Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 2
2 MORCVNBL4Ð1Ð Fimmtudagur 21. nóv. 1957 Núkvæm athugun á fríverzl- unarmálinu er tímahær Dr. Jóhannes Nordal sagði i gærkvöldi frá fundi i Paris Jbar sem m.a. var rætt um verzlun með fisk og verndun iðnaðar 1 FRÉTTAAUKA í Ríkisútvarp- inu í gærkvöldi, sagði dr. Jó- hannes Nordal frá fundi, sem ráöherranefnd sú, sem nýlega var skipuð til að vinna að und- irbúningi fríverziunarsamnings- ins, hélt í París 14.—16. þ. m. Sat dr. Jóhannes fundinn ásamt Agnari Kl. Jónssyni ambassador. Dr Jóhannes sagði m. a.: „A þessu stigi umræðanna er hlutverk ráðherranefndarinnar fyrst og fremst það að kanna viðhorf og vandamál þátttöku- rílyanna varðandi þátttöku í væntanlegu fríverzlunarkerfi og leitast við að sýna fram á, hvern- ig leysa megi einstök vandamál. Að sjálfsögðu kemur ekki til mála að afstaða einstakra ríkja á þessu stigi málsins sé bind- andi. Fyrst um sinn verða vanda- málin rædd hvert fyrir sig, en þátttökuríkin geta ekki tekið lokaafstöðu, fyrr en samnings- uppkast liggur fyrir í heild. All- mikill ágreiningur varð á fund- í inum um afstöðu til einstakra mála, sérstaklega verður sá vandi torleystur að samræma til fulls sjónarmið þeirra 6 ríkja, sem myndað hafa sameiginlegan markað sem gerir ráð fyrir mjög nánu efnahagssamstarfi, sjónar- miðum hinna þátttökuríkja Efnahagssamvinnustofnunarinn- ar, sem óska eftir miklu lausara samstarfi. Um afstöðu íslands til þess- ara samninga er það að segja að sem þátttakendur í Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu hafa íslend ingar fylgzt með gangi málanna frá upphafi og komið á fram- færi skoðunum sínum varðandi þau vandamál, sem þátttaka í fríverzlun hlyti að hafa í för með sér fyrir efnahagskerfi ís- lands. Á þessum fundi gafst tækifæri til þess að gera enn einu sinni nokkra grein fyrir þessari af- stöðu og er ástæða til þess að rekja þann þátt málanna, ekki sízt vegna villandi blaðafrétta, sem borizt hafa hingað til lands af fundinum ....... Á fundinum voru tll um- ræðu tvö mál, sem eru sér- staklega mikilvæg fyrir af- stöðu íslands. Annars vegar hvernig fara skuli með land- búnaðar- og fiskafurðir innan fríverzlunarsvæðisins — og í öðru lagi um stöðu þeirra landa, sem skemmra eru á veg komin í iðnaði og vænta má, að fríverzlun valdi þar af Ieið- andi sérstökum erfiðleikum." Landbúnaðar- og fiskafurðir Um fyrra atriðið sagði dr. Jóhannes m. a., að upphaflegu tillögumar, sem einkum voru settar fram af Bretum, hefðu gert ráð fyrir, að fríverzlun- in næði aðeins til iðnaðarvara og hráefna, en afurðir land- búnaðar og sjávarútvegs yrðu undanskildar. Um þetta hefur verið mikill ágreiningur, en að undanfömu hefur þokazt í samkomulagsátt, að sögn dr. Jóhannesar. Bretar komið að allmiklu leyti til móts við sjónarmið annarra þátttöku- ríkja. Óvíst er enn um niður- stöðu, en vænta má málamiðlun- ar, þar sem gert yrði ráð fyrir frjálsari verzlun með þessar af- urðir, þ. á m. einhverjum tolla- lækkunum og ýmsum sérstökum ráðstöfunum til að auka útflutn- ing landbúnaðar- og sjávaraf- urða. Fulltrúar íslands hafa jafnan á það bent, að svo að segja allur útflutningur landsins er annað hvort fiskur eða fiskafurðir en af því leiðir að sjálfsögðu, að verði þessar afurðir ekki tekn- ar með nyti íslenzkur útflutn- ingur aí henni lítils eða einskis góðs, en jafnframt yrðu íslend- ingar að