Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVNTiLAÐlÐ Sunnudagur 22. des. 1951 Jólahald og víndrykkja fara illa saman „JÓLABORГ sem allt flýtur í áfengi er glæpur, segir fram- kvæmdastjóri sambands norsku AA-félaganna, nýlega í viðtali við blaðið „Folket“. Eg hefi órækar sannanir fyrir því,. segir framkvæmdastjórinn ennfremur, að jólagleði fjölda heimila er með öllu eyðilögð af hinum svonefndu „Jólaborðum", en það nafn hafa Þorláksmessu- samdrykkjurnar hlotið, sem ýms- ir starfsmannahópar og fyrir- tæki, efna til á vinnustað og gera sér það, sem þeir kalla „glaðan dag“, í tilefni þess að brátt mun mesta hátíð kristninnar ganga í garð. Beiðnir um aðstoð, um jóla- leytið, hafa mjög aukizt í seinni tíð, en það er ekki í tilefni sjálfrar jólahátíðarinnar, heldur einmitt vegna þessara samkoma, sem efnt er til víðs vegar um Osló-borg á Þorláksmessu, sem rekja má ástæðuna að síauknum döprum jólum. Já, verra en eng- um jólum, fyrir fjölda heimila, segir framkvæmdastjórinn, og hann bætir við, með þunga í röddinni. „Ég lýsi því yfir, að þessar samkomur starfsmanna- hópa og fyrirtækja á Þorláks- messu er hreinn og beinn glæp- ur, gagnvart fjölskyldum margra þátttakendanna". Fyrir tveim árum, var ég hringdur upp af konu nokkurri. Þetta var á 2. í jólum. Hún skýrði mér frá því, að maðurinn sinn hefði legið í rúminu frá því á Þorláksmessu. Ég heim- sótti þessa fjölskyldu og kynnti mér ástæðurnar. Mér var sagt allt af létta, um hag þessa fólks. Maðurinn hafði komið heim á Þorláksmessu klyfjaður áfengi. Fyrr um daginn hafði hann ein- mitt verið viðstaddur eitt þess- ara áðurnefndu „Jólaborða". Aðalveitingarnar voru áfengi, og ríflega veitt. Eftir að „hófinu" lauk notaði maðurinn alla þá peninga, sem hann hafði, til áfengiskaupa. Til þessa fóru all- ir hans peningar, en kona hans og þrjú börn þeirra, urðu að vera matariaus um jólin. Konan og börnin' voru síðan I send á burt, en félagar úr AA- samtökunum vöktuðu manninn fram á 4. í jólum. Skiijanlega voru þetta heldur ekki nein gleðileg jól fyrir þá. I þessu sam- bandi má varpa fram þeirri spurningu, hvort slíkt sjálfboða- starf sé réttlætanlegt gagnvart varðmönnunum og þeirra nán- ustu, einmitt á þessum tíma. En því skal jafnframt svarað til, að laun þessa erfiðis, hlutu þeir, sem það lögðu á sig fullkomlega greidd árið eftir, er fjölskylda þessi kom öll á jólaskemmtun AA, prúðbúin og vel fyrirkölluð að öllu leyti. Því má ég bæta við að maðurinn hefur verið full- kominn reglumaður síðan. Það gerir sér enginn grein fyr- ir því, sem ekki kynnist af eig- in raun, þeirri miklu hörmung, sem leiðir af þessum svonefndu „Jólaborðum“. Þegar drykkju- hneigðir menn eru komnir í hóp með starfsfélögum sínum við slíkt tækifæri, eða trúnaðar- mönnum þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna hjá, til þess að gera sér „glaðan dag“ í tilefni þeirra hátíðar sem í hönd fer, þá kann- ast þeir ekki við veikleika sinn gagnvart áfenginu, né vilja láta á honum bera. Misskilið stolt þeirra bannar það. Þeir verða með. Það er og lagt að þeim á ýmsan hátt, ef þeir sýna tilburði í að sneiða hjá áfenginu. Þeim er ýmist ógnað, eða lokkaðir með falsi og fagurgala, þar til bragð- að hefir verið á fyrsta staupinu. Eftir það gengur allt að sjálfu sér, undan brekkunni og á ógæfu hlið. Ég hefi spurt þá, sem eru ábyrgir fyrir slíkum *jólaglaðn- ingi, sem þessum, hvort það sé álit þeirra, að rétt sé, á þennan hátt, að gjöreyða jólagleði margra fjölskyldna, kvenna og barna. Þó það kunni að skapa imyndaðar ánægjustundir, um takmarkaðan tíma, til handa vissum svallgefnum starfsmanna- eða