Morgunblaðið - 06.10.1957, Qupperneq 3
Sunnu<3ag«r 6. okt 1957
MORGVHBIAÐIÐ
3 .
Sexfugur i dag:
Eggert Kristjánsson
stórkaupmaður
EGGERT KRISTJÁNSSON, stór-
kaupmaður er sextugur í dag.
Hann er fæddur í Mýrdal, son-
ur hjónanna Guðnýjar Guðna-
dóttur og Kristjáns Eggertssonar,
er síðast bjuggu að Dalsmynni í
Hnappadalssýslu, áður en þau
fluttust hingað til Reykjavíkur.
Á æskuárunum átti Eggert við
svipaðan kost að búa og þorri
unglinga á þeim árum. Séra Árni
Þórarinsson sá, að í honum mundi
búa meiri dugur en flestum öðr-
um. Hvatti hann Eggert því til
að afla sér meiri menntunnar en
unnt var að afla sér vestur þar.
Eggert gekk síðan á Flensborgar-
skóla og tók þar gagnfræðapróf
1918.
Síðar gerðist hann verzlunar-
maður í Reykjavík og scofnaði
eigin heildsölu 1922. Fyrir þau
störf er Eggert löngu orðinn þjóð-
kunnur maður. Hann er nú og
hefir lengi verið einn hinn að-
sópsmesti f sinni stétt, jafnframt
því sem hann er atkvæðamikill
iðnrekandi.
Eggert átti lengi sæti í stjórn
Verziunarráðsins, var um skeið
formaður þess og í mörg ár for-
maður Félags íslenzkra stór-
kaupmanna. Nú .er hann aðal-
ræðismaður Finna hér á landi.
Þá hefur hann setið í opinber-
um samninganefndum og notið
margs konar annars trúnaðar.
Eggert hefur eftir því sem hér
gerist, komizt bæði til fjár og
frama. Því hefur hann náð fyrir
eigin verðleika en ekki vegna
þess, að undir hann hafi verið
hlaðið af öðrum. Eggert er óvenju
legur kappsmaður. Á yngri ár-
um var hann ágætur glímumaður
og alla ævi hefur hann verið
vinnusamur og skjótur til ákvarð-
ana. Hann er einn þeirra, er kann
að haga störfum sínum svo, að
þau beri tilætlaðan árangur, og
kemst því yfir meira en flestir
aðrir.
Hann er áhugasamur um lax-
veiðar og hefur við þær notið
margra hvíldarstunda. Þarf hann
þó ekki að hverfa úr bænum til
að njóta fagurs umhverfis, svo
ágætt sem heimili hans á Tún-
götu er. Hafa þau hjón Eggert
og frú Guðrún Þórðardóttir alið
þar upp hóp mannvænlegra
barna, og nú eru barnabörnin að
vaxa upp, umhyggjusömum afa
og ömmu til ánægju.
Eggert Kristjánsson hefur því
reynzt hamingjusamur í lífi sínu
og getur nú horft glaður yfir
farinn veg. Meðfædd atorka og
hagsýni hafa reynzt honum holt
vegarnesti og vissulega hljóta
slíkir menn sem Eggert Kristjáns
son ætíð að verða höfuðstoðir
þess samfélags, er þeir skipa.
Bjarni Benediktsson
Óórir Þórðarson, dósent:
Stahlberg vann 7,
tapaði 2
í FYRRAKVÖLD tefldi Stáhl
berg hinn sænski fjöltefli með
klukkum við 10 menn, 8 úr meist-
araflokki og 2 úr 1. fl. Stáhlberg
vann 7 skákir, gerði jafntefli við
Ásgeir Þór Ásgeirsson en tapaði
fyrir Pétri Eiríkssyni og Reimar;
Sigurðssyni.
Stáhlberg fór utan í gær. Hann
hefur teflt 42 skákir hér alls, unn
ið 31, gert 9 jafntefli og tapað 2
Það er 84%% vinningsmöguleika,
—mjög gott.
PRESTARÍKI
„ÞÉR skuluð vera mér prestaríki
og heilagur lýður“. Þessi orð flyt-
ur Móse söfnuði Israels á stofn-
degi hans. Kirkja Nýja testa-
mentisins er reist á grundvelli
þeirrar sannfæringar, að hún sé
hinn nýi ísrael, „prestaríki og
heilagur lýður Guðs“. Hvað er
átt við? Skoðum táknin „prestur“
og „fórn“.