leyfa frjálsan innflutn- ing, er myndi hafa veruleg vandamál í för með sér. Það er viðurkennt sem eitt meginsjónarmið samninganna, að sem mest jafnvægi sé á milli skuldbindinga og ávinnings hvers þátttökuríkis. Er ekki unnt að ætlast til, að lönd verði full- komnir þátttakendur, ef útflutn- ingsverzlun þeirra skapast á eng- an hátt hagstæðari skilyrði vegna fríverzlunarinnar. Síðan sagði dr. Jóhannes: „Á þessum fundi var á það bent af hálfu Islands, að það skipti íslendinga meginmáli, að allar sjávarafurðir yrðu teknar með í fríverzluninni, ef af henni verður. Ef þessar vörutegundir yrðu undanskildar mundi ísland hafa lítinn sem engan hag af frí- verzlun, sem vegið gæti á móti þeim vandamálum, sem frjáls innflutningur iðnaðarvara myndi skapa á íslandi, og slík útilokun gæti jafnvel gert þátttöku íslands í fríverzlnnarsvæðinu ómögu- lega. Um þetta atriði verður varla deilt, a. m. k. ekki á meðan hlut- ur íslenzks sjávarútvegs í út- flutningi landsmanna er eins mikill og nú er. Hins vegar verða menn að muna, að það er ekki líklegt, að um það verði að ræða, að fiskafurðir verði annað hvort allar með í fríverzluninni eða allar útilokaðar. Eitthvert stig þarna á milli er vafalaust lík- legt, og þá verður mim meiri vandi að velja. Á þessu stigi málsins er mest um vert, að öllum þátttökuþjóðunum sé Ijóst, hve mikilvægt þetta mál er fyrir afstöðu íslands til frí- verzlunannálsins.“ Vandamál þeirra þjóða, sem skammt eru á veg komnar í iðnaði. Þessu-næst ræddi dr. Jóhann- es Nordal um vandamál þeirra þjóða, sem skammt eru á veg komnar í iðnaði. Hann sagði: „Þegar í upphafi umræðnanna um fríverzlunarmálið bentu nokkrar þjóðir, þ. e. a. s. Irar, Grikkir, Tyrkir og íslendingar á það, að vegna erfiðrar samkeppn- isaðstöðu ýmissa orsaka vegna væri ólíklegt, að þau gætu frá upphafi orðið þátttakendur í frí- verzl unarsamningnum á sama hátt og aðrir. Vandamál þessara ríkja hafa verið til athugunar hjá sérstakri nefnd, en niðurstaða þeirra athugana hefur orðið sú, að tvennt virðist nauðsynlegt til þess að gera þessum ríkjum kleift að gerast aðilar að fríverzlunar- samningunum." f fyrsta lagi þurfi þau að fá undanþágur frá ýmsum skuldbindingum samningsins um eitthvert tiltekið árabil, t. d. frestun á lækkun ákveð- inna verndartolla og undan- þágur frá afnámi vissra inn- flutningshafta o. s. frv. Þess- ar undanþágur myndu gefa þessum ríkjum betri tima til þess að aðlaga efnahagsstarf- semi sína hinum nýju aðstæð- um. I öðru Iagi hefur verið lagt til, að beinar ráðstafanir yrðu gerðar til að flýta fyrir efna- hagsþróun þessara landa með því t. d. að beina því fjár- magni til þeirra, sem nauð- synlegt væri í því skynL íslendingar hafa að sjálfsögðu stutt þessi sjónarmið, og á fundi ráðherranefndarinnar studdu ís- lendingar tillögu Grikkja um að sett yrði á fót sérstök stofnun, er hefði það hlutverk að örfa iðn þróun þessara ríkja, einkum með lánveitingum. Að sjálfsögðu var engin endanleg niðurstaða fund- in í þessu máli, en það sjónar- mið átti tvímælalaust miklu fylgi að fagna meðal þátttökuríkjanna, að eðlilegt sé, að þessi lönd hafi allverulega sérstöðu bæði að því er varðar undanþágur frá ýmsum ákvæðum samningsins og fjár- magnsþörf. Og var ákveðið að halda áfram nánari rannsókn á þessum grundvelli." Rækileg yfirvegun nauðsynleg. Að lokum sagði dr. Jóhannes: „Af því, sem nú hefur verið sagt, ætti að