Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1957, Blaðsíða 8
8 MORGUWBT AÐIÐ Flmmtudagur 21. nóv. 1957 Höfundur leggur upp frá Noregi, stefnir til íslands, þaðan til Kanada og vestur að Kyrrahafi, suður eftir Bandaríkjunum, Mexikó og öðrum Mið-Ameríku-löndum, unz hann kemst til Galapagos-eyja, þar sem dýralífið er eins og á þeim tímum, er risaeðiur voru til. Síðan fer hann aftur til meginlandsins, þar sem hann ferðast milli hafa á ölium hugsanlegum farar- tækjum. Og loks vinnur hann fyrir fæð- inu heim. Þeíta er ósvikin ævintýrabók, prýdd fjölmörgum ljósmyndum og teikuingum. Hún svíkur engan, sem hana les. Islenzkir flugsljórar læra nú allir siglingafræði Samtal víð Þórarln Jónsson um nýjan þátt i menniun flunmanna FLUGFÉLÖGIN kosta sífellt meira kapps um að þekking flug- mannanna á öllu því er að flugi lýtur sé sem bezt og víðtækust. Það er í rauninni ekki nóg að I kunna að stjórna flugvélinni vegna þess að á svo ótal mörgu fleiru þarf flugmaðurinn að hafa staðgóða þekkingu, til þess tryggja enn betur allt öryggi í fluginu. Þannig hafa flugfélögin ' talið sjálfsagt og eðlilegt, að þeir \ væru að auki fullfærir siglinga- I fræðingar. Það voru Loftleiðir, sem hér á ' landi höfðu um það forgöngu að stofna hér í Reykjavík til nám- j skeiða fyrir flugmenn í siglinga- fræði. f dag stunda þar nám flug- menn frá flugfélögunum báðum, j einnig ungir menn sem langt eru komnir á flugmannsnámsbraut- inni. Er þetta mjög athyglisverð starfsemi, sem þannig hefur verið færð inn í landið, þvi ella hefðu flugfélögin orðið að senda flug- mennina utan til náms. Þórarinn Jónsson skeiðið í siglingafræði fyrir flug- menn var haldið hér á vegum Það var í fyrra sem fyrsta nám- Loftleiða. Siglingafræðin er flókið náms- efni og fyrir byrjendur er náms- tíminn til lokaprófs 1 ár. Flug- menn aftur á móti hafa við flug- nám sitt fengið góða undirstöðu menntun í ýmsum greinum sigl- ingafræðinnar, þannig að á nám- skeiðunum hér er námstíminn 4—5 mánuðir. Um daginn brá ég mér upp í KFUM-húsið, en þar stendur nú yfir námskeið fyrir flugmenn og flugstjóra. í miðri kennslustof- unni, en þar sátu á skólabekk um 20 ungir menn, stóð forstöðumað- ur þessa nýja skóla, en það er Þórarinn Jónsson siglingafræðing ur. Átti ég svo stutt samtal við Þórarin um þennan nýja lið í fræðslukerfi íslenzkra flugmála- Námskeið þetta sækja flug- menn flugfélaganna beggja, sagði Þórarinn, svo og þeir menn sem á flugskólum hér á landi hyggja til flugmannsstarfa hjá flugfélögum og hafa lokið flugfarþegaprófi og blindflugsprófi. Hingað hafa kom ið til náms flugstjórar sem eiga að baki sér allt upp í 5 ára flug- stjórastarf, annað hvort á inn- landsleiðum eða á stóru milli- landaflugvélunum. Það eru t.d. á þessu námskeiði sem nú stend- ur yfir allir aðstoðarflugmenn^ á Yicount-vélum Flugfélags ís- lands. Flugstjóri, sem er með loft- siglingafræðingspróf, er miklum mun betur-menntaður, og hæfari en sá sem ekki hefur lokið slíku prófi, því er þetta gert til þess að auka kunnáttu þeirra og gera þá