Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 19
Fimmtudagtxr 21. nóv. 1957 JIORCVNBLAÐIÐ 19 Af hverju þarf að þjálfa? Þriðja giein Benedikts Jahobs sonai um nanðsyn maik- vissiat þjdlknai Ég mun nú leitast við að skýra hvað það er sem skeður í veíj- um líkamans við markvissa þjálf im og nefna helztu breytingar sem verða þar. Verið getur að það geti orðið til frekari umhugs unar um það, hvaða gildi þjálf- un hefur og hverju er hægt að áorka með hennL Við vöðvaáreynslu verða vöðv- arnir venjulega sverari þ.e.a.s. þvermál þeirra hornrétt á vöðva þræðina eykst. Þetta er talið stafa af þvi, að hver einstakur vöðvaþráður gildnar við þjálf- un og auk þess myndast nýir vöðvaþræðir. Talið er að við þjálfun myndist nýjar taugastöðvar eða tauga- brautir til vöðvanna, þannig að þeir vöðvar einir starfi, er bezt eru til þess fallnir að fram- kvæma átakið eða hreyfinguna með réttum styrkleika og í réttri atriðaröð. Að sjálfsögðu verður æfingin betur gerð, þegar þessu marki er náð. Hún skeður þá „retflextoriskt“ þ.e.a.s. án um- hugsunar og þá um leið létt og leikandi og samfellt. Við þjálfun fjölgar að mun háræðum bæði í hjartavöðvanum og vöðvum útlima og bols. Þetta hefur mjög víðtæka þýðingu þar eð það auðveldar dreifingu súr- efnis til vöðvanna og eykur þann ig þol þeirra við erfiði. Við þjálfun breytist efnafræði- leg samsetning vöðvanna. Meira verður til staðar af orkugefandi efnum og rauðu blóðlitarefni. Blóðþrýstingur þjálfaðra og ó- þjálfaðra er svipaður, en hækkar fyrr hjá óþjálfuðum. öndunarfærin auka afköst sín til mikilla muna við þjálfun. f fullkominni hvíld andar meðal maður 5 lítrum á mínútu. Við rólegan gang 10 Iítrum og við erfiðar íþróttaæfingar 60 lítrum á mínútu eða meira. Frábærir af- reksmenn í þolíþróttum anda 110—115 lítrum á mínútu. Eru þá efnaskipti líkamans 22 sinnum örari en í hvíld. Fullkomlega hraustur maður en óþjálfaður þolir ekki að auka efnaskipti líkama sins meira en 14-falt. Við rétta þjálfim eykst hreyfanleiki brjóstgrindarinnar og starfshæfni öndunarvöðvanna. Þetta tvennt auðveldar kröftuga og djúpa önd- un. Hafa verður það í huga, að það er ekki aðeins stærð brjóst- holsins, heldur hreyfanleiki brjóstgrindarinnar, sem mestu veldur um starfsafköst öndunar- íæranna. Sem bein afleiðing af reglu- bundinni þjálfun verður öndun- in dýpri og hægari bæði í hvíld og við ákveðið erfiði. Það er auk þess staðreynd að þjálfaður maður vinnur betur súr efnið úr ákveðnu magni af lofti, en óþjálfaðUr maður, þ.e.a.s. hann nýtir súrefnið betur. Þetta er að sjálfsögðu þýðingarmikið atriði þegar um langvarandi erfiði er að ræða (t.d. langt hlaup, eða hraðan knattspyrnuleik). Við langa eg markvissa þjálf- un stækkar hjartað til muna. Hjartavöðvinn verður sterkari, veggir hjartahólfanna þykkari og hólfin sjálf stærri, en þau voru fyrir þjálfunina. Slík hjartastækkun er á engan hótt sjúkleg, en mjög þýðingar- mikil, því hjartað getur þá dælt meira blóði með hverju slagi til hinna ýmsu líffæra og hjartslátt- urinn verður hægari, bæði í hvíld og við erfiði. Hjá vel þjálfuðum manni á bezta skeiði, er eðlilegur púls í kringum 50 slög á mínútu í hvíld. Það er staðreynd að ákveðið erf- iði orsakar minni hækkirn hjart- sláttarins hjá þjálfuðum en ó- þjálfuðum og að hjartslátturinn nær fyrr sínum eðlilega hvíldar- hraða að loknu erfiði hjá hinum þjálfaða. Hjartað verður bezt þjálfað með stígandi markvissu álagi um lengri tima. Ef beitt er hlaupa- æfingum til að byggja um þrek hjartans, nægir ekki að skokka nokkra hringi með sama hraða. Nauðsynlegt er að hraðinn sé brevtilegur og álag æfinganna stígandi. Margir stuttir, snöggir sprettir eru nauðsynlegir, þeim sem þjálfað vilja hjartað. Varðandi breytingar