vera ljóst, að enn er langt í land, áður en fyrir liggur upp- kast að fríverzlunarsamningi, sem íslendingar geta tekið endanlega afstöðu til. En engu að síður er sá tími, sem nú fer í hönd, mikil- vægur. Það er ekki aðeins nauð- synlegt að sjá um, að full grein sé gerð fyrir hagsmunum íslands við samningaborðið, heldur verða menn hér heima fyrir að taka hin nýju viðhorf til rækilegrar yfir- vegimar. Hverjir eru hagsmunir útflutn ingsins, ef til málamiðlunar þarf að koma varðandi friverzlun með fiskafurðir? Hvaða verndartollar og höft eru svo mikilvæg, að tslendingar þurfa að fá undanþágu frá af- námi þeirra? Hverjar eru þær iðngreinar, sem tslendingar ætla að leggja áherzlu á að byggja upp með hugsanlegum lánum frá þátt- tökurikjum fríverzlunarsvæðis- ins? Slíkum spurningum þurfa ts- lendingar að geta svarað áður en langt um líður. Fríverzlunin opnar nýja fram- tíðarsýn fyrir íslenzku þjóðina, en myndin er ennþá óskýr. Það er hlutverk okkar sjálfra að draga ýmsa helztu drættina." Bókasufnsmálið í Þjóðleikhúsinu há-lögfrœðilegt mál í Hæstarétti í HÆSTARÉTTI er genginn dóm ur í máli Lárusar Sigurbjörns- sonar og Þjóðleikhússins, en mál þetta reis út af bókagjöf til Þjóð- Ieikhússins, er Lárus gaf. Nokkru síðar var honum sagt upp starfi því er hann hafði með hönd um við safnið, og þá tók hann safnið með sér burt úr Þjóðleik- húsinu, en þangað hafði hann flutt það. Mál þetta er frá lögfræðilegu sjónarmiði séð hið merkasta, enda var það prófmál fyrir Hæsta rétti. Verjandi Þjóðleikhússins í því var Páll Ásg. Tryggvason er nýlega hefur öðlast rétt til mál flutnings fyrir Hæstarétti. Fyrir Lárus Sigurbjörnsson var Magnús Thorlacius hrl. Dómsforsendur Hæstaréttar í máli þessu eru alls um 8 fólíó sið ur. Dómendur voru ekki á einu máli um dómsúrslit og skiluðu tveir sératkvæði. Að þessu sinni verða forsend- ur dóms Hæstaréttar ekki raktar. Þau urðu úrslit málsins að Hæsti- réttur leit svo á að eins og gjafa- bréfinu væri háttað, væri ekki hægt að rjúfa sambandið milli bókagjafarinnar og þess að Lárus væri starfsmaður bókasafns Þjóð leikhússins. Aftur á móti var Lárusi gert að afhenda Þjóðleikh. þann hluta safnsins sem hann samkv. gjafabréfi hafði afhent og átti að hafa afhent og honum gert að gera yfir það skrár. Var Þjóð- leikhúsinu gert að endurráða Lárus 60 dögum eftir dómsbirt- ingu. Ef Lárus lætur birta Þjóð- leikhúsi dóminn og það hefst ekk ert til endurráðningar Lárusar innan 60 daga þá fellur bókasafn ið allt í eigu Lárusar og hann verður laus allra mála. Ó, herra Budda,sýndu miskunnsemi Cirarú' fékk skilorðsbundinn dóm TÓKlÓ, 20. nóv. — Bandaríski hermaðurinn, William Girard, sem er 22 ára að aldri og ákærð- ur var fyrir morð á japanskri konu, hefur nú verið dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fang- elsL Þykir það mildur dómur. — Eins og kunnugt er af fyrri frétt- um, vakti mál Girards mikia at- hygli á sínum tíma. Hann skaut konuna, á meðan hann stóð vörð á yfirráðasvæði bandarískra her- manna. Var konan, Naka Sakai, að safna brotajárni, þegar hún var drepin. Málið vakti ólgu í Japan og kröfðust Japanir þess, að dómstólar þar í landi fjölluðu um það. Þrátt fyrir mótmæli í Bandaríkjunum varð það ofan á. Nú hefur Girard hlotið sinn dóm. — Verjandi Girards hélt því m. a. fram, að bandarískur her- réttur skyldi fjalla um málið, en það var ekki tekið til greina. Girard