Morgunblaðið - 24.11.1957, Síða 3
Sunnudagur 24. nóv. 1957
WORCVISBI 4 ÐIÐ
3
Ú r verinu
Eftir Einar Sigurðsson
Togararnir
Þessa viku hefur tíð verið góð
fyrir vestan, þar sem skipin hafa
aðallega haldið sig, þótt hér
syðra hafi verið allhörð veður.
Afli hefur verið tregur, enda
þótt skipin hafi alltaf getað ver-
ið að veiðum. Þeir, sem hafa
verið með mestan afla, hafa ver-
ið með mikinn ufsa. Þorskur og
annar fiskur hefur verið mjög
tregur.
ísinn, sem kominn var á miðin,
hefur lónað frá aftur og háir
ekki veiðum í bili.
Fisksölur erlendio
Hallv. Fróðad. .. 175 tn. £ 7756
Sléttbakur .... 130 ------- 6911
Ing. Arnarson .. 155 — — 7396
Pétur Halld.s. .. 106 ----- 7088
Bj. Ólafsson 210 tn. DM 98000
Vöttur ....... 200 — — 99000
Surprise .... 173 — — 85000
Sólborg....... 133 — — 74000
Askur ........ 135 — — 69000
Markaður féll nokkuð fyrri
hluta vikunnar, en rétti svo við
aftur, einkum í Bretlandi. Brim-
nes og Svalbakur seldur í gær.
Fisklandanir innanlands:
Marz 221 tn. 13 dagar.
Reykjavík
Það gaf sæmilega á sjó í þess-
ari viku, en afli hefur verið rýr
hjá þeim bátum, sem eru með
þorskanet, 1—3 lestir í róðri, mest
ýsa.
Bátar, sem sturida róðra með
ýsulóð, aflá einnig lítið, IV2—3
lestir í róðri.
Handfærabátar hafa lítið get-
að verið að í vikunni.
4 reknetjabátar komu inn með
síld í fyrradag, Svanur 100 tunn-
ur, Sigurbjörg SU 52, Auður og
Hafþór 10—20 tunnur hvor.
Keflavík
Frátök voru fyrri helming vik-
unnar. Á fimmtudaginn voru flest
ir á sjó, og í fyrradag var al-
mennt róið. í gær var hins vegar
landlega. Liggur hann yfirleitt í
hafátt og stundum allhvass.
Afli hefur verið ágætur hjá
reknetjabátum þessa daga, sem
komizt varð út. Á fimmtudag
losuðu 19 bátar 1800 tunnur og í
fyrradag 30 bátar 2650 tunnur.
Mesti afli 201 tunna var hjá Geir,
næst var Von með 192 tunnur.
Vélbáturinn Heimir fékk 153
tunnur í helminginn af netjunum,
en missti hinn helminginn. Er
þetta mokafli og eins og hann
gerist mestur í reknet, eða 300
tunnur, ef náðst hefðu öll netin.
Síldin er nú komin á venjuleg-
ar haustslóðir, 25 mílur vestur
og suð-vestur af Garðskaga.
Er síldin falleg og fryst af
henni eins mikið og hægt er og
hitt saltað.
Akranes
Frátök voru framan af vik-
unni og aðeins tveir bátar á sjó
á fimmtudaginn. f fyrradag voru
allir á sjó, sem tilbúnir eru, 17
bátar alls. Var aflinn hjá þeim
ágætur, 1842 tunnur. Hæstu bát-
arnir með afla voru Svanur með
210 tunnur, Ver með 192 og Keil-
ir með 192 tunnur.
Ekki var róið í gær.
4 bátar eru enn ekki byrjaðir,
en eru nú samt búnir að fá skips-
hafnir og fara út næst, þegar
gefur.
V estmannaey jar
Tíð var rysjótt í vikunni og
almennir róðrardagar aðeins
tveir.
Afli var góður báða dagana hjá
línubátunum, 4—6 lestir (ósl.) í
róðri, og 1—2 lestir hjá trillun-
um.
Nú róa 13 bátar með línu, 8
með handfæri og 15 trillur, sam-
tals 36 fleytur.
Reknetjabátarnir eru nú orðnir
5, sem farnir eru í Faxaflóa.
Hafa sumir þeirra fengið góðar
lagnir.
