Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 6
6
MORGVNBLAÐtÐ
Flmmtudagur 21. nðv. 1957
VÍSINDA~„RÁÐHERRA"
BANDARÍKJANNA
ÞAÐ má auðveldlega sjá af
bandarískum blöðum, sem
út koma um þessar mund-
ir, hve mjög það hefur komið
bandarískum almenningi og jafn-
vel ráðamönnum á óvart, að Rúss
ar gátu skotið á loft gervitungl-
um. Það er opinskátt viðurkennt
að bandarísk vísindi hafi hér beð-
ið hinn mesta hnekki. Fram til
þessa hafa Bandaríkjamenn stað-
ið í þeirri trú, að þeirra taekni og
vísindi standi framar en hjá öll-
um öðrum þjóðum. Það er því
von að menn spyrji hvers vegna
Rússar hafi komizt svo langt fram
úr þeim í smíði eldflauga og
lengra í áttina til geimferða.
Að vísu er á það bent, að Rúss-
ar hafi í stríðslokin náð á sitt
vald mjög mikilvægum tilrauna-
stöðvum Þjóðverja með eldflaug-
ar, sem voru í bænum Peene-
James R. Killian
munde á strönd Eystrasaltsins.
Síðan herma fréttir, að einn lið-
urinn í áframhaldandi vígbúnaði
Rússa hafi verið að halda þessum
hernaðarlega þýðingarmiklu til-
raunum áfram. Bandaríkin hafi
hins vegar lítið sinnt um vígbún-
að og það hafi ekki verið fyrr en
1951, sem þeir hófu smíði og til-
raunir með eldflaugar.
En jafnvel þessa skýringu
er ekki hægt að láta sér nægja.
Það kemur sem sé í ljós við
rannsóknir á skólakerfi Rúss-
lands, að ákaflega mikil
áherzla hefur verið lögð á það
og meiri en í Bandaríkjunum
að mennta vísindamenn á ýms-
um sviðum. Það getur verið,
að það séu einmitt ávextir þess
arar víðtæku vísindamenntun-
ar sem nú eru að koma fram.
Því sé hægt að búast við því
að rússnesk vísindi fari fram
úr bandarískum vísindnim á
miklu fleiri sviðum á næstu
árum.
Þannig hefur þróunin orðið
þrátt fyrir það, að ýmsir kunn-
ir vísindamenn í Bandaríkjun-
um hafa varað við þessu. Svo
virðist sem bandarísk stjórnar-
völd hafi ekkert skeytt um þessi
alvarlegu viðhorf. Er því ekki að
leyna að Eisenhower forseti og
stjórn hans síðustu fimm ár hef-
ur verið gagnrýnd harðlega fyr-
ir það að hafa sofið á verðinum.
Nú er álitið að hún hafi veitt
alltof lítið fé til vísindalegra til-
rauna, vanrækt hafi verið að búa
vel að vísindamönnum sem vinna
að og hugleiða vísindalegar kenn
ingar og svo hafi ekkert verið
gert til að laða fleiri unglinga til
náms í vísindagreinum, né auka
kennslu þðirra í miðskólum.
Gagnrýnin hefur orðið svo
hávær, að Elsenhower forseti
hefur séð sig tilneyddan að
koma tvisvar sinnum fram í
sjónvarpi til að reyna að skýra
málin fyrir almenningi. Hefur
hann þar reynt að bera í bætl-
fláka fyrir bandarísk visindi
og m. a. gert grein fyrir því,
hvað bandarískum vísinda-
mönnum hafi áunnizt í sam-
bandi við eldflaugasmiði. —
Vakti það m. a. athygli að
þeim hafi tekizt að ná hluta
úr eldflaug óskemmdum utan
úr himingeimnum til jarðar.
Forsetinn hefur þó í reyndinni
viðurkennt að stjórninni hafi orð-
ið mistök á í þessu. Hún hafi
ekki haft nógu glöggar eða rétt-
ar fregnir af hinu vísindalega
kapphlaupi. Til þess að slíkt komi
ekki fyrir aftur, ákvað Eisen-
hower að skipa sérstakan mann
ráðunaut sinn í vísindamálum.
Maður þessi er ekki kallaður ráð-
herra, en segja má að hann fari
með embætti eins konar vísinda-
ráðherra Bandaríkjanna.
