Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 2
2 MORCVIVBLAÐIÐ Sunhr-^-Sur 22. des. 1957 Leynt er fyrir Sjálfstæðismönnum þeim upplýsingum sem þarf til að gera heildartillögur um lausn efnahagsmálanna Þingræða Ólafs Björnssonar EINS og sagt er frá annars staðar í blaðinu í dag flutti Ólafur Björnsson ræðu við 3. umr. um fjárlagafrv., þar sem hann fjallaði um aðstöðu Sjálfstæðismanna til að gera tillögur um lausn efnahags- vandamálanna í heild. Ræða Ólafs fer hér á eftir: Herra forseti! ÞA£) á að láta það svo heita, að Alþingi ljúki afgreiðslu fjárlaga nú fyrir þinghléið. í rauninni er slík afgreiðsla þó aðeins á papp- írnum, því að öll vandamál, sem Alþingi ber að leysa í sambandi við afgreiðslu fjárlaga eru enn óleyst og skotið á frest. Háttvirtum þingmönnum stjórnarflokkanna hefur orðið fátt um svör við gagnrýni Sjálfstæðismanna á þessari dæmalausu fjárlagaafgreiðslu er nú fer fram, og er það að vonum, Eina hálmstrá þeirra virðist vera það að segja sem Aukið viðskiptin. — Auglýsið í Morgunblaðinu Simi 2-24-80 BEZT AÐ AIIGLÝSA í MORGUNBLAÐINV Í. svo, að Sjálfstæðismönnum farist ekki að víta úrræða- leysi og eymd stjórnarliðsins í þessum málum, því að þeir geti ekki bent á nein úrræði sjálfir til lausnar efnahags- vandamálunum. Verður það meginefni máls míns hér að gera grein fyrir þeirri aðstöðu sem stjórnarand- stöðunni er búin til þess að gera heildartillögur um lausn efna- hagsvandamálanna, sem er slík, að þess verður ekki með neinni sanngirni krafizt. Vísitölustöðvun, ekki verðstöðvun En áður en rædd verður sú að- staða, sem við stjórnarandstæð- ingar höfum til þess að bera fram tillögur þessum málum til úrlausnar, verður fyrst að gera sér grein fyrir því, í hverju það vandamál er fólgið, sem leysa þarf. Það hefur mikið verið um það talað, að dýrtíðarmálin svoköll- uðu væru erfiðustu vandamál efnahagslífsins í okkar þjóðfé- lagi. Þetta má vissulega til sanns vegar færa, en þó er það ekki alltaf Ijóst, hvað átt er við með dýrtíð eða hvaða mælikvarða á að nota á hana. Káðstafanir þær, sem háttvirtir stjórnarflokkar hafa gert til framkvæmdar verðstöðv- unarstefnu sinni er þeir nefna svo, hafa einkum verið í því fólgnar, að hagræða vísitölunni þannig, að hún sýni ekki rétta mynd af þróun verðlagsins. Ef hlutirnir væru kallaðir sínu rétta nafni, væri réttara að tala um vísitölustöðvun en verðstöðvun. Meiru á að skipta en framleitt er En jafnvel þótt vísitalan væri ekki fölsuð á svo markvissan Ólafur Björnsson hátt, sem átt hefur sér stað í tíð núverandi hæstvirtrar ríkis- stjórnar, væri ekki hægt að ein- blína á hana sem óvefengjanleg- an mælikvarða á dýrtíðina. — Grundvallarorsök aukinnar dýr- tíðar er venjulega sú, að þjóðfé- lagsstéttirnar ætla sér að skipta milli sín meiri verðmætum en nema þjóðarframleiðslunni. Ef framleiðslunni er t.d. ætlað að bera meiri tilkostnað og álögur en samsvara þeim verðmætum sem hún skapar, þá verður af- leiðingin aukin dýrtíð, hvort sem hún kemur fram í hækkaðri vísi- tölu þegar í stað eða ekki. Sama máli gegnir ef bankarnir lána út meira fé en nemur því sparifé, innlendu og erlendu, er þeir hafa yfir að ráða. Þriðja orsökin til nýmyndunar dýrtíðar er greiðslu halli á fjárlögum. Þegar eitthvað af þessu þrennu á sér stað mynd- ast aukin dýrtíð eða fölsk kaup- geta, eins og hinn glöggi fjár- málamaður Jón Þorláksson nefndi það réttilega, því að það sem raunverulega skeður er að falskar ávísanir eru gefnar út á verðmæti framleiðslunnar — ávísanir, sem ekki er innstæða fyrir. Afleiðingar dýrtíðarinnar Það ætti að vera ljóst, að þjóð- félagið sem heild bætir ekki hag sinn með þessu, en á hinn bóg- inn hefur þetta ýmsar óheppi- legar afleiðingar. Þessar afleið- ingar koma í fyrsta lagi fram sem verðhækkanir en í öðru lagi í því að framleiðslan ber sig ekki og stöðvast nema til komi opinberir styrkir. Af þessu tvennu tel ég að ríkisframfærsla atvinnuveg- anna sé öllu skaðvænlegri en verðhækkanirnar, þótt þær séu auðvitað líka óæskilegar. Styrkja fyrirkomulagið lamar allt fram- tak og framfaraviðleitni í at- vinnurekstrinum, þegar það er komið í slíkan algleyming sem nú er hér á landi. Atvinnurekendur komast smám saman í sömu að- stöðu og fastlaunaðir embættis- menn, þannig að það hefur ekki lengur nein áhrif