Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 18
18 MOnCVlSBl 4Ð1Ð Fimmtudagur 21. nðv. 1957 — Nato-samskot Framh. af bls. 1 hagstæðum lánum í Sovétríkjun- um, og er raunar óskiljanlegt hvers vegna þeir möguleikar hafa ekki verið hagnýttir enn. Einnig munu vera möguleikar á smærri lánum í Vestur-Þýzka- landi og Bandaríkjunum". Gremja kommúnista yfir því að hin „hagstæðu lán í Sovét- ríkjunum“ hafa ekki verið hag- nýtt er auðsæ. En skýringin ligg- ur líklega í „möguleikum á smærri lánum 1 Vestur-Þýzka- landi og Bandaríkjunum“. En er ekki sjálfur „Þjóð- viljinn“ einnig að staðfesta með þessum upplýsingum frá- sögn Mbl. um samskotin meðal Natoþjóða? Allir vita að Vestur-Þýzkaland og Bandaríkin eru tvö af forystu- ríkjum Atlantshafsbandalags- ins. Mun það vera rétt hjá kommúnistablaðinu að þessi tvö ríki hafi tekið einna bezt í beiðni íslenzku stjórnarinnar um almenn fjárframlög frá Natoríkjunum í lánsfé handa henni. Þannig hefur kommúnista- blaðið orðið til þess að stað- festa upplýsingar Morgun- blaðsins um hin sérkenniiegu aðferð vinstri stjórnarinnar við lánsfjáröfiun. Frestur tii 1960 í annarri grein í „Þjóðviljan- um“ í gær eru svo upplýsingar, sem sýna enn greinilegar sam- hengið milli lánaumleitana vinstri stjórnarinnar hjá þjóðum Atlantshafsbandalagsins og af- stöðu þeirra til dvalar varnar- liðsins hér á landi. Kemst komm- únistablaðið þar að orði á þessa leið: „En þeir háu herrar, sem reyna að stinga þjóðinni svefn- þorn með jafnháskalegum lygum og þeim, að þjóðinni sé einhver vörn í herstöðvunum hér, ef styrjöld skellur á, skulu vita það og muna, að vinstri stjórn stendur og fellur eftir því, hvort ísland verður hersetið eða ekki að yfirstandandi kjörtímabili loknu“. Hvað þýða þessi ummæli kommúnistablaðsins? Þau þýða það, að kommún- istar hafa ákveðið að lofa því að amast ekki við dvöl varn- arliðsins næstu þrjú ár, eða fram til ársins 1960, þegar al- þingiskosningar eiga að fara fram. <Jt á þetta loforð hyggst svo ríkisstjórnin fá bjargráða- lán, sem aflað sé með sam- skotum meðal þátttökuríkja Atlantshafsbandalagsins! Alþýðublaðið og „andúð heiðarlegra íslendinga“ Alþýðublaðið treystir sér ekki til þess að neita þvi, að ríkis- stjórnin hafi óskað samskota meðal Natoþjóða í lán handa henni. Engu að síður fullyrðir það, að frásögn Morgunblaðsins hljóti „að vekja andúð heiðar- legra íslendinga". Annað hefur málgagn utan- rikisráðherrans ekki til málanna að leggja. „Eðlilegar umleitanir um lánsfé“ Afstaða stjórnarblaðanna til upplýsinga Mbl. um þetta mál er þá þessi: Tíminn og Alþýðublaðið treysta sér ekki til þess að neita því, að Morgunblaðið hafi sagt sannleikann einan að um „eðlilegar umleitanir um lánsfé“ sé aðeins að ræða. „Þjóðviljinn“ segir að vísu að „málið hafi ekki borið á góma innan ríkisstjórnarinn- ar, aukinheldur meir“, en skýrir þó í sömu grein frá því að „möguleikar séu á smærri lánum“ í tveimur Natoríkjum. Lengra vill kommúnistablað- ið ekki ganga að sinni í að viðurkenna samskotin. Niðurlægjandi lánaleit Morgunblaðið hefur rækt skyldu sína við þjóðina með því að skýra frá hinum niðurlægj andi lántökuaðferðum vinstri stjórnarinnar. Vitanlega er eðlilegt 'að ís- lenzka þjóðin þurfi á erlendu fjármagni að halda til ýmis kon- ar nytsamlegra framkvæmda