í þetta nýja embætti hefur
valizt 53 ára gamall maður að
nafni James R. Killian. Er hann
mjög mikils virtur meðal banda-
rískra vísindamanna, einkum fyr
ir starf sitt við vísindastofnun-
ina Massachusetts Institute of
Technology. Þó er það undarlegt,
að Killian er ekki vísindamaður
að menntun. Hann lagði fyrir sig
rekstur fyrirtækja, en örlögin
hafa hagað því svo, að hann hef-
ur einkum fengizt við rekstur
vísindastofnana og fengið við
það mikla og alhliða þekkingu
á vísindum.
James R. Killian er fæddur í
Suður-Karolinu, einu Suðurríkj-
anna og er hann af skozkum og
írskum ættum. Eftir skólagöngu
réðst hann til Massachusetts
Institute of Technology og hefur
starfað þar æ síðan. í fyrstu
starfaði hann við útgáfu tækni-
tímarits stofnunarinnar, en árið
1939 varð hann aðstoðarmaður
forseta stofnunarinnar og 1948
varð hann forseti hennar. Vís-
indastofnun þessi sem er víðfræg
í Bandaríkjunum hefur unnið að
lausn ótölulegs fjölda tæknilegra
vandamála og nemur tala vís-
indamanna, sem þar starfa þús-
undum. Sérstaklega er þess get-
ið að stofnunin hafi gert mikil-
vægar uppgötvanir á sviði rad-
ar-tækni og mun t. d. hinn lang-
drægi radar, sem nú er verið að
taka í notkun vera frá henni
kominn.
Það var þegar 1949, sem Killian
fór að benda á það í ræðum og
riti, að Rússar væru að komast
fram úr Bandaríkjamönnum á
ýmsum sviðum vísinda. Hvatti
hann yfirvöldin þá þegar til að
gera róttækar ráðstafanir til að
stuðla að meiri vísindakennslu í
skólunum, en svo virðist sem
hann hafi þá talað fyrir daufum
eyrum.
Hið nýja embætti Killians
er ákaflega þýðingarmikið og
felur í sér víðtæk völd. Ætl-
unin er að bandarískir vísinda-
menn geti snúið sér beint til
hans og hugmyndir þeirra
þannig náð eyrum Eisen-
howers forseta, en áður þurfti
að fara í gegnum marga milli-
liði. Annað mikilvægt verk-
efni er að koma á samræmi í
vísindalegum rannsóknum. —
Sem kunnugt er hafa bæði
landherinn, sjóherinn og flug-
herinn unnið hver um sig
að eldflaugarannsóknum. Er
ekki nóg með að samstarf hafi
skort þar í milli, heldur hef-
ur beinlínis ríkt milli þeirra
rígur. Þessu verður að bæta
úr og skulu allar þessar til-
raunir nú heyra beint undir
Killian.
En þýðingarmesta verkefni
hins nýja embættismanns verður
þó að gera heildaráætlun um vís-
indalegar framfarir í Bandaríkj-
unum til langs tíma og greina
forsetanum frá því hve miklar
fjárveitingar þurfi til að fram-
kvæma slíka áætlun. Það er þeg-
ar vitað að þau fjárframlög verða
að margfaldast.
Við, sem byggðum
þessa borg"
Annab bindi bókar V.S.V. —
eftir Böðvar frá Hnífsdal —
Drengjasaga
Bœkur fyrir
yngstu lesendurna
ANNAÐ bindi bókarinnar' „Við
sem byggðum þessa borg“ eftir
Vilhjálm S. Vilhjáln.sson, kom út
í gær hjá Setbergi. Fyrra bindi
bókarinnar kom út í fyrra og voru
í því frásagnir og endurminning-
ar níu Reykvíkinga, en í þessu
öðru bindi eru átta sögumenn. —
Fyrra bindið vakti mikla athygli,
og varð ein af
metsölubókum
ársins. Vil-
hjálmur Segir
í formála fyrir
þessu öðru
bindi bókar
sinnar, að hann
hafi leitað til
manna með það
fyrir augum
að fá fram
sem ólíkust sögusvið og viðhorf.
