Morgunblaðið - 19.09.1957, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.09.1957, Qupperneq 11
Fimmtudagur 19. sept. 1957 MORGVNBl AÐIÐ 11 Með i simamonnum Grímubrekkum SÍMINN er mikið undratæki þótt' lítið þyki manni til um dásemdir hans þegar hann hringir í tíma og ótíma til angurs og trufl- ana. Ekki hleypur það síður í taugar manna þegar hringja á til ákveðins staðar og síminn er bil- aður. í fússi þeytir maður heyrn- artólinu á gaffalinn, og ekki er mér örgrannt um að smeliinum fylgi stundum lítt prenthæf nrð. En sem sagt. Það kemur stund- um fyrir að síminn bilar og við verðum að bíða meðan gert er við hann. Oft verða bilanir þessar um hávetur og þar sem verst og erfiðast er að komast að þeim t.d. uppi á háfjöllum þar sem eru algerar vegleysur. En við sem sitjum inni í hlýrri stofu hug- leiðum sjaldan hvað viðgerðar- mennirnir þurfa að gera til þess að við getum fengið sambandið á ný. Þess vegna flaug mér í hug á dögunum að ekki væri svo vit- laust að þiggja boð Lúðvíks Nord gulen símvirkja og verkstjóra Landssímans um að skreppa með honum upp í Grímubrekkur en þar ætluðu menn hans að gera við jarðstreng, sem bilað hafði í vetur. Þegar bilunin varð hafði Árni Guðmundsson með mæli- tæki á hnakknefinu til bráðabirgða verið lagður grannur vír ofan á jörðina og með honum tengt samband á ný. Þetta hefir verið látið duga í sumar, en fyrir veturinn varð að gera við jarðstrenginn. Haldið til Dalvíkur Um hádegið lögðum við af stað héðan frá Akureyri þrír saman. Hinn þriðji og sá er ók bifreiðinni var Alfreð Nordgulen, bróðir Lúð víks. Var nú haldið sem leið ligg ur til Dalvíkur. Höfðu þeir bræð- ur með sér í bifreiðinni margs konar útbúnað, er þurfti til við- gerðarinnar og auk þess mikið af mælitækjum, sem notuð eru til þess að finna bilunina og leita að jarðstrengnum, hvar hann liggi undir yfirborði jarðar. Á Dalvík biðum við nokkra hríð eftir hestum, sem sækja þurfti fram í sveit á tvo bæi þar. Gerði þetta Árni Guðmundsson, sem er einn af starfsmönrmm Landssímans. Fyrirhugað var að við færum fjórir upp í Grímu- brekkur, þeir Nordgulen-bræður, Árni og ég. Aifreð og Árni höfðu farið ríðandi upp eftir dag inn áður til þess að kanna allar aðstæður. Hvernig bilunin er fundin Ég notaði tækifærið, meðan við stönzuðum á Dalvík til þess að spyrja Lúðvík hvernig hann hygðist haga leitinni að bilun- inni. Hann freistaði þess að skýra fyrir mér í stuttu máli hvernig mælitæki þau, sem hann hafði haft með sér frá Reykjavík, væru notuð til þessa verks. Jarðstreng urinn liggur aðeins "yfir há-fjalls hrygginn ofan við Grímubrekkur og eru 8 símalínur í honum. Er hann síðan tengdur við loftlín- urnar í kassa sem komið er fyrir nokkru yfir jörðu á fjórum staur um. Er þetta gert til þess að hægt sé að vetrinum að komast í kass- ann þótt allmikill snjór sé. Ætlun in var að fara í kassann Dalvíkur megin við fjallið og mæla þaðan. Til þess að komast að raun um í hvaða fjarlægð frá kassanum bil unin er er notað mjög nákvæmt og vandað mælitæki. Sendir það út tón eftir strengnum sem gefur „útslag“ á mæli