Morgunblaðið - 06.10.1957, Page 2

Morgunblaðið - 06.10.1957, Page 2
s mnncrnvnr aoið Sunnudagur C. okt. 1957' Gamla Gasstöðín — húsin og geymirinn bráðlega rifin. Gasstöðin og geymirinn rifin - aðalslökkvistöðin verður þar AÐALSLÖKKVISTÖÐ Keykjavíkur mun rísa af grunni í mikilli byggingu, sem reist verður þar sem nú er hin gamla Gasstöð Reykjavíkur, en hún verður rifin, svo og gasgeymirinn. Þegar að því dró að Gasstöðin yrði lögð niður, var farið að hugsa fyrir því hvaða stofnun bæjarins skyldi fá hina stóru og góðu lóð þar og /ar fljótt að því hallazt að flytja þangað slökkvi- stöðina. Þar verður stöðin mjög miðsvæðis í hinni ört stækkandi borg, helztu aðalgöturnar um bæ inn og í úthverfi hans liggja þarna rétt hjá og þaðan er stutt til hafnarhverfisins. Á fundi bæjarráðs er haldinn var á föstudag var lögð fram greinargerð frá slökkviliðsstjóra bæjarins, húsameistara bæjarins og skipulagsstjóra um hvernig gasstöðvarlóðin skuli hagnýtt fyr ir slökkvistöð, og með þeirri til- lögu að aðalslökkvistöð bæjarins verði þar. Gasstöðvarhúsið gamla er svo óhentugt að ekki er mögu- leiki á að hagnýta það neitt í sambandi við byggingu slökkvi- stöðvarinnar og sama máli gegn- ir um gasgeyminn mikla. Leggja þeir til að mannvirki þessi verði seld til niðurrifs. Þeir leggja og til að lóð vöru- bílastöðvarinnar Þróttar verði lögð undir gasstöðvarlóðina. A horni Rauðarárstígs og Hverfisgötu leggja nefndarmenn- irnir þrír til að byggt verði mik- il skrifstofubygging, sem ekki að eins verði fyrir rekstur og starf- semi slökkviliðsins, því að nokk- ur hluti þess á að vera 8—10 hæðir. — Fyrir aftan þessa stórbyggingu verði port er veit út að Skúlatorgi, sem sumir kaila í dag Hörputorg, en þar verði inn keyrsla fyrir bíla slökkviliðsins Hernoðnrástand í Bnenos Aires BUENOS AIRES, 5. okt,—Stjórn Argentínu hefur lýst yfir hern- aðarástandi í Buenos Aires vegna verkfallshótana flestra verkalýðs sambandanna í landinu. í gær voru sjö leiðtogar verka- lýðshreyfingarinnar handteknir fyrir að stofna til æsinga og hafa mörg verkalýðsfélög ákveðið að hefja mótmælaverkföll. Alvar- legust er hótun slátrara og kjöt- iðnaðarmanna, sem ætla að hefja verkfall á mánudaginn og skal það standa óákveðinn tíma. — Krefjast verkfallsmenn að hinir handteknu verði tafarlaust látnir lausir. Alls munu 170 manns hafa verið handteknir s. 1. nótt. Margir eru þeir verkalýðs- foringjar, sem vilja fara varlega í sakirnar. Telja þeir að aftur- haldsöfl í argentínsku stjóminni séu að reyna að æsa verkalýðs- félögin upp til óeirða svo fengin sé átylla til róttækari aðgerða gegn þeim. —Reuter. Friðun vatnasilungs Landbúnaðarráðuneytið hefur nýlega ákveðið, að vatnasilung- ur, annar en murta, skuli vera friðaður fyrir allri veiði frá 27. sept. til 31. janúar á hverjum vetri. Ákvörðun þessi er tekin samkvæmt tillögu frá veiðfmála- stjóra og styðst við lögin um lax- og silungsveiði, sem sett voru í vor. Ástæða er til að vekja at- hygli á, að bannið nær bæði til netja- og stangaveiði, og er það breyting frá því, er áður var. Viðskiptasamningur við