um leið hæfari menn til þess að fara með yfirstjórn á flugvélinni, sagði Þórarinn. Fyrir flugmann tekur námið alls um 500 klukkustundir, eða 4—5 mánuði, eins og ég sagði áðan. Það er að því stefnt, sagði Þór- arinn, að allir flugmenn beggja flugfélaganna hér verði jafnframt siglingafræðingar. Þórarinn sagði mér frá því, að hann hefði annzt kennslu fjöl- margra siglingafræðinga í flug- flotanum. En þar sem ekki er hægt enn sem komið er að veita þeim viðurkenningu með fullum réttindum, hafa þeir orðið að fara utan. — Fóru t.d. í fyrra nokkrir flugmenn, sem voru á námskiði hjá Þórarni vestur til Banda- ríkjanna, gengu þar undir loka- próf og stóðst það hver einasti þeirra það með prýðis vitnisburði. Kvaðst Þórarinn hafa mikinn hug á að fá viðurkenningu flug- málastjórnarinnar fyrir þessi námskeið, þannig að hér heima væri hægt að láta flugmennina ganga undir lokapróf. Sennilegt er, sagði Þórarinn, að fá yrði sér- fræðing að utan til þess að fjalla um lokaprófin, en það yrði marg- fallt ódýrara, og hentugra,. en að þurfa að senda hópa manna utan í þessu skyni. Þórarainn er meðal flugmanna, talinn sérlega vel menntaður og fær siglingafræðingur. Hann er nú búinn að fljúga í 7 ár. Hann nam fræðigrein sína í Bretlandi, en þar eru mjög strangar kröfur gerðar til loftsiglinga. Auk hans kenna á námskeiðinu Jónas Jakobsson veðurfræðingur. Hann kennir að sjálfsögðu veður- fræði, en loftsiglingafræðingur- inn á að geta búið til flugspá á skammri stundu og þekkja ýmis veðurfræðileg atriði. Þá er Ólafur Jónsson loftskeytamaður, er kennir radíomiðanir og morse- sendingar. Siglingafræðingur þarf að geta sent og tekið á móti 40 stöfum á mínútu. Radíovitar senda með 30 stafa hraða á mín- útu. Þá kennir Björn Jónsson flug umferðarstjóri, en þeir eru bræð- Flugmenn á skólabekk ur Þórarinn og Björn, alþjóðlegar flugreglur og Jón Sólmundsson kennir að líkindum hornfalla- | reikning. j Forsaga þessa máls er að fyrir i nokkrum árum, er Loftleiðamenn | voru heldur fáliðaðir, datt ráða- mönnum félagsins í hug að sam- eina mætti um borð í flugvélun- um tvö óskyld störf, en það er starf siglingafræðings og loft- skeytamanns. Þetta var gert og er nú viðtekin regla í íslenzku flugvélunum. Hafa þessir menn starfsheitið NAVRO, tekið úr hinu enska heiti á þessum störf- um. Þannig var svo næst ákveðið með tilliti til hve þetta tókst vel, að flugstjórar skyldu líka ganga undir siglingafræðipróf. Enginn minnsti vafi er á því, að það þetta var mjög sterkur leikur hjá Loft- leiðamönnum. Sýnir þetta hve strangar kröfur hin íslenzku flug- félög gera til hæfni manna sinna. Nú eru á námskeiðinu 9 flug- menn frá Loftleiðum og 8 frá Flugfélagi íslands, auk nokkurra væntanlegra atvinnuflugmanna. Ég sagði að lokum við Þórar- in að námskeið þessi verðskuld- uðu sýnilega fyllstu athygli þeirra sem að flugmálum starfa, og ósk- aði honum til hamingju með þann árangur sem hann hefði þegar náð og kvaðst vona að honum tækist að fá flugmála- stjórnina hér til þegs að viður- kenna þennan siglingafræði