Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. nóv. 1957 MORGVIVBL AÐtb 3 Byggingarmál Kennaraskólans rædd á Alþingí: Menntamálaráðherra mœlti fyrir um framkvœmdir 4 dögum eftir aÖ til- laga Sjálfstœöismanna kom fram Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær var tekin til umræðu tillaga þeirra Sigurðar Bjarnasonar, Gunnars Thoroddsen og Ragn- hildar Helgadóttur um að haldið skuli áfram byggingu hins nýja kennaraskólahúss. Lélegmr húsakostur háir starfinu Sigurður Bjarnason fylgdi til- lögunni úr hlaði. Hann sagði m.a.: Það er alkunna, að Kennaraskól- inn hefur um langt skeið búið við svo lélegan húsakost, að það hefur háð starfsemi hans veru- lega. Á árunum 1953—1957 voru veittar á fjárlögum 3,1 millj. kr. til nýrrar skólabyggingar, og ár- ið 1956 ákvað þáverandi mennta- málaráðherra, Bjarni Benedikts- son, að byggingarframkvæmdir skyldu hefjast. Reykjavíkurbær hafði úthlutað hentugri lóð fyr- ir húsið og var tekið að vinna þar að grunngreftri. Hafði feng- izt fjárfestingarleyfi fyrir fram- kvæmdum fyrir á aðra millj. kr., en ekki var unnið nema fyrir um 200 þús. kr. Olli það miklum von brigðum meðal hinna fjölda mörgu velunnara Kennaraskól- ans. Þingsályktunartillagan, sem nú liggur fyrir, felur í sér að framkvæmdum skuli haldið á- fram, enda er fé fyrir hendi og þörf skólans fyrir nýtt húsnæði óumdeilanleg. Stóð á fjárfestingarleyfi Gylfi Þ. Gíslason: Mér kom þessi þingsályktunartillaga nokk- uð á óvart, því að flutningsmenn hefðu getað séð, að unnið var að byggingarframkvæmdum, er til- lagan var flutt. Byggingarmál Kennaraskólans hafa verið til meðferðar hjá yfirvöldunum allt síðan 1950, en það dróst til ársins 1956, að menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurbær gengju þann- ig frá þeim, að framkvæmdir gætu hafizt. Byggingarnefnd skólans hafði sótt um fjárfestingarleyfi á hverju ári síðan 1952, en loks í júní 1956 — kosningamánuðinum — ritar menntamálaráðuneytið innflutningsskrifstofunni um mál ið og fékkst þá leyfi í lok mán- aðarins. Þá fyrr um vorið hafði Reykjavíkurbær úthlutað lóð fyr ir skólann. Menntamálaráðuneyt- ið ákvað síðan nokkrum dögum eftir að leyfið fékkst, að hafizt skyldi handa. Hófst gröftur um haustið, en miðaði skammt. Á þessu ári óskaði menntamála ráðuneytið með bréfi eftir fjár- festingarleyfi fyrir frekari fram- kvæmdum. Stóð nokkuð á því, en hinn 2. september var leyfið loks veitt. Drátturinn stafaði m. a. af því, að ákveðið hafði verið, að húsmæðrakennaraskólinn yrði til húsa á efstu hæð hins nýja skólahúss, en af því tilefni þurfti að endurskoða teikningar. Er nú unnið að byggingarfram- kvæmdum, og verður því haldið áfram eftir því sem fé og leyfi fást. Flutningur skólans frá Reykjavík Gísli Guðmundsson: Ég hef í breytingartillögu tekið upp gamla hugmynd um, að Kennara- skólinn skuli fluttur frá Reykja- vík, og reist fyrir hann hús ein hvers staðar á Vestur- Norður- eða Austurlandi. Ég tel ekki, að framkvæmdir séu komnar á' það stig, að veruleg verðmæti færu í súginn, þó að þessi ákvörðun yrði tekin nú. Ráðuneytisbréf eftir að tillagan kom fram Sigurður Bjarnason: Það er mjög ánægjulegt, hve einlægur áhugi virtist vera hjá Gylfa Þ. Gíslasyni á byggingarmálum Kennaraskólans. Því miður fór hann þó með gersamlega rangt mál, er hann var að skýra frá framkvæmd- um við bygginguna og sagði, að þær hefðu staðið yfir, er tillaga sú kom fram, sem nú er til umræðu. Hann hefði þó átt