirra. Á árinu 1956 minnkuðu almenn afbrot um 52,8%, en gagnbyltingarstarfsemi minnkaði um 42,7%, sagði ákær- andinn. Þeir, sem eru sýknaðir af ákærum, eru sendir á sérstakar stofnanir, sem sjá um „endurupp- eldi“ þeirra. Sænsku konungshjónin hrifust mjög af stórfenglegri fegurð Þingvalla Ifonungsfylgdin í Almannagjá. — Gangan af gjárbarmi á Lög- berg var konungshjónunum til mikillar ánægjiu. Hér sést konungsfylgdin i Almannagjá. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Gengu af gjárbarmi á Lögberg í glampandi sólskini - Kveðja í deg Tj’NGINN mun betur geta lýst Þingvallaför sænsku konungs- hjónanna í gær, í hinu bezta veðri, en konungur sjálf- ur, er hann þakkaði hádegisverð þann er ríkisstjórnin hélt hinum tignu gestum í Valhöll. Um leið og konungurinn færði þakkir sínar og drottningar, baðst hann afsökunar á hve seint þau hefðu komið í Valhöll. — Ég get gefið á því skýringu til afsökunar, sagði konungur, og hún er sú, að hér er svo fagurt. — í glampandi sólskini stóðu konungshjónin og fylgdarlið á barmi Almannagjár og horfði yfir hinn fagra, sögufræga stað. í stað þess að aka niður að Lögbergi, þar sem einnig var staldrað við, gengu konungshjónin niður Al- mannagjá og á Lögberg, en þar blakti íslenzki fáninn tignar- lega í norðaustan andvaranum, og þangað barst að vitum gestanna birkiilmurinn innan úr Þingvallaskógi. Víst er, að Þingvallaförin mun verða meðal þess allra minnisstæðasta frá komu konungshjónanna hingað, en þau kveðja landið árdegis í dag. Samveldis- ráðstefnan Á London, 1. júlí. Á ráðstefnu forsætisráðherra samveldisland- anna var rætt um afvopnun í dag. Var forsætisráðherrum hinna 10 samveldislanda skýrt ýtarlega frá tillögum Bandaríkjanna um afvopnun, en þær verða senni- lega lagðar fyrir afvopnunar- nefndina, þegar hún kemur sam- an á morgun. Macmillan forsæt- isráðherra Breta og Lloyd utan- ríkisráðherra skýrðu ráðstefn- unni frá sjónarmiðum Breta. Nehru forsætisráðherra Ind- verja talaði síðar og lagðist gegn tillögum Vesturveldanna um af- vopnun í áföngum, en krafðist afvopnunar hið fyrsta og um leið algers banns við tilraunum með kjarnorkuvopn. Nehru var eini forsætisráðherrann, sem gagn- rýndi tillögur Vesturveldanna, en hins vegar taldi hann gott, að aðrar þjóðir en Bandaríkjamenn og Rússar ættu kjarnorkuvopn, meðan slík vopn væru til. Lagt var af stað austur til Þingvalla klukkan rúmlega 11. Hvarvetna alla leiðina upp í Mos- fellsdal var fólk við veginn, sem veifaði til konungsfylgdarinnar. Útsýnið var eins gott og það get- ur bezt verið á sólbjörtum degi. Falleg börn, útitekin og hraust- leg, stóðu við heimreiðir bæj- anna, en á túnum var víða verið að slá eða vinna við hey. HEIMSÓKN TIL SKÁLDSINS Það segir ekki af ferðum fyrr en komið er upp að Gljúfra- steini, húsi Nóbelsverðlauna- skáldsins. Konungsvagninn og bíll forsetafrúar og drottningar óku þar hiklaust heim í hlað. — En skáldið, frú Auður og dæturnar, Sigríður og Guðný, í léttum sumarkjólum, fögnuðu hinum óvæntu gestum og buðu til stofu. Konungshjónin höfðu þarna upp undir 10 mín. viðdvöl. Drottningin dáðist mjög að út- saumuðu veggteppi eftir frú Auði, og konungurin'n kom strax auga á fjöl sem hangir yfir dyr- um í anddyri, en það er ættar- gripur ristur höfðaletri og er eign skáldsins. — Konungshjónin skoð uðu vinnustofu og bókasafn Kilj- ans, og síðan var gengið út á svalir hússins, en þaðan dásöm- uðu konungshjónin hið fagra út- sýni yfir dalinn og út til hafs- Framh. á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.