Morgunblaðið - 11.10.1957, Side 3

Morgunblaðið - 11.10.1957, Side 3
Föstudagur 11. október 1957 MORCUISBTAÐIÐ 3 Frá setningu Atþingis ilandhafar forsetavalds ganga úr kirkju, ásamt séra Guðmuncii Sveinssyni. V pplýsingaþjóinnsta Þjóðskrárinnar 1 LÖGUM um Þjóðskrá og al- mannaskráningu er sett voru á síðasta ári er gert ráð fyrir því, að Þjóðskráin láti í té vottorð og upplýsingar eftir skrám henn ar og gögnum, og er þetta mikil- vægur þáttur í starfsemi hennar. Hér er annars vegar um að ræða vottorð um aðsetur fyrirspyrj- anda sjálfs eða um eitthvað ann- að um hann skráð, og hins vegar upplýsingar ,sem fyrirspyrjandi óskar að fá um aðsetur annarra manna nú eða fyrr. Veiting upp- lýsinga um önnur skráningar- atriði en aðsetur er háð vissum takmörkunum, eins og vænta má. Áður var ekki til nein slík upp- lýsingamiðstöð, þar sem opinber- ir aðilar, fyrirtæki og einstakl- ingar gátu fengið upplýsingar um aðsetur manna hvar sem er á landinu, og kom það sér illa fyrir marga aðila, sem hér eiga hlut að máli. Nú hefur Þjóðskráin tek- ið við þessu hlutverki og mun hún kappkosta að fullnægja þörf- um þeirra, sem nota sér þessa þjónustu. I því sambandi má geta þess, að áður fyrr gat sá aðili, er annaðist manntalsskráningu í hverju sveitarfélagi, yfirleitt að- eins veitt upplýsingar um aðset- ur manna samkvæmt síðasta manntali, en Þjóðskráin fær jafn óðum tilkynningar um breyting- ar á aðsetri og getur hún því að jafnaði upplýst aðsetur þeirra, sem flutt hafa eftir síðasta skrán ingardag, sem er 1. desember ár hvert. Það skal tekið fram, að upp- lýsingaþjónusta Þjóðskrárinnar er, að því er snertir fyrirspurnir um aðsetur manna í Reykjavík, einskorðuð við aðila, sem þarfn- ast upplýsinga vegna atvinnu- rekstrar eða annarrar starfsemi. Almenningur skal eftir sem áður snúa sér til Manntalsskrifstofu Reykjavíkur með beiðnir sínar í þessu sambandi. Sömuleiðis skal almenningur í hverju umdæmi utan Reykjavíkur snúa sér til hlutaðeigandi bæjarstjóra eða oddvita þegar óskað er upp- lýsinga um aðsetur manna í sama umdæmi. Stjórn Þjóðskrárinnar hefur fyrir nokkru sett reglur um til- högun þessarar starfsemi og um gjöld fyrir vottorð og upplýsing- ar ,sem hún lætur í té. Þjóð- skránni ber að veita opinberum aðilum hvers konar upplýsingar, sem eru að finna í skrám hennar °S gögnum, ef þeir þurfa upp- lýsinganna við vegna embættis- færslu eða hliðstæðrar starfsemi, og gerir Þjóðskráin þetta endur- gjaldslaust. En aðrir sem fá upp- lýsingar frá Þjóðskránni, þurfa að greiða fyrir þær tilskilið gjald, samkvæmt gjaldskrá. Gjaldið er breytilegt eftir teg- und þeirrar þjónustu, sem um er að ræða, og það fer líka eftir tölu fyrirspurna hverju sinni, þannig að afsláttur er veittur, ef margar fyrirspurnir eru born- ar fram í einu lagi. Auk þess er hægt að fá keypt afsláttarhefti með 25 eyðublöðum undir fyrir- spurnir til Þjóðskrárinnar. Sér- stakur taxti gildir fyrir upplýs- ingar veittar ættfræðingum og öðrum fræðimönnum, — Gjald fyrir vottorð og upplýsingar úr Þjóðskránni greiðist um leið og fyrirspurn er fram borin. Nota skal sérstök eyðublöð undir fyrirspurnir til Þjóðskrár- innar og fást þau í Hagstofunni.' Þjóðskráin er lögum samkvæmt serstök stofnun undir eigin stjórn, þar sem sæti eiga full- trúar þeirra aðila, sem stóðu að Framh. á bls. 19 Hornsteinn kirkju Óháða safnaðarins verðnr lagður næsta simnudap; STAKSTtl^/VR Þá verður einnig vígí hið nýja félagsheimlli safnaðarins A SUNNUDAGINN 13. þ. m. leggur borgarstjórinn í Reykja- vík Gunnar Thoroddsen, horn- stein að kirkju Óháða safnaðar- ins hér í bæ, en sá dagur er kirkjudagur