Tékka undirritaður Bœjakeppnin kl. 4 í dag í DAG kl. 4 fer fram bæjakeppni milli Reykjavíkur og Akraness Vrerður leikurinn háður á Melavellinum. Verður þetta áttundi leik- ur þessara aðila. Akranes hefur sigrað 4 sinnum, Reykjavík tvisvar, en jafntefli orðið einu sinni. Akurnesingar hafa skorað 24 mörk, en Reykvíkingar 15. — Lið Reykjavíkur: Björgvin Hermannsson (Val), Hreiðar Ársælsson (KR), Guðmundur Guðmundsson (Fram), Páll Aronss. (Val), Halld. Lúðvígss. (Fram), Hinrik Láruss. (Fram', Árni Njálsson (Val), Guðmundur Óskarsson (Fram), Dagbj. Grímss. (Fram), Þorbj. Friðrikss. (KR), Sk. Nielsen (Fram). Eftir bæjakeppnina fer fram úrslitaleikur í Reykjavíkurmóti 2. fl. B milli KR og Fram, en lið- in hafa skilið jöfn í síðustu 5 leikum sínum. Fyrir leikinn fer fram hinn ár- legi leikur milli úrvalsliða úr Austurbæ og Vesturbæ í 3. fl. og hefst hann kl. 2.45. Lið Vestur- Handknattleikur hjá ÍR ÞESSA dagana er vetrarstarfsemj íþróttafélaganna í Reykjavík að hefjast. Ein af vinsælustu íþrótta- greinunum, sem aðalega eru æfð- ar vetrarmánuðina, er handknatt- leikur karla og kvenna. Hjá ÍR hafa stúlkur ekki æft handknattleik undanfarin ar. en nú hefur stjórn Handknattleiks- deildar ÍR ákveðið að mynda kvennaflokk. Um tíma var hand- knattleikur kvenna mjög vinsæll innan ÍR, t. d. urðu ÍR stúikur Reykjavíkurmeistarar 1949. — Fyrsta æfing kvennaflokks IR verður í ÍR-húsinu við Túngötu á mánudaginn kl. 18,30—19,30. Þær stúlkur, sem áhuga hafa á því að iðka handknattleik hjá ÍR í vetur geta einnig látið skrá sig í ÍR-húsinu. bæjar verður: Ögmundur Einars son (Þróttur), Þór Jónsson (KR) Eysteinn Guðmundsson (Þrótt- ur), Gísli Sigurðsson (KR), Björgólfur Guðmundsson (KR), Þórður Ásgeirsson (Þróttur), Gunnsteinn Lárusson (Þróttur), Jón Sigurðsson (KR), Sigurður Óskarsson (KR), Magnús Jóns- son (KR) og Pétur Sigurðsson (KR). Varamenn: Gísli Þorkels- son og Óskar Jónsson (KR) og Ómar Magnússon og Haukur Þor- valdsson (Þrótti). Lið Austurbæjar: Sigurður Elísson (Fram), Ólafur Ragnars son (Val), Hrannar Haraldsson (F), Reynir Jóhannsson (F), Hall grímur Þorsteinsson (F), Hans Guðmundsson (Val), Skúli Guð mundsson (F), Einar Guðmunds son (F), Davíð Helgason (Val), Bergsteinn Magnússon (Val), og Helgi Magnússon (Val). Varam.: Helgi Númason (Val), Ólafur Geirsson, Ingólfur Óskarsson og Þorgeir Lúðvíksson (Fram). Æfingar að hefjast hjá skylmingafél. Gunnloga SKYLMINGAFÉLAGIÐ Gunnlogi er um þessar mundir að hefja vetrarstarfið og verða æfingar þrisvar í viku í fimleikasal Mið bæjarskólans. Kennari verður nú sem fyrr Klemenz Jónsson, en hann hefur nú kennt þessa íþrótt í 10 ár hérlendis, en áður lærði hann í Englandi. Skylmingaíþróttin er karlmann leg íþrótt og alhliða. Ungir sem gamlir geta stundað hana. Margir fslendingar eru orðnir sænulegir í skylmingum, en það er galli að ekki er æft yfir sumartímann. Það má ekki slaka á svo langan tíma, Þá tapast mýkt, sem er svo nauðsynleg í þessari íþróttagrein. Áhöld eru nokkuð dýr og áhaldabrot tíð. Félagið leggur áhöld til og kostar þá þátttakan 100 kr. á mánuði eða 