að vita, að ráðherrabréf um að byggingarframkvæmd- um skyldi haldið áfram var ritað hinn 29. október — eða 4 dögum eftir að tillagan var lögð fram. Ég hlýt að átelja ráðherrann fyrir slíkan mál flutning. Svo er að sjá, að ráðherrann hafi hrokkið nokkuð við, er hann sá tillöguna, og þá fyrirskipað, að framkvæmdir skyldu hafnar, þó að komið væri haust og ekkert hefði verið gert í allt sumar. Tillagan er flutt eftir á- Leikritið „Romanofí og 'Júlía“ fruntsýnt ú langordog NÆSTKOMANDI laugard. verð- ur frumsýning á gamanleiknum „Romanoff og Júlía“, í Þjóðleik- húsinu. Höfundur leikritsins er Peter Ustinov, þekktur leikrita- höfundur, leikari, leikstjóri, kvik mynastjóri og kvikmyndaleikari. Leikstjóri er Walter Hudd. Peter Ustinov er fæddur í Lon- don, en af rússnesku bergi brot- inn. Einna þekktustu leikrit Ustin- ovs eru „The Love of Four Colon- els“ og „Romanoff og Júlía“, en hvorttveggja naut feikna vin- sælda í London. Gamanleikurinn „Romanoff og Júlía“ gerist í ónefndu smáríki. Róbert Arnfinnsson leikur hér hlutverk það, sem Peter Ustinov lék sjálfur í London, forseta og hershöfðingja þessa litla ríkis, sem Rússar og Bandaríkjamenn keppast við að vinna á sitt band. Titilhlutverkin, Romanoff og Júlíu leika þau Bryndís Péturs- dóttir og Benedikt Árnason og foreldra þeirra leika Inga Þórð- ardóttir, Valur Gíslason, Regína Þórðardóttir og Rúrik Haralds- son. Þarna eru tveir hermenn, sem hershöfðinginn hefur á að Píanófónielk&r í Austurbæjarbíói UNGFRÚ Guðrún Kristinsdóttir, píanóleikari frá Akureyri, hélt tónleika fyrir styrktarfélaga Tón listarfélagsins í Austurbæjarbíói í fyrrakvöld. Á efnisskránni voru Sónata op. 79, eftir Beethoven, Hándel-til- brigðin eftir Brahms, þrjár húm- oreskur, op. 20, eftir Max Reger, fórar preludíur eftir Debussy og Noktúrna, Mazúrba og As-dúr Ballatan eftir Chopin. Oll meðferð ungfrúarinnar á þessum verkum bar vott um óvenjulega hæfileika og músík- þroska á háu stigi. Tilbrigðin um „Aríu“ eftir Hán del samdi Brahms á unga aldri. Þau eru öndvegisverk, en allt of sjaldan leikin hér. Þetta eru merk ustu píanótilbrigðin, sem sam- in hafa verið eftir daga Beethov- ens. Auðvitað eru þau mjög erfið, og þá ekki sízt hin snilldarlega samda fúga, en Guðrúnu tókst að steypa hinar margbreytilegu variationir og fúguna í sterka samfellda heild, svo að verkið naut sín hið bezta. Tónleikar ungfrú Guðrúnar eru músikviðburður. Leikur hennar er gæddur djúpri mann- legri tilfinningu og alvöruþunga, og öryggi hennar er þegar aðdá- unarvert. Það er ánægjulegt, er svo góð listakona fær að leika tvisvar (hún leikur aftur í kvöld) fyrir fullu húsi vandlátra áheyrenda. Vonandi fáum við sem oftast að njóta listar hennar. Fögnuður áheyrenda var mikill og varð ungfrúin að leika auka- lög. — P. í. skipa, leiknir af Baldvin Hall- dórssyni og Bessa Bjarnasyni, og kvenliðsforingi, Herdís Þorvalds- dóttir. Þá leikur Indriði Waage erkibiskupinn, sem á að vígja Peter Ustinov. elskendurna. Klemenz Jónsson leikur ungan amerískan pilt. Leikstjórinn, Walter Hudd, sem stjórnaði sýningum á „Kirsuberja garðinum“, hefir sett gamanleik- inn á svið. W. Hudd er senn á förum héðan, enda bíða hans verkefni í London. bendingum ýmissa manna, sem fylgjast vel með öllu sem í þessu máli gerist, og það er vissulega ánægjulegt, að hún hefur orðið til að ýta við menntamálaráðherranum. Ég vil einnig lýsa því yfir, að það kom mér nokkuð á óvart, að ráðherrann skuli nú hafa