í landi sínu. Hitt getur engum heil vita manni dulizt, að í því felst mikil og djúp niðurlæging þegar stjórn þeirra flokka, sem gerðu brottrekstur Natovarnarliðsins af íslandi að einu aðalstefnuskrár- atriði sínu, kemur bljúg til þess- ara sömu samtaka og óskar þess að þau efni til samskota í lánsfé handa sér. Sú ríkisstjórn, sem þannig hagar sér á enga sómatilfinn- ingu, hvorki fyrir hönd sjálfr- ar sín eða þeirrar þjóðar, sem hún kemur fram fyrir. Svikin og tvöfeldnin kórónuð Yfir þessa staðreynd getur blaður stjórnarblaðanna um að stjórnarandstaðan „reyni að spilla áliti og lánstrausti lands- ins“ ekki breitt. Staðreyndirnar blasa við alþjóð: Mennirnir, sem hafa lofað þjóðinni að reka Nato- varnarliðið burtu frá Islandi, semja fyrst um áframhaldandi dvöl þess og láta borga sér fyrir það í dollurum. Síðan kóróna þeir svik sín og tvöfeldni með því að leita til Atlantshafsbanda- lagsins og biðja um almenn sam- skot handa sér meðal þjóða þess. Slík vinnubrögð eru ekki í sam- ræmi við hagsmuni íslenzku þjóðarinnar, enda þótt hana vanti lánsfé til ýmissa nauðsyn- legra framkvæmda í landi sínu. Lbbýningarsalur í Kefiavík Keflavík 18. nóv. SÍÐASTLIÐINN laugardag opn- aði Kristinn Pétursson bóksali listsýningarsal í húsi sínu við Hafnargötu 4 hér í bæ. Er salur- inn á 1. hæð hússins næst bóka- búðinni og er innangengtúrhenni í salinn. Stór gluggí er á salnum er veit út að Hverfisgötu og getur því fólk skoðað sýningar frá göt- unni og eins gengið í salinn en aðgangur að honum er ókeypis. Mun hér vera um að ræða fyrstu bókabúð landsins, sem opnar sér- stakan listsýningarsal. Fyrsti listamaðurinn sem þarna sýnir er tónskáldið og listamaðurinn Sig- fús Halldórsson. Sýnir hann þarna 16 vatnslitamyndir, sem allar eru frá Keflavík. Eru mynd ir hans afar vel gerðar enda hafa þegar selzt 8 myndir. Sigfús var hér syðra í sumar um nokkurt skeið og málaði þá myndirnar. í tilefni opnunar salarins bauð Kristinn Pétursson til sín bæjar- stjórn, fréttamönnum og nokkr- um áhugamönnum um myndlist. í ræðu er hann flutti við þetta tækifæri, gat hann þess að hug- myndin um sýningarsal er tengd- ur væri bókabúðinni væri ekki ný, heldur væri um að ræða gaml an draum er nú loks væri orðinn að veruleika. Kvað hann mynd- list hafa verið samofna bókinni allt frá söguöld til okkar daga. Rakti hann nokkuð sögu mynd- listarinnar hér á landi. Þá gat hann þess að tilgangurinn með þessum sýningarsal væri að fá hingað suður sýnishorn af öllu er gerðist á sviði myndlistar í land- inu. Þakkaði hann Sigfúsi Hall- dórssyni, er fyrstur varð til þess að opna hér sýningu, með mynd- um er kæmu til með að hafa sögu legt gildi fyrir Keflavík. Þá ávarp aði listamaðurinn gestina og flutti kveðju ménntamálaráðherra, er hann kvað ekki hafa getað verið viðstaddan vegna anna. Þakkaði hann þeim er lagt höfðu sér lið er hann vann hér að myndunum. Að lokum flutti bæjarstjórinn, Val- týr Guðjónsson ræðu og þakkaði Kristni Péturssyni það er hann legði til eflingar listarinnar með því að opna þennan fyrsta sýning arsal í bænum. Einnig þakkaði hann listamanninum. Þessi sýn- ing á myndum Sigfúsar mun standa í 10 daga. — Ingvar. — Kennaraskólinn Frh. af bls. 3. skyldi vera í hinni nýju bygg- ingu. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Kennaraskólabyggingin Bjarni Benediktsson: Gylfi Þ. Gíslason taldi, að framkvæmdir í byggingarmálum Kénnaraskól- ans hefðu dregizt verulega á ár- unum 1950—1956. Ég vil benda á, að taka verður fullyrðingum hans hér á fundinum með varúð, eins og bezt sést á því, að hann hefur eftir upplýsingar Sigurðar Bjarna sonar um ráðuneytisbréfið frá 29. október sl. orðið að gefa efnis- lega allt aðra mynd af fram- kvæmdum á þessu ári en hann gerði í sinni fyrstu ræðu. Sannleikurinn er sá, að gögn sýna, að hjá menntamálaráðu- neytinu hlaut málið eðlilega með ferð á árunum 1950—1956 og var alls ekki dregið á langinn, held- ur var fyrir því flýtt eftir föng- um. Það var fyrir sérstakan at- beina ráðherra að fjárfestingar- leyfi var veitt sumarið 1956. Á það má líka minna, að Eysteinn Jónsson, hefur lýst því yfir, að hann hafi ekki lent í annarri raun harðari en að eiga við ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem heimt- uðu fé í hvers konar framkvæmd- ir. Fé til Kenaraskólans var eitt af þvi, sem við ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins vildum fá, og þegar svo mikið fé var fengið, að tímabært var að hefjast handa var það gert. Menntamálaráðherra hefur ekkert gert Gylfi Þ. Gíslason hefur verið hér með ýmis undanbrögð. Hann hefur reynt að velta sök á því, að ekkert var gert í sumar, yfir á fjárfestingaryfirvöldin, þó að aðalatriðið virðist það, að teikn- ingar voru ekki tilbúnar. Þessi undanbrögð benda til þess, að hér sé óhreint mjöl í pokanum. Áður en Gylfi Þ. Gíslason varð menntamálaráðherra, var búið að afla nokkurs fjár til byggingarinnar, búið að fá lóð, teikningar og fjárfesting- arleyfi og mæla fyrir um, að byggingin skyldi hafin. Eftir 16 mánaða stjórn hefur ráð- „Ófært yffr Mývalns- öræfi" GRÍMSSTÖÐUM við Mývatn 12. nóv. 1957. — 1 Morgunblaðinu 6. þ. m. er fréttakafli frá mér sem tekinn var í símtali. I hluta af samtalinu, sem hefur fyrir- sögnina „Ófært yfir Mývatns- öræfi“, er villa (sennilega vegna misheyrnar í síma) sem ég óska að verði leiðrétt. í fréttinni seg- ir, ... fjöldi fjár Mývetninga gengur ennþá í Meðallöndum milli Nýjahrauns og Jökulsár á Fjöllum. Þarf að líta eftir fénu, sem venjulega gengur þarna fram undir jól og koma því til byggða. Verður það ekki gert nema á bílum, ....“. Villan er það sem eg undirstrika. Meðal- lönd á að vera meliönd (ber nafn af melgrasinu sem þar er aðal- gróður). Seinni villan er sérstak- lega meinleg þar sem talað er um bílana. Féð er aldrei flutt á bílum þegar það er tekið af fjöllunum. Mjög mikill hagur er þó að því að geta notað bíla þegar vitjað er um féð og þegar farið er til að sækja það. Vegar- lengdin austur að Nýjahrauni er um 30 km. og sparar það því leitarmönnunum venjulega einn dag ef þeir geta farið austur á bílum, auk þpss sem það sparar þeim það erfiði að bera allan sinn farangur (mat o. fl.) svo langa leið. Aldrei hefur það valdið veru- legum erfiðleikum að reka féð heim, þó snjór væri á veginum og hann ekki bílfær. Einkum hefur rekstrarleiðin batnað ár frá ári eftir því sem hinir upphlöðnu kaflar vegarins hafa lengzt. Jóhannes Sigfinnsson. herrann ekki gert annað fyrir Kennaraskólann en staðfesta með bréfi að framkvæmdum skuli haldið áfram. Jafnvel maður, sem er ráð- herranum