Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 21. nóv. 1957
MORCVMBT 4 ÐIÐ
13
Í I 1
SKAK
i 1 i
SVÆÐAKEPPNIN í Wagening-
en er nú aS nálgast hámark sitt.
Eftir 13 umf&rðir leiðir Szabo
ennþá og hefur hlotið IIV2 vinn-
ing. 2. er Friðrik með 10 vinninga,
3. Larsen með 9V2, 4.—5. Stáhl-
berg og Donner með 9 vinninga.
Árangur Friðriks til þessa getur
talizt prýðilegur, þegar miðað er
við það, að hann hefur verið
heldur óheppinn til þessa.
Eftirfarandi skák er frá áður-
nefndri keppni og teflir sjálfur
Szabo með hvítu gegn Rúmen-
anum Treuanescu, og nær frum-
kvæðinu með skemmtilegri nýj-
ung í byrjun og heldur því allt
til loka skákarinnar.
Hvítt: L. Szabo
(Ungverjalandi)
Svax-t: Treuanescu
(Rúmeníu)
Nimzo-indversk-vörn.
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rc3 Bb4
4. e3 b6
Þessu afbrigði beitti Smyzlof
mjög mikið í síðasta einvígi
sínu gegn Botvinnik)
5. Rge2 ....
A. Rubinstein lagði grunninn að
þessari uppbyggingu hvíts, og
eins og öll byrjunarkerfi þessa
gamla snillings, t.d. gegn Tarrach
vörn og Rd4 í 4. leik í fjögra-
riddaratafli, er það eitt bezta
vopn hvíts gegn Nimzo-indver.
5...... Bafi
Leikur Bronsteins, sem hefur blás
Auðvitað ekki gxf6 vegna gxf6
fráskák og öll járn standa á svört
ið nýju lifi í þetta afbrigði. Svart Um'
ur lendir í erfiðleikum eftir 5.
Bb7. 6. a3 Be7 (drepi svartur á
c3 hefur biskupaparið, sem er
ákaflega mikilvægt í þessari byrj
un.) 7. d5! og hvítur stendur bet-
ur vegna hins öfluga miðborðs.
6. a3 Be7
7. Rf4 ....
Tæplega stendur riddarinn eins
vel á g3.
7 ... d5
8. b3 ....
Þessi leikur hefur reynst hvítum
bezt upp á síðkastið. T. d. 8. cxd5
Bxfl 9. a) dxe6!? Ba6,
10. exf7f Kxf7, 11. Db3t Ke8, 12.
Re6 Dd6! og svartur hefur betur.
9. b) Kxfl exd5, 10. Df3 c6, 11.
g4! var álitið gefa svörtum erfitt
tafl, en Pachmann bendir á 11.. .
g5!, 12. Rd3 h5! og svartur hefur
um það bil jafna möguleika.
8 ... 0-0
9. Df3! ....
ABCDEFGH
A BCDEFGH
Skemmtileg lausn á vandamál-
inu í sambandi við c4, og er þessi
skák gott dæmi um hve nýjung-
ar í byrjunum geta sett menn í
mikinn vanda þegar klukkan tif-
ar við hliðina á þeim.
9..... c6(?)
Þessi leikur er full hægfara. 9.
.... c5.! hefði fengið hvítum
meira að hugsa um, t.d. 10. cxd5
Bb7! 11. dxc5 bxc5! 12. Bb2 exdð
og svartur hefur frjálsa stöðu.
11. Bd3! exd5 12. 0-0 Ra6 og
svartur hefur vissa prfiðleika við
að etja.
10. g4!
Það þarf sjaldan að egna Szabo
til sóknar.
10......... Rbd7
11. g5 Re8
Heppilegra var að vera svolítið
djarfari og leika Re4.
12. cxd5 Bxfl
13. dxe6! Ba6
14. exd7 Dxd7
15. Hgl Rd6
Hvítur hefur nú unnið peð, en
hefur í staðinn viðsjárverða
kóngsstöðu.
16. Bb2 Hac8
17. 0-0-0 ....
Staðan verður glæfralegri með
hverjum leik.
17.......... Bb7
18. Kbl c5
19. d5 ....
Hin öflugu miðborðspeð hvíts
gera svörtum erfitt fyrir um
sóknartilraunir.
19........... c4
20. b4 a5
21. Rh5 ....
Hvítum er ekki til setunnar boð-
ið.
21......... axb4
22. Rf6+! ....
ABCDEFGH
ABCbEFGH
22.
Bxf6
23. gxf6 g6
Ekki 23....... bxc3, vegna 24.
Hxg7+ Kh8 25. Hxh7! Kxh7 26.
Dh5+ og mátar.
24. axb4 Hca8
25. e4 Hfd8
26. h4!
