Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. nóv. 1957
MOFCVVnr ifíiÐ
11
Elzía viikjunin í Gvendarbrunnum. — Nýrri virkjunin er bak við giandann, efst til vinstri á
myndinni.
Þegar nýja dælusíöðin er komin
upp, verður vatnið í Gvendar-
brunnum fullnotað
Viðtal við Jón Sigurðsson
vatnsveitustjóra
Vatnsveita Reykjavíkur er ein af lífæðum
borgarinnar. Það eru tæp 50 ár síðan vatnsveita var
fyrst lögð 1 Reykjavík og getur víst enginn, sem nú
er uppi og ekki þekkti, hvernig ástandið var áður
en vatnsveitan kom, gert sér í hugarlund, hvernig
bæjarbúar fóru að komast af án vatnsveitu. Vatns-
veitan er nú jafnsjálfsögð og rafmagnið til ljósa
og hitunar og önnur þau þægindi, sem nútíminn
hefur veitt almenningi.
Morgunblaðið hefur átt viðtal við Jón Sig-
urðsson, verkfræðing, sem stjórnar vatnsveitu
bæjarins og rætt við hann um ýmislegt varðandi
vatnsveituna fyrr og nú og þær áætlanir, sem eru
fyrir hendi um aukningu hennar og endurbætur í
framtíðinni. Birtist hér fyrsti kaflinn úr þessu við-
tali við vatnsveitustjóra.
Vatnsmagnið
Vatnsveitustjórinn rakti í
nokkrum dráttum þá þróun, sem
hefði orðið í vatnsveitumálunum.
Eins og getið hefur verið um hér
að ofan, tók Vatnsveita Reykja-
víkur til starfa fyrir tæpum 50
árum eða árið 1909 og hafði þá
til umráða vatn, sem nam 38,5
sekúndulítrum, en íbúar í bænum
voru þá 11203. Árið 1923 var svo
Vatnsveitan aukin, þannig að hún
flutti 96 sekúndulítra en þá voru
íbúarnir orðnir 20148. Síðan var
það árið 1934, að Vatnsveitan var
enn aukin og þá að miklum mun
eða upp í 240 sekúndulítra en
íbúatalan var þá tæpar 33 þúsund
ir.Síðasta aukningin var svo gerð
árið 1947 og var flutningsgeta
Vatnsveitunnar þá aukin upp í
530 sekúndulítra, en skömmu síð-
ar var svo nauðsynlegt að hækka
þrýstinginn í hluta af bænum, en
við það minnkaði flutningsgetan
niður í 490 lekúndulítra. Þá voru
íbúar bæjarins um 53 þúsundir.
Þess má geta hér, sagði vatns-
veitustjórinn, að íbúatölurnar eru
ekki nákvæmar, vegna þess að
íbúar Seltjarnarness og Kópa-
vos eru ekki taldir með, en þess-
arar ónákvæmni gætir mest síð-
ustu árin. Auk þessa eru svo auð-
vitað miklu fleiri íbúar í Reyltja-
vík en þar hafa búsetu og sér í
lagi á vetrum, eins og kunnugt
er, en það hefur auðvitað áhrif á
vatnsnotkunina í bænum.
Hve mikil er notkunin?
Þegar Vatnsveitan tók fyrst til
starfa árið 1909, voru til umráða
297 lítrar á íbúa á sólarhring. 9
árum seinna eða árið 1918 var svó
komið, að þá hafði fjölgað svo
mjög fólki í bænum á styrjaldar-
árunum, að vatnið var ekki orðið
meira en rúmir 200 lítrar á íbúa
á sólarhring enda fór þá að bera
á vatnsskorti. Vegna þess að engir
geymar voru við vatnsveituna
notaðist ekki flutningsgeta henn-
ar að næturlagi til söfnunar og
dreifingar á daginn. Jón Þor-
láksson, verkfræðingur, gerði ár-
ið 1923 áætlun um hámarksnotk-
Unina og telur hana vera um
200 lítra á sólarhring, með miðlun
úr vatnsgeymum, en þessi tala
Jón Sigurðsson, verkfræðing-
ur, Vatnsveitustjóri.
um notkun var siðan höfð til
hliðsjónar um allar vatnsveitu-
framkvæmdir hér á landi í þann
mund. Hefur svipuð tala einnig
verið notuð í öðrum löndum, í
Danmörku hefur lítið eitt hærri
tala verið notuð til skamms tíma,
að minnsta kosti þar sem vatn er
selt eftir mæli. Þegar svo Vatns-
veitan var aukin, þá voru um 400
lítrar á íbúa til umráða. Árið 1927
fór svo aftur að bera á vatns-
skorti en þá er vatnsnotkunin um
250 lítrar á mann á sólarhring.
Þegar svo Sigurður Thoroddsen
verkfræðingur gerði sína íætlun
1947, þá áætlaði hann um 500 lítra
á sólarhring á íbúa. Þegar svo
aukningin var gerð, þá voru það
um 800 lítrar á sólarhring á íbúa,
sem runnu til bæjarins. Nú hefur
sífellt vaxið íbúafjöldi í bænum,
eins og kunnugt er, og síðan hef-
ur þetta magn farið minnkandi
á hvern íbúa og þegar fyrst fer að
bera á vatnsskorti eftir aukning-
una 1947, sem var 5 árum síðar
eða árið 1952, þá er komið niður
fyrir 680 lítra á mann. Þessi þró-
un virðist benda örugglega í þá
átt, að fólk noti meira vatn til
heimilistækja og iðnaðurinn
meira vatn, eftir því sem stundir
líða fram.