tækisins’ Frá þessu útslagi og upplýsingum sem framleiðendur jarðstrengs- ins gefa um eiginleika nans er reiknað út í hve mikilli fjarlægð bilunin er. Strengurinn „sónaður út“ En það er ekki nægilegt að finna í hvaða fjarlægð frá kass- anum bilunin er. Nú þarf að finna hvar strengurinn liggur undir yfirborði jarðar. Fjalls- hryggurinn eða skarðið ofan við Grímubrekkur er ein grjótskriða, en í dældinni neðan við síðustu brekkuna liggur mikil fönn, sem aldrei bráðnar að fullu. Um þess- ar skriður, sem eru á sífelldri hreyfingu í vorleysingum og vatnsveðrum, og í þessari fönn liggur jarðstrengurinn. Yfirborð jarðar sýnir ekkert hvar streng- urinn liggur. — Til þess að finna hann eru notuð önnur mæli tæki, sem saman standa af sendi- stöð og móttakara. Eftir strengn- um er sendur slitróttur tónn. Síð- an er gengið með móttakarann í þá átt frá kassanum, sem streng urinn liggur. Við jörðina er hald- ið gaffli, sem tekur á móti sónin- um. Með því að færa gaffalinn til og frá er auðvelt að finna hvar sónninn er skýrastur. en þar beint undir er jarðstrengurinn. Þannig er strengurinn „sónaður út“, eins og símamenn kalla það. Á leiðinni upp brattann. Á hestunum eru þeir bræðurnir Alfrcð og Lúðvík Nordgulen. línan yfir Brimnesá og taka þá við hinar kunnu Grímubrekkur. Mér komu í hug sagnir af Hall- grimi Krákssyni pósti, sem mörg sporin átti í Grímubrekkum, þeim illvíga fjallvegi. í Söguþáttum landpóstanna er þess getið að Hallgrímur hafi oft fengið fylgd upp á fjallið á leið sinni til ólafs- fjarðar. Var þetta eini kafli leið- arinnar til Siglufjarðar, sem þess er sérstaklega getið að pósturinn hafi þurft aðstoðar við að kom- ast yfir. Upp brattann Ekki skal mig undra það þótt Grímubrekkur hafi verið gang- andi manni með þunga byrði á baki nokkur raun um hávetur. Sagt er mér að þarna sé snjó- kista mikil og léttir það ekki brattann að þurfa að kafa djúpan snjó. En nú var sem betur fer ennþá sumar þótt rigningarúði væri öðru hverju og kalsaveður. Klárarnir klöngruðust upp brekk urnar og var furða hve knálega þeir klifu brattann með sínar þungu byrðar. Allt gekk þetta vel þótt engar götur hefðum við til að fara eftir, enda urðum við af og til að stíga af baki þar sem ógreiðast var. Götuslóðar Hall- gríms Krákssonar eru löngu máð ir. Grímubrekkur eru vaxnar grasi og berjalyngi og hefði verið freistandi að hefja berjatínslu, en til þess var nú enginn tími. Ofan við brekkurnar tekur -við ofur- lítil dalskvompa norðan Einstaka- fjalls, en síðan melhryggir, víða snarbrattir. Löks komum við þó upp að kassanum, þangað sem ferðinni var heitið. Var nú tekið til óspilltra málanna að leita bil- unarinnar og fór allt fram sem Lúðvík hafði lýst fyrir mér. Hana klifraði upp í kassann og hóf mælingar sínar. — Þeir Al- freð og Árni hófu nú að leita að strengnum með tón- tækjunum og þegar myrkur var að skella á var Lúðvík búinn að finna að bilunin var í 600 m fjarlægð frá kassanum og streng urinn var fundinn upp í fönnina fyrir neðan skriðuna sem liggur upp á fjallsbrún, en í skriðunni miðri var áætlað að bilunin væri. Hestarnir