Hvítur þarf að grafa betur und-
an svörtu kóngsstöðunni.
26. .... Rb5
27. h5 Rxc3+
28. Dxc3 De8
29. Ildcl Kf8
Svartur veit ekki sitt rjúkandi-
ráð og leikur því kógnum.
30. hxg6 fxg6
Ef 30.....hxg6 31. Hhl.
31. n! ....
Hvítur fórnar nú peði til undir-
búnings mátsókninni.
31.
32.
33.
34.
35.
Dxf7
Ke8
De7
Dd7
Hg3
Hf3
Dxc4
d6!!
og svartur gafst upp þar sem
mát verður ekki umflúið. Skák-
in er ákaflega skemmtileg, og
fróðleg frá skákfræðilegu sjónar-
miði.
I. R. Jóhannsson.
Nenni tekur á ný
upp samvinnu við
konummista
RÓM — Vinstrisósíalistar hafa
ákveðið að hefja samvinnu við
kommúnista. Þessir tveir flokk-
ar virðast því vera á góðri leið
með að taka upp nána samvinnu
eins og áður var. Aðeins eru nú
nokkrir mánuðir til kosninga og
samvinnu þessara flokka er tal-
in efla áhrif kommúnista að.
miklum mun, jafnframt því sem
andstaða Kristilega demókrata-
flokksins eflist við það. Vinstri
sósíalistar og kommúnistar fengu
við síðustu kosningar um 35%
atkvæða, en kommúnistar einir
hlutu um 22%. Samvinna flokk-
anna tveggja kólnaði mjög við
uppreisnina í Ungverjalandi, en
talið er, að rússnesku gervitungl-
in eigi sinn þátt í því að vinstri J
jafnaðarmenn undir forystul
Nennis tóku þá ákvörðun að ]
hefja aftur samstarfið.
Mænusóttarbólusetning í Heykjavík
Börn þau og unglingar, sem bólusett vc ru gegn mænusótt sl. haust á Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur eða í skólum og enn hafa ekki verið bólusett í þriðja sinn, eru bcðin að
mæta til þriðju bólusetningar á næstu vikum í Heilsuverndarstöðinni.
Þeir, sem heima eiga við neðaníaldar gö tur mæti sem hér segir:
Föstudagurinn 22. nóv. kl. 9—11 f.h.:
Aðalstræti, Akurgerði, Amtmannsstígur, Aragata, Ásvallagata, Arnar-
gata, Ásvegur, Auðarstræti, Austurbrún, Austurstræti.
Kl. 1—3 e. h.: Bakkagerði, Bakkastígur, Baldursgata, Bankastræti, Barða-
vogur, Barmahlíð, Barónsstígur, Bárugata, Básendi, Baugsvegur og Berg-
staðastræti.
Kl. 3—5 e. h.: Bergþórugata, Birkimelur^ Bjargarstígur, Bjarkargata,
Bjarnarstígur, Blesugróf, Blómvallagata, Blönduhlíð, Bogahlíð, Bókhlöðu-
stígur, Bollagata, Bólstaðarhlíð, Borgartún, Borgargerði og Bragagata.
Mánudaginn 25. nóv.kl. 9—11 f.h.:
Brattagata, Brautarholt, Brávallagata, Breiðagerði, Breiðholtsvegur,
Brekkustígur, Brunnstígur, Bræðraborgarstígur, Bústaðavegur.
Kl. 1—3 e. h.: Drafnarstígur, Drápuhlíð, Drekavogur, Dyngjuvegur, Efsta-
sund, Eggjavegur, Egilsgata, Eikjuvogur, Einholt, Eiríksgata, Elliðavegur,
Engihlíð, Engjavegur, Eskihlíð.
Kl. 3—5 e. h.: Fálkagata, Faxaskjól, Ferjuvogur, Fjallhagi, Fjólugata,
Fjölnisvegur, Flókagata, Flugvallarvegur, Fornhagi, Fossagata, Fossvogs-
vegur, Frakkastígur, Framnesvegur, Freyjugata og Fríkirkjuvegur.
Þriðjudaginn 26 nóv. kl. 9—11 f.h.:
Garðastræti, Garðsendi, Granaskjól, Grandavegur, Grenimelur, Grens-
ásvegur, Grettisgata, Grímshagi, Grjótagata, Grundargerði, Grundarstígur,
Guðrúnargata, Gullteigur og Gunnarsbraut.
Kl. 1—3 e. h.: Háagerði, Háteigsvegur, Háahlíð, Haðarstígur, Hafnarstræti,
Hagamelur, Hallveigarstígur, Hamrahlíð, Háteigsvegur, Hátún, Hávalla-
gata og Heiðargerði.