skóla Loftleiða. — Sv. Þ. Þú ert ástin min ein ' ÞETTA er amerísk söngva- og gamanmynd í litum, sýnd í Gamla Bíói. — Fjallar myndin um frægan óperusöngvara, Ren- alto Rossano, sem kvaddur er til herþjónustu í bandaríska hern- um. Margt gerist þarna skemmti- legt og skringilegt og ástamál Rossanos valda honum nokkrum erfiðleikum, sem úr rætist þó að lokum. — En uppistaða myndar- innar er mikill og góður söngur, einkum aðalhetjunnar, Rossanos, enda er hann leikinn af hinum víðfræga söngvara Mario Lanza, sem amerískir kvikmyndafram leiðendur settu í bann hér á ár- unum, en hafa nú tekið í sátt, að því er fréttir herma. — Af öðr- um leikendum má nefna James Whitmore er leikur liðþjálfa af miklum ágætum, og söngkonurn- ar Jeff Donnell og Dorette Morr ow, sem báðar eru ástfangnar af Rossano. — Það er hægt að hlæja að ýmsum atriðum þessarar myndar, en hún er skemmd mjög af smekkleysum og væminni til- finningasemi og er það ekki nýtt fyrirbrigði i amerískum kvikmyndum af þessu tagi! — — Ego. Elskhugi Lady Chatterleys ÞESSI FRANSKA kvikmynd, er sýnd er nú í Trípólíbíói er gerð eftir hinni frægu skáldsögu með sama nafni eftir breska skáldið H. D. Lawrence. — Skáldsagan Bókauppboð á föstudag. Bækurnar verða til sýnis í Litlasal Sjálfstæð- ishússins frá kl. 2—7 í dag og kl. 10—4 á morgun. Uppboðið hefst klukkan 5. Sigurður Benediktsson. þótti á sínum tíma mjög djörf í ástalýsingum, vakti mikla hneykslun og var ein af þeim bókum, sem dyggðarkonur lásu í laumi, sér til uppbyggingar og ánægju. Síðan hafa margar sögur verið samdar um þetta efni með þeim hætti, að „Elskhugi Lady Chatterleys“ er hreint blávatn á borð við þær, og er um það nýj- asta dæmið hinn margræddi „Rauði rúbín“ sem allt hefur sett á annan endann á Norðurlöndum. — Kvikmyndin „Elskhugi Lady Chatterleys, er í mörgu frábrúgð in sögunni, enda gerist þar ekk- ert sem hneykslað getur, jafnvel hina teprulegustu góðborgara. Hins vegar er myndin að mörgu leyti lofsöngur til ástarinnar, hins eðlilega samlífs karls og konu, sem sigrar allt og fórnar öllu. Og myndin er gerð af því listfengi í meðferð slíkra mála, sem engum er lagið eins vel og Frökkum. Aðalleikendurnir fara snilldarlega með hlutverk sín, en þeir eru hin fagra franska leik kona Danielle Darrieux, er leik- ur Lady Chatterley, Leon Genn, er leikur eiginmann hennar og Erno Crisa, er leikur elskhug- ann. — Ego. „Snmvinnnnni lokið, ef... París, 19. nóvember. — Einkaskeyti frá Reuter. FAURE, að.stoðarulanríkisráðliorra Frakka, lét svo ummælt í kvöld, að ef Bandaríkjastjórn og brezka stjórnin faClist ekki að afstöðu Ftakka hvað vopnasendingunum til Tunis viðkemur muni náinni samvinnu Frakka og annarra Vest- urvelda þar með lokið. Bretar og Bandarík jamenn liefðu ekki tek- ið neitt tillit til afstöðu Frakka í Túnismálunum, þegar vopnasend- ingarnar voru ákveðnar — sagði hann, én hins vegar ^leymum við því ekki, að }>essi tvö ríki hafa jafnan stutt Frakka í umræðum um Alsírmálið á vettvangi S. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.