er kvæntur japanskri konu, Haru Girard að nafni. Hún er 28 ára gömul. Skömmu áður Grænlandsflug íiefur strandað á fjárskorti , KAUPANNAHÖFN, 20. nóv. — Information segir í gær: — A morgun verður tekið fyrir í þinginu, hvort ekki sé ástæða til að hefja flugferðir í Grænlandi. Þessi spurning verður borin fram í spurningatíma þingsins af Augo Lynge, þingmanni frá Grænlandi. Information segir, að Kai Lindberg Grænlandsmálaráð- herra muni væntanlega svara eitthvað á þá leið, að það sé rétt, að einasta Grænlandsvélm hafi verið kölluð heim, þar sem ekki verði hægt að halda Narssarss- nakvellinum opnum yfir vetrar- mánuðina. Lengi hefur verið rætt um farþega- og vöruflutniugaflug í og til Grænlands, en málið hefur alltaf strandað á fjár- skorti. Áður en slíkt flug get- ur hafizt, verður að leggja tvo flugvelli, annað við Jakobshöfn, hinn við Godt- haab. Síldin of lífið sölf uð GJÖGRI, 20. nóv. — f gær tók Dettifoss saltsíldina hjá h.f. Djúpavík og voru teknar 520 tunnur af 1500. Rússneskur mað- ur kom sl. laugardag til að meta síldina. Fannst Rússanum síldin öll góð, að öðru leyti en því, að hún væri of lítið söltuð. Þess vegna voru ekki teknar fleiri tunnur. — Regína. en dómur var felldur í máli manns hennar, kraup hún á kné fyrir framan kertaljós og bað bæn sína: — Ó, herra Budda, sýndu miskunnsemi. Slys í semenfsverk- smiðjunni AKRANESI, 20. nóv. — í gær um miðjan dag, varð það slys í sementsverksmiðjunni, að brak úr vinnupalli sem féll niður slóst utan í tvo verkamenn sem voru við vinnu sína og meiddust þeir báðir, en hvorugur hættulega. Voru þetta Samúel Guðmunds- son, sem marðist á mjöðm og Sveinn Elíasson, en hann meidd- ist öllu meira, fékk vatn á milli liða í hné, marðist á baki og á öxl. Mennirnir voru báðir fluttir í sjúkrahúsið til athugunar. Meiðslin voru ekki talin hættu- leg og voru þeir báðir fluttir heim til sín að læknisaðgerð lokinni. — Oddur. Verðaaðleilahafnar sökum veikinda HAFNARFIRÐI — Togarinn Júní, sem verið hefur á veiðum í aðeins nokkra daga, varð að hætta þeim og koma hingað inn, sökum þess að 12 menn af skips- höfninni voru sjúkir af inflúenzu. Er ekki búizt við að hann komizt á veiðar aftur fyrr en eftir helgL — Annars má geta þess, að inflú- enzan er nú í rénun hér í Firð- inum. Er þetta fyrsti hafnfirzki tog- arinn, sem þannig verður ástatt um, en áður höfðu skipshafnir á togurum í Reykjavík veikst af in- fúenzu, þannig, að þeir urðu að leita hafnar. Mjög lítil fiskveiði er nú hjá togurunum, og tíð oft slæm. — Landað var úr Júlí hér í vikunni. Surprise er um það bil að selja í Þýzkalandi, en hinir togararnir eru á veiðum. —G.E. Var morðinginn mannæta? NEW YORK 20. nóv. — Banda- ríski bóndinn Ed Geic hefur verið handtekinn og ákærður um morð. Þegar lögreglan ræddi við hann út af morði 58 ára gamallar konu, Mrs. Bernice Worden, sagði hann upp úr þurru: Ég hef myrt í sjö ár. Síðan bætti hann við, að hann hefði alltaf kyrkt fórnardýr sín. Hann neitaði, að hann væri mann æta, en gat enga grein gert fyrir því, hvers vegna hjarta frá Word- en hafði verið sett í pott, eins og í ráði hefði verið að sjóða það. I skrifborði Geic fann lögregl- an blaðaúrkliþpur um a. m. k. tíu konumorð í Wisconsin undan- farin sjö ár og hefur ekkert þeirra verið upplýst ennþá. Gert er ráð fyrir, að bóndinn hafi kom- ið þar við sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.