Sögumennirnir átta eru: Guð-
mundur Thoroddsen, læknir: Ævi-
starf við sjúkrabeð, Hannes Jóns-
son, fyrrverandi kaupmaður:
E. Ó. P.
Náttúrulækninga-
félagið kaupir
brauðp;erð
FYRIR nokkru hefur Náttúru-
lækningafélagið fest kaup á
brauðgerðarhúsinu í Tjarnargötu
10 hér í Reykjavík. Hefur félag-
ið fengið leyfi heilbrigðisyfir-
valdanna til þess að starfrækja
það. En einnig hefur Náttúru-
lækningafélagið hug á að starf-
rækja kornmyllu vestur á Báru-
i götu 11.
shrifar úr
daglega lífínu
3
Hægri handar akstur
— samræming
umferðarreglna
NÝIEGA var frá því sagt í Mbl.,
að umræður um frumvarp
til umferðarlaga hefðu farið fram
í efri deild Alþingis. Við það
tækifæri minnti Friðjón Þórðar-
son sýslumaður (ekki nafni hans
Skarphéðinsson eins og í blaðinu
stóð) á nauðsyn þess, að tekin
yrði endanleg ákvörðun um það,
hvort hér á landi skyldi vera
vinstri eða hægri handar umferð
í framtíðinni.
Sérstök nefnd, sem á sínum
tíma vann að undirbúningi laga-
frumvarpsins, sem nú liggur fyrir
þinginu tók þetta mál til athug-
unar og sanodi um það sérstaka
álitsgerð.
Nefndin telur, að helzta rök-
semdin fyrir því, að upp skuli
taka hægri handar umferð hér á
landi, sé sú, að slík umferð tíð-
kast í flestum öðrum löndum. Er
á það bent, að æskilegt sé, að
sömu reglur gildi í öllum löndum
á þessu sviði, því að óþægindi og
slys geti ella orðið, er menn setj-
ast við stýri á erlendri grund.
Þetta sjónarmið er þó hvergi
nærri eins þungt á metunum að
því er okkur snertir og aðrar
þjóðir, er hafa vinstri handar um-
ferð. Hér kemur akstur yfir landa
mæri ekki til greina, og bílakstur
íslendinga á þjóðvegum framandi
landa er hlutfallslega fátíðari en
t. d. Englendinga eða Svía. —
Útlendu gestirnir eru líka held-
ur sjaldan á ferðinni á íslenzkum
akvegum.
Það má þess vegna teljast aug-
ljóst, að sú röksemd, sem t. d.
Svíar hafa helzt talið renna stoð-
um undir þá kenningu, að í þeirra
landi ætti að taka upp hægri
handar akstur, á ekki við á ís-
landi nema að takmörkuðu leyti.
Stýrið vinstra megin
ÞÁ hefur Gísli Halldórsson verk
fræðingur vakið máls á því,
að flestar bifreiðir hér á landi
séu með stýrin vinstra megin.
Telur Gísli að slíkir bílar séu
gerðir fyrir hægri handar um-
ferð, og byggist sú skoðun á því,
að þá sé betur unnt að fylgjast
með ökutækjum, sem ætla fram
fyrir eða koma á móti og auð-
veldara að gefa þeim merki. Mun
það vera allalmenn skoðun, að
betra sé að hafa stýrið þeim
megin í bílnum, sem að umferð-
inni á akbrautinni snýr.
Velvakandi hefur nokkra
reynslu af báðum bifreiðagerð-
unum, þeim sem hafa stýrið
hægra megin og þeim sem hafa
stýrið vinstra megin. Hefur hann
ekki orðið þess var, að það hafi
neinn sérstakan kost að hafa stýr
ið hægra megin hér á íslandi. Það
er að vísu gott að geta fylgzt ná-
kvæmlega með því, að maður aki
ekki utan í bíl, sem á móti kemur
úti á miðjum þjóðvegi, en það er
líka gott að vera viss um að fara
ekki út af veginum vinstra megin.
Og í bæjunum er gott að geta
haft vakandi auga með gangstétt-
unum og börnunum, sem þar eru
að leik. Velvakandi er því ekki
þeirrar skoðunar, að þetta atriði
skipti höfuðmáli, enda munu bif-
reiðir með stýri hægra megin
notaðar víðar í löndum en á ís-
landi, Englandi og Svíþjóð.
E
Kostnaðurinn
NN er ótalin aðalröksemdin
gegn því, að upp sé tekinn
hægri handar akstur hér á landi.
Hún er sú, að breytingin myndi
kosta mikið fé. Nefndin, sem
samdi umferðarlagafrumvarpið,
athugaði þetta mál sérstaklega,
og komst að þeirri niðurstöðu, að
flytja þyrfti hurðir á strætisvögn
um og almenningsbifreiðum frá
vinstri hlið yfir á hægri og gera
nokkrar smábreytingar á þeim
aðrar. Kostnaður við þetta í fyrra
var áætlaður um 5.600.000 kr.
Nokkur kostnaður yrði og við að
breyta umferðarmerkjum. í þessu
sambandi er þess að geta, að
verði breytingin ekki gerð nú, en
ráðizt í hana síðar, verður kostn-
aðurinn vafalaust mun meiri m.a.
vegna meiri bílafjölda.
