Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 20
Kraftmikil gufugos fást við jarð- borun í Hveragerði MJÖG kraftmikið gufugos hófst skyndilega í gær úr tveimur bor- holum í Hverager'ði. Er þatf von þorpsbúa, að úr þessum gosum megi fá orku til að stækka hitaveituna í Hveragerði. SÆFINNUR — á siglingu. (Ljóm. Björn Björnsson). Gamall báfur fórst í Horna- firði í fyrrinólt Höfn í Hornafirði, 20. nóv. HÉR við Hornafjarðarós fórst í gærkvöldi vélskipið Sæfinnur, sem var á leið hingað með vörur. Á skipinu var fimm manna áhöfn og einn farþegi og komust menn þessir allir heilu og höldnu í land. Sæfinnur brotnaði í spón í nótt í foráttu brimi á strandstað. Ástæðan til þessa óhapps var mik- ill straumur, er hið 42 ára gamla skip fékk ekki staðizt. Sæfinnur var að koma frá Reykjavík. Þaðan hafði skipið lagt af stað um hádegisbilið á laugardaginn var. Tafir höfðu orðið, því að vélbilun gerði vart við sig á leiðinni. Skipstjórinn á Sæfinni, Konráð Konráðsson, hafði beðið hafnsögu manninn hér að vera til taks við Hornafjarðarós um klukkan 5 í gær. Skipið var þar þó miklu síðar svo að. komið var útfall. Hafnsögumaðurinn fékk mótor bát með sig til móts við Sæfinn, en honum skyldi siglt í kjölfar báts þess er hafnsögumaðurinn var á. Slíkt er iðulega gert hér, þegar sjór er ekki ládauður. Þegar Sæfinnur sigldi upp ós- inn, var komið svo mikið útfall, að straumurinn þar var með allt að 7 mílna hraða. Sæfinnur hafði 8% mílu ganghraða gegn straumn um. Siglingin virtist því ganga all- sæmilega. Þegar komið var inn undir Austurfjörutanga, virðist Sæfinnur hafa borizt eitthvað til í straumnum, og strandaði hann á sandeyri. Svo þungur var straumurinn, að skipið smá- þokaðist niður ósinn, án þess þó að losna alveg. Þegar það var komið miðja vegu milli Þingnesskerja og Hleina við Hvanney, rak það upp í fjöruna, en þá er svo utarlega komið, að úthafsbáran skellur þar á sand- inn. Veður var ekki vont, en sjó- lag slæmt. Sjór brotnaði lítils- háttar á bátnum. Skipverjum var nú bjargað í land í björgunar- stól, en björgunarsveitin var kom inn á staðinn og var til taks. Gekk björgun mannanna greiðlega og komust allir ómeiddir í land. Klukkan 1 um nóttina, er veður tók að vaxa, án þess komið væri slæmt veður — brotnaði báturinn með svo skjótum hætti, að það var sem hendi væri veifað. Það hefur lítið rekið úr farmi bátsins í dag, en hann var með alls konar stykkjavöru, t.d. 100 sekki af einangrunarull í þak barnaskólans, mikið af hjólbörð- um, veiðarfærum, matvöru, fóður vörur og margt fleira. Voru þess- ar vörur á leið hingað. Er mikið tjón af þessu strandi. Skipið var byggt árið 1915 í Bretlandi og var eigandi þess Jón Franklin. Auk Konráðs Konráðssonar skipstjóra, voru á skipinu Stígur Guðjónsson, Eggert Sveinsson, Hreinn Hreinsson og Andrés Magnússon. Farþeginn var Sigur- páll Ófeigsson frá Stöðvarfirði. STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐ Heim- dallar heldur áfram í Valhöll í kvöld kl. 8,30. Þá mun Birgir Kjaran hagfræðingur flytja erindi um Sjálfstæðisstefnuna. Að því loknu mun fyrirspurnum verða svarað og kvikmynd sýnd. Birgir Kjaran hagfræðingtir Heímdellingar eru hvattir til að fjölmenna og mæta stundvíslega. ★ FUNDUR verður haldinn í full- trúaráði