Kl. 3—5 e. h.: Hellusund, Hitaveitutorg, Hitaveituvegur, Hjallavegur,
Hlíðargerði, Hlunnarvogur, Hofsvallagata, Hofteigur, Hólatorg og Hóla-
vallagata.
Miðvikudaginn 27. nóv. kl. 9—11 f.h.:
Hólmgarður, Hólsvegur, Holtavegur, Holtsgata, Hrannarstígur, Hraun-
teigur, Hrefnugata, Hringbraut, Hrísateigur, Hvammsgerði, Hverfisgata,
Hæðargarður, Höfðatún, Hörgshlíð óg Hörpugata.
Kl. 1—3 e. h.: Ingólfsstræti, Kambsvegur, Kaplaskjólsvegur, Kárastígur,
Karfavogur, Karlagata, Kirkjustræti, Kirkjuteigur, Kirkjutorg, Kjartans-
gata, Klapparstígur, Kleifarvegur og Kleppsmýrarvegur.
Kl. 3—5 e. h.: Kleppsvegur, Kringlumýrarvegur, Kvisthagi, Lágholts-
vegur, Langagerði, Langahlíð, Langholtsvegur, Laufásvegur og Laugar-
ásvegur.
Fimmtudaginn 28. nóv. kl. 9—11 f.h.
Laugarnesvegur, Laugateigur, Laugavegur, Leifsgata, Lindargata, Litla-
gerði, Ljósvallagata, Lokastígur, Lóugata, Lynghagi og Lækjargata.
Kl. 1—3 e. h.: Mánagata, Marargata, Mávahlíð, Meðalholt, Melgerði, Mel-
hagi, Miðstræti, Miðtún, Miklabraut, Mímisvegur, Mjóahlíð, Mjóstræti,
Mjölnisholt og Mosgerði.
Kl. 3—5 e. h.: Múlavegur, Mýrargata, Nesvegur, Njálsgata, Njarðargata,
Njörvasund, Nóatún, Norðurstígur, og Nýlendugata.
Föstudap;inn 29. nóv. kl. 9—11 f.h.:
Nökkvavogur, Nönnugata, Oddagata, Óðinsgata, Otrateigur, Pósthússtræti,
Ránargata, Rauðagerði, Rauðilækur, Rauðarárstígur, Réttarholtsvegur,
Reykjahlíð, Reykjanesbraut, Reykjavegur, og Reykjavíkurvegur.
. Kl. 1—3 e. h.: Reynimelur, Reynistaðavegur, Samtún (Höfðaborg), Selja-
landsvegur, Seljavegur, Selvogsgrunn, Shellvegur, Sigluvogur, Sigtún, Silf-
urteigur, Sjafnargata, Skaftahlíð, Skálholtsstígur og Skarphéðinsgata.
Kl. 3—5 e. h.: Skeggjagata, Skeiðarvogur, Skipasund, Skipholt, Skógar-
gerði, Skólastræti, Skólavörðustígur, Skothúsvegur, Skúlagata, Smálands-
braut, Smáragata og Smiðjustígur.
Mánudaginn 2. desember kl. 9—11 f.h.:
Smyrilsvegur, Snekkjuvoguj^. Snorrabraut, Sogavegur, Sóleyjargata, Sól-
vallagata, Spítalastígur, Sporðagrunn, StakkhoR, Stangarholt, og Starhagi.
Kl. 1—3 e. h.: Stórholt, Steinagerði, Stýrimannastígur, Súðavogur, Suður-
gata, Suðurlandsbraut, ásamt Árbæjarblettum og Selásblettum og Súlugata
Kl. 3—5 e. h.: Sundlaugavegur, Sætún, Sölvhólsgata, Sörlaskjól, Teiga-
gerði, Templarasund, Thorvaldsenstræti, Tjarnargata og Tómasarhagi.
Þriðíudaginn 3. desember kl. 9—11 f.h.:
Traðarkotssund, Tryggvagata, Túngata, Tunguvegur, Týsgata, Unnarstíg-
ur, Urðarstígur, Urðarbraut, Úthlíð, Vatnsstígur, Vatnsveituvegur, Vega-
mótastígur, Veghúsastígur, Veltusund.
Kl. 1—3 e. h.: Vesturbrún, Vesturgata, Vesturlandsbraut, Vesturvallagata,
Víðimelur, Vífilsgata, Vitastígur, og Vonarstræti.
KI. 3—5 e. h.: Þingholtsstræti, Þjórsárgata, Þorfinnsgata, Þormóðsstaðir,
Þórsgata, Þrastargata, Þverholt, Þvervegur, Þvottalaugavegur, Ægisgata,
Ægissíða, Öldugata.
Geymið auglýsinguna.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.