safnaðarins. Er kirkjan þegar komin undir þak. Sama dag verður félagsheimili safnaðarins vígt og því gefið nafn. Er það áfast kirkjunni og er nú fullgert að öllu leyti. í til- efni að þessu áttu fréttamenn viðtal í gær við prest safnaðarins, séra Emil Björnsson og formann safnaðarins, Andrés Andrésson, klæðskera. Athöfnin Kl. 14 á sunnudaginn hefst guðsþjónusta í kirkjunni. Séra Emil Björnsson predikar og kór safnaðarins syngur. Síðan segir Andrés Andrésson nokkur orð og að því loknu leggur borgarstjór- inn hornstein kirkjunnar og mæl- ir einnig nokkur orð. Að þessari athöfn lokinni verður almenn fjársöfnun til kirkjunnar. Síðan verður gengið í hið nýja félags- heimili og þar hafa konur úr kvenfélagi safnaðarins kaffisölu í öllum salarkynnunum fram á kvöld til ágóða f yrir kirkju- byggingarsjóðinn. Samkoma Um kvöldið kl. 8,30 verður mannfagnaður í félagsheimilinu og er öllu safnaðarfólki heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Form. kirkjubyggingarnefndar, séra Emil Björnsson, segir frá- byggingaframkvæmdunum og einnig verða fleiri ræður flutt- ar. Þá syngur Kristinn Hallsson óperusöngvari einsöng og einnig verður almennur söngur. Þess má geta, að þetta er fyrsta kirkjulega félagsheimilið sem vígt er hér á landi. Verður það rekið sjálfstætt og verður með sérstöku nafni. Byggingin hófst fyrir ári Byggingaframkvæmdirnar hóf- ust síðla sumars í fyrra. Hefur það því aðeins tekið rúmt ár, að fullgera félagsheimilið og koma kirkjunni undir þak. Hafa þess- ar framkvæmdir því tekið ótrú- lega skamman tíma. Byggingin hefur orðið ódýrari en búast hefði mátt við. Hún er 2500 ten- ingsmetrar að rúmmáli og kostar nú eina milljón kr. Er því kostn- aðarverð á teningsmetra 400 kr. Söfnuðurinn hefur kostað bygg- inguna með góðum stuðningi Kirkjubyggingarsjóðs Reykja- víkurbæjar en engir aðrir opin- berir aðilar hafa styrkt hana. — Áætlað er, að til þess að fullgera kirkjubygginguna þurfi hálfa milljón kr. Rúmar 200 í sæti I Óháða söfnuðinum eru um 2000 manns. Mun kirkjan rúma opna inn í félagsheimilið. Er stærð kirkjunnar stillt mjög í hóf og er hún þó hentug til fjöl- breytilegra safnaðarstarfa. Félagsheimilið Nýja félagsheimilið er á tveim- ur hæðum. Á efri hæðinni er 60 ferm. salur og annar minni. Hægt er að opna á milli þeirra. Þar verða guðsþjónustur safnaðarins haldnar unz kirkjan er fullgerð. Á neðri hæð félagsheimilisins er 60 ferm. salur og við hliðina á honum eldhús. Þá er fatageymsla, lítið fundarherbergi, snyrtiher- bergi, geymsla og miðstöðvar- herbergi. Bygginarnefnd Byggingarnefnd kirkjunnar 1 skipa séra Emil Björnsson, for- I maður, Andrés Andrésson, klæð- I skeri, sem einnig er formaður safnaðarins, Einar Einarsson, trésmíðameistari, Þorfinnur Guð- brandsson múrarameistari, Gest- ur Gíslason, trésmíðameistari og Ólafur Pálsson, múrarameistari. Teikningu af byggingunni gerði Gunnar Hansson, arkitekt, bygg- ingarmeistari er Einar Einarsson, múrarameistari Guðjón Sigurðs- son, raflagnameistari Svavar Kristjánsson og pípulagnir ann- aðist Loftur Bjarnason pílulagn- ingameistari. Mikil sjálfboðavinna Séra Emil Björnsson sagði að mikið hefði verið unnið við bygg- , inguna í sjálfboðavinnu, bæði beint og óbeint. Hefðu þar bæði karlar og konur lagt fram mikla og góða vinnu. Þá hefðu margir einstaklingar gefið í kirkjubygg- ingarsjóðinn og nokkrir stórar upphæðir. Skyndihappdrætti Á Kirkjudaginn, sunnudaginn, verður efnt til skyndihappdrætt- is til ágóða fyrir kirkjubygging- arsjóðinn. Verða þar 14 góðir vinningar og verður dregið um kvöldið. Skipakomur iil Palreksfjarðar PATREKSFIRÐI, 