jafnvelviljaður og Gísli Guðmundsson telur málum þannig komið, að ekkert sé við það að athuga að taka nú ákvörð- un um að hefja byggingu Kenn- araskólahúss einhvers staðar úti á landi. Hefur hann ekki aðrar skoðanir þar á en þær að skólinn skuli ekki vera á Suðurlandi og sízt í Reykjavík. í þessu kem- ur fram hugur þlngmannsins til höfuðstaðarins — en af því er önnur saga. Gylfi Þ. Gíslason: Það var frá upphafi ákveðið, að breytingar á teikningum með tilliti til þess að Húsmæðrakennaraskólinn yrði í hinu nýja húsi, skyldu ekki verða á þann veg, að það hefði áhrif á gang þeirra framkvæmda, sem næst verður unnið að. Þá vil ég endurtaka það, að Sjálfstæðis- menn höfðu ekki þokað málinu langt áleiðis á öllum þeim ár- um, sem þeir höfðu stjórn mennta málanna í sínum höndum. Hvers vegna var ekkert gert í sumar? Bjarni Benediktsson. Ráðherr- ann vill gera sinn hlut sem allra verstan. Ég vildi finna honum það til afsökunar, að það dróst að teikningum væri breytt í sum ar. En hann segir það engin á- hrif hafa haft. En hvers vegna var þá ekkert unnið? Honum ferst ekki að ráðast að þeim, sem gert hafa það, sem búið er að gera í málinu. Og svo minntist ráðherrann ekki einu orði á það, hvernig unnið hefði verið að fjár öflun til byggingarinnar í hans stjórnartíð. Gísli Guðmundsson: Ég ítreka, að málið er ekki lengra komið en svo, að vel er unnt að byrja framkvæmdir annars staðar. Lóð úthlutað 1952 Gunnar Thoroddsen: Mennta- málaráðherra sagði í fyrstu ræðu sinni, að dregizt hefði að úthluta lóð til Kennaraskólans allt til órsins 1956. Fyrst var sótt um lóð 1944 og henni þá úthlutað. Ný umsókn barzt 1951 og næsta vor, í marz 1952, var skólanum gef- inn kostur á 2 lóðum. f apríl það ár valdi menntamálaráðherra aðra þeirra, og fór úthlutun þá fram. Ráðherrann hefur hins veg ar ranglega talið það úthlutun, er ákvörðun var tekin 1956 um nið- urröðun húsa á þessari lóð, en þar eiga að vera nokkrar bygg- ingar. Stjórn Innflutningsskrifstof- unnar ekki sammála Pétur Pétursson: Ég vil gefa nokkrar upplýsingar um afskipti innflutningsskrifstofunnar af þessu máli. Sumarið 1956 var veitt leyfi fyrri framkvæmdum fyrir 1.200.000 kr. Ekki var heim- ildin notuð nema að litlu leyti. Snemma • á þessu ári var sótt um leyfi til Innflutn- ingsskrifstofunnar. Kom þá mikill fjöldi beiðna, sem erf- itt var að taka ákvarðanir um og voru í athugun. nokkurn tíma. Leyfi voru svo veitt í vor og allt fram á haust. Stjórn Inn- flutningsskrifstofunnar gat ekki orðið sammála um leyfið til Kennaraskólans fyrr en 2. septem ber, og var veiting þess að þakka ötulli forgöngu "menntamálaráð- herrans. Húsmæðrakennaraskólinn Magnús Jónsson: Ég vil benda á, að Húsmæðrakennaraskólan- um hefur nú verið fengið húsnæði á efstu hæð Kennaraskólans, en það verður ekki tilbúið fyrr en eftir alllangan tíma. Ég vil því spyrja menntamálaráðherrann, hverjar áætlanir séu uppi um framtíð skólans. Á hann að starfa í vetur og hvað á að verða um hann, unz hann fær inni i Kenn- araskólanum? Gylfi Þ. Gíslason: Af upplýs- ingum Gunnars Thoroddsen má ,ráða að endanleg lóðarúthlutun til Kennaraskólans fór ekki fram fyrr en 1956. Um Húsmæðrakennaraskólann er það að segja, að hann starfar ekki í vetur, þar eð ekki reyndist unnt að fá húsnæði fyrir hann í