á blóðinu sjálfu bera að undirstrika að magn rauða blóðlitarefnisins eykst við þjálfun. Þeir sem keppa í íþróttum ættu að láta lækni fylgjast með því hvort blóðmagn þeirra sé nægilegt þ. e. a. s. magn rauða blóðlitarefnisins (hemoglóbíns- ins). Það er einmitt þetta litar- efni sem flytur súrefnið frá lung- um til hinna ýmsu líffæra lík- amans. í líkama okkar samein- ast súrefnið næringarefnum fæð- unnar og þau brenna hægum bruna. Við bruna næringarefn- anna myndast meðal annars kol- tvisýringur er berst síðan með blóðinu til lungnanna og við önd- FYRSTU fréttir hafa nú borizt af handhnattleiksmönnum ÍR, sem fóru í keppnisför til Þýzkalands. Tóku þeir á föstudaginn þátt í hraðmóti í Strassborg í Frakk- landi. Fyrst léku þýzkt lið frá Frei- burg og ÍR og vann þýzka liðið með 10:4. Segja iR-ingar þennan fyrsta leik sinni hafa verið léleg- an. Gólf var hált og lýsing slæm. Næst mætti ÍR liði frá Oran í Alsír og vann ÍR með 7:5, en segjast hafa haft meiri yfirburði en mörkin gefa til kynna. Þá mætti ÍR úrvalsliði Strass- borgar og unnu ÍR-ingar þann leik með 10:4 og höfðu mikla yfir- burði. ÍR varð því nr. 2 í þessu hrað- Síldin djúpslæð AKUREYRI 20. nóv.: — Enn er lítil síldveiði á Akureyrarpolli. Fengu skipin sem voru á veiðum í dag frá örfáum tunnum og upp í 100—200 tunnur mest. Krossanesverksmiðjan hefur alls tekið á móti 5300 mál- um. Stöðug vinna hefur verið í verksmiðjunni frá því í sumar nema hvað ein vika féll úr í haust. Núna vinna í verksmiðj- unni 16—18 menn, en að und- anförnu meðan bræddur var karfi, unnu þar 12 menn. Stöðugt verða skipin vör við lóðningar á síld, en hún er enn of djúpstæð til þess að nokkuð veiðist að ráðL Binda menn enn vonir við að afiabrögð kunni að aukast nú næstu daga í vaxandi straum. um honum frá okkur. Því meir, sem við erfiðum, þeim mun meiri bruni og því meiri og örari verð- ur myndun koltvisýrings. En um leið og magn hans hækkar í blóð- inu, örvar hann miðstöð andar- dráttarins og við öndum dýpra og örar og um leið berst meira af súrefni til vefjanna. Sé magn rauða blóðlitarefnisins ekki nægi legt, getur blóðið ekki flutt nægi legt magn af súrefni til hinna starfandi vefja, og afleiðinguna skynjum við sem magnleysi og þreytu. Niðurlag næst. Þjóðveijoi unnu Svía 1:0 HAMBORG 20. nóv. —Landsleik í knattspyrn milli Svía og Þjóð- verja, sem fram fór í Hamborg í dag, laúk með sigri Þjóðverja 1:0. Markið skoraði Alfred Schmidt frá Dortmund eftir 20 mínútur. Þjóðverjar hófu strax hættu- legar sóknaraðgerðir og komst sænska markið oft í hættu og var hrein heppni að ekki urðu , mörg hjá Svíum í fyrri hálfleik. j Leikur Þjóðverja einkenndist af < stuttum en afar nákvæmum send ingum. í síðari hálfleik var leikurinn heldur jafnari en mjög sterk framvarðalína Þjóðverja stöðv- aði nær allar tilraunir Svía. — Gunnar Gren var hættulegasti maður Svía, en hans var sérlega vel gætt af framverðinum þýzka, sem elti hann um allan völlinn. —NTB. móti og fengu að verðlaunum bik ar, er Evrópuráðið hafði gefið. í bréfi segja ÍR-ingar að ekki hafi orðið af fyrirhugaðri keppni í Karlsruhe og ástæðan er sú, að lið frá Tékóslóvakiu (úrvals- lið Prag) og Austur-Þjóðverjar fengu ekki vegabréfsáritun. Júgóslavnesku meistaramir fengu vegabréfsáritun og verða að öllum líkindum með í móti í Hassloch — segir í bréfinu. — Keppnin í Hassloch var ráðgerð sl. mánudag, en bréf ÍR-inganna er skrifað áður, og ekki hafa bor- izt fregnir af mótinu. Samkðuai K. f. u. k. — Ud. Fundur í kvöld kl. 8,30. — Efni: „Hver á sér fegra föðurland“, Narfi Hjörleifsson talar. — Gítar- æfing kl. 7,30. — Sveitarstjpramir. K. F. U. M___Ad. Fundur í kvöld kl. 8,30. — Séra Garðar Svavarsson talar. — Allir karlmenn velkomnir. Hjálpræðislierinn Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. — Allir velkomnir. Z I O N Akn. samkoma í kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir. — Hcimatrúboð leikmanna. Reykjavíkurdeild A. A. s Samkoman er £ kvöld kl. 8,30. Eggert Laxdal talar. — Stefán Runólfsson, Litla-Holti. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8,30. Allir velkomnir! Fimmfugur Árni Sig urðsson verzlm. á Akureyri í dag er 50 ára Árni Sigurðsson verzlunarmaður á AkureyrL — Árni er bæjarbúum þar vel kunn- ur, enda hefur hann staðið fram- arlega í félagsmálum um fjölda ára. Árni fluttist til Akureyrar barn að aldri með foreldrum sín- um, Guðrúnu Jónasd. og Sig- urði Guðmundssyni frá Yztu-Vík. Hann hefur dvalizt þar alla tíð síðan. Ungur byrjaði hann verzlunar- störf og rak um skeið eigin verzl- un, en hefur jafnan tmnið að verzlunarmálum fram á þennan dag. Ámi Sigurðsson var einn af aðalhvatamönnum að stofn- un Varðar, félags ungra Sjálf- stæðismanna á Akureyri fyrir um 30 árum. Var hann formaður Varðar fyrstu tvö árin og aftur síðar og var ennfremur oft í stjóm félagsins. Á aldarfjórð- ungsafmæli félagsins var hann gerður að heiðursfélaga þess. Alla tíð hefur Árni verið skeleggur baráttumaður Sjálf- stæðisstefnunnar og unnið fyrir | Sjálfstæðisflokkinn mörg og mikilvæg störf. Árni var lengi formaður Knatt spyrnufélags Akureyrar og hefur unnið mikið fyrir íþróttahreyfing una í bænum, þótt ekki hafi hann talið sjálfan sig afreksmann á sviði íþróttaiðkana. Enn £ dag er hann £ trúnaðarstörfum fyrir iþróttahreyfinguna. Fjöldi manns mun hugsa til Árna Sigurðssonaráþessu merkis afmæli hans og senda honum hlýj ar kveðjur og þakkir fyrir vel unnin störf. —Kunningi. Hurðarnafnspjöld Bréfalokur Skiltagerðin, Skólavörðustlg 8. RACNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Laugaveg; 8. — S£mi 17762. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla. Málflutningsskrifstofa Einar B. GuSmundsson Guðlangur Þorláksson Guðmundur Pétursaon ASalstræti 6, III. hæð. Simar 1200? — 13202 — 13602. BEZT AÐ AVGLÝSA í MORGVmLAÐVSV ÍR voið í 2. sæli á fyista móti sínn í Þýzhalondsföiinni Hjartkær eiginmaður minn og faðir AXEL WALDEMAR CHRISTENSEN vélsm., lézt í Landsspitalanum aðfaranótt 19. nóvember. Steinþóra og Ingeborg Christensen. Systir okkar KATRÍN JÓNSDÓTTIR frá Bolholti andaðist í Landsspítalanum mánud. 18. nóv. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna Bjarni Jónsson. JÓN ÞORLÁKSSON Barónsstig 30, er lézt í Landakotsspítala 11. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. þ.m. kl. 3 s.d. Fyrir mína hönd og barnanna. Aðalheiður Ásmundsdóttir. Konan mín og móðir okkar OLGA GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR andaðist i Landsspítalanum 16. þ.m. Jarðarförin fer fram föstudaginn 22., þ.m. kl. 2,30 e.h. frá Hallgrímskirkju. Magnús Guðmundsson, Ómar Gústafsson, Erna og Guðrún Gústafsdætur, Kolbrún og Margrét Magnúsdætur Faðir okkar KRISTINN JÓNSSON vagnsismiður, verður jarðsettur frá Fríkirkjunni föstu- daginn 22. nóvember kl. 1.30. Fyrir hönd okkar systkinanna. Ragnar H. B. Kristinsson Útför ÁGÚSTS GUÐJÓNSSONAR sjómanns, Vífilsgötu 20, sem lézt 12. nóv. sl. verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. nóvember og hefst kl. 13.30. Athöfninni verður útvarpað. Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á minningarspjöld Slysavarn* félags íslands. F.h. vandamanna, Sigríðnr Finnbogadóttir, Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÖRUNDÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR Þorsteinn Þorsteinsson. Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför MAGNÚSAR GÍSLASONAR Brekku. Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.