Niðurstaða: breytum
ekki til
VELVAKANDI fær ekki séð,
þegar á allt er litið, að brýna
nauðsyn beri til að taka upp
hægri handar akstur hér á landi.
Þó er skylt að geta þess, að ýmsir
þeir, sem þessum málum eru
kunnugastir telja það æskilegt,
m. a. Félag íslenzkra bifreiðaeig-
enda og bæjarverkfræðingurinn
í Reykjavík. Umerðarlaganefndin
taldi það nauðsynlegt, en treyst-
ist þó ekki til að mæla með því
einróma vegna kostnaðarins. Á
það má hins vegar minna, að í
Svíþjóð fór nýlega fram þjóðar-
atkvæðagreiðsla um málið, og
mælti meirihluti manna gegn því,
að tekinn væri upp hægri handar
umferð, þó að Svíum ætti að vera
það mun meira áhugamál en Is-
lendingum.
Einfari í mergðinni, Sigurður
Ólafsson, rakai'i: Manni strokið
um vanga, Ólafur G. Einarsson,
bifreiðastjóri: Lífsstríð í sulti og
seyru, Erlendur Ó. Pétursson, for
stjóri: Ég hef aldrei hætt að leika
mér, Egill Vilhjálmsson, forstjóri:
F'á roðskónum til bifreiðanna,
Sesselíus Sæmudsson, verkamað-
ur: Hér stend ég og get ekki ann-
Hannes Kristinsson, verka-
maður, Gaman
og alvara í
gráum leik. —
Halldór Péturs
son, listmálari
ari hefur prýtt
bókina ágætum
teikningum af
3ögumönnum.
— Sögusviðið
er nær ein-
göngu Reykja-
vík fyrri tíma, og er þó nokkuð
rakinn uppruni þeirra sögumanna,
sem fæddir eru annars staðar.
Bókin er 260 blaðsíður í stóru
broti.
Strákarnir, sem struku
Þá kom út hjá Setbergi í gær
hin snjalla drengjabók Böðvars
frá Hnífsdal, „Srákarnir
sem struku".
„Vinirnir þrír
Ingólfur, Kalli
Dg Maggi
taka gamlan
árabát trausta
taki, gerast út-
lagar og lenda
í ýmsum ævin-
týrum. Halldór
Pétursson hefir
skreytt bókina
með fjölda
góðra teikn-
inga, sem hinir ungu lescndur
kunna áreiðanlega að meta að
verðleikum.
Snúður og Snælda
Yngstu lesendurnir fá einnig
sitt, þar sem Setberg gefur út
fjórar smábækur um kettlingana
Snúð og Snældu. Þetta er fransk
ur barnabókaflokkur fyrir lesend-
ur 6—9 ára. Aðalatriði bókanna
eru að sjálfsögðu myndirnar, sem
eru afar skemmtilegar og í litum.
Þar sjást söguhetjurnar við
margs konar störf og leik, og hug
myndaflugið leikur lausum hala.
Teikningarnar eru gerðar af
Pierre Prost, en Vilbergur Júlíus
son, kennari hefur þýtt textann.
Böðvar
Heuss á fiiiid páfa
RÓM, 19. nóvember. —
Einkaskeyti frá Reuter.
THEODOR HEUSS, forseti V-
Þýzkalands, kom í dag í opinbera
heimsókn til Rómaborgar. 1
fylgd með honum var m. a. utan-
ríkisráðherrann, von Brentano.
Var Þjóðverjunum fagnað mjög
innilega — og þegar Heuss steig
út úr járnbrautarlestinni, sem
flutti hann frá Þýzkalandi, tók
Gronchi forseti Ítalíu á móti
honum og 21 fallbyssuskoti var
hleypt af. Þetta er fyrsta opin-
ber heimsókn þýzks þjóðhöfð-
ingja til Ítalíu síðan styrjöldinni
lauk.
Heuss forseti mun hinn 27.
þ. m. fara á fund Piusar páfa
— og er það í fyrsta skipti sem
þýzkur þjóðhöfðingi fær áheyrn
í Vatíkaninu síðan 1897.
Von Brentano mun fljúga vest-
ur um haf.á föstudaginn til við-
ræðna við Dulles, en hann mun
koma aftur í tæka tíð til þess að
slást í för með Heuss á fund
páfa.
BEZ7 AÐ AUGLÝSA
t MORGVmtAÐlNU