8 krór.ur æfingastundin. — Formaður Gunnloga er Garðar Steinason, en aðrir í stjórn Kristján Guð- laugsson og Rafn Hafnfjörð. HINN 1. október var undirritað- ur i Prag nýr viðskiptasamning- ur milli íslands og Tékkóslóvakíu. Samninginn undirrituðu formenn íslenzku og tékknesku samninga- nefndanna þeir Þórhallur Ás- geirsson og Frantisek Schlegl. Gildir samningurinn í þrjú ár til 31. ágúst 1960, en vörulistar, sem jafnframt var samið um, gilda í eitt ár frá 1. september 1957 til 31. ágúst 1958. Samningurinn er svo til sam- hljóða viðskiptasamningi þeim, sem gerður var árið 1954 til þriggja ára og rann út 31. ágúst 1957. Vörulistamir eru einnig lít- ið breyttir frá því sem áður var, og er gert ráð fyrir því, að and- virði viðskiptanna verði svipað því, sem verið hefur á síðasta ári. í samningnum er gert ráð fyr- ir sölu til Tékkóslóvaldu á fryst- um fiskflökum, frystri og saltaðri síld, fiskimjöli, lýsi og ýmsum öðrum afurðum svo sem húðum, görnum, osti, kjöti, ull og niður- soðnum fiskafurðum. Á móti þessu er gert ráð fyrir, að íslend- ingar kaupi frá Tékkóslóvakíu ýmsar vörutegundir svo sem vefnaðarvörur, skófatnað, pappírs vörur, gler og glervÖrur, asbest- vörur, búsáhöld, vélar og tæki, miðstöðvarofna, bifreiðir, hjól- barða, járn og stál, rafmagns- vörur o. fl. (Frá utanrikisráðuneytinu). Fleiri hneffir fylgja á effir sapði rússneskur vísindamaður á fundi jarðeðlisfræðiráðsins WASHINGTON, 5. okt. — Þegar fulltrúi Rússlands á alþjóðaráð- stefnu jarðeðlisfræðiársins, sem haldin er í Washington, gekk inn 1 fundarsalinn i dag, var hann hylltur af þingheimi og formaður jarðeðlisfræðiráðsins, Joseph Catlett, lýsti því yfir í stuttu ávarpi, að merk tíðindi hefðu gerzt, þar sem Rússar hefðu nú skotið fyrsta gervihnettinum á loft. 30—35 æfðu í fyrra Klemenz skýrði blaðinu svo frá að 1948 hafi hann stofnað einkaskóla í skylmingum. Nokkr- ir nemenda hans stofnuðu svo félagið Gunnioga og réðist hann til félagsins sem kennari við stofn un þess 1951. í fyrra sagði Klemenz, æfðu 30—35 menn að staðaldri. Áhugi manna er venjulega mestui í byrj un en úthaldið hefur viljað bresta. Til að ná tökum á skylm- ingum verður að æfa minnst 4 ár. Undirstöðuatriði tekur langan tíma að kenna og sumir gefast upp. Fulltrúi Rússa, sem heitir dr. A. R. Blagonarov, skýrði frá því í stuttu erindi, að skömmu áður en hann hefði farið frá Rússlandi, hefðu starfsmenn hans þar verið að ljúka undirbúningi undir það að skjóta gervihnettinum upp. Enn þó hefði ekki verið afráðið þá hvorum af tveimur hnöttum yrði skotið upp Kvað vísindamaðurinn að um tvo hnetti hefði verið að velja, Hussein leifar sfuSnings hjá Saud AMMAN, 5. okt. — Hussein kon- ungur af Jordan tilkynnti í dag, að hann myndi senda sérstaka sendinefnd til Saud Arabíukon- ungs til viðræðna um ákveðin vandamál. Viðræðuefnin eru tal- in vera sambúð Jórdana annars vegar og Sýrlendinga og Egypta hins vegar. Kvarta Jórdanir yfir stöðugum áróðri og undirróðurs- starfsemi sem eigi rætur að rekja til nágranna þeirra. F jórar flugvélar veð- urleppiar á Akureyri AKUREYRI, 