tekið ákvörðun um að Húsmæðrakenn- araskólinn fái húsnæði á efstu hæð Kennaraskólahússins. Lang ar mig til að spyrja, hvern hann hafi haft með í ráðum varðandi þá ákvörðun. Gylfi Þ. Gíslason: Ráðuneytis- bréfið, sem Sigurður Bjarnason talar um, var staðfesting á munn- legum fyrirmælum. Byggingar nefndin hafði einnig ráðuneytis heimilid frá 1956 og þurfti því í rauninni ekki neitt frekar að koma frá ráðuneytinu um málið. Varðandi Húsmæðrakennara- skólann skal þess getið, að hann á skv. lögum að vera í Reykja- vík, og ákveðið var í samráði við skólastjóra hans og skólanefnd og með samþykki byggingarnefnd ar Kennaraskólans, að hann Framh. á bls. 18 Brezkur togari strandar við IsafjÓrð BREZKI togarinn ,Afridi‘ strand aði í innsiglingunni til ísafjarð- ar á þriðjudagskvöldið. Togarinn var að sigla inn á Pollinn, en þegar hann var í rennunni við eyraroddann skall skyndilega á él, svo að hafnsögumaðurinn missti af síðasta leiðarmerkinu og rann skipið upp í sandbakka bakborðsmegin og festist þar. Skipstjóri togarans beiddist að- stoðar brezka eftirlitsskipsins „Bramble“, sem statt var út af Vestfjörðum. Kom það skjótt á vettvang, og kl. 6.15 í gærmorg- un dró það togarann á flot og fór með hann upp að bryggju á ísafirði. Það kom í Ijós við athugun, að togarinn hafði lítið eða ekk- ert skemmzt og sigldi hann aftur út til veiða um miðjan dag í gær. Strax og eftirlitsskipið Bramble hafði lokið við að aðstoða Afridi, barst hjálparbeiðni frá öðrum brezkum togara, sem staddur var út af Vestfjörðum. Það var frá togaranum „Burfell“ frá Grims- þy. Óskaði hann eftir læknis- hjálp. STAIÍSTEIM Lagaákvœði um barna- iífeyri verði endurskoðuð RAGNHILDUR HELGADÓTTIR, Jóhanna Egilsdóttir og Adda Bára Sigfúsdóttir flytja svohljóöandi tillögu til þingsályktunar: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram endur- skoðun a ákvæðum laga um almannatryggingar frá 28. marz 1956 um upphæð og greiðslu barnalífeyris. Einkum sé athugað, hvort unnt sé: 1 að greiða lífeyri með barni látinnar móður á sama hátt og nú er gert með barni látins föður. 2 að hcimila að greiða tvöfaldan barnalífeyri vegna munaðar- lausra barna, að liækka grunnupphæð lifeyrisins um allt að 50%. 3. í greinargerð segir: í núgildanai lagaákvæðum um barnalífeyri er gert ráð fyrir, að barnalífeyrir sé greiddur með barni, ef faðirjnn er látinn eða annað hvort foreldranna elli- eða örorkulífeyrisþegi. Með barni lát- innar móður er ekki greiddur líf- eyrir, nema sérstaklega standi á, og með munaðarlausu barni er heimilt að greiða upphæð, sem er 50% hærri en með barni, sem misst hefur föður sinn. Eðlileg- ast væri, að ákvæðin um barna- lífeyri byggðust á þeirri stað- reynd, að báðir foreldrarnir eru jafnábyrgir framfærendur barns- ins, og rétt er að líta þannig á, að þau framfærai barnið að hálfu hvort um sig. Sé þetta sjónarmið viðurkennt, á að greiða barna- lífeyri með barni, sem misst hef- ur móður sína, á sama hátt og greitt er með barni, sem misst hefur föður sinn, og með munað- arlausu barní ber að greiða tvö- faldan lífeyri. Grunnupphæð barnalífeyris er nú 2400 kr. á 1. verðlagssvæði. Með vísitölu eru þetta 376 kr. mánaðarlega, og hljóta allir að sjá, að þessa upphæð er nauð- synlegt að hækka, ef hún á að koma einstæðu foreldri að raun- verulegu liði við umönnun barns síns. Grunnupphæð barnalífeyr- isins hefur staðið óbreytt, frá því er tryggingalögi* frá 1946 voru sett. Aðrar bætur skv. lögunum