9. okt. — Fyrir helgina kom ms. Dettifoss hingað og lestaði úr báðum frystihúsun- um 4000 kassa af freðfiski fyrir Ameríkumarkað. Tungufoss kom í morgun með 48 tré sem hvert er 16 metra að lengd og um hálfan metra að breidd í öðrum endan- um. Er hér um að ræða efni frá Svíþjóð til hafnargerðarinnar. Á að renna þessum staurum niður í sjávarbotn í hafnarmynninu til /rekari öryggis, fyrir skipin sem hafa erindi í höfnina. — Karl. Eysteinn hittur í hausinn“ Þjóðviljinn gerði hinn 4. októ- ber að umræðuefni deilurnar, sem sprottið hafa af því, að Ey- steinn Jónsson segir nú, að sam- starfið við kommúnista sé í „sam ræmi við“ málflutning sinn fyrir kosningar. Þjóðviljinn veit jafnt og aðrir, að hér snýr Eysteinn staðreyndunum alveg við. Hann fór einmitt um landið þvert og endilangt með þann málfiutning, að með kommúnistum skyldi alls ekki unnið. Yfirlýsing Haralds Guðmundssonar var og beinlínis gefin fyrir hvatningu Eysteins, svo og stóryrði Tímans síðustu dag- ana fyrir kosningar og á kjördag um, að samvinna við kommúnista kæmi ekki til mála. Þjóðviljinn minnist nú alls þessa, og hefur gaman af, hve lítið varð úr öllum stóru orðunum. Þess vegna segir hann hinn 4. október með auð- sæju yfirlæti: „Og báðir samstarfsflokkarnir í núverandi stjórn hafa haft marg háttaða samvinnu við hin rót- tæku öfl verkalýðshreyfingarinn- ar, fyrr og síðar. Yfirlýsingar stjórnmálamanna þessara flokka allra, um að aldrei skuli unnið með sósialistum eru því orðnar dálítið stopular og einhvern veg- inn úreltar. Þær enda alltaf með því að hitta yfirlýsendur sjálfa í hausinn, vegna þess, að hin róttæka verklýðshreyfing er orð- in það sterk á íslandi að fram hjá henni verður ekki gengið“. Hnortakfíbrengl Þ’óðvHians Mikillæti kommúnista er skilj- anlegt, svo vel sem þeir hafa nú komið ár sinni fyrir borð. En blekkingafýsn þeirra lýsir sér í því, þegar þeir gera eitt og hið sama úr sjálfum sér og „hinni róttæku verkalýðshreyfingu“. Verkalýðshreyfingin á íslandl var til áður en kommúnistar komu til sögunnar og hún og þeir eru vitanlega sitt hvað. Hitt er annað mál, að eitt höfuðmein þjóðfélagsins er einmitt fólgið i misbeitingu kommúnista á verka lýðshreyfingunni. í gleðinni yfir að geta hitt samstarfsmann sinn Eystein „í hausinn“, slær og út í fyrir Þjóð- viljanum, þegar hann segir í sömu grein: „Morgunblaðsmenn virðast ekki hafa hugmynd um, að stjórnar- skrá og lögum lýðveldisins ís- lands er ætlað að standa vörð um skoðanafrelsi þegnanna. Hverjum fslendingi, sem það kýs, er því að sjálfsögðu heimilt að telja sig kommúnista, án þess að þegnréttur hans skerðist við það hið minnsta. Þetta verða meira að segja Morgunblaðsmenn að læra fyrr en síðar“. ÁvirðÍDor Evsteins Morgunblaðið hefur í þessu sambandi alls ekki gert að um ræðuefni rétt hver« einstaks manns til að „telja sig komm- únista“. Bollaleggingar um það eru alveg utan við umræðuefnið. Ávirðing Eysteins er fyrst og fremst sú, að rjúfa eigin yfirlýs- ingu um að vinna ekki með kom- múnistum. Því næst að reyna að skjótast frá eigin orðum í stað þess að viðurkenna, að sér hafi snúizt hugur. Til viðbótar þessu kemur svo, að vanefndir Eystéins verða til að bjarga frá hruni flokki, sem hann sjálfur enn tel- ur þjóðhættulegan. Fylgi eða andstaða við komm- únista er þó aukaatriði í þessu sambandi. Aöalatriðið er, hvort taka eigi mark á yfirlýsingum stjórnmálamanna eða ekki. Óorð- heldni Eysteins er þess eðlis, að hún mun lengi í minnum höfð. 200 manns í sæti og er hægt að^ Þannig mun framhlið kirkju Óháða saínaðarins líta út fullgerð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.