fulltrúahópi. Ef stofna á til slíks „Jólafagn- aðar“ af hálfu fyrirtækja, þá er það mín bjargfasta skoðun, að þar skuli ekkert áfengi um hönd haft. Ég álít að það sé meira en lítil ábyrgð, sem vinnuveitendur taka á sig, er þeir stofna til slíkra „Jólaborða" eða láta þau viðgangast innan dyra fyrirtækja sinna, þar sem allt flýtur í áfengum drykkjum, segir fram- kvæmdastjórinn að lokum. Satt að segja stenzt ég ekki reiðari, bætir hann við, en þegar ég minn- ist allra þeirra barna, sem ör- magna af gráti og hræðslu, verða að eyða jólunum á heimilum, þar sem faðirinn vitstola af áfengisdrykkju, æðir um og böl- sótast eins og naut í flagi og eirir engu. (Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur). Einar Einarsson minnmg HINN 5. september sl. andaðist að heimili sínu á Sauðárkróki Einar Einarsson, bifvélavirki. Var Einar sonur hinna ágætu hjóna, Einars Guðmundssonar og Svövu Magnúsdóttur, að Selja- landsvegi 17 í Reykjavík. Fæddur var Einar yngri hinn 3. ágúst 1934. Einar hafði um nokkurt skeið kennt sjúkdóms þess er að síð- ustu leiddi hann til bana, en hann var ötull starfsmaður, sem ekki vildi láta bugast fyrr en í fulla hnefana. Loks fór þó svo að hann varð að fara utan, til Dan- merkur, og leita þar hjálpar rægs heilaski’.rðarsérfræðings. Ekki fékk Eináv þar þó fulla bót meins síns, en komst þó heim til foreldra sinna, sem önnuðust hann af stakri alúð og umhyggju. Á heimili þeirra komst hann það til heilsu að hann afréð að fara aftur til Sauðárkróks til fyrri starfa síns. Gekk svo skamma hríð • að honum tókst að stunda vinnu, en sviplega breytti þó til hins verra með heilsufar hans og lézt hann þar á heimili sínu. — Þessi ungi maður hafði orðið að þola hinar mestu þjáningar í-sín- um löngu veikindum, enn. bar þær með hinni mestu þolinmæði og hugrekki til hinztu stundar. Eins og hér að framan er getið var Einar af gæðafólki kominn í báðar ættir, enda féll ekki eplið langt frá eikinni hvað mannkost- um hans og drenglyndi viðkom. Einar var hávaxinn og fríður sýnum. Allir sem til hans þekktu báru til hans hlýjan hug sakir vinsamlegrar framkomu hans í hvívetná. Einar var giftur Björg Aðal- steinsdóttur og átt.u þau hjón eina dóttir. Engir foreldrar gátu sýnt syni sínum meiri umhyggju og alúð, ekki sízt eftir að Einar veiktist, en foreldrar hans, sem að lokum sóttu jarðneskar leifar hans norð- ur og sáu um og önnuðust útför hans hér í Reykjavík. Fyrir um það bil 4 árum misstu þessi góðu hjón annan son sinn, Ragnar að nafni, mesta efnispilt, og má því segja að skammt hafi reynzt högga í milli, og er því sár harmur að þeim kveðinn þótt ei sé í Ijós látið við hvern sem er. Ljúfar minningar um báða þessa syni fylla hugi þeirra og varpa geisl- um inn í sorgarmyrltrið. Sá er þessar línur ritar, óskar þeim foreldrum Einars, konu og eftirlifandi bræðrum allrar hugg- unar og blessunar og hinum fram liðnu sonum þeirra vaxandi þroska á Guðs vegum. R. Richter. Walt Ðisney myndirnir úr þessari fal- legu lilskreyllu bók eru lekn ar úr kvikniyndinni um IjÍSU í Undralandi. L I T B R Á lesel Framkvæmum viðgerðir á olíuverkum með fullkomn- ustu tækjum og af æfðum fagmönnum. Góð varahlutaþjónusta. B OSC H umhoðsð á íslandi BRÆÐU RNIR ORMSSON H.F. VESTURGÖTU 3 SÍMI: 11467 (3 línur). \ Karlmannaföf fjölbreyttasfa lirvalið Herrafrakkar frá kr. 525 Leðurblússur Kuldaulpur Tjöld Svefnpokar Bakpokar UUarteppi Belti Bindi Sokkar Peysur MINERVA skyrfan í Öllum stœrðum ESTRELLA skyrtur fjolbreitt úrval SPORT-skyrtur margar gerðir /f\£*c>W Morgunsloppar Náttföt Laugaveg 27 — Sími 12303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.