5. okt. — S. 1. nótt gistu fjórar flugvélar Akureyrar- flugvöll, sökum þess að þær gátu ekki lent í Reykjavík. Meðal þeirra var Viscount-vél frá Flug- félaginu, sem var að koma frá London. Að undanförnu hafa farið fram lagfæringar á Akureyrarflugvelli til þess að Viscountvélar geti lent þar og hafið sig til flugs. Er Akureyrarflugvöllur eini vara- flugvöllur þessara véla á Norður- landi. Auk þess voru þrjár Douglas- vélar veðurtepptar fyrir norðan, ein sem kom frá Egilsstöðum, önnur frá Fagurhólsmýri og með henni voru m. a. 20 börn, sem voru að koma úr sveit í Horna- firði. Þriðja vélin var í flutn- ingum milli Akureyrar og Reykja víkur. Alls voru 70 manns með þessum flugvélum og tókst að koma þeim fyrir í hótelum og í einkahúsum í bænum. Viscount-vélin þurfti í dag að taka eldsneyti hér nyrðra og var það nokkrum erfiðleikum bundið, þar sem tæki þurfti að fá með bíl sunnan úr Reykjavík til þess að setja eldsneytið á vélina. Þetta tókst og fór flugvélin frá Akur- eyri kl. 2 í dag. —vig. annar hefði verið nokkru þyngri með allmiklu af mælitækjum. Nú virtist honum af fregnum, að létí- ari hnettinum hefði verið skotið upp, en í honum væri ekkert nema radíó-senditæki. — Þessi gervihnöttur myndi því ekki senda neinar vísindalegar upplýs ingar. Hann væri aðeins fyrsta sporið. Miklu fleiri hnettir myndu fylgja á eftir, búnir margvíslegum mælitækjum. Dr. Blagonarov taldi að þessi fyrsti hnöttur myndi haldast á lofti í 2—30 daga. Það færi eftir þétt- leika loftsins f 900 km hæð. For- stjóri Smithsonian-stofnunarinn- ar bandarísku telur hins vegar að hnötturinn geti haldizt á lofti í 20 ár. — Gervihnöttur Frh. af bls. 1 Greint er frá þvi, að erfitt sé að segja, hve lengi hnötturinn geti haldizt við, menn vita ekki nægilega um þéttleika og mót- stöðu loftsins í svo mikilli hæð. Að því mun þó koma að dregur úr ferð hnattarins og aðdráttar- afl jarðar fer að hafa áhrif á hann. En þegar að því kemur mun núningurinn víð andrúms- loftið verða svo mikill, að hnött- urinn mun brenna upp til agna. Rússar segja að þessi atburður sé þáttur í alþjóða-jarðfræðiár- inu. Kveðast þeir hafa í hyggju að skjóta fleiri gervihnöttum upp í himinhvolfið á næstunni. Verða þeir stærri og þyngri og bera ýmis tæki til vísindalegra rann- sókna. Að lokum er skýrt frá því í rússnesku tilkynningunni, að rússneskur vísindamaður að nafni Tsiolkovsky hafi lagt grundvöll- inn að geimferðum á 19. öld. Seg- ir í tilkynningunni, að þetta sé fyrsta stigið að ferðum manna til himintunglanna og sé þetta að þakka „frjálsu og vÖkulu“ starfi sósíalismans. Rússneska útvarpið hefur greint frá því að verið sé að gera tilraunir með að skjóta eldflaug- um til tunglsins og er áætlað að fyrsta eldflaugin verði send þang að árið 1962. TUNIS, 5. okt. — 11 manns létu lífið, 135 særðust og 150 fiski- bátar gereyðilögðust í jarð- skjálfta sem kom í dag á eynni Kreten, skammt frá Sfax í Suður- Túnis. Samfara jarðskjálftanum var ofsarok og úrhellisrigning. Urðu miklar skemmdir á húsum í öllu Sfax-héraðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.