Breyttir lifnaðarhættir
og vatnsnotkun
AUir, sem hafa eitthvað fylgzt
með þróuninni hér i atvinnuhátt
um bæjarins og bæjarlífinu að
öðru leyti, sjá auðvitað hve geysi-
legum breytingum þetta hefur
tekið, enda hefur allt þetta mjög
■mikil áhrif á vatnsnotkunina i
bænum. Það er auðvitað alveg
ljóst, að þegar vatnsveitan var
lögð í fyrsta sinn, var vantsnotk-
un mjög takmöikuð vegna þess
að þá voru venjulega ekki nema
1—2 kranar í hverju húsi. Þá var
heldur engin upphitun með mið-
stöðvarhitun og heitavatnskranar
voru ekki til og engin vatnssal-
erni. Síðan hefur þetta stöðugt
breytzt, þannig að nú er ekkert
hús til, þar sem ekki er bæði heitt
og kalt vatn, Vatnssalerni eru í
hverju húsi og notkun hefur að
öðru leyti hjá almenningi aukizt
geysilega.
Vatsnotkun iðnaðarins
Okkur hefur orðið það Ijóst,
sem störfum að vatnsveitumálum,
að þrátt fyrir þessa þróun, sem
ég lýsti áðan, þá hefur eyðslan að
okkar dómi samt orðið óhæfilega
mikil. Kemur þar margt til
greina. I því sambandi er rétt að
minnast á vatnsnotkun iðnaðar-
ins. Þegar farið var að athuga
vatnsnotkunina ýtarlega, lék óð-
ara grunur á að miklu meiri vatns
notkun færi fram í sambandi við
iðnaðinn, en áður hafði verið
reiknað með og voru nú settir
mælar hjá mjög miklum hluta
af iðnaðinum í bænum, til þess
að rannsaka hver vatnsþörf hans
væri, til að fá grundvöll fyrir
greiðslu aukavatnsskatts, en hann
hefur verið áætlaður undanfarið.
Vatnsþörfin hjá iðnaðinum
og atvinnugreinunum verður
augljós þegar tekin eru dæmi.
Ef til dæmis er athuguð vatns-
notkun Mjólkurstöðvarinnar, þá
þarf hún 612 þúsund lítra á sólar-
lendis er það þannig að mjög
hring til jafnaðar. Fiskiðjuverin
eyða um 300—400 þúsund lítrum
á sólarhring hvert fyrir sig, og
alls mun iðnaðurinn fara með um
6 millj. lítra af vatni á sólarhring
en það samsvarar um 200 sek-
úndulítrum eða 40% af heildar-
rennsli til bæjarins, þegar allt
er í gangi. Er því alveg augljóst
að vatnsnotkun iðnaðarins er það
mikil að til greina getur komið
að gera sérstakar ráðstafanir í
sambandi við hana og er í undir
búningi að setja reglur um þau
eíni. Kemur þá til greina, til
dæmis, að gera vatnsfrekum iðn-
aði að skyldu að hafa vatnsspar-
andi tæki eða geyma, sem safna
vatni að næturlagi. í þessu sam-
bandi væri það alls ekki nægilegt
þó Vatnsveitan sjálf byggði
geyma, vegna þess, að örðugt
væri að koma vatninu úr þeim
Einar Sigurðsson verkfræðing-
ur hjá Vatnsveitu Reykjavíkur.
geymum til iðjuveranna, vegna
þess að leiðslurnar á milli geym-
anna og iðnaðarins flyttu ekki
nægilega mikið vatn að deginum,
þegar þess væri þörf. Mælarnir
og það gjald, sem lagt er á í sam-
bandi við vatnseyðslu iðjuver-
anna ætti líka að vera þeim nokk-
ur hvatning til vatnssparnaðar.
Mælarnir og erlend reynsla
f þessu sambandi er rétt að
benda á reynsluna annars staðar
frá, sagði vatnsveitustjóri. Er-
víða er allt vatn mælt, þannig
að allir notendur borga fyrir vatn
ið samkvæmt mæli, en sums stað
ar er það þannig að einungis er
mælt vatn til iðnaðarþarfa og
annars rekstrar. Erlend reynsla
sýnir að þar sem vatn er ekki
mælt og selt eftir máli, þar er
eyðslan miklu meiri heldur en
þar sem mælarnir eru og gjald
tekið fyrir eyðslu samkvæmt
þeim. Af hálfu Vatnsveitunnar
eru engar áætlanir á döfinni um
það að mæla vatn til einstaklinga
eða að takmarka á nokkurn hátt
eðlilega vatnsnotkun þeirra.
Hvaða áætlanir eru á döfinni
um að fullnægja vatnsþcrfinni
í framt’ðinni?
Það eru ýmsar áætlanir í þessu
sambandi, segir vatnsveitustjóri.
Framh. á bls. 18
Vatnsbólið, sem virkjað var 1947. — Pípan frá þessu vatnsbóli
nefnist Heiluvatn.
liggut á botni vatnsiiis, sem