Heimdallar n.k. föstu- dagskvöld kl. 20,30 í Valhöll. Rætt verður um ýmis atriði varðandi vetrarstarfið. Kynning á verkum Guðmundar á Sandi Bókmenntakynning í hátíðasal háskól- ans í kvöld m -mw'- ‘v- Guðmundur Friðjónsson ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ gengst í kvöld fýrir kynningu á verkum Guðmundar Friðjónsson- ar í hátíðasal Háskólans. Hefst kynningin kl. 9 e. h. Dr. Þorkell Jóhannesson, há- skólarektor, flytur erindi um skáldið. Finnbjörg Örnólfsdóttir, Helgi Hjörvar og Karl Kristjáns- son lesa upp kvæði og Þorsteinn Ö. Stephensen smásögu. Þá les dr. Broddi Jóhannesson eina af ritgerðum Guðmundar. — Þor- valdur Steingrimsson, Jóhannes Eggertsson og Fritz Weisshappel, leika íslenzka tónlist. Guðmundur á Sandi er í hópi sérstæðustu og merkustu ís- lenzkra skálda þessarar aldar. — Heildarútgáfa á verkum hans kom út nýlega og á næstunni gef- ur Almenna bókafélagið út úrval úr smásögum hans. ABalfundur LÍÚ hefst í dag Viðræður fara að hefjast um starfsgrundvöll' útgerðarinnar. AÐALFUNDUR Landssambands íslenzkra útvegsmanna LÍÚ hefst í dag kl. 2 og verður haldinn í Oddfellowhúsinu. Sverrir Júlí- usson formaður sambandsins set- ur fundinn og mun þá ávarpa fulltrúa, sem hann sitja. Þá fara fram kosningar á fund arstjóra og í nefndir, en að öðru leyti verður dagskrá fundarins á þá leið, að flutt verður árs- skýrsla sambandsstjórnar og síð- an verða umræður um hana. Þá munu fulltrúar útvegsmannafé- laganna víðsvegar um landið flytja skýrslur um starfsemi fé- laga sinna. Sjóvarútvegsmálaráð- herra, Lúðvík Jósepsson, mun ávarpa fundinn á morgun (föstu- dag). Búizt er við að fundurinn standi 3—4 daga. Höfuðviðfangsefni fundarins mun verða að taka afstöðu til vandamála sjávarútvegsins, sem við blasa og marka stefnuna í viðræðum við ríkisstjórnina, sem bráðlega mumi verða upp tekn- ar, og fjalla um starfsgrundvöll sjávarútvegsins á næsta ári. Hitaveitan í Hveragerði þarf á auknu gufumagni að halda og var þess vegna hafizt handa í sumar að bora eftir meiri gufu á hverasvæðinu, sem er inni í þorp inu. Notaðir voru venjulegar bor- vélar frá Jarðborunum ríkisins, með 8 tommu vídd. Síðari hluta sumarsins var bor- uð hola niður í 130 metra dýpi en varð ekki árangur af því. Síð- ar var tekið til við aðra holu ekki allfjarri.. Þegsir hún hafði verið boruð niður í 54 metra dýpi í gær, skeði það allt í einu, að gufugos brauzt upp úr henni, en ekki nóg með það, heldur fór einnig að gjósa upp úr fyrri og dýpri holunni. Þessi gos standa mjög hátt í loft upp. Það virðist vera nær eingöngu gufa sem kemur upp og standa gosin stöðugt án þess að nokkur hlé komi á milli. Bílsljóra ógnað með „skamm- byssu", sem reyndisl loftbyssa Létu hann afhenda sér 1000 kr. og tóku bíl hans. NÚ sitja undir lás og slá í „Stein- inum“ tveir ungir menn, 17 ára og tvítugur, sem í fyrrakvöld ógnuðu leigubílstjóra hér í bæn- um með byssu. Tóku þeir ráðin af honum yfir bílnum og þving- uðu síðar til þess að láta sig hafa 1000 krónur í peningum. Forsaga máls þessa er sú, að leigubílstjórinn tók menn þessa upp í bíl sinn inn við Hlemm- torg. Þeir spurðu strax bílstjór—-hversu mikið sem hann reyndi. ann hvort hann ætti ekki vín, en því neitaði hann. Nokkru síðar eða þegar komið var á móts við