Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUIVBL AÐIÐ Fimmtudagur 21. nóv. 1957 Tilkynning frá Inntlutningsskrifsfofunni Veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa er lokið á yfirstandandi ári, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi, enda gildistími leyfa bundinn við áramót. Umsóknum, sem berast fyrir n.k. áramót, verð- ur því ýmist synjað eða frestað til næsta árs. Reykjavík, 18. nóv. 1957. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN Halldóra Sigurðardóttir ROYAL ávaxtahlaup (Gelatin) inniheldur C bætiefni. I>að er ljúffengt og nærandi fyrir yngri sem eldri og mjög fallegt til skreytingar á tertum. Reynið R O Y A L ávaxtahlaup. Minningarorb HALLDÓRA Sigurðardóttir, amma mín, var fædd 10. sept. 1867 í Kollstaðagerði á Völlum. Faðir hennar var Sigurður Gutt- ormsson stúdents og alþings- manns á Arnheiðarstöðum Vig- fússonar, en kona Guttorms var Halldóra Jónsdóttir vefara á Kóreksstöðum, Þorsteinssonar prests á Krossi í Landeyjum. Móðir hennar var Guðrún Eiríks- dóttir á Skriðuklaustri Arasonar á Hafursá, systir Jónasar skóla- stjóra á Eiðum, en hálfsystir Benedikts Rafnssonar föður Þór- arins á Gilsárteigi. Amma ólst upp hjá foreldrum sínum bernskuárin. Frá þeim tíma kunni hún að segja frá Þjóðhátíðinni í Atlavík 1874, þeg- ar Páll Ólafsson stóð þar í brekk- unni og las kvæði sín: „En þeir, sem annars þekkja mannlegt hjarta, og þeir, sem elska Snæ- fellstindinn bjarta". Þá mundi hún einnig Dyngjufjallagosið 1875 á páskum. Faðir hennar var að lesa húslesturinn, er skyndi- lega dimmdi og ösku tók að rigna. Á vetrum, þegar hún sótti skóla til frænda síns Haildórs Gutt- ormssonar á Arnheiðarstöðum, var oftast skeiðriðið milli bæj- anna á ísum eftir Lagarfljóti Þegar hún var 11 ára gömul dó faðir hennar, og tveim árum seinna fluttist hún frá Austur landi. Fór hún þá til föðursystur sinnar, Bergljótar Guttormsdótt- ur, sem var seinni kona Jóns Jóakimssonar bónda á Þverá í Laxárdal í S.-Þingeyjarsýslu. Hún minntist þess oft, hve hrifin hún varð á ferð sinni þangað, ér erum sannfærðir um að Parker „51“ penni er •á bezti, sem framleiddur hefir verið, miðað við verð. 1 hann eru aðeins notuð beztu fáanleg efni... gull, ryðfrítt stál, beztu gæði og ennfremur frábært plastefni. Þessum efnum er svo breytt, af málmsérfræðingum, efnafræðing- um og verkfræðingum í frægasta penna heims . . . Parker „51“. Veljið Parker, sem vinargjöf til vildarvina. Til þess að ná sem beztum árangri við skriftir, notið Farker Quink á Parker 61 penna. Verð: Parker "51“ með gullhettu: kr. 580. — Sett: kr. 846. — — Parker ”51“ með lustraloy héttu: kr. 496.00. — Sett: kr. 680 Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavík Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Rvík 7-5124 þegar hún leit Laxárdalinn í fyrsta sinni, baðaðan í morgun- sólinni, en Laxá í ótal bugðum milli skógivaxinna hólma, og loft ið dunaði af fuglasöng. í brekk- unni á móti blasti við vingjarn- legur bærinn með ljósu burstun- um fimm og hvit kirkjan. Þetta var bærinn, sem átti eft'ir að vera heimili hennar um langt skeið. Þegar amma var 21 árs, fór hún til Kaupmannahafnar og dvaldist þar við saumanám og fleira vetrarlangt og fram á sum- ar. Heim kom hún- með segl- skipinu „Gránu“ og var nokkrar i vikur á leiðinni, því að skipið lenti í blíðskaparveðri og lá heila viku alveg kyrrt milli Færeyja og fslands. Árið 1891 giftist amma, Jóni, syni Jóns Jóakimssonar og fyrri konu hans Herdísar Ásmunds- dóttur. Á Þverá bjó amma til smjör og osta, sem þóttu svo góðir, að tengdafaðir hennar fékk verðlaunapening fyrir. Að hon- um