Frá 1. september til 15. nóv-
ember í 2Vá mánuð hafa frysti-
húsin tekið á móti fiski, sem hér
segir, miðað við slægðan fisk
með haus:
Vinnslustöðin ....... 551 tn.
Hraðfr.st. Vestm. .. 450 —
ísfélag Vestm....... 356 —
Fiskiðjan ........... 340 —
Samtals: 1697 tn.
Aflamagn það, sem þessir fáu
bátar hafa skilað á land í haust,
samsvarar 12 togaraförmum eins
og þeir hafa verið á sama tíma.
Fyrstu tvær vikurnar í nóv.
tók Lifrarsamlag Ves+mannaeyja
á móti jafnmikilli lifur og allan
janúarmánuð í fyrra.
Atvinna hefur verið næg og
frekar borið á, að fólk vantaði til
ýmissa starfs
Bolungarvík
Aflabrögð hafa verið góð í
haust, algengast 5—7 lestir í
róðri og komizt upp í 8 lestir.
Fyrst var sótt suðaustur fyrir
Horn, en síðar aðallega frá Aðal-
víkinni að Horni. Þó hafa verið
farnir nokkrir róðrar á Vestur-
grunnið, en afli var þar heldur
rýrari.
Róið er með 35 bala um þetta
leyti árs.
Gæftir hafa verið góðar, en
vegna inflúenzu dró nokkuð úr
sjósókn í vikutíma.
í verstöðinni eru 3 stórir vél-
bátar, 60—100 lesta, og 3 litlir
þilfarsbátar. Einn stóru bátanna
er í þurrafúaviðgerð á ísafirði.
Frystihúsið er búið að frysta
við 40.000 kassa af fiskflökum á
árinu. Þá eru 2 aðrar fiskverkun-
arstöðvar fyrir saltfisk og skreið,
og ennfremur er mikil verkun á
harðfiski fyrir innanlands mark-
að. Þá er og fiskimjölsverksmiðja
og vélaverkstæði á staðnum.
Stór línuveiðari, Særún (áð-
ur Sigríður), var keyptur á árinu
af Einari Guðfinnssyni til flutn-
inga milli Reykjavíkur og Vest-
fjarða, og heldur hann uppi viku-
legum ferðum.
í sumar var byggð stór fisk-
og veiðarfærageymsla, ennfrem-
ur nokkur íbúðarhús.
Miklar framkvæmdir hafa ver-
ið við virkjun Fossár, sem er um
6 km frá kaupstaðnum. Er því af
verkinu, sem ljúka átti á þessu
ári, senn lokið, og verður raf-
straumnum væntanlega hleypt á
í næsta mánuði. Orka stöðvar-
innar er áætluð 450 kw.
Sjúklingurinn
Það hefur svo oft verið sagt,
að sjávarútv.egurinn láti þjóðinni
í té 90—95% af þeim gjaldeyri,
sem fæst fyrir útflutningsvörur
hennar, að hvert mannsbarn veit
þetta orðið.
En það er annað, sem almenn-
ingi gengur ver að tileinka sér
eða trúa og líka er alltaf verið að
segja, og það er, að sjávarútveg-
inum sé að blæða út. Og þeir,
sem ljá því að einhverju leyti
eyru ypta bara öxlum og segja:
Gefið sjúklingnum sprautu. Og
svo er hann rekinn áfram á ný.
Það er tvennt, sem er einkum
athyglisvert, þrátt fyrir stöðugt
aukinn flota, sem búinn er betri,
nákvæmari og fleiri tækjum og
veiðnari veiðarfærum, stendur
heildaraflamagnið í stað, meira
að segja fór heldur minnkandi í
ár (5%). Það gefur því auga
leið, að þeir, sem hafa atvinnu
sína af sjávarútvegi, bera stöð-
ugt minna úr býtum.
Hitt er það, hve marg'ir yfir-
gefa bátinn, hætta að leggja fyrir
sig sjómennsku svo að leita verð-
ur æ meira á náðir útlendinga
með að manna skipin. Nú eru 2
af hverjum 5, sem róa, Færey-
ingar. Á þessu ári fjölgaði fær-
eyskum sjómönnum á fiskiskipa-
flotanum um 400 manns, og eru
nú rúmlega 1400 færeyskir sjó-
menn hér, þegar flest er. Miðað
við 5 manna fjölskyldu er þetta
fyrirvinna 7000 manns.