haust, enda erfitt að fá slíkt hús- rými vegna gildandi laga um íbúðarhúsnæði. Magnús Jónsson: Þá er svo kom ið nú fyrir aðgerðir ríkisstjórn- arinnar, að hvergi er unnt að fá inni fyrir skóla, sem gert er ráð fyrir í lögum að skuli starfa. ★ Er hér var komið var umræð- um frestað, þar eð fundartími var úti. — Gvendarbrunnar Frh. af bls. 11 En hér verður að athuga að ekki er einhlítt að veita vatni til bæj- arins, það verður líka að athuga meðferðina á vatninu og vatns- dreifinguna í bænum. Kem ég síðar að vatnsdreifingunni um bæinn og þeirri rýrnun á vatns- magninu, sem af ýmsum ástæðum getur orðið í því sambandi. Það er rétt að minnast nú þegar á Gvendarbrunnanna og þá útvíkk- unarmöguleika, sem Vatnsveitan hefur. Það hefur verið athugað hvaða möguleikar væru á að fá aukið vatnsmagn til bæjarins með lagningu nýrra. vatnsæða. Reynsla sú, sem Vatnsveitan hef- ur haft af Gvendarbrunnum sl. 2 þurrkasumur, virðist benda í þá átt, að þegar dælustöðin, Sem fyrirhugað er að verði sett upp við Gvendarbrunnana og ég kem að síðar, verður komin í gang, þá mun öllu vatni, sem í Gvendar- brunna rennur þegar minnst vatn er í þeim, verða dælt til bæjarins þann tíma sem dælustöðin er í gangi. Vatnsveitan hefur því þeg- ar hafið athugun á, hvar væri hægt að ná í meira vatn fyrir bæinn í framtíðinni. Hefur hún leitað til jarðfræðings í þessum efnum og eru nú fyrir höndum byrjanir á fyrstu athugunum á þessu máli. Það er ekki hægt að segja ennþá, hvort það verður ofan á að taka t. d. Suðurá, sem rennur framhjá Gvendarbrunn- um og Hólsó, sem rennur þar ná- lægt og veita þeim í eitt sérstakt forðabúr og hreinsa þar vatnið, áður en það er notað í bænum eða hvort hepþilegra yrði að dæla vatni upp úr borholum í sjálfu hrauninu eða fá það sjálfrenn- andi upp úr hrauninu í gegnum borholurnar. Búast má við að niðurstaðan verði sú að óheppi- legra sé að hafa vatnið hreinsað og verði síðari kosturinn valinn. Þessar athuganir munu verða gerðar á vegum Vatnsveitunnar og standa vonir til að hægt verði að finna leið til að fá nægilegt vatn fyrir bæinn í framtíðinni, I einmitt á þeim stöðum, þar sem við tökum vatnið nú. Jarðlög á þessu svæði eru þannig að þar er helluhraun, sem vatnið virðist renna á, og þar hallar bæði til vesturs að Gvendarbrunnum og eins til norðurs að Suðuránni og Hólsónni. Er líklegt að vatnið úr Suðuránni komi af sama svæði og vatnið í Gvendarbrunnum og þar af leiðandi verði hægt að bora I uppi í Heiðmörkinni eftir vatni og ná þar ef til vill því vatns- magni, sem nú fer niður í Suð- j urá og Hólsá, eða þann hluta af I Hólsánni, sem kemur að sunnan- verðu frá. En fyrr en þessum rannsóknum er að fullu lokið er ekki hægt að segja neitt ákveðið um þetta efni. Það mun vafalaust koma ýms- um bæjarbúum, sem ekki þekkja til, á óvart, að Gvendarbrunn- I arnir góðu séu brátt að þrotum 1 komnir og verði að leita annarra ! bragða til að ná vatni, en bótin j er sú að samkvæmt því, sem vatnsveitustjórinn segir, mun líklegt vera að hægt sé að ná til vatns á hinu sama svæði. í síðara kafla viðtalsins við vatnsveitu- stjóra skýrir hann svo frá vatns- dreifingunni um bæinn og því sem gert hefur verið til úrbóta á vatnsskorti og ýmislegu öðru í því sambandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.