Fórnin er jafngömul mannkyn-
inu. Því hafa menn íreistazt tii
þess að álíta fórnina merki frum-
stæðrar hugsunar. Nánari athug-
un leiðir í ljós, að fórn svalar
grundvallarþörf hjá manninum
Hver maður verður að kenna
þeirrar nálægðrar við einhvern
veruleika í lífinu, sem krefur
hann um hluta sjálfs hans en veil
ir í staðinn lausn undan einveru
á kaldri strönd. Misjafnlega sterk
er þessi þörf og með ýmsu móti
fullnæging hennar, en á marga
vegu sér hennar stað í sögu mann
kyns og er hún á botni í haf-
djúpi vitundarlífs mannsins.
Gamla testamentið talar um
fórnir á annarri hverri blaðsíðu,
þeir sem bezt ræktu trú sína
gáfu mestan gaum að fórnum.
Spámenn og andans jöfrar for-
dæma rangan skilning fórnanna,
þann skilning, sem tíðkaður var
með nágrannaþjóðum ísraels, að
í Hafnaifiiði eiu 6 kennslu-
stofui af 13 þiísetnai
,,ViBurkenndar regfur brotnar", hefur
Alþýðublaðið eftir skólastjóranum
ALÞÝÐUBLAÐIÐ býsnast yfir
því í gær að taka þurfi húsnæði
á leigu í Reykjavík fyrir skóla-
hald.
Verzlunarráð íslands 40 ára
VIÐSKIPTAVANDAMÁL þjóðar
innar í heimsstyrjöldinni fyrri
gerðu það að knýjandi nauðsyn,
að hér á landi sem erlendis væri
til allsherjar fulltrúastofnun fyr-
ir verzlun, iðnað og siglingar,
enda var verzlunin þá svo til
alveg komin í hendur íslendinga.
Fyrsti vísir að slíkri stofnun var
Kaupmannaráð íslands, sem
stofnað var 1914. Kaupmannaráð-
ið átti frumkvæðið að 1 ví, að
Verzlunarráð íslands var stofnað
í september 1917.
Stofnendur voru aðallega kaup
sýslumenn eða verzlunarfyrir-
tæki, en síðar bættust í hópinn
fyrirtæki á sviði iðnaðar, siglinga,
trygginga, og annarra skyldra at-
vinnugreina. Nú standa að Verzl-
unarráðinu um 430 fyrirtæki, ein
staklingar og félög.
Markmið Verzlunarráðs fslands
hefur frá upphafi verið að vinna
að framgangi þessara atvinnu-
greina og efla frjálsa verzlun á
íslandi.
Þótt Verzlunarráð íslands sé
ekki löggildur aðili af hálfu ríkis-
valdsins, eins og tíðkast víða
annars staðar, hefur sú hefð skap-
azt að líta á ráðið sem ráðgef-
andi aðila um verzlunarmál. Það
hefur tilnefnt fulltrúa í samn-
inganefndir, þegar samið er um
viðskipti við önnur lönd. Stjórnar
völd landsins hafa falið því úr-
lausn ýmissa verkefna verzlunar-
legs eðlis og leitað umsagnar þess
um löggjafarmál, er verzlun
snerta. Dómsstólar landsins hafa
leitað til ráðsins um upplýsingar
um verzlunarvenjur og ráðið hef
ur tilnefnt menn í gerðardóm í
verzlunar- og siglingamálum.
Erlend verzlunarráð, sendiráð
og aðrar slíkar stofnanir óska
eftir rnargs konar upplýsingum
um viðskiptamál og erlend fyrir-
tæki spyrjast fyrir hjá ráðinu, er
þau leita eftir viðskiptum.
Verzlunarráðið rekur upplýs-
ingaskrifstofu, sem gefur þeim,
sem þess óska, aðallega erlendum
fyrirtækjum, skýrslur um hag og
rekstur fyrirtækja, greiðslugetu
þeirra og skilvísi.
Eitt helzta stefnumál Verzlun-
arráðsins hefur ávallt verið að
beita sér fyrir aukinnj menntun
verzlunarmanna. í þessu skyni
tók ráðið að sér rekstur Verzlun-
arskóla íslands 1922 og síðan
hefur skólinn starfað undir vernd
og forsjá ráðsins. Margir félagar
Verzlunarráðsins hafa á ýmsan
hátt lagt hér hönd á plóginn og
stuðlað að því, að Verzlunarskól-
inn er nú orðinn myndarleg og
vinsæl menntastofnun. Verzlunar
ráðið hefur einnig á öðrum svið-
um bæði beint og óbeint, í sam-
vinnu við aðrar stofnanir og félög,
unnið að menntun og starfsþjálf-
un verzlunar- og kaupsýslu-
manna.
Tveimur árum eftir að Verzi-
unarráðið var stofnað, réðst það
í að gefa út sögu einokunarverzl-
unar Dana á íslandi 1602—1787,
ýtarlegt og merkilegt rit eftir
Jón J. Aðils, prófessor.
f tilefni af 40 ára afmælinu
hefur ráðið ákveðið að hefjast
handa um útgáfu íslenzkrar verzl
unarsögu eftir einokunartímann.