renndu sér á rassinum undan brekkunni Fyrsta hluta verksins var lok- ið og ekki um annað að gera en halda sem skjót- ast undan brekkunni til þess að hafa einhverja skímu niður. Mátti ekki tæpara standa. Ekki var viðlit að sitja hestana niður Grímubrekkur, sökum bratta, enda nær ófært að velja leið. Fórum við því beint niður brekkurnar og renndu hestarnir sér fimlega á eftir okkur niður á grasi gróna hvamma. Oft sátu þeir á rassinum og renndu sér fótskriðu á afturfótunum. Var gaman að sjá hve laglega þeir gerðu þetta. Gekk ferðin því greitt niður brekkurnar. Kol- svarta myrkur var skollið á þeg- ar við komum niður að Brimnesá, en ferðin gekk þó vel úr því, þótt hægt væri farið og til Dalvíkur komum við um klukkan 10 um kvöldið. Þeir Alfreð og Árni urðu eftir á Dalvík því daginn eftir átti að hefja viðgerðina undir stjórn Al- freðs, sem er línuverkstjóri hjá símanum, en við Lúðvík héldum til Akureyrar. — vig. Útgáfa Biblíannar flutt heim 1 slóð Hallgrims Krákssonar En nú voru reiðskjótarnir komnir framan úr Svarfaðardal stað upp brattann beint upp frá Dalvík, enda nokkuð liðið á dag- ^“ur ekM EINS og getið hefur verið um i blaðafregnum, hefur útgáfa Biblí unnar verið flutt heim og mun hún koma út á kostnað hins íslenzka Biblíufélags nú. Áður hafði hið brezka og erlenda Bibliu félag gefið út hinar íslenzku Biblíur og Nýja-Testamenti og hafði svo verið um langt skeið. í sambandi við þennan heim- flutning Biblíuútgáfunnar hafa menn spurt: Var ástæða til að flytja útgáfuna hingað heim? Gat ekki hið brezka félag haldið áfram að gefa út Biblíur fyrir okkur, eins og verið hefur, og inn. Gert var ráð fyrir að ferðin tæki um þrjár klst. enda er hér upp illvígan fjallveg að ræða, þótt ekki sé leiðin sérlega löng. Við néldum nú sem leið liggur upp Böggversstaðadal og má þar teljast sæmilega greiðfært og ekki bratt nema fyrsta brekkan. Allir höfðum við einhver mæli- tæki á hnakknefinu en auk þeirra tækja, sem áður er getið, vorum við með símatæki og fleira smá- vegis, er þurfti til athugunarinn- ar. Þegar komið er nokkuð inn fyrir miðjan dalinn liggur síma-«- ef hún verður gefin út hér heima? Skal nú með nokkrum orðum leitazt við að gera grein fyrir hvers vegna útgáfan hefur verið flutt heim. Hin síðari ár hefur afgreiðsla á Biblíum frá brezka og erlenda Biblíufélaginu ekki gengið eins greiðlega og æskilegt hefði verið, og erfiðleikar með gjaldeyri, svo að oft hefur komið fyrir að Is- lenzkar Biblíur hafa ekki verið Lúðvík klifrar upp í kassann, þar sem jarðstrengurinn er tengd- ur við loftlínuna fáanlegar. Hið brezka félag hefur í mörg horn að líta og hafði fyrir alllöngu látið þá ósk í ijós, að við tækjum útgáfuna í okkar hendur. Þess væri ekki lengur þörf að gefa út Biblíur fyrir Islendinga, sem sjálfir gæfu út fleiri bækur en flestar, ef ekki allar aðrar þjóð ir, miðað við fólksfjölda. Það sé blátt áfram hlutverk hverrar menningarþjóðar að gefa út sínar eigin Biblíur. Hins vegar ver brezka Biblíufélagið stórum fjár- hæðum árlega, til þess að gefa út Biblíur og einstök biblíurit fyrir frumstæðar