hafa hins vegar verið hækkaðar um 30%. Lágmarkskrafa væri, að barnalífeyrir hækkaði í sama mæli og þessar bætur. Við förum hins vegar fram á, að athugað verði, hvort unnt sé að hækka barnalífeyrinn um 50%, þannig, að upphæð hans yrði á mánuði 564 kr. Sú upphæð getur varlr á þessum tímum talizt ofætlaður styrkur til að búa betur betur að þeim borgurunum, sem eru á viðkvæmasta skeiði og eiga erfiðastar aðstæðúr. Aí hvaða toga ei „um- hyggja“ Skúla spunnin? HINN 12. nóv. birti Tíminn at- hugasemd við ritdóm Jökuls, sem mun vera ungur maður er starfar við Tímann, um smásagnasafn Braga Sigurjónssonar á Akur- eyri. Athugasemdin var eftir Sk. G. og segja kunnugir það vera þingmann Vestur-Húnvetn- inga, Skúla Guðmundsson. Jökull svaraði í sama blaði og sagði: „Það er alltaf vænlegt til ár- angurs að slá einhvern út af Iag- inu með því að taka orðrétt upp klausu úr hans eigin skrifum en öllu óvænlegra er að taka aðeins upp hálfar setningar og breyta þannig hugsun og merkingu. Og sannast þar að „hálfsannleikur oftast er, óverjandi lygi“. En í hvaða skyni ritar Sk. G. greinarkorn sitt? Vill hann hef ja Braga Sigurjónsson til vegs og virðingar sem skáld og rithöf- und? Ef svo er, hvers vegna skrifar hann þá ekki um sjálfar sögur Braga, sýnir fram á hvers konar meistaraverk þær eru. Ef honum væri annt um að gera mönnum ljóst, að Bragi sé skáld, liggur auðvitað beinast við að skrifa um skáldskap Braga. En sé umhyggja Sk. G. fyrir Braga af öðrum toga spunnin en skáld- skaparást, þá er auðvitað ekki önnur leið fær en að reyna að gera ritdóminn tortryggilegan". Nú spyrja menn af hvaða toga þessi umhyggja Skúla muni vera spunnin? Getur verið, að hann vilji ekki móðga frambjóðanda Framsóknar í Austur Húnavatns- sýslu og ætlist til að skáldskapur hans sé mældur eftir þeim mæli- kvarða? „Væntanlega annast Bjarni störfin“ Sunnudaginn 17. nóv. mátti Iesa þessa fregn á leiðarasíðu Tímans: „Það vakti athygli í sl. viku, að Jón P. Emils héraðsdómslögmað- ur hvarf skyndilega af landi brott----. Er geíum að því leitt að hann muni hafa farið í erind- um Bjarna Beneöiktssonar, fyrr- verandi dómsmálaráðherra að kanna kjördæmamál og kosninga skipan í nágrannalöndum — —. Greinar Jóns um þessi efni hér á landi voru mjög rómaðar í Morgunblaðinu fyrr á þessu ári — — væntanlega annast Bjarni lögfræðistörf og fjárreiður Jóns meðan hann gegnir erindisrekstr inum erlendis----“ Flestir munu telja, að ef Tím- inn veit eitthvað tortryggilegt, er almenning varðar, um ferðir þessa manns, væri honum sæmra að segja frá því berum orðum en dylgja um það með þessum hætti. Jón Emils var svo djarfur að skrifa um kjördæmamálið á ann- an veg en Framsóknarmönnum þóknaðist. Þess vegna vili Tíminn láta „Bjarna Benedikts- son, fyrrv. dómsmálaráðherra“ „annast lögfræðistörf og fjár- reiður“ Jóns í fjarveru hans. Ekki er kunnugt, að hessir menn hafi hingað til haft nein bau sam- skipti, er gefi ástæðu til þvílíkrar umboðsmennsku Bjarna. En nærri liggur að gera ráð fyrir, að i ummælum Tímans gægist fram sá hugsunarháttur blaðsins, að Jón mundi ekki hafa þurft að hafa áhyggjur af „lögfræðistörf- um sínum og fjárreiðum“, ef hann hefði verið þægt verkfæri Framsóknar í kjördæmamálinu. Á sama stendur, hvort um er að ræða skáldskap eða skoð- >nir í þjóðmálum, valdaklíka Framsóknar telur að allt beri að neta eftir þrengstu einkahags- nunum hennar sjálfrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.