látnum tóku ungu hjónin við búi á Þverá, en fluttu til Reykja- víkur 1898. Þar starfaði afi við skrifstofustörf í tæp 40 ár, en hann dó 1940. Eftir það bjó amma með syni sínum Jóni, sem reynd- ist henni frábærlega vel. önnur börn hennar eru: Auður, gift Sig- urði Sigurðssyni frá Kálfafelli, María, ekkja Þorvaldar Bjarna- sonar kaupmanns í Hafnarfirði, Sigríður, gift Jóhanni Skapta- syni bæjarfógeta á Húsavík og Þórný, dáin 1955, er gift var Hálfdáni Eiríkssyni kaupmanni í Reykjavík. Einnig ól hún upp eina dótturdóttur sína Dóru Þor- valdsdóttur. Alls eru afkomend- ur hennar nú komnir á fjórða tuginn. Amma las mikið og kunni feikn af kvæðum, sönglögum og sög- um. Mest las hún ævisögur, ferða bækur og alþýðlegar fræðibæk- ur. Hún hélt fullum sálarkröft- um alla sína löngu ævi og fylgd- ist til hins síðasta svo vel með öllu, sem gerðist bæði í stjórn- málum og öðru, hér heima og erlendis, að undrum sætti. Hjá syni sínum hafði hún góða aðstöðu til að taka á móti ætt- ingjum og vinum, en hún hafði mest yndi af að gleðja aðra. Hún var um áratugi sameiningartákn fjölskyldunnar, og átti virðing og aðdáun okkar allra. Við fundum, að bezt var til hennar að leita í blíðu og stríðu, því að hún átti lífsreynsluna, góðsemina, æðru- leysið og þekkinguna. Hún var vinur okkar og félagi, og fóru svo fáir af hennar fundi, að þeir væru ekki ríkari eftir. Hún var búin að búa okkur lengi undir brottför sína. Henni fannst spor sín hér í full 90 ár orðin nógu mörg. Við áttum ekki að hryggjast. Sjálf var hún eins og björkin, sem vindurinn treyst- ir um leið og hann þýtur. Hennar er gott að minnast. Sig. Haukur Sigurðsson. Góður ýsuafli í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 19. nóv. — Undanfarinn hálfan mánuð hefur verið róið dag hvern og hefur afli verið yfirleitt góður 3—6 tonn í róðri. Hér er um línuveiðar að ræða og hefur það verið tiltölulega stutt lína sem veitt hefur verið með. Aflinn er einkum ýsa, sem að mestu er búið um í litlar um- búðir, og skapar þetta mikla at- vinnu. Það eru 30 bátar sem héðan stunda nú róðra með línu. Hér hefur næg atvinna verið hér í haust og margoft skortur á vinnuafli, en einkum hefur þess gætt er skipakomur hafa verið tíðar. — Bj. Guðm. MO'SKVA 16. nóv. Tass-frétta- stofan skýrir svo frá, að bólu- efni gegn Asíu-inflúenzunni sé nú framleitt í Rússlandi Bókmenntakynnmg í kvöld kl. 9 e.h. gengst Almenna bókafélagið fyrir kynningu á verkum Guðmundar Friðjónsson- ar. Verður hún í hátíðasal háskólans. Dagskrá: Erindi: Dr. Þorkell Jóhannesson, háskólarektor Upplestur: Dr. Broddi Jóhannesson, Finnborg Örnólfsdóttir, Helgi Hjörvar, Karl Kristjánsson, alþingismaður, Þor- steinn Ö. Stephensen. Þorvaldur Steingrímsson, Jóhannes Eggertsson og Fritz Weisshappel leika þjóðlagasyrpu. — Aðgangur ókeypis — Almenna Bókafélagið Húsnœði til sölu 5 einbýlishús (raðhús) í byggingu við Langholtsveg. Húsin eru kjallari (með bílskúr o. fl.) og 2 hæðir. 3ja herbergja ibúðir á hæðum í húsi við Laugar- nesveg. Fyrsti veðréttur er laus. Á 2. veðrétti hvíla kr. 50.000.00. íbúðirnar eru tilbúnar undir tréverk. Nýtízku þvottavélar fylgja. 5 herbergja vönduð rishæð við Bugðulæk. Áhvíl- andi lán kr. 150.000.00 til 15 ára. Allt múrverk úti og inni búið. Einbýlishús við Suðurlandsbraut. Húsið er hæð og ris. Á hæðinni er tilbúin 3ja herbergja íbúð. I ris- inu má innrétta 2ja herbergja íbúð með sér inn- gangi eða innrétta þar 2 til 3 herbergi, sem gætu fylgt íbúðinni á neðri hæðinni. Fasteigna & Verðbréfasalan, (Lárus Jóhannesson, hrl.), Suðurgötu 4, símar: 13294 og 14314.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.