Um hana eru til merkileg heim-
ildarrit, sem enn eru lítið könnuð,
í dönskum skjala- og bókasöfn-
um.
Formaður Verzlunorráðsins,
Gunnar Guðjónsson, stórkaup-
maður, hefur haft forgöngu um
þetta mál og hlutazt til um að
skjöl, sem fundizt hafa á söfnum
Kaupmannahafnar, verði tekin á
mjófilmu, svo að þau geti varð-
veitzt á þjóðskjalasafni voru sem
heimildir fyrir sagnfræðiritun á
ókomnum tímum.
Margir þjóðkunnir menn hafa
lagt Verzlunarráðinu lið og unnið
af alúð og ósérhlífni að margvís-
legum málum, sem ráðið hefur
látið til sín taka.
Garðar Gíslason, stórkaupmað-
ur, var fyrsti formaður ráðsins
og gegndi formennsku frá 1917
til 1921 og aftur frá 1922 til 1934.
Aðrir formenn hafa venð Ólafur
Johnson, 1921, Hallgrímur heit-
inn Benediktsson frá 1934 til 1948,
Eggert Kristjánsson, frá 1948 til
1956 og núverandi formaður,
Gunnar Guðjónsson.
Af hinum fjölmörgu öðrum
mönnum, sem Verzlunarráðið
stendur í þakkarskuld við, skal
hér aðeins nefndur Páll heitinn
Stefánsson frá Þverá, en nann og
kona hans, frú Fríða, sýndu róð-
inu þá einstöku rausn að ánafna
því allar eignir sínar eftir
sinn dag.
Fyrsti framkvæmdastjórj Verzl
unarráðsins var Georg heitinn
Ólafsson, bankastjóri, en af hon-
um tóku við hver af öðrum dr.
Oddur Gugjónsson, Helgi Bergs-
son og núverandi framkvæmda-
stjóri, Þorvarður J. Júlíusson.
Verzlunarráð íslands hefur
miklu og nauðsynlegu hlutverki
að gegna með því að ieggja ýmis- .
legt til málanna og inna af hendi Ágúst Jakob Schram, Nökkva-
Er m. a. rætt um þrísetningu og
segir:
„En auk þess verður að hafa í
huga að þrísetja verður í alla'
bekki skólanna, en skólamenn
eru mjög á móti þrísetningu og
telja hana hrein neyðarúrræði“
í sama tölublaði Alþýðublaðs-
ins er sagt frá barnaskólanum í
Hafnarfirði, þar sem Alþýðu-
flokksmenn hafa ráðið lögum og
lofum um langt árabil, og mætti
því ætla, að þar væri allt í stak-
asta lagi með skólamálin.
Þar stendur:
„Af 13 kennslustofum eru 6
þrísetnar. Telur skólastjórinn
Þorgeir Ibsen það mjög bagalegt,
þar sem kennarar eru nauð-
beygðir til að brjóta ýmsar við-
urkenndar reglur í skólastörf-
um“.
Ferming í Laugar-
neskirkju
sunnudaginn 6. október kl. 10.30
Prestur Árelíus Níelsson.
Stúlkur:
Auður Sjöfn Tryggvadóttir,
Nökkvavogi 25.
Diana Sjöfn Garðarsdóttir,
Balbó-kamp 10.
Ester Tryggvadóttir, Skúlag. 56.
Guðrún Magnúsdóttir, Hvamms-
gerði 8.
Guðrún Úlfhildur Örnólfsdóttir,
Langholtsvegi 20.
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir,
Langholtsvegi 171.
Drengir:
störf, sem snerta ekki aðeins at-
vinnugreinar þær, sem að því
standa, heldur varða einnig hags-
muni allrar þjóðarinnar.
Verzlunarráð íslands leggur
áherzlu á, að aðgerðir þess og af
staða til mála markist ekki af
skammsýnum og þröngum hags-
munasjónarmiðum, heldur bygg-
ist á ábyrgu og raurxhæfu mati
og miði að þvi, að frjálst og heil-
brigt efnahagslíf þróist í landinu,
alþjóð til heilla.
vogi 2.
Geir Birgir Guðmundsson, Lang-
holtsvegi 180.
Gylfi Már Guðjónsson, Haga-
mel 37.
Halldór Jónasson, Langholts-
vegi 178.
Jens Björn Guðmundsson,
Eikjuvogi 25.
Sigurjón Þórarinsson, Lang-
holtsvegi 90.
Þráinn Tryggvason, Skúlag. 56.