Og þessi óheillavænlega þró-
un höfuðatvinnuvegar landsins,
minnkandi aflamagn þrátt fyrir
aukinn tilkostnað og flótti lands-
manna frá sjónum, heldur áfram.
En hvað getur þetta haldið
lengi áfram, án þess að það fari
að hitta allan almenning í land-
inu óþyrmilega, svo að ekki verði
um villzt, hvað er á seyði? Eða
er það kannske farið að gera það?
Er atvinnuleysið að halda inn-
reið sína, og fer kaupmátfur
launanna þverrandi?
En það er svo með venjuleg-
an sjúkling, að því lengur sem
það er dregið að gera þær aðgerð-
ir, sem óhjákvæmilegar eru, þeim
mun meira þverr máttur hans og
erfiðara verður að koma honum
til fullrar heilsu á ný.
Ef ætlunin er að gefast upp við
að mæta þessum aðsteðjandi erf-
iðleikum, minnkandi afla og
skorti á sjómönnum, fer svo, að
fiskveiðarnar smádragast saman,
tölurnar tala sínu máli í lokin
og almenningur finnur það á
pyngjunni. Bátarnir fara að
standa uppi einn og einn og öðr-
um er ekki haldið til veiða, nema
þegar aflavonin er mest, því að
höfuðstóllinn hefur gengið til
þurrðar, og það gengur illa að
fá lán í taprekstur.
Það er hörmulegt til þess að
vita, ef lífsafkoma þjóðarinnar,
sem talin hefur verið einhver sú
bezta í álfunni, þarf að fara nið-
ur úr öllu valdi, vegna þess að
þessi höfuðáflgjafi brestur.
Á árunum fyrir stríð fór afla-
magnið árlega minnkandi. Þá
dundu skuldaskil yfir útveginn
og landbúnaðinn. Þá var böl að
eiga bát, sem enginn gat losað
sig við, hversu feginn sem hann
vildi, ef hann var einu sinni orð-
inn flæktur í útgerð. Þá var at-
vinnuleysi. Þá átti sjómaðurinn
erfitt með að greiða 10 krónu út-
svar. Alheimskreppan, sem skall
á um 1930, stóð annars staðar
ekki nema í 2—3 ár. Hér stóð
hún í áratug. Það var ekki brugð
izt við vanda útvegsins — fyrst
verðfalli og síðan minnkandi afla-
magni — eins og þurfti. Því fór
sem fór. Og sagan og reynsla
fyrri ára ætti að vera þeim mönn-
um, sem nú halda um stjórn-
völinn á þjóðarfleyinu, lærdóms
rík.
Þetta hörmungartímabil má
ekki koma aftur og þarf ekki að
koma aftur. Það verður að sjá
um, að hver fleyta komist á sjó.
Að búið sé þannig að sjávarútveg
inum, að fjármagnið streymi þang
aif, en ekki í allt annað. Búa
þannig að fiskimönnunum, að
þeir, sem vinna erfiðasta starfið
í þessu þjóðfélagi að öllum öðr
um ólöstuðum, þurfi ekki að
bera minnst úr býtum.
Fiskveiðifloti Rússa
er nú talinn 60.000 skip, um
hundraðfalt á við íslendinga. Af
þessum flota er talið að togarar
séu 1785.
Þjóðverjar veiða síld fyrir Breta
25 stórir vestur-þýzkir vélbát-
ar hafa í ár veitt sild fyrir Breta
með útgerðarstöðu í Bretlandi.
Gaf þetta góða raun. Aðrir þýzk-
ir bátar, sem ætluðu einnig að
stunda þessa veiðar með trolli
eftir sænskri fyrirmynd, reynd-
ust hafa of afllitlar vélar og
urðu að hætta.
Er þetta athyglisvert í sam-
bandi við tilraunir þær, sem hér
hafa farið fram með flotvörpu
og borið lítinn árangur.
Fiskveiðarnar frá Grænlandi
hafa gengið að óskum í ár. í
fyrsta sinn hefur nú einstakling-
ur fengið leyfi til þess að flytja
út grænlenzka framleiðslu.
