Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 19
Sunnudagur 22. des. 1957 MORCTJNTtT. 4ÐIÐ 19 Æ // Erföaskrá" Lenins XJM ÞAÐ BIL ári áður en Lenin dó, las hann fyrir hina frægu „erfðaskrá“ sína, trúnaðarbréf, sem lét í Ijósi mat á hinum kommúnísku undirforingjum hans. — Bréfið v.ar þekkt í innsta hring flokksins, en haldið Ieyndu fyrir um- heiminum, unz Leon Trotsky „glopraði“ afriti af því til bandaríska blaðamannsins Max Eastman. Hann lét birta það 18. október 1926 í New York Times. Stalín viðurkenndi áreiðanleika skjalsins í umræðum, er fram fóru á þröngum flokksfundi árið 1927, þar sem hann lýsti eftirfarandi yfir: „Sagt er í „erfðaskránni“, sem hér um ræðir, að Lenin hafi stungið upp á því á flokksþingi, að íhuga skyldi vand- lega það atriði, að setja Stalín frá, en útnefna í hans stað annan félaga sem aðalritara flokksins. Þetta er dagsatt“. Eftir þetta var skjalinu þó haldið algjörlega leyndu fyrir rússneskum borgurum, unz Krúsjeff skírskotaði til þess á 20. flokksþinginu. — Þó Krúsjeff vitnaði í gagn- rýni Lenins á Stalín, þá skírskotaði hann ekki opinberlega til lofs „erfðarskrárinnar“ á Bukharin og öðrum leiðtogum, sem Stalín kom síðar fyrir kattarnef. Skjalið allt hljóðar eins og hér segir: Er ég áður talaði um samheldni miðstjórnarinnar átti ég með bvi við ráð til þess að forðast klofn- ingu, að svo miklu leyti sem hægt er að gera slíkar ráðstafanir. Þvi vissulega hafði Hvíti herinn í Russakaya Mysl (ég held það hafi verið S. E. Oldenburg) rétt fyrir sér, er hann í fyrsta lagi, í baráttu sinni gegn Ráðstjórn- arrikjunum batt vonir sínar við klofningu flokks okkar, og í öðru lagi, er hann áleit grundvöll fyr- ir klofningu vera alvarlegan ágreining innan flokksins. Flokki okkar er haldið uppi af tveimur máttarstoðum, og af þeirri ástæðu er samtakaleysi mögulegt. Geti ekki ríkt sam- komulag milli þessara tveggja máttarstoða, er fall óhjákvæmi- legt. í þvi tilfelli, myndi vera gagnslaust að gera nokkrar ráð- stafanir eða yfirleitt að ræða um samheldni miðstjórnar okkar. Ef svo færi myndi engin ráðstöfun verða gagnleg til þess að hindra klofningu. En ég treysti því, að þetta sé of fjarlægt og fráleitt, til þess að um það þurfi að ræða. Ég hef í huga samheldni, sem tryggingu gegn klofningu í ná inni framtíð, og hef ég í hyggju að rannsaka hér nokkrar íhug- anir algjörlega persónulegs eðlis. Ég held að grundvallaratriðið, þegar um er að ræða samheldni .— séð frá þessum sjónarhóli — hljóti að vera slíkir félagar mið- stjórnarinnar, sem Stalín og Trotsky eru. Ég álít, að vegna þess sam- bands, sem milli þeirra er, sé meiri en helmingi meiri hætta á klofningu, sem mætti ef til vill forðast með því að auka með- limafjölda miðstjórnarinnar upp 50 eða 100. Eftir að félagi Stalín varð aðal- ritari, náði hann geysilegum völd um í sínar hendur; og ég er efins um, að hann viti ávallt, hvernig hann á að beita þeim með nægi- legri varúð. Félagi Trotsky er Lcnin — arflciðandinn Trolsky — frábær Stalín — of óhefla'ður hins vegar frábær, eins og í ljós kom í baráttu hans í mið- stjórninni, í sambandi við sam- göngumálin, ekki