flugbrautina, sem liggur fram í fjöru, suður í Skerjafirði, en veg- urinn liggur rétt við brautarend- ann, var numið staðar. Fóru báð- ir piltarnir út úr bílnum, en komu að vörmu spori aftur, og settist þá annar í framsætið hjá bílstjóranum. Og um leið dró hann upp litla byssu — skamm- byssu að því er bílstjóranum virtist — beindi henni að bíl- stjóranum og skipaði honum út úr bílnum. Bílstjórinn sá, að hér var ekki um neina undankomu að ræða, svo að hann sté út. Síðan gaf hann félaga sínum fyr- irskipun um að leita að áfengi í bílnum á meðan, hvað hinn gerði, en leitin varð árangurs- laus. — Byssumaðurinn skipaði síðan bílstjóranum að setjast í aftursæti bílsins, bað svo félaga sinn setjast við stýrið og aka bílnum. Litlu síðar var aftur numið staðar þar suður frá. — Byssumaðurinn skipaði nú bíl- stjóranum að afhenda sér 1000 kr., að öðrum kosti myndi hann hafa verra af. Bílstjórinn sá sér ekki annað vænna en gera það. Einnig heimtaði hann kvittun fyrir tveim flöskum af brenni- vini, sem hann og fékk. Var nú ekið inn í bæinn aftur og vildi byssumaðurinn nú fá að aka bílnum. Sagði hann félaga sínum að taka við byssunni og halda bílstjóranum í skefjum með henni. Hinn vígreifi unglingur réð ekki alls kostar við bilinn, því að á horni Ægissíðu og Nes- vegar drap hann á honum og kom bílnum ekki í gang aftur, Þeir fóru nú allir úr bílnum og reyndu að ýta honum í gang án árangurs. Bíllinn vildi ekki í gang fara. Þá stingur bílstjórinn upp á því að þeir fái annan bíl, sem ákveðið er að bílstjórinn skuli nó í. Hann hringdi auðvitað beint í lögregluna, sem kom að vörmu spori, en þá voru árásar- mennirnir horfnir. Bílstjórinn fór með rannsókn- arlögreglumönnum gegnum myndasafn tæknideildarinnar, og þar taldi hann sig þekkja byssumanninn, sem hefði haft frumkvæðið, og var þá'hafin leit. Var klukkan þá um 11. Klukkan 1 fundu rannsóknar- lögreglumenn svo árásarmennina tvo á dansleik í Þórskaffi. Tví- tugi pilturinn var með byssuna á sér, og kom við athugun í ljós, að hér var um að ræða loftbyssu, sem hægt er að skjóta af blý- högglum. Var eitt blý í byssunni, en hún líkist mjög skammbyssu. Árásarmennirnir játuðu þegar í stað verknaðinn og töldu sig hafa gert þetta til að hræða bilstjór- ann. Þeir voru búnir að eyða 800 kr. af peningunum, sem þeir tóku af bilstjóranum. — Báðir hafa þeir áður komizt í kast við lög- regluna, einkum þó sá eldri. Skákmótið í Wageningen: Donner - Friðrik jafntefli og röð efstu manna óbreytt 14. UMFERÐ á flkákmótinu í Wageningen var tefld í gær. Úr- slit skáka þá urðu þessi: Donner — Friðrik jafntefli. Szabo — Larsen jafntefli. Clarke vann Trojanescu. Orbaan — Linðblom biðskák. Uhlmann — Kolarov biðskák. Alster vann Niephaus. Diickstein — Trifunovic bið. Ivkov vann Hanninen. Teschner — Stáhlberg jafnt. Eftir þessa umferð (3 umferðir eftir) er röðin þannig: Szabo 12 vinninga. Friðrik 10% vinning. Larsen 10 vinninga. Donner og Stáhlberg 9% v. Trifunovic og Uhlmann 8% og biðskák hvor. Teschner 7% vinning. Ivkov 6% vinning. Trojanescu 6 vinninga. Diickstein og Kolarov 5% og biðskák hvor. Alster og Niephaus 5% v. Clarke 5 vininga. Hanninen 3% vinning. Lindblom 2% og biðskák. Orbaan 1% og biðskák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.