Vitna í íslendinga
f fréttum frá Noregi segir, að
ráðgert sé að búa Álasundstog-
arana einnig út með flot-troll til
Séra Þorsfeinn Jóhannesson fyrrv. prófastur
Skattpeningurinn
SKATTHEIMTUMAÐURINN
hefir sjaldnast þótt neinn au-
fúsugestur. Flestir kysu helzt að
fella slagbranda fyrir hurðir
þegar hann er á ferðinni og knýr
dyra, því að hann kemur jafnan
þeirra erinda, sem valda því að
menn kikna við og bogna í baki.
Slík mun hafa verið reynsla
borgaranna um allar aldir, síð-
an skattheimta hófst. — Á Krists
dögum, á blómaskeiði hinna
fornu Rómverja, var talið að
skattheimta þeirra færi ráns-
höndum um hersetnu löndin um-
hverfis Miðjarðarhafið, enda
nefndu þeir sjálfir lönd þessi
„Skattlönd".
Gyðingum, eins og öðrum und-
irokuðum þjóðum þóttu álögur
þeirra þungar og ofríki þeirra
hart. En auk þess minnti hinn
rómverski örn þá sífellt á hina
dapurlegu staðreynd, að þeir,
Guðs útvalda þjóð, lutu drottin-
valdi heiðins ríkis, sem mat að
engu arfsögn þeirra og lögmál
Guðs.
Þess vegna fannst þeim skatt-
greiðslan til Rómverja óhæfa og
smán, hún sveið eins og opin
kvika í brjóstum margra hug-
reifra frelsissinna. Hér var
brennandi þjóðmál, sem var svo
viðkvæmt, að naumast mátti á
því snerta. Það gat bálað upp,
eins og falið tundur, við lítinn
neista.
Þess vegna er það, að óvinum
Jesú hugkvæmist að nota ein-
mitt þetta mál til þess að koma
honum í vanda. Einkar sakleys-
islega koma þeir til hans og
spyrja hann: Hvað virðist þér,
leyfist að gjalda keisaranum
skatt eða ekki? Með þessu hugð-
ust þeir fá höggstað á honum,
á hvorn veg sem svar hans yrði,
því annað hvort mundi hann
bregðast frelsisvonum þjóðarinn
ar eða lýsa sig í andstöðu við
vald rómverska keisarans, sem
hvort tveggja var jafn hættulegt.
En á augabragði skynjar Jesú
hina duldu fellu, hinn lævísa til-
gang, og gefur þeim svar, sem
afvopnar þá *ð fullu, er hann
segir: Gjaldið keisaranum það
sem keisarans er og Guði það
sem Guðs er.
Svar Jesú er „Mene tekel“ rit-
að með logaletri oss til varnað-
ar. Hið tímanlega vald getur átt
sínar réttmætu kröfur, en hitt
skiptir öllu máli, að vér gleym-
um ekki Guði og þeirri þakkar-
skuld, sem vér eigum honum að
gjalda, fyrir handleiðslu hans og
veiða í Barentshafi. Er orsökin
talin sú, að íslendingar, sem þar
hafi verið að veiðum, hafi not-
að þar flot-troll með góðum ár-
angri. Segjast Norðmenn verða
að fylgjast með í þróuninni.
Mikil framleiðslugeta
Norðmenn búa sig nú af kappi
undir vetrarsíldveiðina. Ætla
þeir sér í vetur að starfrækja 51
síldarverksmiðju, sem geta sam-
anlagt framleitt yfir sólarhring-
inn 400.000 hektolítra af síld eða
álíka magn og öll bræðslusíld
íslendinga nam á sl. sumri.
Mesta fiskveiðiþjóð heimsins
eru Japanir, sem veiddu 1956
4800 þús. lestir af fiski. íslend-
ingar eru með tæplega 10% afla-
magn á móti þessu. Bandaríkin
eru nr. 2 með 2900 þús., Ráð-
stjórnarríkin nr. 3 með 2600 þús.
lestir, Kína nr. 4. með 2500 þús.
lestir og Noregur nr. 5 með 2100
þús. lestir.