á afkomu þeirra, hvort fyrirtækin eru vel eða illa rekin. Á sumum sviðum, eins og t. d. á sviði verzlunar- innar, verður það jafnvel svo, þegar sett eru ákvæði um há- marksálagningu, að atvinnurek- andinn ber þeim mun meira ur býtum, sem hann gerir óhagstæð- ari innkaup. Að áliti okkar Sjálfstæðis- manna er það kjarni efnahags- vandamálsins að fá þessu kippt í lag. Framleiðslan þarf að geta borið sig án opinberra styrkja, þannig að áhætta sú er atvinnu- rekstrinum fylgir hvíli á herðum atvinnurekenda en ekki almenn- ings. En skilyrði þess, að at- vinnurekendur fáist til að bera slíka áhættu er það, að einhver von sé um hagnað ef vel gengur. Skattarnir mega ekki vera svo háir að þeir gleypi allt, sem fyr- irtækin kunna að bera úr býtum umfram rekstrarkostnað. Xillögur um úrbætur En hvaða leiðir eru þá færar til þess að koma efnahagsmálun- um þannig á kjöl, að stöðvuð sé aukning dýrtiðarinnar og atvinnu vegunum sé gert kleift að standa Náttföt, sokkar, hanzkar, ullarvettlingar, bindisnælur. ermahnappar, skyrtur, spartskyrtur, „Double-two“ terylene skyrtur, sem aldrei þarf að strauja. Vandaðar vörur — Fjölbreytt úrval Það er alltaf gott að fá bindi í jólagjöff. á eigin fótum án opinberra styrkja? í því efni duga ekki neinar kákráðstafanir, heldur verður að gerbreyta ýmsum grundvallarat- riðum efnahagskerfisins frá því sem nú er. Ákveðnar tillögur í því efni verða ekki gerðar, nema að undangenginni víðtækri rann- sókn á efnahagsmálum þjóðar- innar og upplýsingasöfnun, sem stjórnarandstaðan hefur enga aðstöðu til að fram- kvæma. Þessu til frekari sönn- unar, skal það nokkuð rakið í megindráttum hvaða upplýs- ingar það eru, sem safna þarf, áður en slíkar tillögur eru gerðar. Afkoma útvegsins Það þarf í fyrsta lagi að gera sér grein fyrir því, hvað miklar tekj ur útflutningsatvinnuvegirnir þurfa til þess að geta staðið á eigin fótum. En öllum upplýsing- um um afkomu útvegsins sem lagðar hafa verið til grundvallar ákvörðun þeirra uppbóta er hann fær, hefur hingað til verið haldið stranglega leyndum fyrir öðrum en ríkisstjórninni og þeim sér- fræðingum, er með henni hafa unnið að lausn þessara mála. — Þessi ástæða er ein næg til þess, að stjórnarandstaðan hefur enga aðstöðu til þess að leggja fram ákveðnar tillögur í þessu efni. í stað uppbótanna En fleira kemur hér einnig til greina. Það er ekki nóg að gera sér grein fyrir því hvað útgerðin þarf til þess að geta staðið á eigin fótum, heldur líka því hvað út- gerðin á að fá í stað uppbótanna. Hér koma margar leiðir til greina svo sem niðurfærsla innlends verðlags, gengisbreyting, almenn ur gjaldeyrisskattur o. fl. Verður sú hlið að sjálfsögðu valin, sem minnsta röskun hefur í för með sér fyrir efnahagsstarfsemina og minnstum óþægindum veldur almenningi. En til þess að gera sér grein fyrir því, hvaða úr- ræða hér verður að telja bezt, þarf að framkvæma viðamikla útreikninga og safna upplýsing- um. Er það verk sem ríkisstjórn- in ein hefur aðstöðu til að láta framkvæma. Skattakerfið Samkvæmt áður sögðu er það heldur ekki nóg, að atvinnuveg- unum sé skapaður rekstrargrund- völlur, það þarf líka að gera þær breytingar á skattakerfinu, að vel rekin fyrirtæki haldi ein- hverju eftir af hagnaði sínum, þannig að hann gangi ekki óskipt ur til hins opinbera. En slíkar breytingar á skatta- kerfinu verða ekki framkvæmd- ar nema í samvinnu við embættis menn skattheimtunnar og á grundvelli upplýsinga frá þeim, er þeir eðlilega telja sér hvorki skylt né heimilt að láta öðrum í té en ríkisstjórninni og trúnaðar- mönnum hennar. Kröfurnar til stjórnar- andstöðunnar Af þessu öllu ætti það að vera Ijóst, að stjórnarandstöðunni er ekki mögulegt að gera tillögur um heildarlausn efnahagsmál- anna, og þá ekki heldur um cin- staka þætti þeirra, þar sem slíkt er tilgangslítið nema sem liður í heildarlausn. Þeirri aðstöðu sem stjórnarand staðan nú býr við í þessum efn- um er auðvitað hægt að breyta henni í vil, en slíkt er algerlega á valdi ríkisstjórnarinn og flokka þeirra er hana styðja. En. meðan það hefur ekki verið gert, er ekki hægt með neinni sann- girni að álasa stjórnarandstöð- unni fyrir það ,að hafa ekki á reiðum höndum tillögur um heildarlausn efnahagsvandamál-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.