Jón Kristinn Ríkarðsson, Lang-
holtsvegi 133.
fórnin væri töfrar eins konar. En
eftirmenn gullaldarhöfunda átt-
undu aldarinnar lögðu enn ríkari
áherzlu á fórnir en aðrir og á-
vöxtuðu þannig arf þeirra, sem
mest og bezt höfðu talað gegn
fórnum, eins og þær voru rækt-
ar. —
Samt er hér djúpstæður tvi-
skinningur undir yfirborði. Spá-
menn höfðu séð, að fórnin gat
ekki afmáð spor syndarinnar
Vestigia terrunt, sporin hræða,
og þau verða ekki út þurrkuð
nema af náð Guðs. Kapparnir
í andans ríki gullaldarinnar kafa
í djúpið og koma upp með djúp-
stæðustu þrá og eftirsókn manns-
ins: keppnina eftir fyrirgefningu,
er sætti ekki aðeins mann við
mann heldur manninn við sjálfa
tilveruna, við Guð. Fyrirgefning
syndanna er því ljósrákin, sem
seilzt er eftir alla tíð úr myrkr-
um, hennar „heureka" er hróp-
ið, sem Páll kallar, svo að Evrópa
vaknar. Hann hafði fundið fyrir-
gefninguna. Hún var í Kristi ein-
um. Þetta er í stuttu máli efni
Nýja og Gamla testamentisins.
En hvað um fórnina? — Hljóm-
ur Gamla testamentisins er óm-
stríður alla tíð, einstaka ómblíð-
ur tónn heyrist þó, sem í leiftri,
þegar skyggnzt er fram til þess,
að Guð muni senda þann, er
verða muni Guðs hjálpræði „til
endimarka jarðarinnar“. Hinn
stríði tónn finnur ekki samhljóm
sinn fyrr en í Kristi. Þá er sin-
fóniunni lokið, verkið fullnað. I
þessu er fólgin sannleikur orða
Lúthers, er hann segir: Gamla
testamentið benda fram til
Krists. Fórnin var ófullnæg,
vegna þess að hún var manna
verk, er þeir seildust eftir Guði.
Hin fullkomna fórn varð að
koma að ofan. Þess vegna er
Kristur skoðaður sem fórnin eina,
líf hans og dauði hin þráða fórn,
er tengt. geti Guð og mann að
nýju. Þetta er táknmál Nýja
testamentisins og þessi merking
þess, við þetta átt, þegar Kristur
er kallaður æðsti prestur.
Enn er samt kallað eftir fórn-
um manna. Blaðsíður Nýja testa-
mentisins eru alþaktar orðum og
hugtökum, sem tekin eru úr
orðasafni fórnarprestsins, þótt
oft sé hula yfir dregin í þýð-
ingu. Allt líf kristins manns á
að vera fórn. Bænin er fórn,
þakkarávarpið til Guðs, kærleiks
verkin, sem náunganum eru gjör,
Guði þekk fórn, allt líf mannsins.
Hann lifir ekki sjálfum sér held-
ur til þess eins að þekkjast Guði,
sem skapaði hann, innblés hann
anda sínum til skapandi lista og
hugsunar, Guði, frumlífi alls og
frelsara. „Frambjóðið sjálfa yð-
ur Guði (að fórn) sem lifnaða
frá dauðum". „Gleymið ekki vel-
gjörðarseminni og hjálpseminni,
því að slíkar fórnir eru Guði
þóknanlegar". „Fyrir hann
(Krist) skulum vér því óaflátan-
lega frambera lofgjörðarfórn
fyrir Guð“.
En hver færir fórnina? Ein af
meginstoðum siðbótarinnar er hið
svonefnda almenna prestadi..ni.
Hver kristinn maður á fullan að-
gang að Guði. Meðalganga hins
vígða prests er ekki ómissandi
hlekkur þeirrar festar er tengir
manninn Guði. Siðbótarmenn
uppgötvuðu hér óskoraða kenn-
ingu Biblíunnar. Kirkjan er prest
urinn, sem stendur frammi fyiir
augliti Guðs og færir honum
þekkar fórnir hugar og handa.
Kirkjan, þ. e. allir þeir, sem
kristnir eru. „Hið almenna
prestadæmi" táknar ekki, að hver
kristinn maður sé sjálfum sér
„prestur". Einstaklingurinn er
hér þáttur heildarinnar, grein á
trénu, tréð er kirkjan, söfnuður-
inn, heild kristinna. Allir standa
þeir saman frammi fyrir hásæti
lambsins og bera fram lofgjörðar-
söngva sína að ilmandi fórn. —
Kirkjunni segir Pétur: „Þér
eruð útvalin kynslóð, konung-
legt prestafélag.“