Fyrsti gastúrhínutogari heimsins
verður þýzki skut-togarinn
„Sagitta", sem nýlega var hleypt
af stokkunum. Hann verður með
1800 ha. gastúrbínu. Togarinn á
að geta hraðfryst hluta af afl-
anum og unnið úr úrganginum.
vökula elsku. — En stöndum vér
ekki eftir sem áður í miklum
vanda? Hvaða greiðslu getum
vér innt af höndum? Hver hefir
þekkt huga drottins eða hver
hefir verið ráðgjafi hans? spyr
postulinn. Og skáldið segir:
„Þótt ætti ég víðan veraldar-
hring — mig vantar samt þann
skattpening, sem Guði þóknast
getur — og gildan skatt hann
metur“.
Já, frammi fyrir honum erum
vér aðeins fávísir öreigar, smá-
ir eins og öreindir í ómælis
geimnum. Vér getum að vísu lof-
sungið og þakkað hinar mörgu,
fullkomnu gjafir, sem berast ofan
að, frá fðður ljósanna, en senni-
lega ætlar hann oss einnig önn-
ur afrek á leikvangi lífsins. Enda
segir Drottinn Kristur: Ekki mun
hver sá er við mig segir herra,
herra, ganga inn í himnaríki,
heldur sá, sem gjörir vilja föð-
ur míns, sem er í himnunum. —
Hlýðnin við vilja Guðs, þjón-
usta vor við hann er lykillinn að
lífsins sölum, og lífgrös vorra
mannlegu meina. En mannkyninu
hefir ávallt frá fyrstu tíð gengið
þunglega að hlýðnast Guði og
beygja sig fyrir vilja hans, eins
og mannlífssagan vitnar skýr-
ast um. Jafnvel postulinn segir:
Það góða, sem ég vil geri ég
ekki. — Ef vér í sannleika vilj-
um þjóna Guði eigum vér aðeins
eina leið, leið fórnar og kærleiks
þjónustu í eftirbreytni Jesú.
Þjónusta vor. við lífið sjálft
þarf að streyma fram ósjálfrátt,
með barnslegum einfaldleik og
trúnaði, frá hlýjum hjartarótum,
eins og lifandi uppsprettulind,
sem vökvar og nærir. Þá kynni
svo að fara, að vér, án þess að
vita af rifum upp þyrna af leið-
um mannlífsins og veittum
stormahlé einhverjum þeim, sem
áveðra standa. — Já, gleymið
ekki gestrisninni, því að hennar
vegna hafa margir sér óafvitandi
hýst engla, stendur í Hebreabréf-
inu. —
Ég sé fyrir mér bóndann, sem
með árvekni og umhyggju hlynn
ir að búi sínu og vakir jafnvel
yfir hverju litlu lambi sem hjúkr-
unar þarf. — Ég sé húsfreyjuna,
sem gleymir svefntíma sínum og
hvíldarstundum í þrotlausri önn
og þjónustu fyrir börn sín, heim-
ilisfólk og þá sem að garði ber. —
Ég sé móðurina sem í ástúð
lýtur niður að lítilli vöggu til
þess að signa og blessa nýfætt
barn og fylgja því í bæninni
fram fyrir Guð. — Og vér sjá-
um fyrir oss mann, sem á sökkv-
andi skipi í beljandi brimgarði
man eftir því að opna lokað búr,
fyrir litlum fugli, svo að hann
fái frelsi og haldi lífi.
Já finnst oss ekki stundum, að
vér mitt í allri hringiðunni og
vegvillunum, séum vottar að
fagurri helgiþjónustu, — sannri
Guðsþjónustu — og að vér sjá-
um skattpening, eins og eyri
ekkjunnar, borinn fram. Og ef
drottinn af náð sinni metur slík-
an skattpening til jafns við eina
vinnustund í víngarði sínum, þá
væri sú skattgreiðsla mikilvæg.
Hún hefði eilíft gildi.
Nýir strætisvagn-
ar á næstunni
FORSTJÓRI SVR sagði frá því á
fundi með blaðam. í fyrradag,
að innan skamms myndi fyrirtæk
ið taka við tveim 80 farþega
strætisvögnum, Mercedes, og fer
nú fram athugun á því hvar helzt
sé knýjandi þörf fyrir að opna
nýja leið. Ekki vildi forstjórinn
gefa nánari uppl. um hvort nýja
leiðin myndi vera í Austur- eða
Vesturbænum.