þjóðir. Þessi sjónarmið hins brezka Biblífélags voru höfuðástæðurnar fyrir því, að íslenzka Biblíufélag- ið hefur nú tékið útgáfuna í sínar hendur. Það getur tæplega talizt vanza- laust fyrir menningarþjóð eins og Islendinga, að geta ekki gefið út sínar eigin Biblíur og Nýja-Testa menti. Hvað snertir verð hinnar nýju Biblíu, þá er auðvitað æskilegt að því-verði stillt, sem mest í hóf, og helzt að Biblían verði ekki dýrari en áður, en til þess þarf hið ís- lenzka Biblíufélag að njóta stuðn- ings allra þeirra, sem áhuga hafa á útbreiðslu Biblíunnar. Hin erlendu Biblíufélög njóta öll mik- ils stuðnings, hvert í sínu landi, þeim berast árlega stórgjafir, og því er Biblían raunverulega ódýr- ust allra bóka og oft seld mikið neðan við kostnaðarverð, auk þess hafa félögin með höndum margvís lega starfsemi, til þess að efla út- breiðslu Biblíunnar og leiðbeina fólki við lestur hennar t. d. með útgáfu smárita. Þess má geta með sérstöku þakklæti, að margir hafa stutt hið íslenzka Biblíufélag vel og drengi- lega hin síðari ár, bæði með því að gerast styrktarfélagar, og með gjöfum og áheitum, einkum í sam- bandi við hinn árlega Biblíudag, sem haldinn er á hverjum vetri. Félagið hefur nýlega leitað til allmargra einstaklinga og fyrir- tækja um að styðja hina nýju Biblíuútgáfu og hafa margir brugðizt vel við og fleiri munu á eftir koma. Það verður að teljast stórvirki af hinu íslenzka Biblíufélagi, eftir að hafa nýlega gefið út vandaða myndskreytta útgáfu af Nýja- testamentinu, að ráðast nú í út- gáfu allrar Biblíunnar. Hefur hið brezka Biblíufélag sýnt mikla lip- urð og skilning í öllum viðskipt- um og samningum við ísl. Biblíu- félagið. Á Þessu ári kemur út Biblía Guðbrands Þorlákssonar. Henni er það fyrst og fremst ætlað að vera kjörgripur íslenzkrar bóka- gerðar. Útgáfu hins íslenzka Biblíu- félags er annað hlutverk ætlað, að flytja hið lifandi orð til þjóð- arinnar. Enginn er sannmenntað- ur maður, nema hann sé vel heima í hinni helgu bók. Orð hennar og lífsspeki er bezta vopnið til sókn- ar og varnar í baráttu lífsins. Heimflutningur Biblíuútgáfunn ar er því framfara- og menningar spor, og ég efast ekbi um, að þjóðin öll vill styðja að þvi að út- gúfan verði sem smekklegust og Biblían seld við sem vægustu verði. Þess skal að lokum getið, að hr. Ólafur Erlingsson, framkvstj. bókaverzlunar Snæbjarnar Jóns- sonar í Hafnarstræti, annast allar framkvæmdir fyrir hið íslenzka Biblíufélag og geta þeir snúið sér til hans, er vilja styrkja félagið, einnig til biskupsskrifstofunnar eða undirritaðs, sem er gjaldkeri félagsins. Óskar J. Þorláksson. Hussein ræðir utanríkisraál AMMAN, 16. sept. — Hussein konungur ræddi í dag við 18 full- trúa í neðri deild jórdanska þings ins, sem leyst var upp í apríl s.L Rætt var um utanríkismál og erfiðleika þá, sem nú steðjuðu að Arabaríkjunum. Kvað Hussein Jórdaníumenn ekki mundu ger- ast aðilar neins erlends banda- lags. Stjórnin mundi taka allar mikilvægar úkvarðanir um utan- ríkismálastefnuna og sjá landinu vel farborða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.