einungis vegna hinna óvenjulegu hæfileika hans — persónulega er hann vissulega færasti maðurinn í hinni núver- andi miðstjórn — heldur einnig vegna hins mikla sjálfsöryggis hans og þess, að hann er hneigð- ur til að glíma við fram- kvæmdaratriði mála. Þessir tveir eiginleikar hinna tveggja færustu leiðtoga núverandi miðstjórnar kynnu ósköp sakleysislega að or- saka klofningu; ef flokkur okkar gerir ekki ráðstafanir til þess aö forðast hana, þá kann klofning óvænt að eiga sér stað. Ég ætla ekki frekar að lýsa persónulegum hæfileikum hinna meðlima miðstjórnarinnar. Ég ætla aðeins að minna ykkur á, að atburðurinn í októbermánuði með Zinoviev og Kamenev var vissulega ekki af tilviljun, en það ber að nota hann eins litið gegn þeim persónulega og óbolshev- ískar tilhneigingar Trotskys gegn honum. Af yngri meðlimum miðstjórn- arinnar langar mig til þess að segja fáein orð um Bukharin og Pyatakov. Að mínu áliti eru þeir hinir snjöllustu á meðal hinna ungu og í þvi tilliti er nauðsyn- legt að hafa eftirfarandi hugfast: Bukharin er ekki aðeins hinn mesti og bezti fræðimaður flokks- ins, heldur má réttilega álíta hann eftirlæti alls flokksins; það er mjög vafasamt hvort hægt er að álíta fræðikenningar hans að öllu leyti marxískar, því það er eitthvað í honum----------(hann hefur aldrei numið, og ég held að hann hafi aldrei skilið „díalekt- íkina“ til fulls). Og Pyatakov — sem vafalaust hefur frábæran vilja og gáfur, — er of hneigður til að fást við framkvæmdarhliðar málanna til þess að hægt sé að treysta hon- um í alvarlegu pólitísku máli. Vissulega geri ég báðar þessar athugasemdir eingöngu með hlið sjón til dagsins í dag, eða þá að ég geri ráð fyrir að báðir þessir færu og drottinhollu starfsmenn kunni ekki að fá tækifæri til að auka þekkingu sína og lagfæra þröngsýni sína. 25. desember 1922. Eftirskrift: Stalín er of óhefl- aður, og sá galli hans, sem ein- göngu er þolanlegur á meðal okk ar kommúnista, verður óbærileg- ur í starfi hans sem aðalritara. Þess vegna sting ég upp á við fé- lagana, að þeir finni leið til þess að fjarlægja Stalín úr þessari stöðu og útnefni annan mann, sem í öllum dygðum er frábrugð- inn Stalín — einkum þolinmóð- ari, drottinhollari, kurteisari, ræktarsamari við félagana, og ekki eins duttlungafullur o. s. frv. Þetta atriði kann að virðast þýð- ingarlaus hégómi, en ég álít, að með tilliti til þess að komast hjá klofningu og ef litið er á það samband, sem er á milli Stalíns og Trotskys, sem ég hef þegar rætt, þá er þetta ekki hégómi, eða þá slíkur hégómi, sem kann að öðlast úrslitaþýðingu. 4. janúar 1923. LENIN. pn / JOLACJAFA V Finnskt keramik Tékkneskur kristall Kínverskir listmunir Helena Ruhinstein gjafakassar Undirfatnaður Hálsklútar — Hanskar Skarfgripir Jólalöberar Vasaklútakassar M u n i ð Gjafakortin vinsælu Lítið inn til okkar 00 bér burfið ekki að fara 1 aðra búð. — MARKAÐURINN Laugavegi 89 Til jólagjafa Kven-kuldaskór úr gaberdine Aðalstræti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 3C Saorrabraut 30 — Garðastræti 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.